Ferill 57. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 174  —  57. mál.
Svar


félags- og jafnréttismálaráðherra við fyrirspurn frá Óla Birni Kárasyni um greiðslur Tryggingastofnunar til eldri borgara og öryrkja.


     1.      Hvernig þróuðust heildargreiðslur Tryggingastofnunar til eldri borgara árin 2005–2017? Óskað er eftir upplýsingum um hvert ár á föstu verðlagi 2017.
    Greiðslur til eldri borgara hækkuðu um 82,7% á umræddu tímabili miðað við fast verðlag ársins 2017 samkvæmt neysluvísitölu. Hafa verður í huga að hækkunin gæti aukist lítillega þar sem árinu 2017 hefur ekki lokað hjá Tryggingastofnun ríkisins og um bókhaldstölur er að ræða.
    Í töflu 1 hér á eftir eru sýndar fjárhæðir hvers árs fyrir hvern bótaflokk.

     2.      Hvernig þróuðust heildargreiðslur Tryggingastofnunar til öryrkja árin 2005–2017? Óskað er eftir upplýsingum um hvert ár á föstu verðlagi 2017.
    Greiðslur til öryrkja og endurhæfingarlífeyrisþega hækkuðu um 84,7% á umræddu tímabili miðað við fast verðlag ársins 2017 samkvæmt neysluvísitölu. Hafa verður í huga að hækkunin gæti aukist lítillega þar sem árinu 2017 hefur ekki verið lokað hjá Tryggingastofnun ríkisins og um bókhaldstölur er að ræða.
    Í töflu 2 hér á eftir eru sýndar fjárhæðir hvers árs fyrir hvern bótaflokk.

     3.      Hvernig þróaðist fjöldi eldri borgara sem fengu greiðslur frá Tryggingastofnun árin 2005–2017? Óskað er eftir upplýsingum um hvert ár.
    Eldri borgurum með greiðslur frá Tryggingastofnun fjölgaði úr 26.692 í 32.006 á umræddu tímabili eða um tæplega 20%. Tölurnar miðast við desember hvert ár og því gætu þær hækkað lítillega fyrir árið 2017 þar sem því ári hefur ekki verið lokað í bókhaldi Tryggingastofnunar.
    Þegar fjöldi ellilífeyrisþega er skoðaður verður að líta til lagabreytinga sem hafa haft áhrif á fjölda greiðsluþega hjá Tryggingastofnun. Þannig var lögum um almannatryggingar breytt árið 2009 þannig að tekjur frá lífeyrissjóðum höfðu áhrif á útreikning ellilífeyris (grunnlífeyris) og við það fækkaði ellilífeyrisþegum um 10%. Árið 2013 var lögunum breytt aftur í fyrra horf og fjölgaði þá ellilífeyrisþegum aftur m.a. af þeim sökum. Árið 2017 tóku gildi lagabreytingar sem höfðu almenn áhrif til hækkunar lífeyris, en grunnlífeyrir var þá m.a. felldur undir nýja ellilífeyrinn og lífeyrissjóðstekjur höfðu sömu áhrif og aðrar tekjur til lækkunar ellilífeyris. Við það fækkaði aftur þeim eldri borgurum sem fengu greiðslur frá Tryggingastofnun og voru með talsvert háar lífeyrissjóðstekjur.
    Í töflu 3 hér á eftir má sjá fjölda ellilífeyrisþega sem fengu greiðslur frá Tryggingastofnun árin 2005–2017.


     4.      Hvernig þróaðist fjöldi öryrkja sem fengu greiðslur frá Tryggingastofnun árin 2005–2017? Óskað er eftir upplýsingum um hvert ár.
         Öryrkjum með greiðslur frá Tryggingastofnun fjölgaði úr 12.755 í 17.781 á umræddu tímabili eða um tæplega 40%. Tölurnar miðast við desember hvert ár og gætu því orðið eitthvað hærri fyrir árið 2017 þar sem því ári hefur ekki verið lokað í bókhaldi Tryggingastofnunar.
    Í töflu 3 hér á eftir má sjá fjölda öryrkja sem fengu greiðslur frá Tryggingastofnunárin 2005–2017.

     5.      Hversu margir eldri borgarar höfðu á hverju ári 2005–2017 ekki aðrar tekjur en frá Tryggingastofnun?
    Mjög fáir eldri borgarar hafa engar aðrar tekjur en frá Tryggingastofnun. Langflestir hafa einhverjar fjármagnstekjur og/eða tekjur frá lífeyrissjóðum. Árin 2005–2007 voru þó skráðir 500 (árið 2005), 485 (árið 2006) og 433 (árið 2007) einstaklingar með engar aðrar tekjur en frá Tryggingastofnun. Í því sambandi ber þó að líta til þess að á þeim tíma voru upplýsingar um fjármagnstekjur í skattframtölum ekki eins góðar og nú. Árið 2008 fékk Tryggingastofnun betra aðgengi að upplýsingum um fjármagnstekjur og fækkaði þá til muna þeim einstaklingum sem ekki voru með skráðar aðrar tekjur en frá Tryggingastofnun.
    Í töflu 4 hér á eftir má sjá fjölda eldri borgara með engar aðrar tekjur en frá Tryggingastofnun á umræddu tímabili. Miðað er við desember á hverju ári. Þess ber að geta að tölur fyrir árin 2005–2016 byggjast á skattframtölum en tölur fyrir árið 2017 eru fengnar úr tekjuáætlunum lífeyrisþega. Miðað við reynslu fyrri ára mun fækka í þeim hópi sem ekki hafa aðrar tekjur en frá Tryggingastofnun á árinu 2017 þegar árið er endurreiknað og gert upp þegar skattframtöl ársins liggja fyrir.

     6.      Hversu margir öryrkjar höfðu á hverju ári 2005–2017 ekki aðrar tekjur en frá Tryggingastofnun?
    Hjá öryrkjum, eins og eldri borgurum, skera árin 2005–2007 sig úr hvað varðar fjölda þeirra sem skráðir eru með engar aðrar tekjur en frá Tryggingastofnun, en á þeim tíma voru ekki nákvæmar upplýsingar um fjármagnstekjur skráðar á skattframtöl. Eins og áður segir fékk Tryggingastofnun betri aðgang að upplýsingum um fjármagnstekjur árið 2008 og á árunum 2008–2017 er fjöldi öryrkja með engar aðrar tekjur en frá Tryggingastofnun á bilinu 110 til 572, flestir árið 2017. Í töflu 5 hér á eftir má sjá fjölda öryrkja með engar aðrar tekjur en frá Tryggingastofnun á umræddu tímabili. Miðað er við desember á hverju ári. Þess ber að geta að tölur fyrir árin 2005–2016 byggjast á skattframtölum en tölur fyrir árið 2017 eru fengnar úr tekjuáætlunum lífeyrisþega. Miðað við reynslu fyrri ára mun fækka í þeim hópi sem ekki hafa aðrar tekjur en frá Tryggingastofnun á árinu 2017 þegar árið er endurreiknað og gert upp þegar skattframtöl ársins liggja fyrir.

     7.      Hversu margir öryrkjar fengu á hverju ári 2005–2017 greidda sérstaka aldursuppbót?
    Fjöldi öryrkja með aldurstengda örorkuuppbót var 12.686 árið 2005 og hefur síðan fjölgað í 17.778 árið 2017 eða um 5.092, sem er um 40% fjölgun.
    Í töflu 6 hér á eftir sést fjöldi öryrkja með aldurstengda örorkuuppbót á umræddu tímabili.
    

     8.      Hvernig þróuðust fjárhæðir ellilífeyris (samtals allir flokkar) á sama tímabili, miðað við óskertar greiðslur? Óskað er eftir upplýsingum um hvert ár, á föstu verðlagi 2017, annars vegar fyrir einstakling sem býr einn og hins vegar einstakling í sambúð.
    
Á árinu 2005 var samanlögð fjárhæð ellilífeyris, tekjutryggingar og tekjutryggingarauka 149.948 kr. árinu 2005 á verðlagi ársins 2017. Samanlögð fjárhæð ellilífeyris, tekjutryggingar og sérstakrar uppbótar vegna framfærslu var 216.850 kr. árið 2016 á verðlagi ársins 2017 og fjárhæð ellilífeyris var 228.734 kr. árið 2017. Óskert heildarfjárhæð til þeirra sem eru í sambúð hækkaði um 52,5% á árunum 2005–2017 á föstu verðlagi ársins 2017 og um 47,5% hjá þeim sem búa einir.
    Í töflu 7 hér á eftir eru sýndar fjárhæðir ellilífeyris og tengdra bótaflokka í janúar ár hvert á umræddu tímabili á föstu verðlagi 2017 miðað við neysluvísitölu.

     9.      Hvernig þróuðust fjárhæðir örorkubóta (án sérstakrar aldurstengdrar örorkuuppbótar) á sama tímabili miðað við óskertar greiðslur? Óskað er eftir upplýsingum um hvert ár, á föstu verðlagi 2017, annars vegar fyrir einstakling sem býr einn og hins vegar einstakling í sambúð.

    Á árinu 2005 var fjárhæð örorkulífeyris og tengdra bóta 151.881 kr. á verðlagi ársins 2017, en 227.883 kr. árið 2017. Óskert heildarfjárhæð til þeirra sem eru í sambúð hækkaði um 50,0% á þessu tímabili á föstu verðlagi ársins 2017 og um 45,4% hjá þeim sem búa einir.
    Í töflu 8 hér á eftir eru sýndar fjárhæðir örorkulífeyris og tengdra bóta (án aldurstengdrar örorkuuppbótar) í janúar ár hvert á umræddu tímabili á föstu verðlagi 2017 miðað við neysluvísitölu. Ef aldurstengdri örorkuuppbót væri bætt við myndi framfærsluuppbót lækka sem nemur fjárhæð aldurstengdrar örorkuuppbótar á árunum 2009–2017.
Tafla 1.

Tryggingastofnun

          Kostnaður á ári á föstu verðlagi ársins 2017 miðað við neysluvísitölu

Staða 10.01.2018

2005

2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 Breyting
Málefni aldraðra
Ellilífeyrir 12.405.007.960 12.482.946.404 12.672.729.802 12.372.349.611 11.077.431.911 9.798.846.659 12.564.641.302 11.118.036.498 11.997.187.583 13.772.001.863 14.497.746.338 16.021.845.633 61.259.737.027 393,8%
Tekjutrygging ellilífeyrisþega 19.194.468.915 18.698.070.927 21.635.115.364 20.813.118.234 17.398.847.556 16.629.699.332 21.841.588.481 22.343.252.198 22.691.506.941 25.542.168.096 27.026.984.703 30.052.587.422 0 -100,0%
Sérstök uppbót lífeyrsiþega 0 0 0 36.734.296 527.706.543 404.177.618 1.092.821.557 1.572.499.311 1.362.645.950 990.494.903 978.959.025 1.159.946.845 0
Ráðstöfunarfé ellilífeyrisþega 513.623.075 476.883.887 582.654.436 540.279.564 183.099.186 273.499.938 433.920.590 468.891.510 463.193.485 422.481.813 414.280.507 471.394.447 563.752.007 9,8%
Heimilisuppbót ellilífeyrisþega 2.687.563.922 2.502.953.323 2.373.908.508 2.155.519.653 1.846.457.849 1.632.444.037 2.070.719.236 2.102.276.006 2.187.021.336 2.416.968.901 2.544.671.034 2.802.885.747 3.965.423.245 47,5%
Frekari uppbætur ellilífeyrisþega 676.949.984 640.289.613 593.813.999 510.185.531 293.579.444 199.901.501 141.876.030 109.511.035 68.186.887 31.102.911 53.982.015 31.948.863 -1.321.608 -100,2%
Bifreiðakostnaður ellilífeyrisþega 815.279.591 772.528.834 766.742.030 717.499.466 851.936.421 643.602.067 649.868.742 656.082.854 657.278.421 686.793.244 706.592.532 832.103.033 880.358.589 8,0%
Eftirlaunasjóður aldraðra 216.553.449 181.546.070 151.649.437 124.312.515 94.540.840 76.690.984 60.343.574 46.843.633 36.892.266 28.434.464 22.577.969 19.450.194 13.860.448 -93,6%
Annað 0 5.695.295 0 0 0 18.724.566 28.114.009 17.728.701 51.661.885 36.128.650 31.991.726 51.202.085 30.259.721
Aldraðir samtals 36.509.446.896 35.760.914.354 38.776.613.576 37.269.998.869 32.273.599.749 29.677.586.702 38.883.893.521 38.435.121.746 39.515.574.753 43.926.574.845 46.277.785.849 51.443.364.269 66.712.069.429 82,7%

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Tafla 2.

Tryggingastofnun

Kostnaður á ári á föstu verðlagi ársins 2017 miðað við neysluvísitölu

Staða 10.01.2018

2005

2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 Breyting
Örorka og málefni fatlaðs fólks
Öorkulífeyrir 6.020.748.711 6.253.341.585 6.436.124.427 6.348.325.542 6.405.010.913 5.989.377.136 7.111.508.180 6.318.612.974 6.602.100.028 6.977.848.447 7.241.908.327 8.112.818.217 8.734.236.940 45,1%
Aldurstengd örorkuuppbót 2.192.461.374 2.317.481.932 2.424.813.841 2.561.029.359 2.770.573.742 2.656.703.135 2.785.861.433 2.871.351.428 3.001.485.675 3.180.104.363 3.347.322.117 3.783.962.046 4.163.574.187 89,9%
Tekjutrygging örorkulífeyrisþega 11.539.916.083 11.888.079.995 13.366.769.304 15.835.475.590 17.445.754.906 16.287.117.940 18.018.294.483 18.283.719.749 18.847.204.617 20.128.318.021 20.339.191.126 22.852.154.061 24.906.139.954 115,8%
Ráðstöfunarfé örorkulífeyrisþega 100.002.914 91.792.208 106.192.679 107.908.674 75.318.665 78.811.109 70.696.261 63.288.799 63.021.958 49.278.605 47.835.967 64.280.653 93.108.976 -6,9%
Örorkustyrkur 280.534.492 251.903.245 212.760.707 208.677.887 236.723.352 217.646.831 226.879.294 205.952.252 201.272.981 208.152.584 231.677.540 224.183.864 187.746.499 -33,1%
Endurhæfingar lífeyrir 1.445.340.753 1.561.223.954 1.767.531.134 2.281.661.045 2.524.865.260 2.089.762.572 2.143.141.464 2.284.758.705 2.469.877.500 2.954.159.840 2.940.858.255 3.247.153.117 3.772.901.950 161,0%
Heimilisuppbót örorkulífeyrisþega 1.532.293.108 1.561.677.764 1.638.122.417 1.721.347.191 1.834.734.583 1.807.125.047 1.937.582.931 1.927.069.202 1.938.366.619 2.050.184.229 2.092.820.336 2.326.517.855 2.522.277.820 64,6%
Sérstökuppbót örorkulífeyrisþega 0 0 0 58.610.567 791.044.504 686.798.193 1.172.425.938 1.455.650.139 1.410.488.880 1.319.314.373 1.322.344.106 1.514.367.999 2.041.263.596
Frekari uppbætur örorkulífeyrisþega 555.991.210 532.302.311 500.895.176 444.102.801 278.028.237 185.709.197 157.438.013 150.032.411 132.795.052 138.880.241 153.398.107 174.716.148 165.560.620 -70,2%
Bifreiðakostnaður örorkulífeyrisþega 744.298.082 641.358.897 641.814.185 583.602.836 610.462.607 624.602.953 637.054.826 695.841.870 743.811.285 762.277.335 745.260.583 989.299.888 1.108.890.341 49,0%
Barnalífeyrir 3.541.570.160 3.517.389.930 3.538.723.765 3.535.186.405 3.506.098.474 3.334.767.094 3.225.962.349 3.327.715.895 3.352.390.045 3.478.505.550 3.570.731.221 3.943.803.299 4.323.493.849 22,1%
Annað 288.503.193 334.022.416 323.269.319 463.614.341 418.868.948 547.506.772 567.500.633 597.361.355 776.753.827 753.070.276 921.979.625 -197.281.520 138.916.743 -51,8%
Örorka samtals 28.241.660.080 28.950.574.238 30.957.016.954 34.149.542.237 36.897.484.191 34.505.927.978 38.054.345.804 38.181.354.779 39.539.568.466 42.000.093.862 42.955.327.310 47.035.975.627 52.158.111.475 84,7%

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Tafla 3.

Tryggingastofnun Fjöldi ellilífeyrisþega og öryrkja með greiðslur í desember ár hvert
2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 Breyting
Ellilífeyrisþegar 26.692 26.938 27.397 27.925 25.264 25.148 26.283 26.996 30.167 31.316 32.399 33.248 32.006 19,9%
Öryrkjar 12.755 13.230 13.616 14.103 14.567 14.775 15.221 15.525 16.146 16.323 16.765 17.467 17.781 39,4%


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Tafla 4.

Tryggingastofnun Fjöldi ellilífeyrisþega með engar tekjur aðrar en frá Tryggingastofnun í desember ár hvert
Tekjubil 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017
Lægri en 1 kr. 500 485 433 6 13 34 66 11 9 8 6 2 20

Tölur árið 2017 eru byggðar á tekjuáætlunum lífeyrisþega en ekki skattframtölum

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Tafla 5.

Tryggingastofnun Fjöldi örorkulífeyrisþega með engar tekjur aðrar en frá Tryggingastofnun í desember ár hvert
Tekjubil 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017
Lægri en 1 kr. 1.653 1.747 1.819 110 125 309 552 195 159 156 153 114 572
Tölur árið 2017 eru byggðar á tekjuáætlunum lífeyrisþega en ekki skattframtölum

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Tafla 6.

Tryggingastofnun

                                                                     Fjöldi örorkulífeyrisþega með aldurstengda örorkuuppbót í desember ár hvert

2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 Breyting
Fjöldi með aldurstengda örorkuuppbót 12.686 13.167 13.541 14.011 14.477 14.735 15.218 15.525 16.144 16.319 16.763 17.465 17.778
40,1%

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Tafla 7.
Tryggingastofnun Þróun fjárhæða ellilífeyris miðað við óskertar greiðslur
Fjárhæðir á verðlagi hvers árs
Viðmiðunarmánuður er janúar
2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017
Fjárhæðir á föstu verðlagi ársins 2017 miðað við neysluvísitölu
Vísitala neysluverðs í janúar 239,2 249,7 266,9 282,3 334,8 356,8 363,4 387,1 403,3 415,9 419,3 428,3 436,5
Einstaklingur í sambúð
Ellilífeyrir 40.134 39.984 40.610 39.738 38.192 35.838 35.187 36.958 36.856 37.026 37.828 40.625 228.734
Tekjutrygging ellilífeyris 78.674 78.381 128.451 125.399 120.521 113.090 111.036 116.626 116.307 116.844 119.374 128.201
Tekjutryggingarauki 31.141 31.025
Sérstök framfærsluuppbót 41.414 38.860 42.395 43.688 43.569 43.770 44.717 48.023
Samtals 149.948 149.391 169.061 165.137 200.128 187.788 188.617 197.272 196.732 197.640 201.918 216.850 228.734 52,5%
Einstaklingur býr einn
Ellilífeyrir 40.134 39.984 40.610 39.738 38.192 35.838 35.187 36.958 36.856 37.026 37.828 40.625 228.734
Tekjutrygging ellilífeyris 78.674 78.381 128.451 125.399 120.521 113.090 111.036 116.626 116.307 116.844 119.374 128.201
Tekjutryggingarauki 38.794 38.649
Heimilisuppbót (ellilífeyrir) 32.993 32.869 37.883 36.955 35.517 33.327 32.722 34.370 34.276 34.434 35.179 37.781 52.316
Sérstök framfærsluuppbót 40.447 37.953 42.236 40.958 40.846 41.034 41.922 45.022
Samtals 190.595 189.884 206.944 202.092 234.677 220.207 221.181 228.912 228.285 229.338 234.303 251.629 281.050 47,5%
Ráðstöfunarfé (ellilífeyrir) 40.134 39.984 46.759 56.234 54.621 51.253 52.700 52.855 54.116 54.366 55.543 59.650 68.662

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Tafla 8.
Tryggingastofnun Þróun fjárhæða örorkulífeyris miðað við óskertar greiðslur
Fjárhæðir á verðlagi hvers árs
Viðmiðunarmánuður er janúar
2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017
Fjárhæðir á föstu verðlagi ársins 2017 miðað við neysluvísitölu
Vísitala neysluverðs í janúar 239,2 249,7 266,9 282,3 334,8 356,8 363,4 387,1 403,3 415,9 419,3 428,3 436,5
Einstaklingur í sambúð
Örorkulífeyrir 40.134 39.984 40.610 39.738 38.192 35.838 35.187 36.958 36.856 37.026 37.828 40.625 42.852
Tekjutrygging 80.607 80.306 130.302 127.255 122.305 114.764 112.679 118.351 118.027 118.572 121.138 130.096 137.226
Tekjutryggingarauki 31.141 31.025
Framfærsluuppbót 39.630 37.187 40.752 41.963 41.849 42.042 42.953 46.129 47.805
Samtals 151.881 151.315 170.912 166.993 200.128 187.788 188.617 197.272 196.732 197.640 201.918 216.850 227.883 50,0%
Einstaklingur býr einn
Örorkulífeyrir 40.134 39.984 40.610 39.738 38.192 35.838 35.187 36.958 36.856 37.026 37.828 40.625 42.852
Heimilisuppbót 32.993 32.869 37.883 36.955 35.517 33.327 32.722 34.370 34.276 34.434 35.179 37.781 39.851
Tekjutrygging 80.607 80.306 130.302 127.255 122.305 114.764 112.679 118.351 118.027 118.572 121.138 130.096 137.226
Tekjutryggingarauki 38.794 38.649
Framfærsluuppbót 38.663 36.279 40.593 39.233 39.126 39.306 40.157 43.127 60.071
Samtals 192.527 191.808 208.795 203.947 234.677 220.207 221.181 228.912 228.285 229.338 234.303 251.629 280.000 45,4%
Ráðstöfunarfé (örorkulífeyrir) 40.134 39.984 46.759 56.234 54.621 51.253 52.700 52.855 54.116 54.366 55.543 59.650 68.662

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.