Ferill 65. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Nr. 3/148.

Þingskjal 476  —  65. mál.


Þingsályktun

um gerð stofnefnahagsreikninga fyrir ríkissjóð í heild og einstaka ríkisaðila í A-hluta.


    Alþingi ályktar að á grundvelli efnahagsreikninga fyrir einstaka ríkisaðila í A-hluta og ríkissjóð í heild í árslok 2016 skuli færðir nýir stofnefnahagsreikningar fyrir sömu aðila frá ársbyrjun 2017. Skal það gert á grundvelli breyttra reikningsskilaaðferða í samræmi við ákvæði 52. gr. laga um opinber fjármál, nr. 123/2015.
    Breytingar á reikningsskilum ríkisins komi til framkvæmda á næstu árum og byggist á sérstakri innleiðingaráætlun sem fjármála- og efnahagsráðherra ber ábyrgð á að unnin verði og skal hún lögð fyrir og samþykkt af reikningsskilaráði ríkisins. Gerð verði grein fyrir breytingum hvers árs í sérstakri umfjöllun í ríkisreikningi fyrir hvert ár á þessu tímabili. Ríkisreikningur ársins 2019 verði fyrsti reikningurinn sem lagður er fram að fullu samkvæmt breyttum reikningsskilareglum.
    Að lokinni innleiðingu breytinganna skal reikningshaldsleg meðferð eigna og skulda ríkissjóðs og ríkisaðila í A-hluta uppfylla kröfur alþjóðlegra reikningsskilastaðla fyrir opinbera aðila og laga um ársreikninga.

Samþykkt á Alþingi 8. mars 2018.