Ferill 30. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Microsoft Word.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 30  —  30. mál.
Skýrsla


forsætisráðherra um framkvæmd ályktana Alþingis frá árinu 2020.


    Skýrsla þessi er lögð fram í samræmi við fyrirmæli 8. mgr. 45. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991. Markmið hennar er að veita Alþingi yfirsýn yfir eftirfylgni framkvæmdarvaldsins með ályktunum þingsins. Til umfjöllunar er framkvæmd þeirra ályktana Alþingis frá árinu 2020 sem kalla á viðbrögð ráðherra eða ríkisstjórnar og meðferð málefna sem þingið hefur vísað til ríkisstjórnar eða einstakra ráðherra á því ári. Þá er hér einnig að finna yfirlit um sömu atriði frá árunum 2017–2019. Undanskilin eru þau málefni þar sem lög kveða á um að haga skuli skýrslugjöf til þingsins á annan hátt.
    Umræddar þingsályktanir á árunum 2017–2020 voru samtals 173, þar af 80 vegna staðfestinga ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar. Slíkar ályktanir eru reglubundinn þáttur í þinglegri meðferð EES-mála og fela í sér afléttingu á stjórnskipulegum fyrirvara við ákvörðun sem kallar á lagabreytingar á Íslandi. Þær hafa því nokkra sérstöðu miðað við aðrar ályktanir. Þá vísuðu þingnefndir 12 málum til ríkisstjórnarinnar. Í skýrslu þessari er þannig fjallað um samtals 185 þingmál, sem sum hver varða fleiri en eitt ráðuneyti.
    Fjöldi þingsályktana á hverju ári sem kallar á viðbrögð ráðherra eða ríkisstjórnar, auk málefna sem þingið vísar þangað í nefndaráliti, sveiflast talsvert eftir árum. Á árinu 2020 eru þetta samtals 36 þingmál, bróðurparturinn þingsályktanir, 35 talsins, og 1 nefndarálit, sem með frávísunartillögu þingnefndar var vísað til ráðherra eða ríkisstjórnar eftir atvikum. Á árinu 2019 voru þingmálin 90 talsins, 83 þingsályktanir en 7 nefndarálit. Á árinu 2018 voru þingmálin 36 talsins, 33 þingsályktanir en 3 nefndarálit. Að lokum voru þingmálin 23 árið 2017, 22 þingsályktanir en 1 nefndarálit.

Staða framkvæmdar Framkvæmd lokið Framkvæmd hafin Framkvæmd ekki hafin Samtals
2020 23 9 4 36
2019 70 15 5 90
2018 27 7 2 36
2017 20 3 0 23
Samtals 140 34 11 185
    Tafla 1. Yfirlit fjölda mála og stöðu framkvæmdar 2017–2020.

    Jafnframt er nokkur munur á fjölda þingmála eftir ráðuneytum. Utanríkisráðuneytið hefur á sinni könnu langflest málin, um eða yfir helming þeirra. Það skýrist af því að stór hluti málanna eru staðfestingar á ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar sem gerðar eru í formi þingsályktana. Öll ráðuneytin koma í einhverjum mæli að framkvæmd þingsályktana þótt ekki sé víst að þau séu með framkvæmd á hendi á hverju ári. Hér að neðan verður gerð grein fyrir tölfræði um þessi atriði, flokkað bæði eftir árum og eftir ráðuneytum, sbr. töflur 2–5.
    Þingmálin sem hér eru til umfjöllunar eru flokkuð eftir stöðu hvers verkefnis. Greint er á milli verkefna þar sem framkvæmd er lokið, verkefna þar sem framkvæmd er hafin og svo verkefna þar sem framkvæmd er ekki hafin. Þetta eru skýrar línur í tilfellum þeirra verkefna sem annað hvort er búið að ljúka framkvæmd við eða framkvæmd ekki hafin. Í öðrum tilfellum, þar sem framkvæmd er hafin en ekki lokið, geta verkefnin verið á öllum stigum vinnslu. Í greinargerð með hverju verkefni hér aftar í skýrslunni er gerð nánari grein fyrir stöðu hvers verkefnis.

2020 – staða framkvæmdar eftir ráðuneytum Framkvæmd lokið Framkvæmd hafin Framkvæmd ekki hafin Samtals
FOR 1 0 0 1
DMR 0 1 0 1
ANR 2 1 0 3
FRN 0 1 0 1
FJR 4 0 0 4
HBR 1 1 0 2
MRN 0 0 0 0
SRN 0 3 0 3
UAR 0 0 1 1
UTN 15 2 3 20
Samtals 23 9 4 36
    Tafla 2. Yfirlit yfir stöðu framkvæmdar eftir ráðuneytum fyrir árið 2020.

2019 – staða framkvæmdar eftir ráðuneytum Framkvæmd lokið Framkvæmd hafin Framkvæmd ekki hafin Samtals
FOR 3 1 0 4
DMR 1 2 0 3
ANR 1 2 0 3
FRN 1 4 1 6
FJR 2 0 1 3
HBR 5 0 0 5
MRN 0 1 2 3
SRN 3 2 0 5
UAR 0 1 0 1
UTN 54 2 1 57
Samtals 35 15 35 90
    Tafla 3. Yfirlit yfir stöðu framkvæmdar eftir ráðuneytum fyrir árið 2019.

2018 – staða framkvæmdar eftir ráðuneytum Framkvæmd lokið Framkvæmd hafin Framkvæmd ekki hafin Samtals
FOR 1 3 1 5
DMR 0 0 0 0
ANR 2 0 0 2
FRN 1 0 0 1
FJR 5 2 0 7
HBR 0 0 0 0
MRN 3 0 1 4
SRN 0 1 0 1
UAR 1 1 0 2
UTN 14 0 0 14
Samtals 27 7 2 36
    Tafla 4. Yfirlit yfir stöðu framkvæmdar eftir ráðuneytum fyrir árið 2018.

2017 – staða framkvæmdar eftir ráðuneytum Framkvæmd lokið Framkvæmd hafin Framkvæmd ekki hafin Samtals
FOR 1 0 0 1
DMR 1 0 0 1
ANR 1 1 0 2
FRN 1 1 0 2
FJR 2 0 0 2
HBR 3 0 0 3
MRN 0 1 0 1
SRN 1 0 0 1
UAR 0 0 0 0
UTN 10 0 0 10
Samtals 20 3 0 23
    Tafla 5. Yfirlit yfir stöðu framkvæmdar eftir ráðuneytum fyrir árið 2017.

    Ef utanríkisráðuneytið er skoðað sérstaklega á árunum fjórum sem eru til skoðunar, 2017–2020, sést að að jafnaði er aðeins um fimmtungur ályktananna af öðrum toga en þingsályktanir til staðfestingar á ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar, eða 21 ályktun af alls 101.

Þingsályktanir til staðfestingar vegna EES Aðrar þingsályktanir Samtals
2020 17 3 20
2019 43 14 57
2018 12 2 14
2017 8 2 10
Samtals 80 21 101
    Tafla 6. Hlutfall staðfestingamála hjá utanríkisráðuneytinu 2017–2020.

    Hlutfall þessara 80 þingsályktana á árunum 2017–2020 til staðfestingar á ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar, af samtals 173 þingsályktunum þessara ára, nálgast það að vera helmingur allra mála, eða um 46%.
    Að síðustu er rétt að gefa yfirlit yfir stöðu, fjölda og framgang málanna í öllum ráðuneytunum á umræddu árabili. Þar kemur glöggt fram að framgangur mála er almennt góður. Af 185 málum er framkvæmd þegar lokið í 140 málum, eða í 76% mála. Í um 18% mála er framkvæmd hafin en aðeins í 6% mála ekki hafin. Ef tekin eru saman þau mál þar sem framkvæmd er ýmist að lokið að fullu eða komin áleiðis þá eru það um 94% allra mála.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.    Mynd 1. Staða og fjöldi mála í öllum ráðuneytum Stjórnarráðsins 2017–2020.

    Nánari grein er hér á eftir gerð fyrir framgangi einstakra mála eftir árum annars vegar og ráðuneytum hins vegar. Forsætisráðuneytið aflaði upplýsinga um framangreint frá viðkomandi ráðuneytum í september og október 2020 og svör þeirra fara hér á eftir.

Framkvæmd ályktana Alþingis frá árinu 2020.


Forsætisráðuneyti.


Þingsályktun 37/150 um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021–2025.
3. júní 2020 – þskj. 1609 á 150. lögþ.

Framkvæmd lokið.
    Þingsályktunartillaga forsætisráðherra, um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun fyrir árin 2021–2025 var samþykkt á Alþingi þann 3. júní 2020. Tillagan markar þau tímamót að hún felur í sér fyrstu heildstæðu stefnuna um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni hér á landi. Forvarnir verða samþættar kennslu í leik-, grunn- og framhaldsskólum og ráðist verður í umfangsmikla námsefnisgerð. Þá verður fræðslu um eðli og afleiðingar kynferðislegs og kynbundins ofbeldis og áreitni fyrir starfsfólk sem vinnur með börnum og ungmennum. Áætlunin á sér stoð í alþjóðlegum skuldbindingum Íslands, meðal annars um útrýmingu ofbeldis gegn konum og börnum. Framkvæmdinni verður fylgt eftir af forsætisráðuneytinu með sérstöku mælaborði á vef Stjórnarráðsins (stjornarradid.is/jafnretti).
    Til að fylgja áætluninni eftir var skipaður sérstakur stýrihópur með lykilaðilum sem bera ábyrgð á framfylgd aðgerða í áætluninni. Stýrihópurinn er leiddur af skrifstofu jafnréttismála í forsætisráðuneytinu og Jafnréttisstofu.

Dómsmálaráðuneyti (innanríkisráðuneyti til 1. maí 2017).


Þingsályktun 23/150 um meðferðar- og endurhæfingarstefnu í málefnum fanga.
29. janúar 2020 – þskj. 892 á 150. lögþ.

Framkvæmd hafin.
    Þingsályktunin felur í sér að dómsmálaráðherra í samráði við félags- og barnamálaráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra setji á fót starfshóp um mótun heildstæðrar betrunarstefnu í fangelsismálakerfinu, þ.m.t. að leggja til nauðsynlegar breytingar á lögum og tryggja fjármagn í því skyni að allir fangar fái einstaklingsbundna meðferðar- og vistunaráætlun, bættan aðgang að menntun og heilbrigðisþjónustu og aukinn stuðnings að afplánun lokinni. Starfshópurinn skili skýrslu með niðurstöðum eigi síðar en 1. maí 2020. Dómsmálaráðherra kynni Alþingi niðurstöður starfshópsins.
    29. maí 2020 skipuðu dómsmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra sameiginlega stýrihóp um málefni fanga en hlutverk hópsins var í samræmi við ályktun Alþingis þar um. Formaður hópsins var fulltrúi félags- og barnamálaráðherra og varaformaður hópsins var fulltrúi Fangelsismálastofnunar. Auk þess áttu sæti í hópnum fulltrúar dómsmálaráðuneytisins, heilbrigðiráðuneytisins, mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Vinnumálastofnunar. Þá var forstöðumaður Batahúss ráðgjafi hópsins og starfsmenn hópsins voru tveir sérfræðingar á skrifstofu barna- og fjölskyldumála í félagsmálaráðuneytinu. Stýrihópurinn fundaði reglubundið frá 29. maí 2020 til 28. apríl 2021 og á fundi hópsins voru kallaðir til hagaðilar sem tengjast málefnum fanga til að veita upplýsingar og miðla af þekkingu sinni og reynslu.
    Skýrslan var afhent ráðherrum 15. september 2021 og í skýrslunni eru lagðar til breytingar á málaflokknum. Gerðar eru tillögur um húsnæðismál, t.d. um endurbætur og langtímastefnumótum og lagðar til umbætur á flestum fangelsum landsins. Þá eru gerðar tillögur um heilstæða meðferðarstefnu þannig að aukið verði aðgengi fanga að skimun fyrir geðrænum erfiðleikum þegar dómur fellur og stöðugildum sérfræðinga á meðferðarsviði Fangelsismálastofnunar verði fjölgað sem og stöðugildum í geðheilsuteymi fanga og að boðið verði upp á eftirfylgd geðheilsuteymisins í allt að 12 mánuði eftir að afplánun lýkur fyrir þá sem þurfa. Gerð var tillaga um menntun og virkni, atvinnu, hæfingu og félagslegan stuðning að lokinni afplánun, framfærslu og virknigreiðslur og tillögur um aukinn félagslegan stuðnings að lokinni afplánun. Þá lagði stýrihópurinn til að föngum í bataleið þurfi að standa til boða fjölbreyttari og einstaklingsmiðaðri úrræði en nú gefst kostur á við hefðbundna afplánun.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.


Þingsályktun 27/150 um mótun klasastefnu.
12. mars. 2020 – þskj. 1113 á 150. lögþ. (sameiginleg með forsætisráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti og mennta- og menningarmálaráðuneyti).

Framkvæmd lokið.
    Á grundvelli þingsályktunar nr. 27/150 var ríkisstjórninni falið að skipa starfshóp sem fengi það hlutverk að móta opinbera klasastefnu. Klasastefna fyrir Ísland hefur nú verið mótuð og gefin út. Meginmarkmið hennar er að efla samkeppnishæfni og auka verðmætasköpun á þeim sviðum sem skipta atvinnulíf og samfélag hvað mestu. Stefnan felur í sér fyrirkomulag um hvernig hið opinbera skuli efla stoðkerfi atvinnulífsins á landsvísu í samvinnu við atvinnulífið, rannsóknar- og menntastofnanir, sveitarfélögin og aðra hagsmunaaðila sem málið snertir.
    Vinna við gerð stefnunnar var unnin í víðtæku samstarfi og samráði við grasrót atvinnulífsins sem og fjölda aðila innan stjórnkerfisins. Klasastefnan hefur beina skírskotun til Nýsköpunarstefnu stjórnvalda til 2030 Nýsköpunarlandið Ísland, Vísinda- og tæknistefnu 2020–2022 og hefur margvíslegar tengingar við skýrslu forsætisráðuneytisins Ísland og fjórða iðnbyltingin, stefnumótandi áherslur Íslandsstofu frá árinu 2019 og fleiri áherslumál sem komið hafa fram á vegum stjórnvalda á síðustu árum.

Nefndarálit með frávísunartillögu um frumvarp til laga um félög til almannaheilla.
23. júní 2020 – þskj. 1799 á 150. lögþ.

Framkvæmd lokið.
    Málið var endurflutt á 151. löggjafarþingi sem frumvarp til laga um félög til almannaheilla, 603. mál, þskj. 1030 og samþykkt sem lög nr. 110/2021. Var áður lagt fram á 145. og 149. löggjafarþingi.

Þingsályktun 8/151 um ráðstafanir til að draga úr notkun pálmaolíu á Íslandi.
8. desember 2020 – þskj. 525 á 151. lögþ.

Framkvæmd hafin.
    Með tillögunni er lagt til að fela ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að vinna áætlun um takmörkun á notkun pálmaolíu í allri framleiðslu á Íslandi og leggja fram frumvarp um bann við notkun hennar í lífdísil. Þá er lagt til að ráðherra kynni Alþingi niðurstöður sínar og leggi fram frumvarp til laga um bann við notkun pálmaolíu í lífdísil eigi síðar en í lok árs 2021.
    Í nefndaráliti atvinnuvegar um tillöguna er bent á að innan ESB tekur á árinu 2021 gildi ný tilskipun um endurnýjanlegt eldsneyti 2018/2001/EB (RED II) sem tekur við af tilskipun 2009/28/EB (RED I). Í tilskipuninni eru m.a. hertar þær kröfur sem gerðar eru til endurnýjanlegs eldsneytis sem unnið er úr fóðurplöntum og stefnt að því að draga markvisst úr notkun slíks eldsneytis fram til ársins 2030. Jafnframt er þar gert ráð fyrir að dregið verði úr notkun pálmaolíu frá árinu 2023 uns notkun hennar verði hætt árið 2030. Tilskipunin er hluti af svokölluðum hreinorkupakka ESB og samkvæmt tilskipuninni skulu ríki ESB hafa lokið við að lögleiða hana á árinu 2021. Tilskipunin er enn til skoðunar hjá EES/EFTA-ríkjunum og ekki liggur fyrir hvenær hún verður tekin upp í EES-samninginn en það verður í fyrsta lagi árið 2022. Samstarf er hafið á milli atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og umhverfis- og auðlindaráðuneytis um hvernig staðið skuli að innleiðingu tilskipunarinnar þar sem efnissvið hennar nær til beggja ráðuneyta.

Félagsmálaráðuneyti (velferðarráðuneyti til 1. janúar 2019).


Þingsályktun 43/150 um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í samfélaginu.
30. júní 2020 – þskj. 1972 á 150. lögþ.

Framkvæmd hafin.
    Með þingsályktuninni fól Alþingi félags- og barnamálaráðherra í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðherra, heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra að móta stefnu fyrir einstaklinga og fjölskyldur af erlendum uppruna sem hafi það að markmiði að auka gagnkvæman skilning og þátttöku á öllum sviðum samfélagsins.
    Undirbúningur að mótun stefnu í samræmi við ályktun Alþingis nr. 43/150 hefur farið fram samhliða vinnu vegna framkvæmdaáætlunar í málefnum innflytjenda til næstu fjögurra ára í samræmi við 7. gr. laga um málefni innflytjenda, nr. 116/2012. Í innflytjendaráði var lagður grunnur að aðgerðum framkvæmdaáætlunarinnar en ráðið er skipað tveimur fulltrúum félagsmálaráðuneytisins, einum fulltrúa dómsmálaráðuneytisins, einum fulltrúa mennta- og menningarmálaráðuneytisins, einum fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga og einum fulltrúa Reykjavíkurborgar.
    Drög að tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2021–2024 voru kynnt í samráðsgátt stjórnavalda í mars 2021 og hafa niðurstöður samráðs verið birtar þar. Með vísan í ályktun Alþingis nr. 43/150 er áhersla lögð á mótun stefnu í málefnum innflytjenda, flóttafólks og fjölmenningar. Í aðgerð A.1 er lagt til að settur verði á fót starfshópur undir stjórn félags- og barnamálaráðherra sem verði falið að taka saman grænbók sem hluta af stefnumótunarferli stjórnvalda. Að loknu samráði um grænbók er mótuð hvítbók þar sem fjallað er um niðurstöður samráðs, framtíðarsýn fyrir málaflokkinn, markmið og aðgerðir sem stjórnvöld áforma að kynna í nýrri stefnu.

Fjármála- og efnahagsráðuneyti.


Þingsályktun 22/150 um tæknilega innviði Stjórnarráðsins og rafræna þjónustu hins opinbera.
29. janúar 2020 – þskj. 891 á 150. lögþ.

Framkvæmd lokið.
    Með þingsályktuninni, sem á rætur að rekja til þingsályktunartillögu sem lögð var fram af hópi þingmanna í september 2019, fól Alþingi fjármála- og efnahagsráðherra að stórefla vinnu er varðar tæknilega innviði Stjórnarráðsins, samþættingu vefkerfa og forritunarviðmóta og stöðlun þróunarferla og gæðastýringar við hugbúnaðargerð, utanumhald um opinber gögn sem og varðveislu og afhendingu rafrænna gagna til Þjóðskjalasafns Íslands, upplýsingaöryggismál ríkisins og annað sem snýr að því að tryggja gæði rafrænnar þjónustu hins opinbera gagnvart almenningi. Jafnframt var kveðið á um það í þingsályktuninni að ráðherra skyldi kynna Alþingi niðurstöður framangreindrar vinnu og leggja til nauðsynlegar lagabreytingar á 151. löggjafarþingi.
    Kortlagning helstu hugbúnaðarkerfa stofnana ríkisins er hafin. Umfangsmikil úttekt á upplýsingatækniinnviðum Skattsins og Þjóðskjalasafns er lokið. Þá hafa drög að stefnu ríkisins í net- og upplýsingaöryggismálum og drög að stefnu um notkun skýjalausna verið birtar. Loks hefur verið lokið við gerð stafrænnar stefnu hins opinbera. Í september 2021 var framangreind skýrsla lögð fyrir Alþingi ( þskj. 1903 á 151. lögþ.).

Þingsályktun 28/150 um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak.
30 mars. 2020 – þskj. 1203 á 150. lögþ.

Framkvæmd lokið.
    Þingsályktunartillaga frá fjármála- og efnahagsráðherra um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak var samþykkt af Alþingi í mars 2020. Með fjáraukalögum (I) fyrir árið 2020 var samþykkt fjárheimild, samtals 17.936 millj. kr., til sérstaks tímabundins fjárfestingarátaks til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Vegna mikils samdráttar í hagkerfinu var talið mikilvægt að stofna til fjárfestinga á vegum ríkisins til að spyrna við áfalli á efnahag landsins sem leiðir af heimsfaraldrinum. Meginmarkmið fjárfestingarátaksins var að stuðla að arðbærum fjárfestingum sem myndi auka eftirspurn eftir vinnuafli sem fyrst. Til að ná því markmiði var það skilyrði sett að verkefni ættu að hefjast eigi síðar en í september 2020 og að þeim yrði lokið í apríl 2021.
    Í þingsályktuninni var að finna nánari sundurliðun á framangreindum heimildum niður á verkefnaflokka og einstök fjárfestingarverkefni. Samþykkt var að ráðast í fjölbreyttar tegundir verkefna, s.s. viðhald og nýbyggingu fasteigna, framkvæmdir í samgöngukerfinu með áherslu á viðhaldsframkvæmdir, tengivegi og breikkun brúa, verkefni á sviði upplýsingatækni, nýsköpunar, grænna lausna sem og önnur innviðaverkefni. Í mörgum tilfellum voru fjármunir veittir til að flýta verkefnum sem nú þegar voru fjármögnuð í gildandi fjármálaáætlun eða voru á formlegu undirbúningsstigi. Í slíkum tilfellum skapaðist jafnframt svigrúm fyrir önnur verkefni á gildistíma fjármálaáætlunar.

Þingsályktun 45/150 um breytingu á þingsályktun nr. 10/148 um fjármálastefnu fyrir árin 2018–2022.
3. september 2020 – þskj. 2095 á 150. lögþ.

Framkvæmd lokið.
    Þingsályktunin byggir á 10. gr. laga um opinber fjármál, nr. 123/2015, sem kveður á um að leggja skuli fram tillögu til þingsályktunar um breytingar á fjármálastefnu ef grundvallarforsendur hennar bresta eða fyrirsjáanlegt er að þær muni bresta vegna efnahagsáfalla, þjóðarvár eða annarra aðstæðna sem ógerlegt er að bregðast við með tiltækum úrræðum. Fjármálaáætlun og fjárlagafrumvarp byggja í meginatriðum á fjármálastefnu.
    Í fjárlögum og fjármálaáætlun er að finna yfirlit yfir meðferð og framkvæmd ályktunarinnar, sbr. einnig athugasemdir sem umræddum skjölum fylgja.

Þingsályktun 11/151 um fjármálaáætlun fyrir árin 2021–2025.
17. desember 2020 – þskj. 675 á 151. lögþ.

Framkvæmd lokið.
    Þingsályktunin byggir á 5. gr. laga um opinber fjármál, nr. 123/2015, sem kveður á um að ráðherra skuli eigi síðar en 1. apríl ár hvert leggja fyrir Alþingi tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun til næstu fimm ára hið skemmsta. Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2020 byggist í meginatriðum á þeirri fjármálaáætlun sem þingsályktunin fjallar um.
    Í fjárlögum og fjármálaáætlun er að finna yfirlit yfir meðferð og framkvæmd ályktunarinnar, sbr. einnig athugasemdir sem umræddum skjölum fylgja.

Heilbrigðisráðuneyti (velferðarráðuneyti til 1. janúar 2019).


Þingsályktun 38/150 um siðferðileg gildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu.
9. júní 2020 – þskj. 1659 á 150. lögþ.

Framkvæmd hafin.
    Með samþykkt heilbrigðisstefnu til 2030 ákvað Alþingi eftirfarandi markmið: „Almenn sátt ríki um þær siðferðilegu meginreglur sem liggi til grundvallar forgangsröðun og ákvörðunum í heilbrigðiskerfinu og stöðug umræða verði um siðferðileg leiðarljós.“ Í kjölfar samþykktar á heilbrigðisstefnu var ákveðið samkvæmt fimm ára aðgerðaáætlun að ná þessu markmiði innan þriggja ára. Heilbrigðisráðherra mælti fyrir þingsályktuninni og er hún liður í því að ná þessu markmiði. Hún er enn fremur liður í því að skapa umræðu um siðferðisleg gildi þegar kemur að forgangsröðun í heilbrigðisþjónustunni. Þau gildi sem höfð skuli að leiðarljósi eru í fyrsta lagi mannhelgi, í öðru lagi þörf og samstaða og í þriðja lagi hagkvæmni og skilvirkni.

Þingsályktun 42/150 um ráðstafanir til að lágmarka kostnað vegna krabbameinsmeðferðar og meðferðar við öðrum langvinnum og lífshættulegum sjúkdómum.
30. júní 2020 – þskj. 1971 á 150. lögþ.

Framkvæmd lokið.
    Hinn 30. júní sl. samþykkti Alþingi þingsályktun um að fela heilbrigðisráðherra að meta hvernig megi lágmarka kostnað sjúklinga vegna langvinnra og lífshættulegra sjúkdóma og að skila Alþingi skýrslu þar að lútandi eigi síðar en 1. mars 2021. Ráðherra kynnti Alþingi skýrslu um mat á því hvernig megi lágmarka kostnað sjúklinga vegna langvinnra og lífshættulegra sjúkdóma á vorþingi 2021, sbr. þskj. 998, 598. mál á 151. lögþ.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti (innanríkisráðuneyti til 1. maí 2017).


Þingsályktun 21/150 um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019–2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019–2023.
29. janúar 2020 – þskj. 890 á 150. lögþ.

Framkvæmd hafin.
    Vel gengur að framkvæma stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi í janúar 2022. Stjórnartillagan var sett fram eftir víðtækt samráð um allt land og er áhersla einkum lögð á tvö meginmarkmið. Það fyrra snýr að sjálfbærni sveitarfélaga og lýðræðislegri starfsemi þeirra og það seinna lýtur að sjálfsstjórn sveitarfélaga og ábyrgð þeirra, m.a. við að tryggja sem jöfnust réttindi og aðgengi íbúa að þjónustu. Skilgreindar eru áherslur við hvort meginmarkmið um sig sem geta leitt til skilgreindra aðgerða eða til samþættingar við aðgerðir í öðrum opinberum áætlunum.
    Alls felur tillagan í sér 11 aðgerðir. Flestar aðgerðirnar eru komnar vel á veg og unnið er að framkvæmd þeirra, nokkrar eru í undirbúningi en vinna við framkvæmd tveggja aðgerða er ekki hafin.

    Eftirfarandi aðgerðir eru komnar vel á veg:
          Lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga. Alþingi samþykkti í sumar breytingar á sveitarstjórnarlögum sem innleiða aðgerðina. Fyrirmynd að álitsgerð um sjálfbærni, sem sveitarfélögum með færri en 250 íbúa verður gert að skila frá sveitarstjórnarkosningum 2022 og sveitarfélögum með færri en 1.000 íbúa verður gert að skila frá sveitarstjórnarkosningum 2026, verður unnin og kynnt fyrri hlutann á næsta ári.
          Fjárhagslegur stuðningur við sameiningar. Nýjar reglur hafa tekið gildi og eru þær til viðmiðunar fyrir þau sveitarfélög sem hyggjast vinna að sameiningu.
          Tekjustofnar sveitarfélaga. Nefnd um endurskoðun tekjustofna sveitarfélaga hefur tekið til starfa og er tillagna og álitgerðar að vænta fljótlega á næsta ári.
          Fjármál og skuldaviðmið. Tillögur starfshóps um fjármálareglur fyrir sveitarfélög eru væntanlegar og verða þær hafðar til hliðsjónar við endurskoðun sveitarstjórnarlaga sem fram fer á næsta ári.
          Landshlutasamtök sveitarfélaga og samvinna sveitarfélaga. Fyrir liggur skýrsla nefndar um landshlutasamtök sveitarfélaga. Þá liggur fyrir úttekt á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins á öllum samstarfssamningum sveitarfélaga. Unnið er að því að greina nánar þau atriði hvað þessar tvær úttektir varðar sem eiga erindi í endurskoðun sveitarstjórnarlaga á næsta ári.
          Rafræn stjórnsýsla sveitarfélaga. Sveitarfélögin víða um land vinna að framkvæmd aðgerðarinnar. Þá hefur ríkið veitt 100 millj. kr. í átak til að efla stafræna stjórnsýslu og þjónustu sveitarfélaga og hefur sambandið yfirumsjón með framkvæmdinni. Áhersla er á að hagnýta þá upplýsingatækniinnviði sem byggðir hafa verið upp og þekkingu á rafrænum lausnum hins opinbera.
    Eftirfarandi aðgerðir eru skemmra á veg komnar eða í undirbúningi og stefnt er að því að ljúka á seinni helmingi næsta árs:
          Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga. Unnin verður greinargerð um þau verkefni sem rétt gæti verið að færa frá ríki til sveitarfélaga og öfugt. Tekin verði m.a. afstaða til tilfærslu á þjónustu við aldraða, rekstri framhaldsskóla og málefnum heilsugæslu frá ríki til sveitarfélaga.
          Starfsaðstæður kjörinna fulltrúa. Skipulag og framkvæmd aðgerðar liggur fyrir, tilteknir verkþættir og gagnasöfnun er hafin en stefnt er að því að tillaga til aðgerðaráætlunar sem miði að því að bæta starfsaðstæður kjörinna fulltrúa liggi fyrir um mitt næsta ári.
          Lýðræðislegur vettvangur. Nýlega lauk á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga tilrauna- og þróunarverkefni sem hafði það markmið að byggja upp þekkingu á því hvernig hægt sé að beita þeim samráðsaðferðum sem kynntar eru í handbók sambandsins frá 2017. Framhald aðgerðarinnar er til skoðunar.
    Eftirfarandi aðgerðir eru ekki hafnar:
          Samskipti ríkis og sveitarfélaga.
          Fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni.
    Nánari upplýsingar um framkvæmd stefnumótunarinnar og stöðu einstakra aðgerða er að finna á heimasíðu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.

Þingsályktun 40/150 um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020–2024.
29. júní 2020 – þskj. 1943 á 150. lögþ.

Framkvæmd hafin.
    Samkvæmt lögum um samgönguáætlun, nr. 33/2008, skal ráðherra leggja á að minnsta kosti þriggja ára fresti fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun þar sem mörkuð skal stefna og markmið fyrir allar greinar samgangna næstu fimmtán árin. Jafnframt skal m.a. meta og taka tillit til þarfa ferðaþjónustunnar fyrir bættar samgöngur. Þá skal einnig gera aðgerðaáætlun fyrir fyrsta fimm ára tímabil hverrar samgönguáætlunar. Í aðgerðaáætlun skal vera áætlun fyrir hvert ár tímabilsins fyrir hverja stofnun og fyrirtæki samgöngumála sem eiga undir ráðuneytið.
    Samgönguáætlun til fimmtán ára 2020–2034 og aðgerðaáætlun til fimm ára 2020–2024 voru samþykktar samhljóða á Alþingi 29. júní 2020. Um var að ræða uppfærða og endurskoðaða samgönguáætlun á grunni þeirrar sem samþykkt var á Alþingi í febrúar 2019. Nýsamþykkt samgönguáætlun er ein sú umfangsmesta sem samþykkt hefur verið og felur í sér mikilvæga framtíðarsýn og víðtæk áform um nýframkvæmdir og viðhald á vegum, höfnum og flugvöllum um land allt.
    Bein framlög til samgöngumála nema um 640 milljörðum króna á fimmtán ára tímabili áætlunarinnar. Þá var sérstök 6,5 milljarða aukafjárveiting fyrir samgönguframkvæmdir árið 2020 úr fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna COVID-19 felld inn í áætlunina.

Þingsályktun 41/150 um samgönguáætlun fyrir árin 2020–2034.
29. júní 2020 – þskj. 1944 á 150. lögþ.

Framkvæmd hafin.
    Um framkvæmd samgönguáætlunar fyrir árin 2020–2034 er vísað í texta um framkvæmd fimm ára samgönguáætlunar 2020–2024.

Umhverfis- og auðlindaráðuneyti.


Þingsályktun 44/150 um náttúrustofur.
30. júní 2020 – þskj. 1973 á 150. lögþ.

Framkvæmd ekki hafin.
    Í ályktuninni er umhverfis- og auðlindaráðherra falið að koma á fót starfshópi til að meta reynsluna af starfi náttúrustofa og kanna hvort hagkvæmt sé að náttúrustofur taki formlega að sér fleiri svæðisbundin verkefni en þær hafa nú með höndum. Starfshópnum verði falið að móta leiðir til að styrkja samstarf náttúrustofa og stofnana ríkisins í þeim tilgangi að nýta fjármagn til þekkingaröflunar og vöktunar á náttúru landsins sem best og til að auka skilvirkni í samstarfi um náttúruvernd. Starfshópurinn ljúki störfum og skili tillögum til ráðherra fyrir 1. desember 2020.
    Starfshópur hefur ekki verið stofnaður í samræmi við tillöguna. Hins vegar hafa náttúrustofur fengið aukið hlutverk við vöktun náttúruverndarsvæða sem hrint var af stað af ríkisstjórninni árið 2020 með sérstakri fjárveitingu. Verkefnin eru skilgreind í samningum Náttúrufræðistofnunar Íslands við hverja náttúrustofu og eru jafnframt unnin í samstarfi við Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarð. Einnig felur þetta verkefni í sér samræmingu gagna sem aflað er í vöktun en nokkuð hefur vantað upp á að svo sé. Þetta verkefni hefur styrkt náttúrustofurnar sem nú eru allar þátttakendur í þessu sameiginlega verkefni og jafnframt styrkt tengsl við umhverfis- og auðlindaráðuneytið og stofnanir þess. Því má líta svo á að framkvæmd þingsályktunarinnar sé hafin þó starfshópi hafi ekki verið komið á fót.

Utanríkisráðuneyti.


Þingsályktun 24/150 um vestnorræn umhverfisverðlaun hafsins.
25. febrúar 2020 –þskj. 1012 á 150 lögþ.

Framkvæmd ekki hafin.
    Tillaga þessi var lögð fram á grundvelli ályktunar Vestnorræna ráðsins nr. 2/2019 sem samþykkt var á ársfundi ráðsins 23. október 2019 í Nuuk.
    Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur ekki hafið vinnu við að hrinda þessum tilmælum í framkvæmd en hafa skilað svari vegna fyrirspurnar Vestnorræna ráðsins vegna útfærslu verðlaunanna.

Þingsályktun 25/150 um niðurgreiðslu flugfargjalda ungmenna milli Vestur-Norðurlanda.
25. febrúar 2020 – þskj. 1013 á 150. lögþ.

Framkvæmd ekki hafin.
    Tillaga þessi er lögð fram á grundvelli ályktunar Vestnorræna ráðsins nr. 1/2019 sem samþykkt var á ársfundi ráðsins 23. október 2019 í Nuuk.
    Mennta- og menningarmálaráðuneytisins hefur ekki hafið vinnu við að hrinda þessum tilmælum í framkvæmd.

Þingsályktun 26/150 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 269/2019 um breytingu á bókun 31 (samvinna á sérstökum sviðum utan marka fjórþætta frelsisins) við EES-samninginn (sameiginlegar efndir samkvæmt Parísarsamningnum fyrir árin 2021–2030).
5. mars. 2020 – þskj. 1080 á 150. lögþ.

Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 10. mars 2020 og ákvörðunin gekk í gildi 11. mars 2020.

Þingsályktun 29/150 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 27/2020 um breytingu á XVII. viðauka (Hugverkaréttindi) við EES-samninginn.
11. maí 2020 – þskj. 1374 á 150. lögþ.

Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 15. júní 2020 en ákvörðunin hefur ekki enn tekið gildi þar sem beðið er eftir tilkynningu frá Liechtenstein um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða.

Þingsályktun 30/150 um staðfestingu ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 237/2019 og nr. 305/2019 um breytingar á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.
11. maí 2020 – þskj. 1375 á 150. lögþ.

Framkvæmd hafin.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, vegna ákvörðunar 305/2019 hinn 12. maí 2021 og ákvörðunin gekk í gildi 1. júlí 2021. Hvað varðar ákvörðun 237/2019 er stefnt að tilkynningu um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, í maí 2022.


Þingsályktun 31/150 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 259/2019 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.
11. maí 2020 – þskj. 1376 á 150. lögþ.

Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 11. nóvember 2020 og ákvörðunin gekk í gildi 1. janúar 2021.

Þingsályktun 32/150 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 311/2019 um breytingu á X. viðauka (Almenn þjónusta) og XIX. viðauka (Neytendavernd) við EES-samninginn.
11. maí 2020 – þskj. 1377 á 150. lögþ.

Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 10. júní 2020 og ákvörðunin gekk í gildi 1. ágúst 2020.

Þingsályktun 33/150 um staðfestingu ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 288/2019 og nr. 301/2019 um breytingar á I. viðauka (heilbrigði dýra og plantna) og II. viðauka (tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn.
11. maí 2020 – þskj. 1378 á 150. lögþ.

Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 11. júní 2020 og ákvörðunin gekk í gildi 12. júní 2020.

Þingsályktun 34/150 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 260/2019 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.
19. maí 2020 – þskj. 1461 á 150. lögþ.

Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 29. janúar 2021 og ákvörðunin gekk í gildi 1. mars 2021.

Þingsályktun 35/150 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 302/2019 um breytingu á V. viðauka (Frelsi launþega til flutninga) og bókun 31 (um samvinnu á sérstökum sviðum utan marka fjórþætta frelsisins) við EES-samninginn.
19. maí 2020 – þskj. 1462 á 150. lögþ.

Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 10. júní 2020 og ákvörðunin gekk í gildi 1. mars 2021.

Þingsályktun 36/150 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 165/2019 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.
19. maí 2020 – þskj. 1463 á 150. lögþ.

Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 22. júní 2021 en ákvörðunin hefur ekki enn tekið gildi þar sem beðið er eftir tilkynningu frá
    Noregi um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða.

Þingsályktun 1/151 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 25/2020 um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn.
25. nóvember 2020 – þskj. 405 á 151. lögþ.

Framkvæmd ekki hafin.
    Stefnt er að tilkynningu um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, í janúar 2022.

Þingsályktun 2/151 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 16/2020 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.
25. nóvember 2020 – þskj. 406 á 151. lögþ.

Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 29. apríl 2021 og ákvörðunin gekk í gildi 1. júní 2021.

Þingsályktun 3/151 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 67/2020 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.
25. nóvember 2020 – þskj. 407 á 151. lögþ.

Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 22. júní 2021 en ákvörðunin hefur ekki enn tekið gildi þar sem beðið er eftir tilkynningu frá Noregi um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða.

Þingsályktun 4/151 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 63/2020 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.
25. nóvember 2020 – þskj. 408 á 151. lögþ.

Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 11. febrúar 2021 en ákvörðunin hefur ekki enn tekið gildi þar sem beðið er eftir tilkynningu frá Noregi um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða.

Þingsályktun 5/151 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 83/2020 um breytingu á XI. viðauka (Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið) og bókun 37 (sem inniheldur skrána sem kveðið er á um í 101. gr.) við EES-samninginn.
25. nóvember 2020 – þskj. 409 á 151. lögþ.

Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 9. júní 2021 og ákvörðunin gekk í gildi 1. ágúst 2021.

Þingsályktun 6/151 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 81/2020 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.
25. nóvember 2020 – þskj. 410 á 151. lögþ.

Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 24. mars 2021 en ákvörðunin hefur ekki enn tekið gildi þar sem beðið er eftir tilkynningu frá Noregi um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða.

Þingsályktun 7/151 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 168/2020 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn.
7. desember 2020 – þskj. 513 á 151. lögþ.

Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 11. febrúar 2021 og ákvörðunin gekk í gildi 12. febrúar 2021.

Þingsályktun 9/151 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 165/2020 um breytingu á XVII. viðauka (Hugverkaréttindi) við EES-samninginn.
8. desember 2020 – þskj. 527 á 151. lögþ.

Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 19. apríl 2021 og ákvörðunin gekk í gildi 1. október 2021.

Þingsályktun 10/151 um staðfestingu samnings milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu árið 2021.
16. desember 2020 – þskj. 634 á 151. lögþ.

Framkvæmd hafin.
    Samningurinn var staðfestur af forseta Íslands 29. desember 2020. Hann gildir samkvæmt efni sínu um fiskveiðar á árinu 2021.

Yfirlit yfir framkvæmd ályktana Alþingis frá árinu 2019.


Forsætisráðuneyti.


Þingsályktun 19/149 um breytingu á þingsályktun 13/144 um Jafnréttissjóð Íslands.

2. apríl 2019 – þskj. 1286.

Framkvæmd lokið.
    Jafnréttissjóður Íslands var stofnaður með þingsályktun nr. 13/144 ( þskj. 1456 á 144. lögþ.) í tilefni af 100 ára kosningaréttarafmæli íslenskra kvenna. Megintilgangur sjóðsins er að fjármagna eða styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að efla jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu.
    Alþingi samþykkti í apríl 2019 þingsályktun nr. 19/149 um breytingu á þingsályktun um Jafnréttissjóð Íslands sem hefur að fullu komist til framkvæmda. Breytingarnar fólust meðal annars í því að forsætisráðherra skipaði stjórn Jafnréttissjóðs Íslands í stað Alþingis, að varsla sjóðsins og dagleg umsýsla yrði hjá Rannsóknamiðstöð Íslands (Rannís) og að við úthlutun úr sjóðnum 2019 og 2020 yrði kallað eftir umsóknum til verkefna og rannsókna sem stuðluðu að fræðslu og forvörnum með það að markmiði að útrýma kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu ofbeldi í íslensku samfélagi. 100 millj. kr. voru til úthlutunar úr sjóðnum á tímabilinu 2016–2020 og hefðu þær að óbreyttu að mestu átt að falla niður 2021. Framkvæmd þessarar tilteknu þingsályktunar telst lokið en í ljósi áherslu ríkisstjórnarinnar á málaflokkinn hefur verið ákveðið að úthluta 60 milljónum króna annað hvert ár, næst árið 2023.
    Þann 28. janúar 2021 voru birtar nýjar reglur um úthlutun styrkja úr Jafnréttissjóði Íslands á vef Stjórnartíðinda. Þann 18. júní sl. veitti forsætisráðherra styrki úr sjóðnum við hátíðlega athöfn. Alls barst 81 umsókn í sjóðinn. Úthlutað var 25 milljónum króna í styrki til 8 verkefna.

Nefndarálit með frávísunartillögu um tillögu til þingsályktunar um eflingu björgunarskipaflota Landsbjargar.

8. apríl 2019 – þskj. 1311 á 149. lögþ.

Framkvæmd lokið.
    Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar skrifuðu undir samning ásamt formanni Landsbjargar um kaup á þremur nýjum björgunarskipum þann 3. september sl. Gert er ráð fyrir því að fyrsta skipið komi til Íslands um mitt næsta ár, annað í lok ársins og það þriðja í september 2023. Fyrr á þessu ári var greint frá því að ríkið myndi veita Landsbjörgu allt að 450 milljóna króna framlag til kaupa á þremur björgunarskipum á árunum 2021–2023. Skrifað var undir samkomulag þess efnis í janúar en þar að auki var undirrituð viljayfirlýsing um kaup á sjö skipum til viðbótar á næstu tíu árum.

Nefndarálit með frávísunartillögu um tillögu til þingsályktunar um ráðgjafarnefnd um afnám stjórnsýsluhindrana til að greiða fyrir frjálsri för innan Norðurlanda.

27. maí 2019 – þskj. 1644 á 149. lögþ.

Framkvæmd hafin.
    Þingsályktunartillagan barst frá Íslandsdeild Norðurlandaráðs. Í henni var lagt til að Alþingi ályktaði að fela forsætisráðherra að skipa ráðgjafarnefnd um afnám stjórnsýsluhindrana til að greiða fyrir frjálsri för einstaklinga og fyrirtækja innan Norðurlanda með því að efla og samræma starf stjórnsýslunnar og annarra aðila á þessu sviði. Í nefndaráliti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar var lagt til að málinu yrði vísað til forsætisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlandanna.
    Þó nokkurt samstarf er milli ráðuneyta á Norðurlöndum þar sem stefnt er að samræmdum reglum og að ekki verði misræmi í löggjöf milli landanna. Í norræna stjórnsýsluhindranaráðinu, þar sem Ísland á fulltrúa, eru einstök tilfelli stjórnsýsluhindrana tekin til skoðunar og úrbóta. Þá er starfandi ráðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur sem heyrir nú undir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Loks má nefna að í eyðublaði um mat á áhrifum lagasetningar, sbr. 1. og 10. gr. samþykktar ríkisstjórnarinnar um undirbúning og frágang stjórnarfrumvarpa og stjórnartillagna frá 10. mars 2017, er gert ráð fyrir að lagt sé mat á áhrif á möguleika einstaklinga og fyrirtækja til að eiga samskipti þvert á norræn landamæri. Unnið verður áfram að því að efla og samþætta vinnu á vegum ráðuneytanna og í samstarfi við önnur Norðurlönd og að einfalda regluverk eins og kostur er.
    Í greinargerð með þingsályktunartillögunni um ráðgjafarnefnd um afnám stjórnsýsluhindrana til að greiða fyrir frjálsri för innan Norðurlanda kom fram að ráðgjafarnefndin væri að finnskri fyrirmynd. Enda þótt ekki hafi verið staðið að skipan slíkrar nefndar með formlegum hætti hefur fulltrúi Íslands í Norræna stjórnsýsluráðinu upplýst að fulltrúar í ráðinu hafi komið sér upp ráðgjafarnefndum, sambærilegum þeirri finnsku, til að samhæfa betur starf þeirra innlendu aðila sem vinna að afnámi stjórnsýsluhindrana og styrkja stöðu fulltrúa landa sinna ráðinu. Á Íslandi gengur hún undir heitinu ráðgjafarhópur Norræna stjórnsýsluhindranaráðsins. Til funda í ráðgjafahópi Norræna stjórnsýsluhindranaráðsins á Íslandi hafa verið boðaðir eftirtaldir aðilar: þingmenn Íslandsdeildar Norðurlandaráðs, ritari Íslandsdeildar Norðurlandaráðs, fulltrúi Íslands í norrænu embættismannanefndinni sem starfar fyrir samstarfsráðherrana (NSK), formaður Norræna félagsins á Íslandi, framkvæmdastjóri Norræna félagsins á Íslandi og starfsmaður Info Norden á Íslandi, upplýsingaþjónustu Norrænu ráðherranefndarinnar á Íslandi. Til að komast hjá tvíverknaði hefur vinnan við afnám stjórnsýsluhindrana stundum verið tekin upp á einstaka fundum Íslandsdeildar Norðurlandaráðs í stað þess að funda í ráðgjafarhópnum sérstaklega. Hefur það þótt ákjósanlegur vettvangur þar sem fulltrúar í ráðgjafarhópnum eru viðstaddir þá fundi einnig. Þá hafa fulltrúar í Norræna stjórnsýsluhindranaráðinu, þ.m.t. Íslandi, komið sér upp tengiliðum í ráðuneytum sem leitað er til eftir þörfum.

Þingsályktun 16/150 um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2020–2023.

16. desember 2019 – þskj. 762.

Framkvæmd lokið.
    Forsætisráðherra lagði fram tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun ríkisstjórnar Íslands í jafnréttismálum skv. 11. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, og var hún samþykkt á Alþingi í árslok 2019. Framkvæmdaáætlunum í jafnréttismálum er ætlað það hlutverk að skilgreina stefnu stjórnvalda á hverjum tíma og lýsa verkefnum sem ýmist er ætlað að varpa ljósi á stöðu kynjanna eða fela í sér beinar aðgerðir í þágu kynjajafnréttis. Þingsályktunin var lögð fram að fengnum tillögum ráðuneyta auk þess sem hliðsjón var höfð af umræðum á jafnréttisþingi, sbr. 10. gr. laganna. Í framkvæmdaáætluninni eru 24 aðgerðir frá öllum ráðuneytum sem allar eru tengdar heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Er það í fyrsta sinn sem heimsmarkmiðin eru tengd með beinum hætti framkvæmdaáætlun stjórnvalda í jafnréttismálum.
    Framkvæmdaáætluninni er fylgt eftir með markvissum hætti með sérstöku mælaborði á vef Stjórnarráðsins (stjornarradid.is/jafnretti).

Dómsmálaráðuneyti (innanríkisráðuneyti til 1. maí 2017).


Þingsályktun 33/149 um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

3. júní 2019 – þskj. 1690.

Framkvæmd hafin.
    Árið 2018 var skipaður vinnuhópur til þess að skrifa fyrstu skýrslu Íslands um framkvæmd samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Fulltrúi félagsmálaráðuneytisins er formaður hópsins en auk þess eiga sæti í hópnum fulltrúar frá dómsmálaráðuneytinu, mennta- og menningarmálaráðuneytinu, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu. Skýrslan var send út til nefndar Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í byrjun árs 2021. Í skýrslunni er leitast við að gefa sem gleggsta mynd af því hvernig samningnum hefur verið framfylgt og varpa ljósi á ýmsar ráðstafanir sem grípa þarf til áður en samningurinn er lögfestur. Samningurinn gerir kröfu um að til staðar sé sjálfstæð mannréttindastofnun sem uppfyllir Parísarviðmið Sameinuðu þjóðanna, sbr. 2. mgr. 33. gr. samningsins. Á meðan slíkri stofnun hefur ekki verið komið á fót hefur dómsmálaráðuneytið ekki talið rétt að leggja fram frumvarp um lögfestingu samningsins. Dómsmálaráðuneytið hefur á undanförnum árum unnið að því að koma á fót mannréttindastofnun en fyrirætlanir um nýja stofnun hafa ekki hlotið brautargengi þar sem þær hafa verið ófjármagnaðar. Í mars 2021 var skipaður starfshópur til þess að leita leiða til þess að koma mannréttindastofnun á fót og skilaði hópurinn fyrstu tillögum sínum til dómsmálaráðherra í júní 2021.

Þingsályktun 41/149 um endurskoðun lögræðislaga.

19. júní 2019 – þskj. 1925.

Framkvæmd hafin.
    Þingsályktunin felur í sér að sérstök nefnd þingmanna vinni heildarendurskoðun á lögræðislögum, nr. 71/1997, í samráði við dómsmálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið og félagsmálaráðuneytið. Dómsmálaráðuneytið hefur sent nefndinni upplýsingar um æskilegar breytingar á lögræðislögum og tilnefnt tengiliði til þess að veita nefndinni ráðgjöf.

Þingsályktun 20/150 um sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu.

17. desember 2019 – þskj. 822.

Framkvæmd lokið.
    Þingsályktunin felur í sér að dómsmálaráðherra undirbúi lagafrumvarp um sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu. Í upphafi árs 2020 áttu sérfræðingar í ráðuneytinu fundi með ríkissaksóknara, héraðssaksóknara, nefnd um eftirlit með lögreglu og ríkislögreglustjóra þar sem eftirlit með lögreglu var rætt. Hófst þá vinna að frumvarpi um breytingar á lögreglulögum og þar á meðal VII. kafla laganna um kærur og kvartanir á hendur lögreglu og hlutverki nefndar um eftirlit með lögreglu. Frumvarpið fór í opið samráð í nóvember 2020 og var lagt fram á Alþingi í desember 2020.
    Með frumvarpinu voru lagðar til breytingar á meðferð mála hjá nefnd um eftirlit með lögreglu í þeim tilgangi að auka skilvirkni í störfum nefndarinnar. Þannig var í fyrsta lagi lagt til að nefnd um eftirlit með lögreglu yrði falið að taka rökstudda afstöðu til þeirra kvartana sem henni bærust um aðfinnsluverða framkomu og starfsaðferðir lögreglu og senda ef tilefni er til viðeigandi embætti kvörtun til meðferðar. Í öðru lagi var með frumvarpinu kveðið á um breytt fyrirkomulag að því leyti að ef nefndinni bærist erindi sem varðaði ætlaða refsiverða háttsemi skyldi erindinu beint án tafar til héraðssaksóknara eða eftir atvikum ríkissaksóknara. Í þriðja lagi var lagt til að nefndinni yrði gert skylt að vísa erindum frá ef tvö ár eða lengra væru liðin frá þeirri háttsemi sem kvörtunin beindist að nema sérstakar ástæður mæltu með því að taka málið til meðferðar.
    Framangreint frumvarp var samþykkt á Alþingi 11. maí 2021.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.


Þingsályktun 40/149 um aðgerðaáætlun um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna.

19. júní 2019 – þskj. 1924.

Framkvæmd hafin.
    Með ályktuninni ályktaði Alþingi að fela ríkisstjórninni að hrinda í framkvæmd aðgerðaáætlun í 17 liðum sem miðar að því að efla matvælaöryggi, tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu. Þingsályktunartillagan var lögð fram í tengslum við frumvarp til laga um breytingu á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim og lögum um matvæli og lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Í þingsályktuninni kemur fram að ráðherra skyldi flytja Alþingi skýrslu um framgang áætlunarinnar fyrir 1. nóvember 2019 og kynna hana fyrir atvinnuveganefnd. Í byrjun nóvember 2019 var framangreind skýrsla lögð fram á Alþingi þar sem gerð var grein fyrir framgangi áætlunarinnar og stöðu einstakra aðgerða ( þskj. 459 á 150. lögþ.). Sérfræðingar ráðuneytisins hafa komið á fund atvinnuveganefndar og gert grein fyrir stöðu aðgerða.
    Sextán aðgerðum áætlunarinnar er nú þegar lokið eða hefur verið hrundið af stað og teljast til lengri tíma verkefna. Fyrirhugað er að einni aðgerð til viðbótar verði lokið fyrir 1. desember 2021.

Þingsályktun 50/149 um breytingu á þingsályktun nr. 26/148, um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.

2. september 2019 – þskj. 2067.

Framkvæmd lokið.
    Með ályktuninni ályktaði Alþingi að við þingsályktun nr. 26/148 bættist nýr töluliður, svohljóðandi: „Ekki verður ráðist í tengingu raforkukerfis landsins við raforkukerfi annars lands um sæstreng nema að undangengnu samþykki Alþingis. Skal það samþykki liggja fyrir áður en framkvæmdir sem varða slíka tengingu geta farið á framkvæmdaáætlun kerfisáætlunar. Til grundvallar ákvörðun um tengingu með sæstreng skal liggja heildstætt mat á umhverfis-, samfélags- og efnahagslegum áhrifum slíkrar tengingar og framkvæmda vegna hennar.“
    Kom þingsályktunin frá ríkisstjórninni og var hluti af þeim þingmálum sem tengdust innleiðingu á svonefndum þriðja orkupakka ESB árið 2019. Var ályktunin samþykkt á Alþingi 2. september 2019.

Nefndarálit með frávísunartillögu um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á ráðstöfun almannafjár við gæðastýringu í sauðfjárrækt.

16. desember 2019 – þskj. 756 á 150. lögþ. (sameiginlegt með umhverfis- og auðlindaráðuneyti).

Framkvæmd hafin.
    Meiri hluti umhverfis- og samgöngunefndar vísaði tillögunni til ríkisstjórnarinnar. Tillagan tengdist þeirri vinnu sem þegar var hafin á þessu sviði vegna laga um landgræðslu, nr. 155/2018, sem samþykkt voru á Alþingi 14. desember 2018. Meiri hluti nefndarinnar óskaði þess að landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra myndu hlutast til um skýrslugjöf um framgang verkefnisins til umhverfis- og samgöngunefndar og var umræddri skýrslu skilað til nefndarinnar í byrjun nóvember 2020. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur nú sett drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu í samræmi við 11. gr. landgræðslulaganna í samráðsgátt stjórnvalda. Fyrir liggur að ráðuneytin muni vinna saman að samræmingu reglugerða er varðar sjálfbæra landnýtingu og gæðastýrða sauðfjárframleiðslu með því markmiði að í regluverkinu verði að finna skýr viðmið um sjálfbæra landnýtingu, tryggð verði markviss meðferð fjármuna og skilvirk stjórnsýsla við framkvæmd landnýtingarþáttar gæðastýrðrar sauðfjárframleiðslu.

Félagsmálaráðuneyti (velferðarráðuneyti til 1. janúar 2019).


Nefndarálit með frávísunartillögu um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun fyrir árin 2019–2022 til að styrkja stöðu barna og ungmenna.

3. apríl 2019 – þskj. 1301 á 149. lögþ. (sameiginlegt með dómsmálaráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti).

Framkvæmd hafin.
    Með þingsályktunartillögunni var lagt til að ríkisstjórninni yrði falið að gera tímasetta og fjármagnaða aðgerðaáætlun til þess að styrkja stöðu barna og ungmenna og fjölskyldna þeirra hér á landi. Tillögurnar voru settar fram í sjö köflum og 49 liðum og innihalda aðgerðir þess til að bæta afkomu barnafjölskyldna, styðja við uppeldi og efla forvarnir. Í þingsályktunartillögunni var lagt til að ríkisstjórnin ynni slíka aðgerðaáætlun í málefnum barna.
    Velferðarnefnd tók undir þau sjónarmið sem fram komu í þingsályktunartillögunni en taldi rétt að efni hennar yrði nýtt við vinnu ríkisstjórnarinnar við að bregðast við athugasemdum barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Undirstrikaði nefndin í því sambandi almennar athugasemdir barnaréttarnefndarinnar, nr. 5/2003, um að unnin skyldi aðgerðaáætlun í málefnum barna. Nefndin taldi nauðsynlegt að ríkisstjórnin ynni þá aðgerðaáætlun svo tryggja mætti þverfaglegt samráð allra ráðuneyta og lagði til að tillögunni yrði vísað til ríkisstjórnarinnar.
     Þingsályktun nr. 28/151, um Barnvænt Ísland – framkvæmd barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, var samþykkt á Alþingi í júní 2021. Þar er að finna tímasetta og fjármagnaða aðgerðaáætlun um innleiðingu barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna fyrir árin 2021–2024. Í ályktuninni er kveðið á um að mótuð skuli heildstæð stefna í málefnum barna og ungmenna á landsvísu í samræmi við almennar athugasemdir barnaréttarnefndarinnar. Stefnan verði lögð fram árið 2023. Einnig má geta þess að í júní 2021 var samþykkt ný heildstæð löggjöf um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Þar er kveðið á um sérstakan samráðsvettvang sem hefur m.a. það lögbundna verkefni að undirbúa stefnu um farsæld barna og framkvæmdaáætlun til fjögurra ára í senn.

Nefndarálit með frávísunartillögu um frumvarp til laga um breytingu á lögum um 40 stunda vinnuviku, nr. 88/1971, með síðari breytingum (stytting vinnutíma).

29. apríl 2019 – þskj. 1428 á 149. lögþ.

Framkvæmd ekki hafin.
    Frumvarpið var lagt fram af þingmönnum Pírata. Með frumvarpinu er lagt til að vinnutími, sem vinna ber á dagvinnutímabili á virkum dögum vikunnar, verði styttur úr 40 dagvinnutímum í 35 dagvinnutíma. Er þannig gert ráð fyrir að í hverri viku skuli ekki vera fleiri en 35 dagvinnutímar sem vinna beri á dagvinnutímabili á virkum dögum og að jafnaði skuli unnar sjö klukkustundir í dagvinnu á degi hverjum frá mánudegi til föstudags.
    Í nefndaráliti kemur meðal annars fram að nefndin styðji meginmarkmið frumvarpsins þess efnis að auka framleiðni og lífsgæði launafólks á Íslandi og því sé tímabært að stjórnvöld í samráði við samtök aðila vinnumarkaðarins vinni að því að koma til móts við kröfur um breytt fyrirkomulag á vinnu. Þar sem svo víðtækt samráð hafi ekki verið haft geti nefndin þó ekki mælt með samþykkt frumvarpsins en beini því til félags- og barnamálaráðherra að vinna markvisst að endurskoðun vinnumarkaðslöggjafarinnar með það að markmiði að auka möguleika fólks á því að koma á jafnvægi milli atvinnu- og fjölskyldulífs.

Þingsályktun 34/149 um stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda.

3. júní 2019 – þskj. 1695.

Framkvæmd hafin.
    Með þingsályktuninni fól Alþingi félags- og barnamálaráðherra að vinna áætlun um stofnun ráðgjafarstofu fyrir innflytjendur sem verði samstarfsvettvangur milli stofnana ríkis og sveitarfélaga. Hlutverk ráðgjafarstofu væri að bjóða upp á aðgengilega ráðgjöf, leiðbeiningar og upplýsingar fyrir innflytjendur um nauðsynlega þjónustu, réttindi þeirra og skyldur.
    Reynsluverkefni um Ráðgjafarstofu fyrir innflytjendur var sett á fót í febrúar 2021 með það að markmiði að mæta aukinni þörf fyrir ráðgjöf og þjónustu vegna áhrifa COVID-19. Hjá Ráðgjafarstofunni geta innflytjendur fengið upplýsingar um allt sem við kemur réttindum þeirra og skyldum og stendur öllum til boða þeim að kostnaðarlausu. Verkefnastjórn er yfir Ráðgjafarstofunni sem hefur það hlutverk að fylgja verkefninu eftir á reynslutímabilinu og meta árangur þess. Í verkefnastjórninni eru fulltrúar frá dómsmálaráðuneyti, innflytjendaráði, Fjölmenningarsetri, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Alþýðusambandi Íslands, Mannréttindaskrifstofu Íslands, Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, Vinnumálastofnun og Reykjavíkurborg auk félagsmálaráðuneytisins. Byggt á niðurstöðum úttektar og mati á reynsluverkefninu verður tekin ákvörðun um framtíðarfyrirkomulag á ráðgjafarþjónustu til innflytjenda.

Þingsályktun 35/149 um áætlun fyrir árin 2019–2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess.

7. júní 2019 – þskj. 1749.

Framkvæmd hafin.
    Þingsályktunartillaga um áætlun fyrir árin 2019–2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess var lögð fram af félags- og barnamálaráðherra en að henni standa, auk félagsmálaráðuneytisins, ráðuneyti dómsmála, heilbrigðismála og mennta- og menningarmála. Aðgerðaáætlunin tekur til ofbeldis í margþættri mynd, þar með talið líkamlegt, kynferðislegt, andlegt og ekki síst kynbundið ofbeldi. Hún byggist á þremur meginþáttum: Vakningu, sem felur í sér forvarnir og fræðslu; viðbrögðum, sem eru verklag og málsmeðferð, og valdeflingu, sem er styrking í kjölfar ofbeldis. Áætlunin tekur einnig mið af þeirri vakningu sem orðið hefur í allri umræðu um ofbeldismál, einkum í kjölfar #metoo-byltingarinnar.
    Ákveðnar aðgerðir eru komnar til framkvæmda en ráðuneytin fjögur deila ábyrgð á eftirfylgd þeirra. Í upphafi heimsfaraldurs skipuðu félags- og barnamálaráðherra og dómsmálaráðherra tímabundið aðgerðateymi gegn ofbeldi þar sem viðbúið var að ofbeldi gæti aukist á tímum efnahagsþrenginga og áfalla. Aðgerðateyminu var meðal annars falið að horfa til þingsályktunarinnar og hefur mörgum verkefnum sem styðja við þær aðgerðir verið hrint í framkvæmd. Þá eru í þingsályktun um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni fyrir árin 2021–2025 ákveðnar aðgerðir, sem lúta einkum að forvörnum og fræðslu, sem vinna að sömu markmiðum.
    Ráðuneytin sem aðild eiga að þingsályktuninni bera ábyrgð á endurskoðun hennar en þar kemur fram að endurskoðaða aðgerðaáætlun skuli leggja fyrir Alþingi eigi síðar en á haustþingi árið 2022.

Þingsályktun 39/149 um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar 2019–2022.

12. júní 2019 – þskj. 1795.

Framkvæmd hafin.
    Alþingi samþykkti 12. júní 2019 tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar til fjögurra ára, en félags- og barnamálaráðherra mælti fyrir tillögunni. Áætluninni er ætlað að efla grunnvinnslu barnaverndarmála á fyrstu stigum, stuðla að snemmtækri íhlutun, auka samvinnu ríkis og sveitarfélaga og fjölga gagnreyndum úrræðum. Félagsmálaráðuneytið, Barnaverndarstofa og barnaverndarnefndir sveitarfélaga munu vinna samkvæmt áætluninni með það meginmarkmið barnaverndarlaga að leiðarljósi að tryggja viðunandi uppeldisskilyrði barna og að börn sem búa við óviðunandi aðstæður eða stofna heilsu sinni og þroska í hættu fái nauðsynlega og árangursríka aðstoð.
    Alþingi ályktaði að unnið verði samkvæmt samþykktri framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar fyrir árin 2019–2022 þar sem lögð verði áhersla á að framkvæmdir í málefnum barna miði að því að börn verði sett í öndvegi í allri nálgun og stuðlað verði að snemmtækri íhlutun og samfellu í þjónustu.
    Við gerð áætlunarinnar var byggt á nýju verklagi með virku og víðtæku samráði við helstu hagsmunaaðila um áhersluatriði og forgangsröðun verkefna. Framkvæmdaáætlunin byggist á meginmarkmiðum barnaverndarlaga um ábyrgð og skyldur ríkisins í barnaverndarmálum.
    Félagsmálaráðuneytið hefur heildarumsjón með framkvæmd áætlunarinnar og einnig umsjón með tilteknum aðgerðum en Barnaverndarstofa og sveitarfélög bera ábyrgð á öðrum einstökum aðgerðum. Allar aðgerðir voru kostnaðarmetnar. Lagt verður mat á aðgerðir í samræmi við mælikvarða sem tilgreindir eru innan hverrar aðgerðar. Framkvæmdaáætlunin tekur mið af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, samningi Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun auk annarra alþjóðlegra mannréttindasáttmála sem Ísland er aðili að. Lögð er áhersla á mannréttindi og samfélagsþátttöku barna. Framkvæmdaáætlunin tekur einnig mið af þeirri þróun sem orðið hefur í þjónustu við börn og í meðferðarúrræðum barnaverndar.

Fjármála- og efnahagsráðuneyti.


Nefndarálit með frávísunartillögu um frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, með síðari breytingum (hækkun starfslokaaldurs).

13. desember 2019 – þskj. 723 á 150. lögþ.

Framkvæmd ekki hafin.
    Efnahags- og viðskiptanefnd vísaði því til ríkisstjórnar að framkvæma heildstæða endurskoðun á lögum og reglum um starfslokaaldur í samráði við bandalög opinberra starfsmanna auk fleiri aðila sem kunna að hafa hagsmuna að gæta í tengslum við málið. Eins og fram kemur í nefndarálitinu eru flestir umsagnaraðilar hlynntir því að endurskoða ákvæði laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, sem fjalla um hámarksaldur starfsmanna ríkisins. Sjónarmið sem búa þar að baki og tillögur um breytingar eru aftur á móti af ólíkum meiði. Ekki hefur auðnast að hefja þessa vinnu. Tilefni kann að vera til að leggja mat á hvort endurskoða þurfi fleiri greinar laganna og jafnvel lögin í heild sinni.

Heilbrigðisráðuneyti (velferðarráðuneyti til 1. janúar 2019).


Þingsályktun 27/149 um mótun stefnu um bráðaþjónustu utan spítala.

7. maí 2019 – þskj. 1479.

Framkvæmd lokið.
    Þingsályktunartillaga um mótun stefnu um bráðaþjónustu utan spítala kom frá velferðarnefnd. Tilefnið er aukið vægi sjúkra- og neyðarflutninga innan heilbrigðiskerfisins undanfarin ár. Ýmsir þættir hafa valdið því að tíðni útkalla og þær kröfur sem gera þarf til þjónustunnar hafa aukist. Breytt aldurssamsetning þjóðarinnar, fjölgun ferðamanna, fækkun fæðingarstaða og lokanir skurðstofa á landsbyggðinni hafa átt stóran þátt í þeirri þróun. Samhliða breyttum aðstæðum hefur tækninni fleygt fram og möguleikar sjúkraflutningamanna og bráðatækna til þess að bjarga mannslífum eða koma í veg fyrir varanlegt tjón, svo sem örorku, vegna alvarlegra slysa meiri en áður hefur verið. Það er mat stjórnvalda og ýmissa sérfræðinga að hingað til hafi vantað yfirsýn og framtíðarstefnu í þjónustunni og að verkaskipting og dreifing ábyrgðar innan málaflokksins hafi verið óljós. Auk þess þyrfti að skilgreina betur hlutverk fagráðs sjúkraflutninga og koma á fót miðstöð eða samstarfsvettvangi sérfræðinga í málaflokknum
    Markmiðið með stefnunni er að formfesta samstarf þeirra sem sinna þjónustunni. Einnig að skilgreina með skýrari hætti ábyrgð og verkaskiptingu innan hennar, ásamt því að efla menntun, endurmenntun og starfsþjálfun þeirra sem starfa við sjúkra- og neyðarflutninga og veita bráðaþjónustu á vettvangi slysa eða í öðrum neyðartilvikum.
    Gerð er tillaga að því að stofna þekkingarsetur eða miðstöð um bráðaþjónustu utan spítala sem tryggði að vinnuferlar sjúkraflutningamanna, námskrá Sjúkraflutningaskólans, þjónustuviðmið, endurmenntun og gæðaeftirlit með þjónustunni væri samræmt. Þannig skapaðist mun betri yfirsýn yfir þær úrbætur sem eru nauðsynlegar þannig að hægt sé að tryggja faglega menntun, endurmenntun og starfsþjálfun þeirra sem starfa við þjónustuna.
    Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt aðgerðaráætlun til fimm ára um sjúkraflutninga og bráðaþjónustu sem hefur að markmiði að efla og styrkja þessa þjónustu á landsvísu og auka gæði hennar.

Þingsályktun 17/150 um rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara.

16. desember 2019 – þskj. 765.

Framkvæmd lokið.
    Þingsályktunin kom frá Samfylkingunni. Alþingi ályktaði að fela heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir því að þunglyndi eldri borgara yrði sérstaklega rannsakað og umfang þess metið. Skal heilbrigðisráðherra skipa nefnd sem hefur þetta hlutverk en mun einnig kanna hvaða leiðir séu best til þess fallnar að koma í veg fyrir þunglyndi meðal eldri borgara. Þá skal nefndin sérstaklega kanna tíðni sjálfsvíga og sjálfsvígstilrauna hjá eldri borgurum. Ráðherra kynnti Alþingi niðurstöður nefndarinnar með skýrslu á vorþingi 2021, þskj. 1558, 825. mál, á 151. lögþ.

Þingsályktun 18/150 um fræðslu um vefjagigt og endurskoðun á skipan sérhæfðrar endurhæfingarþjónustu.

16. desember 2019 – þskj. 766.

Framkvæmd lokið.
    Í ályktuninni kemur fram að heilbrigðisráðherra skuli beita sér fyrir fræðslu til almennings um vefjagigt og láta fara fram endurskoðun á skipan sérhæfðrar endurhæfingarþjónustu vegna langra biðlista eftir slíkri þjónustu víða.
    Endurhæfingarfyrirtækið Þraut hefur verið með samning við Sjúkratryggingar Íslands frá árinu 2011. Þraut veitir sérhæfða meðferð við vefjagigt, sem veitt er með teymisvinnu nokkurra fagstétta. Þraut hefur lagt áherslu á að vinna með heilsugæslunni við að greina og meðhöndla vefjagigt og stuðla þannig að faglegri meðferð þessa sjúkdóms allt frá grunnþjónustu. Þjónusta Þrautar er annars stigs þjónusta, sbr. skilgreiningar þjónustustiga í heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Sú þjónusta sem Þraut veitir fellur undir heildarskipulag í endurhæfingarþjónustu.
    Í apríl 2020 skilaði starfshópur, skipaður af heilbrigðisráðherra, skýrslu með tillögum að endurhæfingarstefnu þar sem gerð er samantekt á styrkleikum og veikleikum endurhæfingarþjónustunnar, þar á meðal sérhæfðri endurhæfingu og jafnframt lagðar fram 19 tillögur um aðgerðir til bóta. Skýrslan var birt í samráðsgátt stjórnvalda á vefnum Ísland.is og bárust 53 athugasemdir sem nú er unnið úr. Áætluð lok þeirrar vinnu er í október 2020.
    Heilbrigðisráðherra staðfesti í desember 2020 aðgerðaáætlun í endurhæfingu til fimm ára, 2021–2025. Í september 2021 staðfesti heilbrigðisráðherra uppfærða útgáfu af aðgerðaáætlun í endurhæfingu eftir samráð með félagsmálaráðuneytinu. Skipaður var vinnuhópur beggja ráðuneyta þar sem unnið var að lausn á þeim vanda sem skörun aðgerða og ábyrgðarsviða hafði í för með sér. Í nýrri aðgerðaáætlun eru hugtök betur skýrð og eru tilgreindar aðgerðir sem eru á ábyrgðarsviði beggja ráðuneyta og innleiðing þeirra verður í sameiginlegri ábyrgð.

Mennta- og menningarmálaráðuneyti.


Þingsályktun 36/149 um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi.

7. júní 2019 – þskj. 1750.

Framkvæmd hafin.
    Þingsályktuninni fylgdi aðgerðaáætlun með 22 aðgerðum og er framkvæmd hafin í öllum aðgerðum. Verkefnum er skipt í fimm flokka en verkefni skarast í einhverjum tilfellum. Flokkarnir eru vitundarvakning um íslenska tungu, menntun og skólastarf, menning, tækniþróun, aðgengi og nýsköpun og síðasti flokkurinn er stefnumótun, stjórnsýsla og atvinnulíf.
    Stofnaður hefur verið vinnuhópur innan mennta- og menningarmálaráðuneytis til þess að vinna að verkefnum sem falla undir þingsályktunina, koma þeim í farveg og sjá til þess að þau séu unnin samkvæmt tímaáætlun heildarverkefnisins.
Vitundarvakning um íslenska tungu.
     1.      Stuðlað verður að vitundarvakningu um mikilvægi íslenskrar tungu, gildi hennar og sérstöðu í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Rithöfundasambandið, fjölmiðla og skóla og fleiri í tilefni af degi íslenskrar tungu. Ýmsir viðburðir hafa farið fram þar á meðal stóð ráðuneytið fyrir ráðstefnu um íslensku 1. apríl 2019 í Hörpu með yfirskriftinni Áfram íslenska, staða og framtíð íslenskukennslu í skólum landsins, til að vekja athygli á niðurstöðum bókarinnar Íslenska í grunn- og framhaldsskólum sem kom út 2019. Ráðuneytið stóð fyrir rafrænni ráðstefnu um menntun fjöltyngdra nemenda í leik-, grunn- og framhaldsskólum 3. nóvember 2020. Ráðstefnan sem var fjölsótt var haldin til að fylgja eftir skýrslu um menntun barna og ungmenna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn sem starfshópur skipaður af ráðherra skilaði í maí síðastliðnum. Kynntar voru m.a. áherslur í menntun fjöltyngdra nemenda í Menntastefnu til ársins 2030 og hvernig umbótaaðgerðir í menntamálum miða að því að efla menntun þeirra og fjölga tækifærum til framtíðar.
     2.      Viljayfirlýsing um vitundarvakningu um mikilvægi íslensks máls var undirrituð í október 2018 af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og fulltrúum Kennarasambands Íslands, Háskóla Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og samtakanna Heimilis og skóla. Þar segir að lögð verði áhersla á að finna víðtækan samstarfsgrundvöll til að vekja athygli og áhuga á íslenskunni, stuðla að virkri notkun tungumálsins og vinna að jákvæðara viðhorfi, ekki síst barna og unglinga, til íslenskrar tungu.
Menntun og skólastarf.
     3.      Mikilvægi læsis: Frá 2015 hefur verið unnið að fjölmörgum verkefnum sem tengjast þjóðarsáttmála um læsi sem undirritaður var af mennta- og menningarmálaráðherra og öllum sveitarfélögum. Menntamálastofnun hefur annast framkvæmd og yfirumsjón með verkefninu sem var skipulagt til fimm ára. Verkefninu lauk formlega í árslok 2020 en áfram hefur verið unnið að bættu læsi til framtíðar með áherslu á að efla málskilning, lesskilning, tjáningu, ritun og hlustun og námsorðaforða nemenda í samræmi við áherslur Menntastefnu til ársins 2030. Árið 2021 er sérstök áhersla lögð á leikskólastigið og snemmtækan stuðning, útgáfu stafrænna námsgagna, vitundarvakningu og að klára þróun Lesferilsins, heildstæðs matsferils í grunnþáttum læsis.
     4.      Íslenska sem annað mál: Starfshópur sem skipaður var af mennta- og menningarmálaráðherra vann að heildarstefnumörkun fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Starfshópurinn skilaði drögum að heildstæðri stefnu í maí 2020. Ráðuneytið hefur lokið við að setja saman fyrstu aðgerðaráætlun Menntastefnu til ársins 2030. Í aðgerð 3 í áætluninni, Markviss stuðningur við nemendur með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn, eru sett fram markmið og helstu verkþættir er snúa að aðgerðinni.
                 Árið 2018 jók ráðuneytið framlag til framhaldsskóla vegna nemenda með annað móðurmál en íslensku um 40 millj. kr. Framhaldsskólar fá því alls 60 millj. kr. árlega til að styðja sérstaklega við þessa nemendur.
     5.      Kennaramenntun: Mennta- og menningarmálaráðherra skipaði kennararáð í júní 2020 skv. 7. gr. laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, nr. 95/2019. Hlutverk kennararáðs er m.a. að veita ráðherra ráðgjöf og leiðbeiningar um þróun hæfniramma með því að gera tillögu um innihald og endurskoðun reglugerðar um hæfniramma fyrir almenna og sérhæfða hæfni kennara og skólastjórnenda.
     6.      Starfsþróun kennara: Mennta- og menningarmálaráðuneyti í samstarfi við menntavísindasvið Háskóla Íslands og aðra hagsmunaaðila vinnur að því að fjölga starfsþróunartækifærum fyrir kennara með vefnámskeiðum að sænskri fyrirmynd. Þar er lögð áhersla á leiðtogaþjálfun kennara og skólastjórnenda á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi þar sem ein aðaláherslan er á íslensku og læsi. Þróuð verða 50 námskeið sem eru kennurum og starfsfólki í menntakerfinu að kostnaðarlausu. Um er að ræða námskeið í stærðfræði, náttúrufræði og íslensku og á fjölbreyttum sviðum náms, kennslu, sjálfbærrar þróunar, vellíðunar, frístundastarfi og forystu. Frá því að verkefnið hófst í lok síðastliðins árs hafa rúmlega 900 einstaklingar sótt sér starfsþróun fyrir tilstuðlan verkefnisins.
     7.      Háskólakennsla og rannsóknir: Í ágúst 2019 var undirrituð samstarfsyfirlýsing um rannsóknir á ritmenningu íslenskra miðalda sem stýrt er af Snorrastofu í Reykholti. Úthlutað var í fyrsta sinn á árinu 2020 til þverfaglega rannsókna á sviði fornleifafræði, bókmenntafræði, textafræði og sagnfræði. Auglýst var eftir umsóknum í annað sinn í janúar 2021 og stendur til að tilkynna um úthlutun fljótlega.
     8.      Námsefnisútgáfa: Undanfarin misseri hefur ráðuneytið unnið að stefnumótun um námsgögn. Áherslur úr þeirri vinnu hafa verið felldar inn í Menntastefnu til ársins 2030 og mótun 1. áfanga aðgerðaráætlunar fyrir árin 2021–2024, m.a. áherslur á útgáfu íslensks námsefnis, eflingu sjóða- og stuðningskerfis námsgagna, eflingu á stafrænum námsgögnum, eflingu á útgáfu námsgagna fyrir nemendur sem hafa íslenskt táknmál sem fyrsta mál og nemendur með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn og aukið aðgengi leikskóla að námsefni Menntamálastofnunar.
     9.      Íslenskunám fullorðinna innflytjenda: Veittar voru 143 millj. kr. árið 2019, 142,5 millj. kr. árið 2020 og 144,9 millj. kr. árið 2021 í íslenskukennslu fyrir útlendinga til viðurkenndra fræðsluaðila en Rannís sér um úthlutun styrkjanna. Undirbúningsvinna er hafin þar sem kostir samræmds stöðumats í íslensku sem öðru máli eru skoðaðir, sérstaklega með tilliti til rafræns mats.
     10.      Íslenskukennsla erlendis: Kennsla í íslensku og íslenskum fræðum hefur verið styrkt árið 2021, þ.e. 12 millj. kr. til Kaupmannahafnarháskóla og 3 millj. kr. til Manitobaháskóla í Kanada.
Menning.
     11.      Fjölmiðlun og innlend dagskrárgerð: Með breytingu á lögum um fjölmiðla, nr. 38/2011, sem samþykkt var á Alþingi 25. maí 2021, var úthlutunarnefnd veitt heimild til að ákvarða sérstakan rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla. Í i-lið 62. gr. laganna kemur fram að rekstrarstuðningur skuli að hámarki vera 25% af stuðningshæfum rekstrarkostnaði umsækjenda. Þá ráðist endanlegt hlutfall af umfangi og fjölda umsókna. Til úthlutunar voru 392 millj. kr. að frádregnum kostnaði vegna umsýslu, auglýsinga, þóknunar fyrir störf úthlutunarnefndar o.fl. sem var um 0,8% af heildarfjárhæð eða 3.152.661 kr. Til úthlutunar voru því 388.847.339 kr. Samkvæmt ákvörðun úthlutunarnefndar hlutu 19 fjölmiðlaveitur rekstrarstuðning árið 2021. Sá kafli fjölmiðlalaga sem fjallar um rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla gildir aðeins til ársloka 2022.
                 Að auki veitti mennta- og menningarmálaráðuneyti styrki úr byggðaáætlun til staðbundinna fjölmiðla utan höfuðborgarsvæðisins. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að veita árlega 5 millj. kr. til að efla staðbundna fjölmiðla utan höfuðborgarsvæðisins, samtals 25 millj. kr. á fimm árum. Fyrsta úthlutun fór fram árið 2020.
                 Í samningi mennta- og menningarmálaráðuneytis og Ríkisútvarpsins um fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu er lögð áhersla á innlenda dagskrárgerð auk þess sem textun og táknmálstúlkun á því efni hefur aukist á undanförnum árum.
     12.      Bókamenning: Lög um stuðning við útgáfu bóka á íslensku tóku gildi 1. janúar 2019. Með lögunum er bókaútgefendum veittur tímabundinn stuðningur í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við útgáfu bóka á íslensku. Úttekt á lögunum stendur yfir. Sjóður fyrir barna- og ungmennabækur var settur á laggirnar og var fyrst úthlutað úr honum 2019.
     13.      Bókasöfn: Bókasafnaráð vinnur að stefnumótun í málefnum bókasafna sem mun til eflingar almennings- og skólabókasöfnum.
Tækniþróun, aðgengi og nýsköpun.
     14.      Máltækni—stafræn framtíð tungunnar: Samið hefur verið við sjálfseignarstofnunina Almannaróm um rekstur miðstöðvar máltækniáætlunar fyrir íslensku. Miðstöðin hefur yfirumsjón með framkvæmd og samhæfingu máltækniverkefnisins, samkvæmt verkáætluninni Máltækni fyrir íslensku 2018–2022. Máltækniverkefni og lausnir eru á áætlun.
     15.      Orðasöfn og orðanefndir: Unnið er að útfærslu á opnu aðgengi almennings að upplýsingaveitum um íslenskt mál, svo sem orðabókum, orðasöfnum og málfarssöfnum.
Stefnumótun, stjórnsýsla og atvinnulíf.
     16.      Viðmið um málnotkun: Sett verða viðmið um notkun íslensku og annarra tungumála í upplýsinga- og kynningarefni á vegum stjórnvalda og atvinnulífs samkvæmt tillögum íslenskrar málnefndar.
     17.      Málstefna um íslenskt táknmál: Verkefnishópur hefur skilað af sér málstefnu um íslenskt táknmál sem verður kynnt í samráðsgátt. Stefnunni fylgja drög að aðgerðaáætlun.
     18.      Íslensk málstefna: Íslensk málnefnd hefur skilað viðauka við íslenska málstefnu sem finna má á vef íslenskrar málnefndar, islenskan.is.

Þingsályktun 37/149 um vestnorrænt samstarf á sviði íþrótta barna og unglinga.

7. júní 2019 – þskj. 1761.

Framkvæmd ekki hafin.
    Þingsályktunin byggir á ályktun Vestnorræna ráðsins nr. 1/2018 sem samþykkt var á ársfundi ráðsins 5. september 2018 í Þórshöfn í Færeyjum, en tillaga til þingsályktunar var lögð fram af Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins.
    Samkvæmt þingsályktuninni ályktaði Alþingi að skora á ríkisstjórnina að efla samstarf Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði íþrótta barna og unglinga. Alþingi beindi þeim tilmælum því til ríkisstjórnarinnar að kanna til hlítar hvernig styrkja mætti samstarf landanna á þessum vettvangi til hagsbóta fyrir æsku Vestur-Norðurlanda og stuðla að því að treysta samstarf landanna til framtíðar.

Þingsályktun 38/149 um samstarf vestnorrænu landanna um tungumál í stafrænum heimi.

7. júní 2019 – þskj. 1762.

Framkvæmd ekki hafin.
    Þingsályktunin byggir á ályktun Vestnorræna ráðsins nr. 2/2018 um stofnun formlegs vettvangs um framtíð vestnorrænu tungumálanna. Formlegur vinnuhópur/samstarfsvettvangur hefur ekki verið stofnaður með það fyrir augum að semja skýrslu með yfirliti um stöðu og framtíðarhorfur tungumálanna þriggja ásamt yfirliti um þann máltæknibúnað (hugbúnað og gagnasöfn) sem til er fyrir hvert málanna og leggja fram tillögur að samstarfi um máltæknibúnað og önnur viðbrögð við stafrænu byltingunni. Á grundvelli verkáætlunarinnar Máltækni fyrir íslensku 2018–2022 gerði mennta- og menningarmálaráðuneyti samning við sjálfseignarstofnunina Almannaróm. Samkvæmt samningnum ber Almannarómur ábyrgð á verkefni og framkvæmd máltækniáætlunar fyrir íslensku. Stofnuninni ber m.a. að fylgjast með tækifærum til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu í máltækni og kanna hvort íslenska geti verið með í slíkum verkefnum. Stofnuninni hefur verið gerð grein fyrir því að mikill áhugi er á samstarfi landanna um þróun máltækni fyrir viðkomandi tungumál. Að auki ber deild erlendra tungumála Vigdísar Finnbogadóttur ábyrgð á samstarfsverkefnum er varða vestnorrænu tungumálin.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti (innanríkisráðuneyti til 1. maí 2017).


Þingsályktun 32/149 um stefnu í fjarskiptum fyrir árin 2019–2033.

3. júní 2019 – þskj. 1688.

Framkvæmd hafin.
    Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra leggur á að minnsta kosti þriggja ára fresti fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um stefnu í fjarskiptum þar sem mörkuð er stefna fyrir næstu 15 árin í málaflokki 11.2, um fjarskipti, póstmál, netöryggismál og málefni Þjóðskrár Íslands. Í fjarskiptaáætlun skal gera grein fyrir ástandi og horfum hvað varðar fjarskipti í landinu, og meta og taka tillit til þarfa samfélagsins fyrir bætt fjarskipti. Skilgreina skal markmið stjórnvalda sem stefna ber að og leggja þannig grunn að framþróun íslensks samfélags. Markmiðin skulu stuðla að aðgengilegum og greiðum, hagkvæmum og skilvirkum, öruggum og umhverfisvænum fjarskiptum. Framtíðarsýn stefnunnar er að Ísland verði í fremstu röð með trausta og örugga innviði, öflug sveitarfélög, verðmætasköpun og framsækna þjónustu. Tækni tengi saman byggðir landsins og Ísland við umheiminn með umhverfissjónarmið í huga. Meginmarkmið áætlana í samgöngu- og sveitarstjórnarmálum, og þar með talið í stefnu í fjarskiptum, eru að þjónusta samgöngu- og fjarskiptakerfa mæti þörfum samfélagsins og sjálfbærar byggðir um land allt.
    Vísað er til umfjöllunar um þingsályktun 31/149 um fimm ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2019–2023 hvað framvindu stefnunnar varðar frá janúar 2020 til september 2021.
    Haustið 2020 hófst vinna við mótun nýrrar fjarskiptaáætlunar og var grænbók í fjarskiptum birt í september 2021. Vinnu við þann hluta fjarskiptaáætlunar er snýr að net- og upplýsingaöryggi var hraðað og var hvítbók þ.a.l. birt í júlí 2021.

Þingsályktun 12/150 um óháða úttekt á Landeyjahöfn.

2. desember 2019 – þskj. 608.

Framkvæmd hafin.
    Í mars 2020 var óháð úttekt á Landeyjahöfn boðin út hjá Ríkiskaupum fyrir hönd samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Lægstbjóðandi í verkið var verkfræðistofan Mannvit í samvinnu við Vatnaskil og LeoVanRijn-Sediment Consultancy. Ráðgjafarnir skiluðu skýrslu sinni í október 2020 þar sem fram kom m.a. að til að ná markmiðum um stóraukna nýtingu Landeyjahafnar sé þörf á endurbótum á höfninni. Mótvægisaðgerðir hafi ekki dugað hingað til og ætla má að erfitt sjólag utan hafnar muni áfram takmarka siglingar nýrrar ferju. Í skýrslunni eru kynntar ráðleggingar fyrir mat á mögulegum endurbótum á höfninni og vegvísir að heildstæðri óháðri úttekt á Landeyjahöfn sem gerir ráð fyrir tæknilegu mati og kostnaðarmati á mögulegum endurbótum. Ákveðið var í kjölfarið að fara í frekari greiningarvinnu sem leidd er af Vegagerðinni.

Umhverfis- og auðlindaráðuneyti.


Þingsályktun 43/149 um skilgreiningu auðlinda.

20. júní 2019 – þskj. 1938.

Framkvæmd hafin.
    Með ályktuninni var umhverfis- og auðlindaráðherra falið að fá sérfræðinga á sviði auðlindaréttar, umhverfisfræða og umhverfisréttar til að semja frumvarp til laga sem skilgreini hvað flokkast til auðlinda hér á landi og hverjar auðlindir Íslands eru. Ráðuneytið hefur hafið vinnu við skilgreiningar á náttúruauðlindum landsins til að auka skilning á eðli og umfangi þeirra.

Utanríkisráðuneyti.


Þingsályktun 12/149 um fullgildingu á uppfærðum fríverslunarsamningi milli EFTA-ríkjanna og Tyrklands.

20. febrúar 2019 – þskj. 961.

Framkvæmd lokið.
    Uppfærður fríverslunarsamningur milli EFTA-ríkjanna og Tyrklands var undirritaður 25. júní 2018 á Sauðárkróki. Fríverslunarsamningur EFTA-ríkjanna og Tyrklands frá 1992 náði ekki til þátta sem jafnan eru hafðir í þeim samningum sem EFTA gerir nú til dags. Helstu viðbætur og breytingar lutu að þjónustuviðskiptum, viðskiptum, sjálfbærri þróun og lausn deilumála. Fullgildingarskjöl Íslands voru afhent vörsluaðila 30. september 2019. Tyrkland hefur ekki lokið sínu fullgildingarferli svo samningurinn hefur enn ekki tekið gildi.

Þingsályktun 13/149 um fullgildingu heildarsamnings um efnahagslega samvinnu milli EFTA-ríkjanna og Ekvadors.

20. febrúar 2019 – þskj. 962.

Framkvæmd lokið.
    EFTA-ríkin og Ekvador hófu viðræður um gerð fríverslunarsamnings í nóvember árið 2016 og lauk þeim í febrúar 2018. Samningurinn kveður á um gagnkvæma niðurfellingu og lækkun tolla á iðnaðarvörur, sjávarafurðir og unnar og óunnar landbúnaðarvörur. Fullgildingarskjöl Íslands voru afhent 3. október 2019. Samningurinn tekur gildi 1. nóvember 2020.

Þingsályktun 14/149 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 158/2018 um breytingu á XVII. viðauka (Hugverkaréttindi) við EES-samninginn.

6. mars 2019 – þskj. 1075.

Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 14. júní 2019 og ákvörðunin gekk í gildi 1. ágúst 2019.

Þingsályktun 15/149 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 92/2018 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.

6. mars 2019 – þskj. 1076.

Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 6. nóvember 2019 og ákvörðunin gekk í gildi 1. janúar 2020.

Þingsályktun 16/149 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 258/2018 um breytingu á XVIII. viðauka (Öryggi og hollustuhættir á vinnustöðum, vinnuréttur og jafnrétti kynjanna) við EES-samninginn.

2. apríl 2019 – þskj. 1283.

Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 5. júní 2019 og ákvörðunin gekk í gildi 1. ágúst 2019.

Þingsályktun 17/149 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 242/2018 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn.

2. apríl 2019 – þskj. 1284.

Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 5. júní 2019 og ákvörðunin gekk í gildi 1. ágúst 2019.

Þingsályktun 18/149 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 214/2018 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.

2. apríl 2019 – þskj. 1285.

Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 4. nóvember 2019 en ákvörðunin hefur ekki enn tekið gildi þar sem beðið er eftir tilkynningu frá Noregi um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða.

Þingsályktun 20/149 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 258/2018 um breytingu á XVIII. viðauka (Öryggi og hollustuhættir á vinnustöðum, vinnuréttur og jafnrétti kynjanna) við EES-samninginn.

2. maí 2019 – þskj. 1418.

Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 18. nóvember 2019 og ákvörðunin gekk í gildi 1. janúar 2020.

Þingsályktun 21/149 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 20/2018 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.

2. maí 2019 – þskj. 1419.

Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 18. nóvember 2019 og ákvörðunin gekk í gildi 1. janúar 2020.

Þingsályktun 22/149 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 64/2018 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.

2. maí 2019 – þskj. 1420.

Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 18. nóvember 2019 en ákvörðunin hefur ekki enn tekið gildi þar sem beðið er eftir tilkynningu frá Noregi um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða.

Þingsályktun 23/149 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 21/2019 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.

2. maí 2019 – þskj. 1421.

Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 27. júní 2019 og ákvörðunin gekk í gildi 1. janúar 2020.

Þingsályktun 24/149 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 18/2019 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.

2. maí 2019 – þskj. 1422.

Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 18. nóvember 2019 og ákvörðunin gekk í gildi 1. janúar 2020.

Þingsályktun 25/149 um staðfestingu á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 84/2019 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.

2. maí 2019 – þskj. 1423.

Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 27. júní 2019 og ákvörðunin gekk í gildi 29. júní 2019.

Þingsályktun 26/149 um stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2019–2023.

2. maí 2019 – þskj. 1424.

Framkvæmd hafin.
    Í þingsályktuninni er sett fram stefna í alþjóðlegri þróunarsamvinnu til ársins 2023 ásamt aðgerðaáætlun 2019–2020. Utanríkisráðuneytið hefur starfað á grundvelli stefnunnar. Í stöðutöku um framkvæmd aðgerðaráætlunarinnar sem gerð var opinber í byrjun árs 2021 kemur fram að heildarniðurstaðan sé nokkuð góð. Á grundvelli þeirrar stöðutöku verður aðgerðaráætlun uppfærð fyrir árin 2022–2023. Stefnan byggir á tíu heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og starfar Ísland með fjölþjóðastofnunum, tvíhliða samstarfsríkjum, frjálsum félagasamtökum og aðilum atvinnulífsins að framkvæmd í málaflokknum. Mannréttindi, kynjajafnrétti og umhverfismál eru sértæk og þverlæg áhersluatriði sem höfð eru að leiðarljósi í öllu starfi. Með alþjóðlegri þróunarsamvinnu leggja íslensk stjórnvöld sitt af mörkum í baráttunni gegn sárri fátækt og hungri og er hún mikilvægur þáttur í að Ísland uppfylli pólitískar, lagalegar og siðferðislegar skyldur sínar sem ábyrg þjóð í samfélagi þjóðanna.

Þingsályktun 28/149 um fullgildingu fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Filippseyja.

13. maí 2019 – þskj. 1508.

Framkvæmd lokið.
    Samningurinn var undirritaður þann 28. apríl 2016 í Bern í Sviss og hefur nú verið fullgiltur af öllum samningsaðilum. Hann tók gildi 1. júní 2018 milli Filippseyja, Noregs, Liechtenstein og Sviss. Fullgildingarskjöl Íslands voru afhent vörsluaðila 3. október 2019. Samningurinn tók gildi gagnvart Íslandi 1. janúar 2020.

Þingsályktun 39/149 um fullgildingu samnings um að koma í veg fyrir stjórnlausar úthafsveiðar í miðhluta Norður-Íshafsins.

3. júní 2019 – þskj. 1685.

Framkvæmd lokið.
    Samningurinn var undirritaður í Ilulissat á Grænlandi þann 3. október 2018 og hefur það að meginmarkmiði að koma í veg fyrir stjórnlausar fiskveiðar í úthafinu í miðhluta Norður-Íshafsins. Samningurinn tekur gildi 30 dögum eftir að vörsluaðili hefur tekið við skjölum um fullgildingu frá þeim níu þjóðum auk Evrópusambandsins sem undirrituðu samninginn. Móttaka fullgildingarskjala Íslands var staðfest 2. september 2019. Aðeins Kína á eftir að fullgilda samninginn svo hann öðlist gildi.

Þingsályktun 49/149 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 93/2017 um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn).

2. september 2019 – þskj. 2065.

Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 2. október 2019 og ákvörðunin gekk í gildi 3. október 2019.

Þingsályktun 1/150 um staðfestingu viðbótarsamnings við Norður-Atlantshafssamninginn um aðild Lýðveldisins Norður-Makedóníu.

24. október 2019 – þskj. 332.

Framkvæmd lokið.
    Samningurinn var gerður í Brussel 6. febrúar 2019. Fullgildingarskjölum Íslands var skilað til vörsluaðila 14. nóvember 2019. Norður-Makedónía varð formlega aðildarríki Atlantshafsbandalagsins þann 27. mars 2020.

Þingsályktun 3/150 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 78/2019 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.

18. nóvember 2019 – þskj. 511.

Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 2. desember 2019 og ákvörðunin gekk í gildi 3. desember 2019.

Þingsályktun 4/150 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 190/2019 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) og XIX. viðauka (Neytendavernd) við EES-samninginn.

18. nóvember 2019 – þskj. 512.

Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 4. desember 2019 og ákvörðunin gekk í gildi 18. desember 2019.

Þingsályktun 5/150 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 79/2019 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.

18. nóvember 2019 – þskj. 513.

Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 27. nóvember 2019 og ákvörðunin gekk í gildi 1. janúar 2020.

Þingsályktun 6/150 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 72/2019 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) og IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

18. nóvember 2019 – þskj. 514.

Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 8. janúar 2020 og ákvörðunin gekk í gildi 1. ágúst 2020.

Þingsályktun 7/150 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 74/2019 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) og IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

18. nóvember 2019 – þskj. 515.

Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 15. júní 2020 og ákvörðunin gekk í gildi 1. ágúst 2020.

Þingsályktun 8/150 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 91/2019 um breytingu á XVII. viðauka (Hugverkaréttindi) við EES-samninginn.

18. nóvember 2019 – þskj. 516.

Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 15, júní 2020 en ákvörðunin hefur ekki enn tekið gildi þar sem beðið er eftir tilkynningu frá Liechtenstein um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða.

Þingsályktun 9/150 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 125/2019 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) og XIX. viðauka (Neytendavernd) við EES-samninginn.

18. nóvember 2019 – þskj. 517.

Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 8. janúar 2020 en ákvörðunin hefur ekki enn tekið gildi þar sem beðið er eftir tilkynningu frá Noregi og Liechtenstein um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða.

Þingsályktun 10/150 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 210/2019 um breytingu á I. viðauka (Heilbrigði dýra og plantna) og II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn.

18. nóvember 2019 – þskj. 518.

Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 4. desember 2019 og ákvörðunin gekk í gildi 7. mars 2020.

Þingsályktun 11/150 um fullgildingu heildarsamnings um efnahagslega samvinnu milli EFTA-ríkjanna og Indónesíu.

18. nóvember 2019 – þskj. 519.

Framkvæmd lokið.
    Samningurinn var undirritaður í Jakarta, Indónesíu, þann 16. desember 2018. Fullgildingarskjölum Íslands var skilað til vörsluaðila 29. janúar 2020. Indónesía hefur ekki klárað fullgildingarferli og hefur samningurinn því enn ekki öðlast gildi.

Þingsályktun 13/150 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 128/2019 um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn.

11. desember 2019 – þskj. 690.

Framkvæmd ekki hafin.
    Stefnt er að tilkynningu um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 1. janúar 2021.

Þingsályktun 14/150 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 172/2019 um breytingu á XIX. viðauka (Neytendavernd) við EES-samninginn.

11. desember 2019 – þskj. 691.

Framkvæmd lokið.
    Ísland tilkynnti um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða, sbr. 103. gr. EES-samningsins, 15. apríl 2020 en ákvörðunin hefur ekki enn tekið gildi þar sem beðið er eftir tilkynningu frá Liechtenstein um uppfyllingu stjórnskipulegra skilyrða.

Þingsályktun 15/150 um staðfestingu samnings milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árunum 2019 og 2020.

11. desember 2019 – þskj. 692.

Framkvæmd hafin.
    Samningurinn var staðfestur af forseta Íslands 30. nóvember 2019. Hann gildir samkvæmt efni sínu út loðnuvertíðina 2019/2020.

Þingsályktanir frá 2019 þar sem framkvæmd telst lokið og umfjöllun er óbreytt frá síðustu skýrslu.


Félagsmálaráðuneyti.
          Þingsályktun 44/149 um úttekt á fjárhagslegum áhrifum þess fyrir ríkissjóð að afnema skerðingar ellilífeyris almannatrygginga vegna tekna af atvinnu, 20. júní 2019 – þskj. 1945.
Fjármála- og efnahagsráðuneyti.
          Þingsályktun 46/149 um breytingu á þingsályktun nr. 10/148 um fjármálastefnu fyrir árin 2018–2022, 20. júní 2019 – þskj. 1981.
          Þingsályktun 47/149 um fjármálaáætlun fyrir árin 2020–2024, 20. júní 2019 – þskj. 1982.
Heilbrigðisráðuneyti.
          Þingsályktun 29/149 um heilbrigðisstefnu til ársins 2030, 3. júní 2019 – þskj. 1684.
          Nefndarálit með frávísunartillögu um frumvarp til laga um breytingu á lögum um vana- og fíkniefni, nr. 65/1974, með síðari breytingum (neyslurými), 4. júní 2019 – þskj. 1723 á 149. lögþ.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.
          Þingsályktun 10/149 um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019–2023, 7. febrúar 2019 – þskj. 927.
          Þingsályktun 11/149 um samgönguáætlun fyrir árin 2019–2033, 7. febrúar 2019 – þskj. 928.
          Þingsályktun 42/149 um stöðu sveitarfélaganna á Suðurnesjum, 19. júní 2019 – þskj. 1926 (sameiginleg með forsætisráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti og mennta- og menningarmálaráðuneyti).
Utanríkisráðuneyti.
          Þingsályktun 12/149 um fullgildingu á uppfærðum fríverslunarsamningi milli EFTA- ríkjanna og Tyrklands, 20. febrúar 2019 – þskj. 961.
          Þingsályktun 13/149 um fullgildingu heildarsamnings um efnahagslega samvinnu milli EFTA-ríkjanna og Ekvadors, 20. febrúar 2019 – þskj. 962.
          Þingsályktun 14/149 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 158/2018 um breytingu á XVII. viðauka (Hugverkaréttindi) við EES-samninginn, 6. mars 2019 – þskj. 1075.
          Þingsályktun 15/149 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 92/2018 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn, 6. mars 2019 – þskj. 1076.
          Þingsályktun 16/149 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 258/2018 um breytingu á XVIII. viðauka (Öryggi og hollustuhættir á vinnustöðum, vinnuréttur og jafnrétti kynjanna) við EES-samninginn, 2. apríl 2019 – þskj. 1283.
          Þingsályktun 17/149 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 242/2018 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn, 2. apríl 2019 – þskj. 1284.
          Þingsályktun 18/149 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 214/2018 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn, 2. apríl 2019 – þskj. 1285.
          Þingsályktun 20/149 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 258/2018 um breytingu á XVIII. viðauka (Öryggi og hollustuhættir á vinnustöðum, vinnuréttur og jafnrétti kynjanna) við EES-samninginn, 2. maí 2019 – þskj. 1418.
          Þingsályktun 21/149 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 20/2018 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn, 2. maí 2019 – þskj. 1419.
          Þingsályktun 22/149 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 64/2018 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn, 2. maí 2019 – þskj. 1420.
          Þingsályktun 23/149 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 21/2019 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn, 2. maí 2019 – þskj. 1421.
          Þingsályktun 24/149 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 18/2019 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn, 2. maí 2019 – þskj. 1422.
          Þingsályktun 25/149 um staðfestingu á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 84/2019 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn, 2. maí 2019 – þskj. 1423.
          Þingsályktun 28/149 um fullgildingu fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Filippseyja, 13. maí 2019 – þskj. 1508.
          Þingsályktun 39/149 um fullgildingu samnings um að koma í veg fyrir stjórnlausar úthafsveiðar í miðhluta Norður-Íshafsins, 3. júní 2019 – þskj. 1685.
          Þingsályktun 49/149 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 93/2017 um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn), 2. september 2019 – þskj. 2065.
          Þingsályktun 1/150 um staðfestingu viðbótarsamnings við Norður-Atlantshafssamninginn um aðild Lýðveldisins Norður-Makedóníu, 24. október 2019 – þskj. 332.
          Þingsályktun 3/150 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 78/2019 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn, 18. nóvember 2019 – þskj. 511.
          Þingsályktun 4/150 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 190/2019 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) og XIX. viðauka (Neytendavernd) við EES-samninginn, 18. nóvember 2019 – þskj. 512.
          Þingsályktun 5/150 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 79/2019 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn, 18. nóvember 2019 – þskj. 513.
          Þingsályktun 6/150 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 72/2019 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) og IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn, 18. nóvember 2019 – þskj. 514.
          Þingsályktun 7/150 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 74/2019 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) og IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn, 18. nóvember 2019 – þskj. 515.
          Þingsályktun 8/150 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 91/2019 um breytingu á XVII. viðauka (Hugverkaréttindi) við EES-samninginn, 18. nóvember 2019 – þskj. 516.
          Þingsályktun 9/150 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 125/2019 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) og XIX. viðauka (Neytendavernd) við EES-samninginn, 18. nóvember 2019 – þskj. 517.
          Þingsályktun 10/150 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 210/2019 um breytingu á I. viðauka (Heilbrigði dýra og plantna) og II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn, 18. nóvember 2019 – þskj. 518.
          Þingsályktun 11/150 um fullgildingu heildarsamnings um efnahagslega samvinnu milli EFTA-ríkjanna og Indónesíu, 18. nóvember 2019 – þskj. 519.
          Þingsályktun 14/150 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 172/2019 um breytingu á XIX. viðauka (Neytendavernd) við EES-samninginn, 11. desember 2019 – þskj. 691.

Yfirlit yfir framkvæmd ályktana Alþingis frá árinu 2018.


Forsætisráðuneyti.


Þingsályktun 16/148 um samræmingu verklags um fjarfundi á vegum ráðuneyta.

26. apríl 2018 – þskj. 865.

Framkvæmd hafin.
    Í þingsályktuninni fól Alþingi forsætisráðherra að móta stefnu og innleiða verklagsreglur fyrir ráðuneyti Stjórnarráðsins um fjarfundi í því skyni að auðvelda stofnunum, sveitarstjórnum og öðrum aðilum um allt land samskipti við ráðuneytin.
    Vegna heimsfaraldurs kórónuveiru á árinu 2020 hefur þróunin í þessa átt orðið talsvert hraðari en hún hefði ella orðið og haft þau áhrif að ráðuneyti Stjórnarráðsins og undirstofnanir reiða sig nú að miklu leyti á fjarfundi í stað hefðbundins fundahalds líkt og áður var.
    Áður en heimsfaraldurinn hófst hafði verið unnið að þeim verkefnum sem framangreind þingsályktun fjallar um, til að mynda á grundvelli loftslagsstefnu Stjórnarráðsins frá apríl 2019. Í henni var gert ráð fyrir að ráðuneyti Stjórnarráðs Íslands dragi úr losun sinni á koltvísýringi samtals um 40%, m.a. með áherslu á fjarfundi. Þá hafði góðum fjarfundabúnaði verið komið upp í ráðuneytum samkvæmt þörfum hvers ráðuneytis, auk þess sem starfsmenn ráðuneyta og margra stofnana hafa aðgang að hefðbundnum fjarfundabúnaði í vinnutölvum. Þá lá fyrir samræmt verklag um fjarfundi sem loftslagsfulltrúar hvers ráðuneytis skyldu tryggja að yrði innleitt, og hvert ráðuneyti tryggja að undirstofnanir tækju upp sama verklag. Ekki síst vegna framangreindrar vinnu gátu þau umskipti sem urðu á fundahaldi í Stjórnarráðinu þegar heimsfaraldurinn hófst gengið hnökralaust fyrir sig.

Nefndarálit með frávísunartillögu um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun XXV. kafla almennra hegningarlaga.

30. apríl 2018 – þskj. 900 (sameiginleg með dómsmálaráðuneyti).

Framkvæmd hafin.
    Nefnd forsætisráðherra um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis skilaði frumvarpi til nýrra laga um ærumeiðingar sem var unnið frekar í dómsmálaráðuneytinu. Dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp á Alþingi í október 2019 (þskj. 312, 278. mál) en málið varð ekki útrætt. Málið hefur verið til skoðunar í ráðuneytinu á grundvelli þeirra athugasemda sem fram komu við frumvarpið við meðferð þess á Alþingi.

Nefndarálit með frávísunartillögu um tillögu til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun).

30. maí 2018 – þskj. 1106.

Framkvæmd ekki hafin.
    Eftir að þingsályktunartillögunni var vísað til ríkisstjórnarinnar var forsætisráðherra falið að tryggja að úttekt á kostum og göllum skilyrðislausrar grunnframfærslu yrði meðal verkefna framtíðarnefndar. Viðfangsefnið fékk ekki efnislega umfjöllun hjá nefndinni. Nefndin er ekki lengur starfandi en gert er ráð fyrir að Alþingi setji á fót framtíðarnefnd í vetur.

Þingsályktun 32/148 um verkefni í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands í þágu barna og ungmenna og rannsókna er stuðli að sjálfbærni auðlinda hafsins.

18. júlí 2018 – þskj. 1364 (sameiginleg með mennta- og menningarmálaráðuneyti og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti).

Framkvæmd vegna hluta forsætisráðuneytis og mennta- og menningarmálaráðuneytis hafin.
    Forsætisráðherra fékk þann hluta ályktunarinnar sem varðar Barnamenningarsjóð Íslands til meðferðar í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðherra en sjóðurinn nýtur framlaga af fjárlögum árin 2019–2023.
    Hlutverk Barnamenningarsjóðs er að fjármagna og styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði barna.menningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi. Í starfi sjóðsins er m.a. horft til áherslu menningarstefnu um samstarf stofnana, skóla, félagasamtaka og einstaklinga, ásamt því markmiði að jafna aðgengi barna og ungmenna að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag.
    Fyrsta árið uppfyllti sjóðurinn hlutverk sitt með úthlutun til 36 verkefna, að heildarupphæð 97,5 millj. kr. Fimm manna valnefnd fjallaði um umsóknirnar, sem voru 108 talsins. Sótt var um ríflega fjórfalda þá upphæð sem til úthlutunar var. Tilkynnt var um úthlutunina á degi barnsins 26. maí 2019.
    Hinn 1. apríl 2020 var auglýst eftir umsóknum öðru sinni. Þá bárust 112 umsóknir og var sótt um tæplega fimmfalda þá upphæð sem til skipta var. Þriggja manna valnefnd fjallaði um umsóknirnar og var samþykkt að veita 42 styrki að heildarupphæð 92 millj. kr. Önnur úthlutun úr sjóðnum fór fram á degi barnsins 24. maí 2020 við hátíðlega athöfn í Hörpu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra héldu ávörp við það tilefni.
    Úthlutað var úr sjóðnum í þriðja sinn við hátíðlega athöfn í Hörpu 28. maí 2021 þar sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra héldu ávörp við það tilefni. Þriggja manna fagráð fjallaði um þær 113 umsóknir sem bárust í sjóðinn á árinu og gerði tillögur um úthlutun. Alls hlutu 37 verkefni styrk að þessu sinni og nam heildarfjárhæð styrkjanna um 90 millj. kr.

Framkvæmd vegna hluta atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis hafin.
    Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið fer með þann hluta framkvæmdar þessarar þingsályktunar er varðar smíði nýs hafrannsóknaskips. Starfandi er sérstök nefnd, smíðanefnd, sem hefur umsjón með smíði skipsins, útboði og samningsgerð, og eftirlit með smíðinni og smíðakostnaði, en áætlað er að smíði á nýju skipi hefjist í ársbyrjun 2022. Forvali vegna útboðs lauk í maí og voru 4 skipasmíðastöðvar sem uppfylltu þær kröfur sem gerðar voru til þeirra sem þátt gætu tekið. Þær stöðvar fengu útboðsgögn send í júlí 2021 og opnun útboða var 1. október síðastliðinn. Unnið er að gerð samnings við lægstbjóðanda.
    Áætlað er að samningum við um smíðina verði lokið í desember 2021 og að smíði skipsins hefjist strax að því loknu, þ.e. í byrjun árs 2022 og gera má ráð fyrir að smíðatíminn verði a.m.k. 2 ár.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.


Þingsályktun 19/148 um aðgengi að stafrænum smiðjum.

6. júní 2018 – þskj. 1116 (sameiginleg með mennta- og menningarmálaráðuneyti).

Framkvæmd lokið.
    Í mars 2021 voru undirritaðir samningar við átta stafrænar smiðjur hringinn í kringum landið. Með samningunum uppfylltu ráðuneyti ANR og MRN þær væntingar sem felast í ályktun Alþingis nr. 19/148 og kveða á um að rekstrargrundvöllur stafrænu smiðjanna skuli styrktur, umgjörð þeirra fest í sessi og aðgengi nemenda tryggt auk þess sem þær séu tengdar með markvissum hætti við atvinnulíf og nýsköpun.
    Samningarnir eru til þriggja ára og nemur árlegt framlag ráðuneytanna tveggja alls 84 millj. kr. Samningarnir átta eru við viðkomandi heimaaðila sem eru allt í senn sveitastjórnir, skólar, þekkingarsetur og/eða önnur félög á viðkomandi svæði og er hlutverk hvers og eins aðila skilgreint og hvað hann leggur til rekstrarins.
    Starfsemi stafrænu smiðjanna er í samræmi við stefnu stjórnvalda um áherslu á frumkvöðla- og nýsköpunarmennt í skólum, aukna nýsköpun í atvinnulífi og aukið samstarf milli menntakerfis og atvinnulífs. Starfsemin rímar því vel við áherslur í nýsköpunarstefnu fyrir Ísland, menntastefnu og áherslur í tengslum við fjórðu iðnbyltinguna.

Þingsályktun 26/148 um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.

11. júní 2018 – þskj. 1244.

Framkvæmd lokið.
    Í þingsályktuninni koma fram áhersluatriði er varða uppbyggingu flutningskerfis raforku. Landsnet er bundið af þeim áhersluatriðum við gerð kerfisáætlunar sinnar um uppbyggingu flutningskerfisins og hefur efni þingsályktunarinnar komið fram í síðustu kerfisáætlunum Landsnets, í samræmi við ákvæði raforkulaga og þingsályktunarinnar. Jafnframt er í þingsályktuninni kveðið á um sjálfstæða greiningarvinnu á möguleikum jarðstrengja í flutningskerfinu og liggur nú fyrir skýrsla óháðs aðila þess efnis og hefur hún verið birt í samráðsgátt stjórnvalda á vefnum Ísland.is, sbr. mál nr. 309/2019.
    Í þingsályktuninni koma fram áhersluatriði er varða uppbyggingu flutningskerfis raforku. Landsnet er bundið af þeim áhersluatriðum við gerð kerfisáætlunar sinnar um uppbyggingu flutningskerfisins og hefur efni þingsályktunarinnar komið fram í síðustu kerfisáætlunum Landsnets, í samræmi við ákvæði raforkulaga og þingsályktunarinnar. Jafnframt er í þingsályktuninni kveðið á um sjálfstæða greiningarvinnu á möguleikum jarðstrengja í flutningskerfinu og liggur nú fyrir skýrsla óháðs aðila þess efnis og hefur hún verið birt í samráðsgátt stjórnvalda, sbr. mál nr. 309/2019.

Fjármála- og efnahagsráðuneyti.


Þingsályktun 3/148 um gerð stofnefnahagsreikninga fyrir ríkissjóð í heild og einstaka ríkisaðila í A-hluta.

8. mars 2018 – þskj. 476.

Framkvæmd hafin.
    Þingsályktunin lýsir meginaðferðum við innleiðingu breyttra reikningsskila samkvæmt lögum um opinber fjármál, með áherslu á stofnefnahagsreikning. Í efnahagsreikninginn eru teknir inn nýir flokkar eigna og skuldbindinga í áföngum á þremur árum. Framgangi verkefnisins hefur verið lýst í ríkisreikningum 2017 og 2018.
    Innleiðing á breyttum reikningsskilum er umfangsmikið verkefni og er því ekki að fullu lokið með útgáfu ríkisreiknings fyrir árið 2020. Reikningsskil fyrir árið 2020 eru gerð á grundvelli IPSAS-staðlanna með þeim frávikum að reikningsskilaráð hefur heimilað frestun á innleiðingu nokkurra staðla. Reikningsskilaráð A-hluta ríkisins hefur heimildir til frestunar á innleiðingu staðla eins og kemur fram í 52. gr. laga um opinber fjármál, nr. 123/2015.

Þingsályktun 11/148 um tryggingu gæða, hagkvæmni og skilvirkni opinberra fjárfestinga.

25. apríl 2018 – þskj. 853.

Framkvæmd hafin.
    Með þingsályktunartillögunni var fjármála- og efnahagsráðherra falið að útfæra stefnumörkun með það að markmiði að tryggja gæði, hagkvæmni og skilvirkni opinberra fjárfestinga allt frá hugmyndastigi til framkvæmda og út ætlaðan líftíma þeirra.
    Lagt var til að ráðherra skipaði starfshóp til þess að stofna til formlegs samstarfsvettvangs stjórnvalda, atvinnulífs og fræðasamfélags um gerð rammaáætlana til þriggja ára í senn til þess að byggja upp þekkingu og færni og efla rannsóknir á sviði gæða, hagkvæmni og skilvirkni opinberra fjárfestinga. Tillagan, sem lögð var fram af hópi þingmanna, var áður flutt á 147. löggjafarþingi (17. mál).
    Í vinnslu hafa verið greiningar á verklagi og ferlum og framkvæmd opinberra verkefna og þar verið m.a. horft til skýrslu Framkvæmdasýslu ríkisins „Lykiltölur úr skilamötum FSR 1998–2016“. Helstu niðurstöður þar sýna að hlutfallslegt frávik samanlagðs raunkostnaðar og kostnaðaráætlana án viðbótarverka í öllum verkefnum á verðlagi í desember 2018 er 1,8%. Sé horft til stærðar verkefna og frávik skoðuð er vegið meðalfrávik raunkostnaðar og áætlana fyrir öll verkefnin 4,5%. Yfir tímabilið 1998–2016 eru 56 verkefni eða 40% innan áætlunar og 83 eða 60% yfir áætlun. Nánar greint þá er 61 verkefni 5% eða meira yfir áætlun, 43 verkefni eru 5% eða meira undir áætlun og 35 verkefni eru þar á milli.
    Unnin var samantekt af Háskólanum í Reykjavík um stöðu sambærilegra verkefna erlendis. Leitað verður umsagnar félaga og stofnana ríkisins sem fara með framkvæmdir, svo sem Framkvæmdasýslu ríkisins, Landsvirkjunar, NLSH, Landsnets, Ríkiseigna o.fl. til að fá frekari tillögur að verklagi. Áfram verður unnið að því að útfæra nánari stefnumörkun á þessu sviði með það að markmiði að tryggja gæði, hagkvæmni og skilvirkni opinberra fjárfestinga.
    Þá er jafnframt unnið að því að leggja fram frumvarp að nýrri heildarlöggjöf um opinberar fjárfestingar og fasteignaumsýslu ríkisins sem mun fela í sér endurskoðun á gildandi lagaramma um skipan opinberra framkvæmda. Frumvarpið mun hafa að geyma ákvæði um hagkvæmnismat, áhættugreiningu og gæðatryggingu auk ákvæða um framkvæmda- og fjárfestingaráætlun og breytta skipan stofnana.

Mennta- og menningarmálaráðuneyti.


Þingsályktun 4/148 um útgáfu vestnorrænnar söngbókar.

8. mars 2018 – þskj. 477.

Framkvæmd ekki hafin.
    Þingsályktunin byggir á ályktun Vestnorræna ráðsins nr. 1/2017 og er samhljóða henni. Í gildi er samningur frá 1. nóvember 2017 um menningarsamstarf milli Færeyja, Grænlands og Íslands. Með samningnum, sem er ótímabundinn, er fylgiskjal þar sem fjallað er um þau verkefni sem löndin ætla að vinna að næstu fjögur árin (2019–2022).
    Á yfirstandandi tímabili hefur verið unnið að verkefnum á sviði kvikmyndagerðar, verkefnum til að efla frjáls félagasamtök á sviði lista, menningar og íþrótta, þróun tölvuleikja og verkefnum tengdum vestnorrænum tungumálum og menningu og tengslum þeirra við önnur tungumál og menningu. Við ákvörðun flestra þessara verkefna voru hafðar til hliðsjónar ályktanir Vestnorræna ráðsins sem samþykktar hafa verið á síðastliðnum árum. Til samningsins veita löndin þrjú hvert um sig 200 þús. dönskum kr. árlega.
    Í umfjöllun mennta- og menningarmálaráðuneytis í skýrslu frá síðasta árinu 2019, var bent á að ekki væri hægt að hefja ný menningarverkefni án aukafjárveitinga. Við undirbúning og mat nýrra áherslusviða í tengslum við menningarsamning Vestnorrænu landanna frá 1. nóvember 2017 verður mögulegt að skoða ályktun Vestnorræna ráðsins á sviði menningarmála nánar. Þó ber að nefna að mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur ekki fjárframlög til útgáfu bóka umfram það fé sem veitt er í bókmenntasjóð sem starfar skv. bókmenntalögum nr. 91/2007 og til stuðnings við útgáfu bóka á íslensku, sbr. lög nr. 130/2018. Bókmenntasjóður er í umsýslu Miðstöðvar íslenskra bókmennta og endurgreiðslur vegna útgáfu bóka á íslensku í umsjón Rannís.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti (innanríkisráðuneyti til 1. maí 2017).


Þingsályktun 24/148 um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018–2024.

11. júní 2018 – þskj. 1242.

Framkvæmd hafin.
    Framkvæmd byggðaáætlunar gengur vel og eru allar aðgerðir komnar til framkvæmdar og nokkrum þeirra er lokið. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra lagði skýrslu fyrir Alþingi í desember 2020 um framkvæmd byggðaáætlunar þar sem m.a. komu fram upplýsingar um stöðu hverrar aðgerðar, sem alls eru 54. Þá er að finna upplýsingar um stöðuna á vef samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Lögum samkvæmt skal ráðherra leggja fram á að minnsta kosti þriggja ára fresti fyrir Alþingi tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun til 15 ára og aðgerðaáætlun til fimm ára. Í maí 2021 lauk vinnu við endurskoðun og var þingsályktunartillaga um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022–2036 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2022–2026 lögð fram á Alþingi í júní 2021.

Umhverfis- og auðlindaráðuneyti.


Þingsályktun 15/148 um rannsóknir á örplasti í lífverum sjávar í Norður-Atlantshafi.

25. apríl 2018 – þskj. 857.

Framkvæmd lokið.
    Unnið er að flestum þeim þáttum sem þingsályktunin fjallar um í samstarfi við önnur lönd, aðallega á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar, Norðurskautsráðsins og Óslóar- og Parísarsamningsins (OSPAR). Í norrænu samstarfi er mikil áhersla lögð á að stuðla að þátttöku allra landanna, að tryggja norræna gagnsemi verkefna og nýta fjármagn og mannauð sem best sem og að forðast að unnið sé að sömu eða sambærilegum verkefnum á tveimur eða fleiri stöðum. Vestnorrænu löndin taka öll þátt í norrænu samstarfi og starfi innan Norðurskautsráðsins og OSPAR-samningsins. Af þeim sökum hefur Ísland ekki beitt sér fyrir sérstöku samstarfi innan Vestnorræna ráðsins um þessi málefni.
    Ísland fór með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni árið 2019 og með formennsku í Norðurskautsráðinu 2019–2021. Í tengslum við þessa formennsku lagði Ísland sérstaka áherslu á málefni hafsins og þar á meðal leiðir til þess að draga úr áhrifum plastmengunar í umhverfi sjávar, sérstaklega á norðurslóðum.
    Ný norræn samstarfsáætlun í umhverfis- og loftslagsmálum tók gildi 1. janúar 2019. Áætlunin er stefnumótandi fyrir starf Norrænu ráðherranefndarinnar til næstu sex ára og samþykkt af umhverfis- og loftslagsráðherrum Norðurlanda auk Álands, Færeyja og Grænlands. Í áætluninni er m.a. lögð áhersla á að styrkja aðgerðir vegna mengunar hafsins, sérstaklega plasts og örplasts.
    Í yfirlýsingu forsætisráðherra Norðurlandanna frá 2019 er sett fram markmið um að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims 2030. Á tímabilinu 2021–2024 mun Norræna ráðherranefndin vinna að því að fyrirbyggja losun á landi og draga úr úrgangi úr plasti og örplasti í sjó með því að styðja aðgerðir til að draga úr notkun og bæta nýtingu plasts í fiskveiðum, sjávarútvegi og á landi. Þetta er meðal annars gert með því að afla þekkingar og finna leiðir til að sporna gegn plastúrgangi í hafinu.
    Norðurlöndin vinna sameiginlega að því að samkomulag náist um gerð alþjóðlegs samnings til að draga úr og fyrirbyggja losun plasts og örplasts í hafið, sbr. yfirlýsingu umhverfisráðherra Norðurlandanna sem samþykkt var á fundi þeirra í Reykjavík 2019.
    Á formennskutímabili Íslands í Norðurskautsráðinu var lokið vinnu við gerð aðgerðaáætlunar varðandi plast í hafi á Norðurskautssvæðinu og áætlunar um vöktun plast og örplasts. Í yfirlýsingu frá fundi ráðherra Norðurskautsráðsins í Reykjavík 2021 var áhersla lögð á nauðsyn þess að tryggja árangursríka framkvæmd aðgerðaáætlunarinnar. Á formennskutímabilinu var haldin alþjóðleg plastráðstefna, Plastics in the Arctic.
    Á ráðherrafundi OSPAR-samningsins 2021 var samþykkt ný vinnuáætlun OSPAR til ársins 2030. Sérstök áhersla er lögð á að draga verulega úr rusli, þar með talið örplasti í hafinu, með það að takmarki að rusl berist ekki til sjávar. Í vinnuáætluninni eru meðal annars sett fram töluleg markmið um að 2025 hafi einnota plast og plast frá starfsemi á hafi á ströndum OSPAR-svæðisins minnkað um helming og um 75% árið 2030. Frá árinu 2014 hefur verið í framkvæmd aðgerðaáætlun OSPAR-samningsins um rusl í Norðaustur-Atlantshafi. Í áætluninni eru 32 sameiginlegar aðgerðir til að draga úr mengun sjávar.
    Magn plastrusls í sjávardýrum endurspegla útbreiðslu plastsins og hugsanleg skaðleg áhrif. Á vegum OSPAR hefur plastrusl í meltingarvegi fýla verið nýtt sem viðmið um plastmengun. Langtímamarkmið OSPAR er að færri en 10% fuglanna við Norðursjó hafi meira en 0,1 gramm af plasti. Gerðar voru mælingar á plasti í samtals 121 fýl úr veiðarfærum út af Vestfjörðum og Norðausturlandi árin 2018–2020. Samkvæmt þeim voru 13% fýla með meira en 0,1 gramm af plasti í meltingarveginum. Hlutfall plasts í fýlsmögum lækkar þegar norðar dregur á OSPAR-svæðinu,
    Mælingar á örplasti eru gerðar en enn eru ekki til fullgildar (staðlaðar) greiningaraðferðir sem er forsenda fyrir samræmdri vöktun og mati á útbreiðslu, magni og breytingum í umhverfinu. Lagt hefur verið til að nota krækling sem lífvísi fyrir örplastmengun í strandsjó líkt og gert er fyrir ýmis önnur mengandi efni. Gerð hefur verið forkönnun á umfangi örplastmengunar í kræklingi við vesturströndina: Skötufirði, Snæfellsnesi, Faxaflóa, Hvalfirði, Geldinganesi og Reykjanesi. Á öllum sýnatökustöðum fannst örplast í 8–11 kræklingum af 20 sem safnað var á hverjum stað. Ekki fannst marktækur munur á plastinnihaldi milli sýnatökustöðva í þessari athugun.
    Í leiðöngrum Hafrannsóknastofnunar hefur verið skráð magn sjáanlegs plasts sem lent hefur í veiðarfærum. Megnið af plastinu tengist sjávarútvegi, svo sem spottar og netadræsur og brot úr fiskikörum. Þessar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður athugana á plasti sem safnast á ströndum og hafsbotni á Norðurskautssvæðinu sem að verulegu leyti tengist sjávarútvegi.
    Í ljósi víðtæks samstarfs um plast í hafi á vegum Norðurlandanna, Norðurskautsráðsins, OSPAR-samningsins sem vestnorrænu þjóðirnar taka þátt í telst markmið þingsályktunartillögunnar vera uppfyllt.

Þingsályktun 27/148 um stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018–2029.

11. júní 2018 – þskj. 1245.

Framkvæmd hafin.
    Þingsályktun um stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018–2029 var samþykkt á Alþingi 11. júní 2018 á grundvelli laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum, nr. 20/2016. Þar ályktaði Alþingi að á árunum 2018–2029 yrði unnið að uppbyggingu innviða í samræmi við þá stefnu sem fram kemur í áætluninni.
    Í henni er kveðið á um fjölda aðgerða (45) á sviði stefnumótunar um verndun, fræðslu og innviðauppbyggingu á þeim stöðum sem búa við álag af völdum aukinnar ferðamennsku. Stefnumótandi landsáætlun felur í sér markmið og aðgerðir um:
     a.      stýringu og sjálfbæra þróun,
     b.      vernd náttúru og menningarsögulegra minja,
     c.      öryggismál,
     d.      skipulag og hönnun,
     e.      ferðamannaleiðir.
    Hvað varðar tímaramma þá var við upphaf innleiðingar gengið út frá eftirfarandi meginflokkum: sífelluverkefni og verkefni með tiltekinni afurð sem innleiða á fyrstu þrjú gildisár áætlunarinnar. Unnið hefur verið eftir drögum að innleiðingaráætlun 2018–2020 en komið hefur til þess að aðlaga hafi þurft verkefni vegna breyttra forsendna.
    Vorið 2018 var skipaður samstarfshópur um eflingu fagþekkingar, hönnunar og samræmingu við uppbyggingu innviða til verndar náttúru- og menningarsögulegum minjum á ferðamannastöðum. Fyrir liggja drög að ítarlegri skilagrein um starf hópsins. Hefur hann m.a. unnið að þeim aðgerðum í stefnumarkandi landsáætlun sem lúta að skipulagi og hönnun staða og innviða, efnisvali, árangursríkum og samræmdum merkingum og fræðslu til framkvæmdaraðila.
    Sumarið 2020 var settur á fót samstarfshópur um ferðamannaleiðir og vinnur hópurinn að þeim þremur aðgerðum í stefnumarkandi landsáætlun sem snúa að ferðamannaleiðum. Tilraunaverkefni um gönguleiðina frá Landmannalaugum til Þórsmerkur er hluti af vinnu hópsins
    Þá eru drög að stöðumati stefnumarkandi landsáætlunar langt komin í formi grænbókar þar sem staða aðgerða er metin og umræða hafin um lykilviðfangsefni næstu ára. Grænbók þessi er fyrsta skrefið í endurskoðun stefnumarkandi landsáætlunar og verður gildistími endurskoðaðar áætlunar 2021–2032. Verður grænbókin lögð fram til samráðs haustið 2021.
    Í samræmi við 4. gr. laga nr. 20/2016 hefur einnig verið unnið að þriggja ára verkefnaáætlun. Hún á að rúmast innan ramma tólf ára landsáætlunar og útfæra nánar framkvæmd og ábyrgð á verkefnum, sem og að forgangsraða þeim. Snúa verkefnin einkum að undirbúningi, framkvæmd og viðhaldi innviða á stöðum sem búa við mikið álag af völdum aukinnar ferðamennsku. Slík áætlun hefur komið út fjórum sinnum , í marsmánuði árin 2018, 2019, 2020 og 2021, og er nú vinna að hefjast við endurskoðun gildandi áætlunar og þar með gerð fimmtu útgáfu verkefnaáætlunar. Með auknum fjárheimildum til innviðauppbyggingar á árunum 2019 og 2020 jókst verulega umfang þessa hluta landsáætlunar.

Þingsályktanir frá 2018 þar sem framkvæmd telst lokið og umfjöllun er óbreytt frá síðustu skýrslu.

Forsætisráðuneyti.
          Þingsályktun 1/149 um breytta skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands, 5. desember 2018 – þskj. 607.
Félagsmálaráðuneyti (velferðarráðuneyti til 1. maí 2017).
          Þingsályktun 28/148 um skattleysi uppbóta á lífeyri, 12. júní 2018 – þskj. 1268 (sameiginleg með fjármála- og efnahagsráðuneyti).
Fjármála- og efnahagsráðuneyti.
          Þingsályktun 10/148 um fjármálastefnu fyrir árin 2018–2022, 22. mars 2018 – þskj. 625.
          Þingsályktun 17/148 um mat á forsendum við útreikning verðtryggingar, 8. maí 2018 – þskj. 951.
          Nefndarálit með frávísunartillögu um frumvarp til laga um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, með síðari breytingum (húsnæðisliður vísitölu neysluverðs), 8. júní 2018 – þskj. 1205.
          Þingsályktun 23/148 um fjármálaáætlun fyrir árin 2019–2023, 8. júní 2018 – þskj. 1176.
          Þingsályktun 25/148 um þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta, 11. júní 2018 – þskj. 1243.
Mennta- og menningarmálaráðuneyti.
          Þingsályktun 12/148 um úttekt á stofnun vestnorrænna eftirskóla, 25. apríl 2018 – þskj. 854.
          Þingsályktun 13/148 um vestnorrænt samstarf um menntun í sjávarútvegsfræðum, 25. apríl 2018 – þskj. 855.
          Þingsályktun 20/148 um gerð áætlunar um stafræna endurgerð íslensks prentmáls, 6. júní 2018 – þskj. 1117.
Utanríkisráðuneyti.
          Þingsályktun 5/148 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 92/2017 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) og XVII. viðauka (Hugverkaréttindi) við EES-samninginn, 22. mars 2018 – þskj. 595.
          Þingsályktun 6/148 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 94/2017 um breytingu á VII. viðauka (Gagnkvæm viðurkenning á starfsmenntun og hæfi) og X. viðauka (Almenn þjónusta) við EES-samninginn, 22. mars 2018 – þskj. 596.
          Þingsályktun 7/148 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 129/2017 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn, 22. mars 2018 – þskj. 597.
          Þingsályktun 8/148 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 187/2017 um breytingu á XIX. viðauka (Neytendavernd) við EES-samninginn, 22. mars 2018 – þskj. 598.
          Þingsályktun 9/148 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 107/2017 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn, 22. mars 2018 – þskj. 599.
          Þingsályktun 21/148 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 186/2017 um breytingu á XVII. viðauka (Hugverkaréttindi) við EES-samninginn, 7. júní 2018 – þskj. 1143.
          Þingsályktun 22/148 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XI. viðauka (Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið) og bókun 37 (sem inniheldur skrána sem kveðið er á um í 101. gr.) við EES-samninginn (almenna persónuverndarreglugerðin), 7. júní 2018 – þskj. 1144.
          Þingsályktun 2/149 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 21/2018 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta), XII. viðauka (Frjálsir fjármagnsflutningar) og XXII. viðauka (Félagaréttur) við EES-samninginn, 12. desember 2018 – þskj. 691.
          Þingsályktun 3/149 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 153/2018 um breytingu á XI. viðauka (Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið) við EES-samninginn, 12. desember 2018 – þskj. 692.
          Þingsályktun 4/149 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 152/2018 um breytingu á XI. viðauka (Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið) við EES-samninginn, 12. desember 2018 – þskj. 693.
          Þingsályktun 5/149 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 22/2018 um breytingu á XI. viðauka (Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið) við EES-samninginn, 12. desember 2018 – þskj. 694.
          Þingsályktun 6/149 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 102/2018 um breytingu á XXII. viðauka (Félagaréttur) og bókun 37 (sem inniheldur skrána sem kveðið er á um í 101. gr.) við EES-samninginn, 12. desember 2018 – þskj. 695.
          Þingsályktun 7/149 um staðfestingu rammasamkomulags milli Grænlands/Danmerkur, Íslands og Noregs um verndun loðnustofnsins og stjórnun veiða úr honum, 13. desember 2018 – þskj. 730.
          Þingsályktun 8/149 um staðfestingu samnings milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árinu 2018, 13. desember 2018 – þskj. 731.

Yfirlit yfir framkvæmd ályktana Alþingis frá árinu 2017.


Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.


Þingsályktun 18/146 um aðgerðaáætlun um orkuskipti.

31. maí 2017 – þskj. 1002.

Framkvæmd hafin.
    Samkvæmt þingsályktuninni er ráðherra sem fer með málefni er varða orkumál falið að vinna að orkuskiptum með því að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og auka hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa sem hafi í för með sér orkusparnað, aukið orkuöryggi, gjaldeyrissparnað, minni staðbundna mengun og minni losun gróðurhúsalofttegunda. Aðgerðaáætlun um orkuskipti hefur verið ýtt úr vör þar sem fram koma mælanleg markmið um orkuskipti, áhersla á hagræna hvata, uppbyggingu innviða, orkusparnað, samstarf og rannsóknir, þróun og nýsköpun. Unnið er að ýmsum verkefnum í samræmi við aðgerðaáætlun sem fylgdi þingsályktuninni.
    Unnið er að uppfærslu á aðgerðaráætluninni með nýrri tillögu til þingsályktunar.

Dómsmálaráðuneyti (innanríkisráðuneyti til 1. maí 2017).


Nefndarálit með frávísunartillögu um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, með síðari breytingum (kosningaréttur erlendra ríkisborgara).

29. maí 2017 – þskj. 941 á 146. lögþ.

Framkvæmd lokið.
    Í október 2018 skipaði forseti Alþingis starfshóp um endurskoðun kosningalaga. Vinnuhópurinn skilaði forseta Alþingis, hinn 9. september 2020, frumvarpi og lauk þar með störfum sínum. Í þeirri vinnu var tekin afstaða til þess hvort lækka ætti kosningaaldur í sveitarstjórnarkosningum. Í athugasemdum frumvarpsins er tekið fram að stjórnarskrá lýðveldisins Íslands kveði á um að aldursskilyrði kosningarréttar til Alþingis sé 18 ár. Þyki því rétt að hrófla ekki við því samræmi sem sé á milli aldursskilyrðis við kosningar til Alþingis og sveitarstjórna.
    Alþingi samþykkti hinn 13. júní 2021 ný kosningalög. Lögin taka gildi 1. janúar 2022. Í lögunum er kveðið á um að kosningaaldur við sveitarstjórnarkosningar sé 18 ár. Þessari framkvæmd er því lokið.

Félagsmálaráðuneyti (velferðarráðuneyti til 1. janúar 2019).


Þingsályktun 16/146 um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017–2021.

31. maí 2017 – þskj. 1000.

Framkvæmd hafin.
    Hinn 31. maí 2017 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu félags- og jafnréttismálaráðherra um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2017–2021. Framkvæmdaáætlunin tók við af fyrri þingsályktun sem unnið var eftir árin 2012–2017. Í áætluninni eru tilgreind 40 verkefni á sjö málasviðum sem lúta að aðgengi, atvinnu, heilsu, ímynd og fræðslu, menntun, sjálfstæðu lífi og þróun þjónustu. Meginmarkmið framkvæmdaáætlunarinnar eru að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði innleiddur í alla lagaumgjörð og framkvæmd. Þannig megi stuðla að því að fatlað fólk, börn jafnt sem fullorðnir, geti lifað sjálfstæðu lífi og njóti mannréttinda til jafns við aðra. Starfshópur sem skipaður var af félags- og jafnréttismálaráðherra hefur það hlutverk að styðja við eftirfylgni og framkvæmd stefnunnar. Starfshópnum er einnig gert að skila árlega greinargerð til ráðherra um stöðu og framgang verkefna.
    Unnið er að því að framfylgja aðgerðum í áætluninni en 34 aðgerðum er lokið eða þau í vinnslu hjá framkvæmdaaðilum. Á árunum 2020 og 2021 hefur COVID-19-faraldurinn óhjákvæmilega haft áhrif á framgang ýmissa verkefna og verður áætlun vegna þeirra verkefna endurskoðuð. Þessi óvenjulega staða hefur hins vegar skapað tækifæri til annarra verkefna. Þá hefur nokkrum verkefnum utan þeirra sem skýrt er kveðið á um í áætlun, en styðja við markmið hennar og stefnu í heild sinni, verið ýtt úr vör en árlega er ákveðnu fjármagni af áætluninni veitt til slíkra verkefna. Meðal þeirra eru verkefni sem lúta einkum að heilsueflingu, aðgengismálum, gerð fræðsluefnis o.fl.

Heilbrigðisráðuneyti (velferðarráðuneyti til 1. janúar 2019).


Þingsályktun 17/146 um lyfjastefnu til ársins 2022.

31. maí 2017 – þskj. 1001.

Framkvæmd lokið.
    Ný lyfjalög voru samþykkt á 150. löggjafarþingi hinn 9. júlí 2020, en þau tóku gildi 1. janúar 2021. Með nýjum lyfjalögum eru m.a. innleidd þau meginmarkmið sem fram koma í lyfjastefnu um að tryggja aukið aðgengi að lyfjum, tryggja gæði, virkni og öryggi lyfja og skynsamlega og hagkvæma notkun þeirra.

Mennta- og menningarmálaráðuneyti.


Þingsályktun 22/146 um uppbyggingu að Hrauni í Öxnadal.

31. maí 2017 – þskj. 1006 (sameiginleg með umhverfis- og auðlindaráðuneyti).

Framkvæmd hafin.
    Mennta- og menningarmálaráðuneyti og umhverfis- og auðlindaráðuneyti hafa tilnefnt fulltrúa til að vinna að framgangi þingsályktunarinnar. Menningarfélagið Hraun hefur unnið stefnumótun 2020–2030 sem þau hafa kynnt fulltrúum ráðuneytanna. Tekið verður tillit til þeirrar vinnu við gerð aðgerðaráætlunar.

Þingsályktanir frá 2017 þar sem framkvæmd telst lokið og umfjöllun er óbreytt frá síðustu skýrslu.


Forsætisráðuneyti.
          Þingsályktun 3/146 um breytta skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands, 22. mars 2017 – þskj. 431.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.
          Þingsályktun 50/149 um breytingu á þingsályktun nr. 26/148, um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, 2. september 2019 – þskj. 2067.
Félagsmálaráðuneyti (velferðarráðuneyti til 1. janúar 2019).
          Þingsályktun 15/146 um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar, 31. maí 2017 – þskj. 999.
Fjármála- og efnahagsráðuneyti.
          Þingsályktun 23/146 um fjármálaáætlun fyrir árin 2018–2022, 1. júní 2017 – þskj. 1063.
          Þingsályktun 4/146 um fjármálastefnu fyrir árin 2017–2022, 6. apríl 2017 – þskj. 594.
Heilbrigðisráðuneyti.
          Þingsályktun 19/146 um gerð heilbrigðisáætlunar, 31. maí 2017 – þskj. 1003.
          Þingsályktun 20/146 um heildstæða stefnu í málefnum einstaklinga með heilabilun, 31. maí 2017 – þskj. 1004.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti (innanríkisráðuneyti til 1. maí 2017).
          Þingsályktun 21/146 um jafnræði í skráningu foreldratengsla, 31. maí 2017 – þskj. 1005.
Utanríkisráðuneyti.
          Þingsályktun 7/146 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 39/2016, um breytingu á XXII. viðauka (Félagaréttur) við EES-samninginn, 16. maí 2017 – þskj. 800.
          Þingsályktun 13/146 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 100/2016 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn, 22. maí 2017 – þskj. 854.
          Þingsályktun 10/146 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 121/2016 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) og X. viðauka (Almenn þjónusta) við EES-samninginn, 22. maí 2017 – þskj. 851.
          Þingsályktun 11/146 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 194/2016 um breytingu á XIX. viðauka (Neytendavernd) við EES-samninginn, 22. maí 2017 – þskj. 852.
          Þingsályktun 12/146 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 215/2016 um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) og XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn, 22. maí 2017 – þskj. 853.
          Þingsályktun 8/146 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 46/2016 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn, 22. maí 2017 – þskj. 849.
          Þingsályktun 9/146 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 59/2017 um breytingu á XI. viðauka (Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið) við EES-samninginn, 22. maí 2017 – þskj. 850.
          Þingsályktun 6/146 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 92/2016 um breytingu á XI. viðauka (Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið) við EES-samninginn, 22. maí 2017 – þskj. 665.
          Þingsályktun 5/146 um fullgildingu fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Georgíu, 6. apríl 2017 – þskj. 595.
          Þingsályktun 2/148 um staðfestingu samnings milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árinu 2017, 30. desember 2017 – þskj. 147.