Ferill 895. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Nr. 68/145.

Þingskjal 1826  —  895. mál.


Þingsályktun

um stuðning við alþjóðasamþykktir um vernd heilbrigðisstarfsfólks á átakasvæðum.


    Alþingi skorar á alla hlutaðeigandi aðila að virða undantekningarlaust alþjóðasamþykktir um vernd heilbrigðisstarfsfólks, heilbrigðisþjónustu og neyðaraðstoðar á átakasvæðum. Jafn­framt fordæmir Alþingi árásir á sjúkrahús, sjúkraskýli og veitendur neyðaraðstoðar á átaka­svæðum, lýsir stuðningi við alþjóðalög og alþjóðasamþykktir gegn slíku athæfi og felur ríkis­stjórninni að bera fram andmæli við þess háttar brotum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.

Samþykkt á Alþingi 13. október 2016.