Ferill 2. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Nr. 10/148.

Þingskjal 625  —  2. mál.


Þingsályktun

um fjármálastefnu fyrir árin 2018–2022.


    Alþingi ályktar, sbr. lög nr. 123/2015, um opinber fjármál, að stjórnvöld fylgi stefnumörkun um opinber fjármál samkvæmt eftirfarandi yfirliti um áformaða afkomu- og skuldaþróun fyrir fjárlagaárið 2018 og næstu fjögur ár þar á eftir á grundvelli þeirra forsendna sem fjármálastefnan er reist á. Með hliðsjón af núverandi efnahagshorfum og horfum í fjármálum hins opinbera eru stefnumið í opinberum fjármálum næstu fimm ár eftirfarandi:

Hlutfall af vergri landsframleiðslu, % 2018 2019 2020 2021 2022
Hið opinbera, A-hluti
    Heildarafkoma      1,4 1,2 1,1 1,0 1,0
        þar af ríkissjóður, A-hluti      1,2 1,0 0,9 0,8 0,8
        þar af sveitarfélög, A-hluti      0,2 0,2 0,2 0,2 0,2
    Skuldir*      33,8 31,0 28,5 27,3 25,0
        þar af ríkissjóður, A-hluti      27,5 25,0 23,0 22,0 20,0
        þar af sveitarfélög, A-hluti      6,3 6,0 5,5 5,3 5,0
Opinberir aðilar í heild
    Heildarafkoma      2,9 3,0 3,0 3,0 3,0
        þar af hið opinbera, A-hluti      1,4 1,2 1,1 1,0 1,0
        þar af fyrirtæki hins opinbera      1,5 1,8 1,9 2,0 2,0
    Skuldir*      59,8 55,0 50,5 48,3 45,0
        þar af hið opinbera, A-hluti      33,8 31,0 28,5 27,3 25,0
        þar af fyrirtæki hins opinbera      26,0 24,0 22,0 21,0 20,0
* Heildarskuldir, að frátöldum lífeyrisskuldbindingum og viðskiptaskuldum og að frádregnum sjóðum og bankainnstæðum, sbr. 7. gr. laga nr. 123/2015, um opinber fjármál.

     I.      Afgangur verði á heildarjöfnuði hins opinbera tímabilið 2018–2022, sem verði að lágmarki 1,4% af vergri landsframleiðslu (VLF) árið 2018, 1,2% af VLF árið 2019, 1,1% af VLF 2020 og 1,0% af VLF á ári þar á eftir.

     II.      Heildarskuldir hins opinbera verði komnar undir 30% af VLF í árslok 2020 og verði ekki hærri en 25% af VLF í árslok 2022.

     III.      Heildarútgjöld hins opinbera vaxa á árinu 2018 um 0,6% af VLF frá fyrra ári. Þróun á umfangi starfsemi hins opinbera út tímabilið verði með þeim hætti að það stuðli að efnahagslegum stöðugleika.

    Alþingi staðfestir að fjármálastefna þessi sé samkvæm þeim grunngildum og skilyrðum sem kveðið er á um í 2. mgr. 6. gr. og 7. gr. laga um opinber fjármál.

Samþykkt á Alþingi 22. mars 2018.