Ferill 62. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Nr. 20/146.

Þingskjal 1004  —  62. mál.


Þingsályktun

um heildstæða stefnu í málefnum einstaklinga með heilabilun.


    Alþingi ályktar að fela heilbrigðisráðherra að móta stefnu í málefnum einstaklinga með heilabilun sem feli í sér vitundarvakningu og fræðslu til almennings og aðstandenda, aukna áherslu á öflun tölulegra upplýsinga, markvissar rannsóknir og átak til að auka gæði umönnunar fyrir ört stækkandi sjúklingahóp í samfélaginu.

Samþykkt á Alþingi 31. maí 2017.