Ferill 2. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 583  —  2. mál.

Síðari umræða.


Breytingartillaga


við tillögu til þingsályktunar um fjármálastefnu fyrir árin 2018–2022.

Frá Pawel Bartoszek, Jóni Steindóri Valdimarssyni, Þorgerði K. Gunnarsdóttur og Þorsteini Víglundssyni.


    Tillögugreinin orðist svo:
    Alþingi ályktar, sbr. lög 123/2015, um opinber fjármál, að stjórnvöld fylgi stefnumörkun um opinber fjármál samkvæmt eftirfarandi yfirliti um áformaða afkomu- og skuldaþróun fyrir fjárlagaárið 2018 og næstu fjögur ár þar á eftir á grundvelli þeirra forsendna sem fjármálastefnan er reist á. Með hliðsjón af núverandi efnahagshorfum og horfum í fjármálum hins opinbera eru stefnumið í opinberum fjármálum næstu fimm ár eftirfarandi:

Hlutfall af vergri landsframleiðslu, % 2018 2019 2020 2021 2022
Hið opinbera, A-hluti
    Heildarafkoma 1,6 1,6 1,5 1,4 1,3
        þar af ríkissjóður, A-hluti 1,4 1,4 1,3 1,2 1,1
        þar af sveitarfélög, A-hluti 0,2 0,2 0,2 0,2 0,2
    Skuldir* 33,6 30,4 27,5 25,9 23,3
        þar af ríkissjóður, A-hluti 27,5 24,4 22,0 20,6 18,3
        þar af sveitarfélög, A-hluti 6,3 6,0 5,5 5,3 5,0
Opinberir aðilar í heild
    Heildarafkoma 3,1 3,4 3,4 3,4 3,3
        þar af hið opinbera, A-hluti 1,6 1,6 1,5 1,4 1,3
        þar af fyrirtæki hins opinbera 1,5 1,8 1,9 2,0 2,0
    Skuldir* 59,6 54,4 49,5 46,9 43,3
        þar af hið opinbera, A-hluti 33,6 30,4 27,5 25,9 23,3
        þar af fyrirtæki hins opinbera 26,0 24,0 22,0 21,0 20,0
* Heildarskuldir, að frátöldum lífeyrisskuldbindingum og viðskiptaskuldum og að frádregnum sjóðum og bankainnstæðum, sbr. 7. gr. laga nr. 123/2015, um opinber fjármál.

     1.      Afgangur verði á heildarjöfnuði hins opinbera tímabilið 2018–2022, sem verði a.m.k. 1,6% af VLF árin 2018 og 2019 en lækki um 0,1% af VLF á hverju ári þar á eftir. Afganginum verði varið til lækkunar skulda.

     2.      Heildarskuldir hins opinbera verði komnar undir 30% af VLF í árslok 2020 og verði ekki hærri en 24% af VLF í árslok 2022.

     3.      Öllu óreglulegu og einskiptis fjárstreymi í ríkissjóð verði varið til að hraða enn frekar niðurgreiðslu skulda eða til lækkunar á ófjármögnuðum lífeyrisskuldbindingum í því skyni að treysta fjárhagsstöðu ríkissjóðs og draga úr vaxtakostnaði.

    Alþingi staðfestir að fjármálastefna þessi sé samkvæm þeim grunngildum og skilyrðum sem kveðið er á um í 2. mgr. 6. gr. og 7. gr. laga um opinber fjármál.