Ferill 681. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1699  —  681. mál.
Nr. 64/145.


Þingsályktun

um staðfestingu ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn (evrópskar reglur um fjármálaeftirlit).


    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd fyrirhugaðar ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992 um að fella inn í samninginn eftirtaldar gerðir og samn­ing um breytingu á samningi milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls um hlutverk og valdheimildir Eftirlitsstofnunar EFTA á sviði fjármálaeftirlits:
     1.      Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (Fjármála­þjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, um að fella inn í samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1093/2010 frá 24. nóvember 2010 um að koma á fót evrópskri eftirlitsstofnun (Evrópska bankaeftirlitsstofnunin), um breytingu á ákvörð­un nr. 716/2009/EB og niðurfellingu ákvörðunar framkvæmdastjórnarinnar 2009/78/EB, og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1022/2013 frá 22. október 2013 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1093/2010 um að koma á fót evrópskri eftirlitsstofnun (Evrópska bankaeftirlitsstofnunin) að því er varðar sérstök verkefni sem Seðlabanka Evrópu eru falin samkvæmt reglugerð ráðsins (ESB) nr. 1024/2013.
     2.      Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (Fjármála­þjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, um að fella inn í samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1094/2010 frá 24. nóvember 2010 um að koma á fót evrópskri eftirlitsstofnun (Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin), um breytingu á ákvörðun nr. 716/2009/EB og um niðurfellingu á ákvörðun fram­kvæmdastjórnarinnar 2009/79/EB.
     3.      Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (Fjármála­þjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, um að fella inn í samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1095/2010 frá 24. nóvember 2010 um að koma á fót evrópskri eftirlitsstofnun (Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin), um breyt­ingu á ákvörðun nr. 716/2009/EB og um niðurfellingu á ákvörðun framkvæmdastjórn­arinnar 2009/77/EB.
     4.      Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (Fjármála­þjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, um að fella inn í samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1092/2010 frá 24. nóvember 2010 um þjóðhags­varúðareftirlit með fjármálakerfinu á sviði Evrópusambandsins og um stofnun Evrópska kerfisáhætturáðsins.
     5.      Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (Fjármála­þjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, um að fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB frá 8. júní 2011 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða og um breytingu á tilskipunum 2003/41/EB og 2009/65/EB og reglugerðum (EB) nr. 1060/2009 og (ESB) nr. 1095/2010, og framselda reglugerð framkvæmdastjórn­arinnar (ESB) nr. 231/2013 frá 19. desember 2012 um viðbætur við tilskipun Evrópu­þingsins og ráðsins 2011/61/ESB að því er varðar undanþágur, almenn rekstrarskilyrði, vörsluaðila, skuldsetningu, gagnsæi og eftirlit, og framselda reglugerð framkvæmda­stjórnarinnar (ESB) nr. 694/2014 frá 17. desember 2013 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um ákvörðun á tegundum rekstraraðila sérhæfðra sjóða, og framselda reglugerð fram­kvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/514 frá 18. desember 2014 um upplýsingar sem lög­bærum yfirvöldum ber að veita Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni skv. 3. mgr. 67. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB, og framkvæmdarreglu­gerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 447/2013 frá 15. maí 2013 um að koma á málsmeðferð fyrir rekstraraðila sérhæfðra sjóða sem velja að tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB taki til þeirra, og framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórn­arinnar (ESB) nr. 448/2013 frá 15. maí 2013 um að koma á fót málsmeðferð til að ákvarða tilvísunaraðildarríki fyrir rekstraraðila sérhæfðra sjóða utan ESB samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB.
     6.      Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (Fjármála­þjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, um að fella inn í samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 236/2012 frá 14. mars 2012 um skortsölu og til­tekna þætti skuldatrygginga, og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 826/2012 frá 29. júní 2012 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um tilkynningar- og birtingarkröfur varðandi hreinar skortstöður, nánari lýsingu á upplýsingunum sem skal veita Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni í tengslum við hreinar skort­stöður og aðferðina við að reikna út veltu til að ákvarða hvaða hlutabréf skulu undanþeg­in, og framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 827/2012 frá 29. júní 2012 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar aðferðir við opinbera birtingu á hreinum skortstöðum, snið upplýsinganna sem skal veita Evrópsku verðbréfamarkaðs­eftirlitsstofnuninni um hreinar skortstöður, gerðir samninga, fyrirkomulags og ráðstafana til að tryggja með fullnægjandi hætti að hlutabréf eða ríkisskuldagerningar séu tiltækir vegna uppgjörs og dagsetningar og tímabil vegna ákvörðunar á meginvettvangi hluta­bréfs samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 236/2012 um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga, og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 918/2012 frá 5. júlí 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðs­ins (ESB) nr. 236/2012 um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga að því er varðar skilgreiningar, útreikninga á hreinum skortstöðum, varðar skuldatryggingar á ríki, til­kynningarmörk, seljanleikamörk vegna tímabundinna niðurfellinga, marktæka lækkun á virði fjármálagerninga og óhagstæða atburði, og framselda reglugerð framkvæmda­stjórnarinnar (ESB) nr. 919/2012 frá 5. júlí 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópu­þingsins og ráðsins (ESB) nr. 236/2012 um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga með tilliti til tæknilegra eftirlitsstaðla vegna aðferðarinnar við útreikning á lækkun á virði seljanlegra hlutabréfa og annarra fjármálagerninga og framselda reglugerð fram­kvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/97 frá 17. október 2014 um leiðréttingu á framseldri reglugerð (ESB) nr. 918/2012 að því er varðar tilkynningu um mikilvægar hreinar skort­stöður í ríkisskuldum.
     7.      Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (Fjármála­þjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, um að fella inn í samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 frá 4. júlí 2012 um OTC-afleiður, mið­læga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár.
     8.      Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (Fjármála­þjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, um að fella inn í samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 513/2011 frá 11. maí 2011 um breytingu á reglu­gerð (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki, og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 462/2013 frá 21. maí 2013 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1060/ 2009 um lánshæfismatsfyrirtæki.
     9.      Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (Fjármála­þjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, um að fella inn í samninginn framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 272/2012 frá 7. febrúar 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 að því er varðar gjöld sem Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin innheimtir af lánshæfismatsfyrirtækjum, og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 446/2012 frá 21. mars 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 um tæknilega eftirlitsstaðla um inntak og form reglubundinna skýrslna með matsgögnum sem láns­hæfismatsfyrirtækjum ber að leggja fram til Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnun­arinnar, og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 447/2012 frá 21. mars 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki þar sem mælt er fyrir um tæknilega eftirlitsstaðla við mat á því hvort aðferð við lánshæfismat uppfylli skilyrði, og framselda reglugerð framkvæmda­stjórnarinnar (ESB) nr. 448/2012 frá 21. mars 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópu­þingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um framsetningu upplýsinganna sem lánshæfismatsfyrirtæki skulu gera aðgengilegar í miðlægu gagnasafni sem komið er á fót af Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofn­uninni, og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 449/2012 frá 21. mars 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um skráningarupplýsingar og vottun lánshæfis­matsfyrirtækja, og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 946/2012 frá 12. júlí 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/ 2009 að því er varðar starfsreglur um sektir sem Evrópska verðbréfamarkaðseftirlits­stofnunin leggur á lánshæfismatsfyrirtæki, þ.m.t. reglur um rétt til varnar og tímabundin ákvæði, og framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2014/245/ESB frá 28. apríl 2014 um viðurkenningu á að laga- og eftirlitsrammi Brasilíu jafngildi kröfunum í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki, og framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2014/246/ESB frá 28. apríl 2014 um viðurkenningu á að laga- og eftirlitsrammi Argentínu jafngildi kröfunum í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki, og fram­kvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2014/247/ESB frá 28. apríl 2014 um viðurkenningu á að laga- og eftirlitsrammi Mexíkó jafngildi kröfunum í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki, og fram­kvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2014/248/ESB frá 28. apríl 2014 um viðurkenningu á að laga- og eftirlitsrammi Singapúr jafngildi kröfunum í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki, og fram­kvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2014/249/ESB frá 28. apríl 2014 um viður­kenningu á að laga- og eftirlitsrammi Hong Kong jafngildi kröfunum í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 um lánshæfismatsfyrirtæki.
     10.      Samning um breytingu á samningi milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls með því að bæta nýrri 25. gr. a og nýrri bókun 8 við samninginn um hlutverk og valdheimildir Eftirlitsstofnunar EFTA á sviði fjármálaeftirlits.

Samþykkt á Alþingi 23. september 2016.