Ferill 277. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 739  —  277. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um ráðherrabíla og bílstjóra.


     1.      Hvaða lög og reglur kveða á um afnot ráðherra af ráðherrabílum í starfi annars vegar og utan starfs hins vegar?
    Í 8. gr. reglugerðar nr. 1281/2014, um bifreiðamál ríkisins, segir að leggja skuli ráðherrum ríkisstjórnarinnar til bifreið til afnota vegna starfa sinna og til aksturs frá heimili að vinnustað. Bifreiðin skal vera í eigu og rekstri ríkisins og vera útbúin öryggiskerfi og staðsetningarbúnaði. Slíkri bifreið skal að jafnaði ekið af sérstökum bifreiðarstjóra sem sinnir jafnframt hlutverki öryggisvarðar hlutaðeigandi ráðherra. Tilgangur þessarar starfsemi er að veita ráðherrum aukið öryggi og þjónustu er þeir sinna embættisskyldum sínum.
    Gildandi reglugerð um bifreiðamál ríkisins er frá því 2014 og kom í stað eldri reglugerðar frá árinu 1991. Þá var hlutverki bifreiðarstjóra breytt og fengu þeir aukið hlutverk til að gegna öryggisgæslu ráðherra, m.a. með því að virkja öryggisbúnað ef þörf krefði og veita hlutaðeigandi ráðherra liðsinni ef upp kæmu aðstæður sem kynnu að ógna öryggi farþega og bifreiðarstjóra. Þá var og sérstaklega mælt fyrir um að ráðherrabifreiðin skyldi nýtt til aksturs til og frá heimili ráðherra.
    Þess skal getið að undanfarið hefur verið unnið að því að endurskipuleggja umsýslu og rekstur bifreiða Stjórnarráðsins og ráðningarsamband ráðherrabílstjóra. Innleiðing nýs fyrirkomulags stendur yfir. Það miðar að hagkvæmari rekstri allra ráðherrabifreiða, skýrari umgjörð um notkun þeirra og að efldu hlutverki bifreiðarstjóra. Eftirleiðis verður umsjón með bifreiðum, rekstur þeirra og endurnýjun hjá miðlægri þjónustueiningu Stjórnarráðsins. Endurnýjun bifreiða verður í samræmi við vistvæna innkaupastefnu ráðherrabifreiða sem ríkisstjórnin samþykkti í febrúar þessa árs. Þá miðar hið nýja fyrirkomulag að því að efla starfsumhverfi bifreiðarstjóra og gera þeim betur kleift að gegna mikilvægu öryggishlutverki gagnvart ráðherra.

     2.      Hefur verið gert hlunnindamat vegna notkunar ráðherra á ráðherrabílum? Ef svo er, hvert er hlunnindamatið og á hvaða forsendum er það byggt?
    Samkvæmt eldri reglugerð frá 1991 um bifreiðamál ríkisins kom fram að ráðherra gæti notað ráðherrabifreið til takmarkaðra einkanota. Þá taldist akstur til og frá heimili sem einkanot. Í gildandi reglugerð er ekki fjallað sérstaklega um rétt til takmarkaðra einkanota og jafnframt er gert ráð fyrir að ráðherrum sé ekið til og frá heimili, m.a. vegna öryggissjónarmiða. Fyrir vikið er hlunnindamat ekki reiknað.

     3.      Heldur ráðherra akstursdagbók þar sem skráð eru erindi og akstursvegalengd?
    Þar sem bifreiðin er einungis notuð til að aka ráðherra er ekki ástæða til að halda sérstaka akstursdagbók.

     4.      Er akstursdagbók yfirfarin og það metið hvenær ráðherra notar bifreiðina í embættiserindum og hvenær í einkaerindum? Hver fer yfir og leggur mat á það?
    Sjá svar við 3. tölulið fyrirspurnar þessarar.

     5.      Hver er mánaðarlegur kostnaður við rekstur hverrar ráðherrabifreiðar frá og með árinu 2009? Sundurliðun óskast á rekstri bifreiðar og kostnaði vegna bílstjóra.
    Í meðfylgjandi töflum er tilgreindur kostnaður við rekstur ráðherrabifreiða árin 2009–17. Í töflum 1 og 2 er tilgreindur kostnaður við bifreið heilbrigðisráðherra og við ráðherra félagsmála í töflum 3 og 4. Til að hafa samfellu í tímalínunni sem spurt er um er kostnaður við árin 2011–13 talinn með hjá báðum ráðherrum (allir dálkar fyrir árin 2011, 2012 og 2013), en lengst af tímabilinu var ráðherrann einn, þ.e. velferðarráðherra. Velferðarráðuneytið tók til starfa 1. janúar 2011 og varð til við samruna tveggja ráðuneyta, þ.e. heilbrigðismála og félags- og tryggingamála. Í nýju ráðuneyti var ráðherrann einn þar til 23. maí 2013, en þá urðu ráðherrarnir tveir og því tvær bifreiðar í rekstri ráðuneytisins. Fyrir árin 2009 og 2010 er kostnaður við rekstur bílanna fenginn úr bókhaldi þáverandi félags- og tryggingamálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis. Árin 2011–13 var rekstur ráðherrabifreiðanna miðlægur, ýmist í höndum rekstrarfélags Stjórnarráðsins eða þáverandi innanríkisráðuneytis, upplýsingar um mánaðarlegan kostnað eru fengnar frá viðkomandi rekstraraðila. Kostnaður við bílstjórana varð aldrei miðlægur eins og rekstur bílanna, heldur var haldið utan um hann hjá viðeigandi ráðuneyti öll árin.

Tafla 1. Mánaðarlegur kostnaður við rekstur á bifreið heilbrigðisráðherra árin 2009–10 og 2014–17 og á bifreið velferðarráðherra 2011–13 með hliðsjón af breyttri ríkisstjórn frá 23. maí 2013.
2009 2010 2011 2012
jan. 226.713 244.659 97.695 242.889
febr. 1.005.086 235.190 93.415 85.025
mars 125.140 115.366 366.193 167.150
apr. 169.243 375.348 88.302 90.281
maí 140.861 239.445 243.617 159.452
júní 91.949 116.209 170.840 98.982
júlí 387.842 105.376 93.568 210.225
ágúst 375.587 90.775 58.084 54.334
sept. 77.084 160.841 88.378 72.514
okt. 111.814 250.200 107.320 172.168
nóv. 140.128 216.477 76.082 133.431
des. 117.623 90.846 109.036 100.681
Samtals 2.969.070 2.240.732 1.592.530 1.587.132
2013 2014 2015 2016 2017
jan. 402.321 102.925 128.432 101.444 66.443
febr. 46.042 0 455.840 99.950 118.343
mars 157.345 67.996 122.758 67.051 399.401
apr. 114.533 181.247 76.769 336.467 49.931
maí 277.970 148.299 89.160 80.739 79.054
júní 73.876 106.156 229.843 45.779 485.983
júlí 349.480 419.529 165.733 356.808 149.288
ágúst 177.837 78.812 254.381 74.509 77.175
sept. 11.001 663.607 371.868 48.507 58.088
okt. 112.185 62.541 186.219 102.173 47.464
nóv. 233.529 226.617 257.652 92.138 355.179
des. 168.241 103.181 53.744 40.625 61.870
Samtals 2.124.360 2.152.960 2.392.399 1.446.190 1.948.219

Tafla 2. Mánaðarlegur kostnaður við bílstjóra bifreiðar heilbrigðisráðherra árin 2009–10 og 2014–17 og bifreiðar velferðarráðherra 2011–13 með hliðsjón af breyttri ríkisstjórn frá 23. maí 2013.
2009 2010 2011 2012
jan. 691.335 673.928 664.494 694.599
febr. 663.411 657.734 634.504 694.599
mars 663.502 657.434 634.504 729.041
apr. 695.193 724.324 665.118 763.495
maí 662.801 638.506 634.504 729.041
júní 663.044 658.551 733.251 729.041
júlí 669.851 659.159 670.787 729.041
ág. 673.823 673.823 670.787 729.041
sept. 673.823 681.090 670.787 729.041
okt. 673.823 700.070 729.041
nóv. 672.603 700.068 791.629
des. 741.316 49.754 779.765 729.041
Samtals 8.144.525 6.074.303 8.158.639 8.776.650
2013 2014 2015 2016 2017
jan. 738.373 818.924 796.825 916.238 939.572
febr. 728.373 789.989 800.725 882.713 1.125.072
mars 801.768 796.933 821.565 1.100.513 939.572
apr. 798.316 846.465 848.779 1.135.480 1.130.797
maí 762.779 797.556 874.947 1.145.007 1.109.973
júní 898.815 1.125.356 874.947 940.085 1.033.477
júlí 1.545.242 797.556 874.947 1.453.374 999.077
ág. 1.545.242 797.556 874.947 1.205.974 1.426.445
sept. 1.545.242 797.556 874.947 935.774 1.141.530
okt. 1.545.242 1.065.756 2.503.947 1.585.374 1.976.165
nóv. 1.545.242 797.556 1.035.747 1.070.874 999.074
des. 1.642.013 1.007.884 1.080.132 1.076.693 1.165.451
Samtals 14.096.647 10.439.087 12.262.455 13.448.099 13.986.205

Tafla 3. Mánaðarlegur kostnaður við rekstur á bifreið félagsmálaráðherra árin 2009–10 og 2014–17 og á bifreið velferðarráðherra 2011–13 með hliðsjón af breyttri ríkisstjórn frá 23. maí 2013.
2009 2010 2011 2012
jan. 163.283 167.576 97.695 242.889
febr. 47.205 160.982 93.415 85.025
mars 70.677 242.092 366.193 167.150
apr. 289.066 58.292 88.302 90.281
maí 140.745 210.958 243.617 159.452
júní 52.191 79.377 170.840 98.982
júlí 216.977 72.059 93.568 210.225
ág. 133.931 50.092 58.084 54.334
sept. 44.329 74.527 88.378 72.514
okt. 232.525 73.383 107.320 172.168
nóv. 103.895 84.866 76.082 133.431
des.
111.337 4.263 109.036 100.681
Samtals 1.606.161 1.278.467 1.592.530 1.587.132
2013 2014 2015 2016 2017
jan. 402.321 26.857 86.608 86.614 136.452
febr. 46.042 0 69.413 89.206 99.295
mars 157.345 188.741 158.258 177.641 109.001
apr. 114.533 144.657 50.687 206.831 45.731
maí 277.970 102.868 58.434 129.788 318.633
júní 73.876 199.052 202.910 27.097 446.203
júlí 349.480 191.051 153.015 240.175 31.298
ág. 177.837 34.618 15.627 126.834 108.517
sept. 11.001 148.845 46.160 46.986 202.424
okt. 112.185 149.064 220.351 54.045 370.380
nóv. 233.529 55.024 60.928 219.856 80.415
des. 168.241 105.536 57.346 40.759 178.893
Samtals 2.124.360 1.346.313 1.179.737 1.445.832 2.127.242

Tafla 4. Mánaðarlegur kostnaður við bílstjóra bifreiðar félagsmálaráðherra árin 2009–10 og 2014–17 og bifreiðar velferðarráðherra 2011–13 með hliðsjón af breyttri ríkisstjórn frá 23. maí 2013.
2009 2010 2011 2012
jan. 712.658 604.158 664.494 694.599
febr. 737.080 604.158 634.504 694.599
mars 733.683 604.158 634.504 729.041
apr. 755.378 633.187 665.118 763.495
maí 1.131.077 604.158 634.504 729.041
júní 462.393 623.467 733.251 729.041
júlí 615.273 623.467 670.787 729.041
ág. 615.280 623.467 670.787 729.041
sept. 615.276 467.417 670.787 729.041
okt. 615.276 634.507 700.070 729.041
nóv. 621.077 634.507 700.068 791.629
des. 676.700 692.234 779.765 729.041
Samtals 8.291.151 7.348.885 8.158.639 8.776.650
2013 2014 2015 2016 2017
jan. 738.373 818.924 796.825 882.713 939.572
febr. 728.373 789.989 796.825 916.238 1.143.652
mars 801.768 832.138 821.565 882.713 939.572
apr. 798.316 842.390 848.779 937.780 1.058.177
maí 762.779 797.556 904.440 882.707 1.309.373
júní 898.815 797.556 874.947 940.085 1.169.477
júlí 1.545.242 797.556 874.947 935.774 999.077
ág. 1.545.242 797.556 874.947 935.774 1.070.305
sept. 1.545.242 797.556 992.919 935.774 1.141.530
okt. 1.545.242 797.556 874.947 1.276.574 999.074
nóv. 1.545.242 797.556 874.947 935.774 999.074
des. 1.642.013 1.183.614 971.432 1.036.793 1.105.451
Samtals
14.096.647 10.049.947 10.507.520 11.498.699 12.874.334