Ferill 45. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Nr. 16/148.

Þingskjal 865  —  45. mál.


Þingsályktun

um samræmingu verklags um fjarfundi á vegum ráðuneyta.


    Alþingi ályktar að fela forsætisráðherra að móta stefnu og innleiða verklagsreglur fyrir ráðuneyti Stjórnarráðsins um fjarfundi í því skyni að auðvelda stofnunum, sveitarstjórnum og öðrum aðilum um allt land samskipti við ráðuneytin. Ráðherra skipi starfshóp sem geri tillögur að stefnu og verklagsreglum og vinni áætlun um innleiðingu nýs verklags þar að lútandi. Ráðherra kynni Alþingi niðurstöður starfshópsins eigi síðar en 1. nóvember 2018.

Samþykkt á Alþingi 26. apríl 2018.