Ferill 280. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 790  —  280. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um ráðherrabíla og bílstjóra.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvaða lög og reglur kveða á um afnot ráðherra af ráðherrabílum í starfi annars vegar og utan starfs hins vegar?
     2.      Hefur verið gert hlunnindamat vegna notkunar ráðherra á ráðherrabílum? Ef svo er, hvert er hlunnindamatið og á hvaða forsendum er það byggt?
     3.      Heldur ráðherra akstursdagbók þar sem skráð eru erindi og akstursvegalengd?
     4.      Er akstursdagbók yfirfarin og það metið hvenær ráðherra notar bifreiðina í embættiserindum og hvenær í einkaerindum? Hver fer yfir og leggur mat á það?
     5.      Hver er mánaðarlegur kostnaður við rekstur hverrar ráðherrabifreiðar frá og með árinu 2009? Sundurliðun óskast á rekstri bifreiðar og kostnaði vegna bílstjóra.


    1.     Í 8. gr. reglugerðar nr. 1281/2014, um bifreiðamál ríkisins, segir að leggja skuli ráðherrum ríkisstjórnarinnar til bifreið til afnota vegna starfa sinna og til aksturs frá heimili að vinnustað. Bifreiðin skal vera í eigu og rekstri ríkisins og vera útbúin öryggiskerfi og staðsetningarbúnaði. Slíkri bifreið skal að jafnaði ekið af sérstökum bifreiðarstjóra sem sinni jafnframt hlutverki öryggisvarðar hlutaðeigandi ráðherra. Tilgangur þessarar starfsemi er að veita ráðherrum aukið öryggi og þjónustu er þeir sinna embættisskyldum sínum.
    Gildandi reglugerð um bifreiðamál ríkisins er frá 2014 og kemur í stað eldri reglugerðar frá árinu 1991. Þá var hlutverki bifreiðarstjóra breytt og fengu þeir aukið hlutverk til að gegna öryggisgæslu ráðherrans, meðal annars með því að virkja öryggisbúnað ef þörf krefur og veita hlutaðeigandi ráðherra liðsinni ef upp koma aðstæður sem kunna að ógna öryggi farþega og bifreiðarstjóra. Þá var og sérstaklega mælt fyrir um að ráðherrabifreiðin skyldi nýtt til aksturs til og frá heimili ráðherra.
    Þess skal getið að undanfarið hefur verið unnið að því að endurskipuleggja umsýslu og rekstur bifreiða Stjórnarráðsins og ráðningarsamband ráðherrabílstjóra. Innleiðing nýs fyrirkomulags stendur yfir. Það miðar að hagkvæmari rekstri allra ráðherrabifreiða, skýrari umgjörð um notkun þeirra og efldu hlutverki bifreiðarstjóra. Eftirleiðis verður umsjón með bifreiðum, rekstur þeirra og endurnýjun hjá miðlægri þjónustueiningu Stjórnarráðsins. Endurnýjun bifreiða verður í samræmi við vistvæna innkaupastefnu ráðherrabifreiða sem ríkisstjórnin samþykkti í febrúar sl. Þá miðar hið nýja fyrirkomulag að því að efla starfsumhverfi bifreiðarstjóra og gera þeim betur kleift að gegna mikilvægu öryggishlutverki gagnvart ráðherra.

    2.     Í eldri reglugerð frá 1991 um bifreiðamál ríkisins kom fram að ráðherra gæti notað ráðherrabifreið til takmarkaðra einkanota. Þá taldist akstur til og frá heimili sem einkanot. Í gildandi reglugerð er ekki fjallað sérstaklega um rétt til takmarkaðra einkanota og jafnframt er gert ráð fyrir að ráðherrum sé ekið til og frá heimili, m.a. vegna öryggissjónarmiða. Fyrir vikið er hlunnindamat ekki reiknað.

    3.     Þar sem bifreiðin er einungis notuð til að aka ráðherra er ekki ástæða til að halda sérstaka akstursdagbók.

    4.     Sjá svar við 3. tölul. fyrirspurnarinnar.

    5.     Eftirfarandi töflur sýna mánaðarlegan kostnað vegna reksturs ráðherrabifreiðar og mánaðarlegan kostnað vegna launa bílstjóra. Undir rekstur á bifreið falla viðgerðir og varahlutir, olíur, tryggingar, þrif og eldsneyti. Á árunum 2011 og 2012 féll til kostnaður í fjármála- og efnahagsráðuneytinu vegna tveggja bifreiða sem voru í sameiginlegri notkun ráðuneytanna. Þess má einnig geta að breytilegur launakostnaður bílstjóra felur í sér orlof og afleysingar. Á árinu 2017 féll til launakostnaður í fjármála- og efnahagsráðuneytinu vegna afleysingabílstjóra fyrir öll ráðuneyti.

Samantekinn mánaðarlegur kostnaður vegna rekstrarkostnaðar ráðherrabifreiða.

Mánuður 2009 2010 2011* 2012* 2013* 2014* 2015 2016 2017
Janúar 230.948 57.290 245.083 354.793 390.988 95.400 615.951 252.354 219.039
Febrúar 81.195 176.337 132.790 779.161 44.341 85.732 176.745 28.835 222.611
Mars 142.695 117.629 531.539 286.102 24.322 104.412 53.808 36.246 78.386
Apríl 109.783 40.755 337.587 287.907 69.953 52.403 42.798 36.183 57.854
Maí 150.394 203.245 383.882 317.208 126.888 80.828 30.871 48.572 142.024
Júní 34.044 2.132 340.185 710.222 1.965 88.610 166.277 112.931 110.619
Júlí 69.509 95.144 159.482 326.122 132.851 240.035 104.782 455.236 94.562
Ágúst 63.615 50.778 112.157 173.911 113.825 180.377 100.947 38.438 30.433
September 35.799 54.809 18.319 298.103 6.600 561.457 102.339 48.218 156.325
Október 75.297 60.328 180.491 181.076 290.056 38.445 234.517 60.884 184.699
Nóvember 61.014 - 151.473 300.846 235.785 1.867 42.045 107.999 41.394
Desember 64.904 1.190.498 199.099 73.029 74.498 59.293 57.131 58.063 155.855
Samtals 1.119.197 2.048.945 2.792.087 4.088.480 1.512.073 1.588.859 1.728.211 1.283.959 1.493.801
*Á tímabilinu 2011–2014 voru bílamál allra ráðherrabíla í miðlægri umsýslu innan Stjórnarráðsins, upplýsingar um kostnað á því tímabili eru fengnar frá þeim aðilum.

Samantekinn mánaðarlegur kostnaður vegna launa bílstjóra og afleysinga bílstjóra.

Mánuður 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017*
Janúar 596.280 586.635 1.1.73.261 529.073 1.182.802 656.779 639.987 839.410 824.798
Febrúar 596.280 563.028 945.761 529.073 1.152.802 588.779 608.987 744.410 826.878
Mars 596.280 1.024.874 1.056.761 570.643 1.208.163 588.779 628.987 808.410 895.038
Apríl 596.280 854.743 1.056.761 607.243 1.208.163 643.795 710.751 776.410 1.561.255
Maí 621.480 596.074 1.108.361 584.443 1.265.563 648.487 720.758 940.500 1.843.357
Júní 596.280 578.531 1.236.412 556.643 1.106.251 779.526 1.094.160 824.798 1.585.596
Júlí 596.280 578.531 1.120.585 556.643 1.373.079 915.719 1.046.598 1.450.221 1.585.596
Ágúst 596.280 1.006.745 507.057 1.173.363 639.379 608.987 681.258 1.177.581 1.585.596
September 596.280 959.155 507.057 556.643 614.079 638.480 740.244 900.532 1.873.393
Október 596.280 578.531 600.233 1.152.802 720.205 608.987 681.258 792.798 1.657.546
Nóvember 596.280 578.531 529.073 1.253.802 588.779 608.987 1.163.708 929.118 1.747.546
Desember 596.280 736.331 726.303 1.152.802 666.929 918.531 886.410 1.250.578 1.799.910
Samtals 7.180.560 8.641.709 10.567.625 9.223.173 11.726.194 8.205.836 9.603.106 11.434.766 17.786.509
*Á árinu 2017 féll til kostnaður vegna launa afleysingabílstjóra fyrir öll ráðuneyti.