Ferill 449. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Nr. 67/145.

Þingskjal 1825  —  449. mál.


Þingsályktun

um framkvæmd fýsileikakönnunar á stofnun embættis umboðsmanns flóttamanna.


    Alþingi ályktar að fela innanríkisráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra að láta gera fýsileikakönnun á stofnun embættis umboðsmanns flóttamanna á Íslandi. Kannaðir verði kostir þess og þörf á að stofna sérstakt embætti umboðsmanns flóttamanna eða sambærilegt embætti sem fari með málefni flóttamanna hér á landi önnur en úrskurðar- og rannsóknar­vald. Alþingi verði gerð grein fyrir niðurstöðum könnunarinnar með skýrslu fyrir 1. septem­ber 2017.

Samþykkt á Alþingi 13. október 2016.