Ferill 864. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1690  —  864. mál.
Nr. 62/145.


Þingsályktun

um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 97/2016 um breytingu á XVI. viðauka (Opinber innkaup) við EES-samninginn.


     Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sam­eiginlegu EES-nefndarinnar nr. 97/2016, frá 29. apríl 2016, um breytingu á XVI. viðauka (Opinber innkaup) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og fella inn í samninginn eftirtaldar gerðir:
     1.      Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/23/ESB frá 26. febrúar 2014 um gerð sér­leyfissamninga.
     2.      Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/24/ESB frá 26. febrúar 2014 um opinber inn­kaup og niðurfellingu tilskipunar 2004/18/EB.
     3.      Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/25/ESB frá 26. febrúar 2014 um innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og póstþjónustu og um niðurfell­ingu tilskipunar 2004/17/EB.

Samþykkt á Alþingi 20. september 2016.