Ferill 193. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Nr. 22/146.

Þingskjal 1006  —  193. mál.


Þingsályktun

um uppbyggingu að Hrauni í Öxnadal.


    Alþingi ályktar að fela mennta- og menningarmálaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra að stuðla að uppbyggingu að Hrauni í Öxnadal til að heiðra minningu þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar. Ráðuneytin leiti í því skyni eftir samstarfi við eiganda jarðarinnar Hrauns í Öxnadal um fjármögnun og framkvæmd uppbyggingarinnar svo og um framtíðarskipulag starfsemi til heiðurs Jónasi. Nánari útfærsla verði í höndum ráðherra sem kynni Alþingi áætlun í þessa veru á haustþingi 2017.

Samþykkt á Alþingi 31. maí 2017.