Ferill 14. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Nr. 11/148.

Þingskjal 853  —  14. mál.


Þingsályktun

um tryggingu gæða, hagkvæmni og skilvirkni opinberra fjárfestinga.


    Alþingi ályktar að fela fjármála- og efnahagsráðherra að útfæra stefnumörkun með það að markmiði að tryggja gæði, hagkvæmni og skilvirkni opinberra fjárfestinga allt frá hugmyndastigi til framkvæmda og út ætlaðan líftíma þeirra.
    Ráðherra skipi fimm manna starfshóp til þess að stofna til formlegs samstarfsvettvangs stjórnvalda, atvinnulífs og fræðasamfélags um gerð rammaáætlana til þriggja ára í senn til þess að byggja upp þekkingu og færni og efla rannsóknir á sviði gæða, hagkvæmni og skilvirkni opinberra fjárfestinga.
    Ráðherra leggi fram og kynni Alþingi tillögur sínar eigi síðar en 1. nóvember 2018.

Samþykkt á Alþingi 25. apríl 2018.