Ferill 378. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 880  —  378. mál.




Svar


félags- og jafnréttismálaráðherra við fyrirspurn frá Ólafi Ísleifssyni um sértæka skuldaaðlögun.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu margir einstaklingar sóttu um sértæka skuldaaðlögun, sbr. lög nr. 107/2009, um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins, og í hversu mörgum tilfellum komst á samningur um sértæka skuldaaðlögun? Í hversu mörgum þeirra tilfella hefur fasteign í eigu skuldara verið seld eða ráðstafað til kröfuhafa? Svar óskast sundurliðað eftir árum, mánuðum, lánveitendum og landsvæðum.

    Sértæk skuldaaðlögun var úrræði sem féll undir málefnasvið þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra og byggðist á samkomulagi þeirra aðila sem komu að málinu en úrræðinu lauk í árslok 2012. Úrræðið heyrir því ekki undir málefnasvið félags- og jafnréttismálaráðherra og hefur ráðuneytið ekki heimildir til að kalla eftir upplýsingum frá aðilum sem komu að málum vegna sértækrar skuldaaðlögunar, að Íbúðalánasjóði undanskildum. Var ákveðið að safna upplýsingum að því er Íbúðalánasjóð varðar og miðast svar þetta því aðeins við þær upplýsingar.
    Umsóknarferli um sértæka skuldaaðlögun var þannig háttað að viðkomandi sótti um hjá sínum aðalviðskiptabanka, sbr. 5. og 6. gr. samkomulags um verklagsreglur um sértæka skuldaaðlögun einstaklinga. Íbúðalánasjóður tók því ekki á móti umsóknum jafnvel þótt hann væri aðili málsins. Viðskiptabanki viðkomandi einstaklings gat hafnað umsókn þegar skilyrði voru ekki uppfyllt og fékk sjóðurinn í þeim tilvikum ekki upplýsingar um að viðkomandi hefði sótt um. Hjá Íbúðalánasjóði liggja því ekki fyrir tæmandi upplýsingar um fjölda umsókna.
    Samkvæmt upplýsingum frá Íbúðalánasjóði bárust sjóðnum alls 556 samþykktar umsóknir, þ.e. umsóknir samþykktar af viðskiptabanka, sem leiddu til þess að haldið var áfram í samningsumleitanaferli. Flestar umsóknir bárust sjóðnum árið 2013, alls 194. Heildarfjölda umsókna, sundurliðað eftir mánuðum og árum má sjá í töflu 1 í fylgiskjali. Í töflu 2 í fylgiskjali má sjá heildarfjölda umsókna sundurliðað eftir landshlutum. Langflestar umsóknir bárust frá einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu eða samtals 299.
    Ekki komust á samningar um sértæka skuldaaðlögun í öllum þessum 556 tilvikum. Alls komust á 511 samningar sem Íbúðalánasjóður var aðili að, en samkvæmt upplýsingum frá Íbúðalánasjóði er ekki hægt að taka saman upplýsingar um það hvenær samningar komust á nema með því að skoða hvert og eitt mál sérstaklega, sem væri mjög tímafrekt. Í töflu 3 í fylgiskjali má því sjá upplýsingar um samþykktar umsóknir sem leiddu til samninga eftir dagsetningu, þó að 57 samningum undanskildum sem ekki fundust upplýsingar um vegna mistaka við skráningu. Tekið skal fram að dagsetningar miðast við þann dag þegar samþykkt umsókn barst Íbúðalánasjóði, en frá þeim degi gátu liðið fáeinar vikur þar til samningur komst á. Í töflu 4 í fylgiskjali má svo sjá heildartölu samþykktra samninga eftir landsvæðum, en tekið skal fram að þar vantar einnig 57 samninga.
    Íbúðalánasjóður leysti ekki til sín fasteign í gegnum sértæka skuldaaðlögun. Í einhverjum tilfellum voru fasteignir seldar í gegnum sértæka skuldaaðlögun en ekki liggja fyrir upplýsingar um hversu mörg tilfelli það voru en þau munu hafa verið afar fá þar sem Íbúðalánasjóður kom að málum.

Fylgiskjal.

Tafla 1.

Heildarfjöldi umsókna eftir árum og mánuðum
2010 38
maí 1
júlí 1
október 6
nóvember 8
mars 3
desember 11
ágúst 1
september 5
júní 2
2011 151
maí 10
júlí 20
október 8
nóvember 15
janúar 12
febrúar 14
mars 20
apríl 20
desember 8
ágúst 8
september 6
júní 10
2012 167
maí 17
júlí 10
október 11
nóvember 21
janúar 12
febrúar 12
mars 5
apríl 8
desember 24
ágúst 12
september 16
júní 19
2013 194
maí 23
júlí 29
október 16
nóvember 7
janúar 21
febrúar 22
mars 14
apríl 18
desember 2
ágúst 19
september 14
júní 9
2014 4
mars 2
apríl 1
júní 1
2015 1
ágúst 1
2016 1
janúar 1
Samtals 556


Tafla 2.

Heildarfjöldi umsókna eftir landshlutum
Landshluti Umsóknir
Austurland 12
Höfuðborgarsvæði 299
Norðurland eystra 55
Norðurland vestra 10
Reykjanes 91
Suðurland 31
Vestfirðir 22
Vesturland 36
Samtals 556


Tafla 3.

Heildarfjöldi samninga sundurliðað eftir árum og dagsetningu
Dagsetning Fjöldi samninga
2010
1.10.2010 1
3.11.2010 1
5.11.2010 1
8.10.2010 1
9.9.2010 1
9.11.2010 1
10.9.2010 1
11.8.2010 1
11.11.2010 1
12.11.2010 1
14.12.2010 1
15.11.2010 1
16.3.2010 2
16.6.2010 1
18.10.2010 2
19.11.2010 1
21.9.2010 1
21.12.2010 1
22.3.2010 1
22.9.2010 1
24.9.2010 1
25.10.2010 2
27.12.2010 3
28.7.2010 1
29.12.2010 3
30.11.2010 1
2011
1.2.2011 3
1.3.2011 1
1.4.2011 2
2.2.2011 1
2.9.2011 2
3.1.2011 2
3.2.2011 1
4.1.2011 2
4.10.2011 1
4.11.2011 1
5.4.2011 2
5.9.2011 2
6.1.2011 1
6.4.2011 1
6.10.2011 1
7.1.2011 1
7.7.2011 3
8.3.2011 1
8.8.2011 1
9.2.2011 2
9.6.2011 2
9.8.2011 1
10.11.2011 2
10.12.2011 4
11.2.2011 1
11.4.2011 1
12.7.2011 1
12.8.2011 1
13.4.2011 1
13.7.2011 1
14.4.2011 3
14.7.2011 1
14.11.2011 1
15.2.2011 1
15.3.2011 1
15.6.2011 1
16.3.2011 1
17.1.2011 1
17.2.2011 1
17.3.2011 3
18.1.2011 1
18.7.2011 4
19.7.2011 3
19.10.2011 1
19.12.2011 1
20.4.2011 3
20.6.2011 3
20.7.2011 2
20.10.2011 2
20.12.2011 1
21.1.2011 2
21.2.2011 1
21.6.2011 1
21.11.2011 1
22.3.2011 2
22.8.2011 2
23.5.2011 2
23.11.2011 1
24.1.2011 2
24.2.2011 2
24.3.2011 2
24.6.2011 2
25.1.2011 1
25.2.2011 2
25.3.2011 2
26.7.2011 1
26.9.2011 2
27.4.2011 1
28.3.2011 3
28.4.2011 6
28.7.2011 2
28.11.2011 3
29.11.2011 1
30.3.2011 1
30.5.2011 5
30.11.2011 5
31.5.2011 3
31.8.2011 2
2012
1.2.2012 2
1.8.2012 1
2.2.2012 2
2.4.2012 1
2.5.2012 3
3.7.2012 2
3.8.2012 1
4.6.2012 1
4.7.2012 2
4.12.2012 1
5.1.2012 2
5.3.2012 4
5.5.2012 1
5.6.2012 1
5.11.2012 1
6.1.2012 1
6.2.2012 1
6.9.2012 1
7.9.2012 1
8.10.2012 1
8.11.2012 2
8.12.2012 1
9.5.2012 1
11.6.2012 2
11.9.2012 2
11.11.2012 2
12.6.2012 1
13.8.2012 1
13.10.2012 2
13.11.2012 1
14.8.2012 3
14.12.2012 4
15.6.2012 1
15.12.2012 2
16.1.2012 1
16.2.2012 3
16.7.2012 3
16.11.2012 1
16.12.2012 4
17.4.2012 1
17.8.2012 2
17.9.2012 1
17.12.2012 1
18.4.2012 3
18.9.2012 1
19.1.2012 1
19.5.2012 4
19.6.2012 1
19.9.2012 1
20.2.2012 1
20.11.2012 1
21.11.2012 1
22.2.2012 3
22.6.2012 2
22.11.2012 1
23.9.2012 1
23.11.2012 1
24.2.2012 1
24.4.2012 1
24.6.2012 1
24.7.2012 1
24.8.2012 1
24.10.2012 1
25.1.2012 1
25.5.2012 1
25.6.2012 2
25.7.2012 2
25.9.2012 1
25.10.2012 2
27.6.2012 1
27.11.2012 2
27.12.2012 3
28.6.2012 1
28.8.2012 1
28.11.2012 1
29.9.2012 1
29.11.2012 1
30.5.2012 1
30.8.2012 1
30.10.2012 2
31.1.2012 1
31.5.2012 1
31.12.2012 1
2013
1.7.2013 10
1.8.2013 4
1.10.2013 2
1.11.2013 2
2.2.2013 4
2.3.2013 4
2.5.2013 1
2.8.2013 4
2.9.2013 1
3.1.2013 1
3.5.2013 2
3.9.2013 4
3.10.2013 1
4.1.2013 1
4.4.2013 2
4.10.2013 1
5.2.2013 1
5.5.2013 2
6.8.2013 1
6.11.2013 1
8.10.2013 1
9.2.2013 3
9.7.2013 4
9.9.2013 1
9.10.2013 1
10.2.2013 4
10.3.2013 1
10.5.2013 2
10.6.2013 1
11.1.2013 1
11.7.2013 2
11.12.2013 1
12.6.2013 1
12.7.2013 3
13.4.2013 1
13.8.2013 2
14.3.2013 3
15.1.2013 4
16.4.2013 1
16.10.2013 2
17.3.2013 2
17.5.2013 2
18.2.2013 2
18.7.2013 2
18.9.2013 1
19.6.2013 1
20.2.2013 3
20.4.2013 6
20.8.2013 1
21.3.2013 1
21.6.2013 1
21.8.2013 1
22.4.2013 1
22.5.2013 1
23.1.2013 2
24.1.2013 2
24.5.2013 1
24.6.2013 2
24.9.2013 1
24.10.2013 4
25.10.2013 1
26.4.2013 2
26.8.2013 2
27.5.2013 1
27.9.2013 1
28.1.2013 1
28.6.2013 2
29.1.2013 3
29.5.2013 1
30.5.2013 2
30.7.2013 3
30.8.2013 2
30.9.2013 1
31.5.2013 2
31.10.2013 1
2014
12.3.2014 1
24.6.2014 1
Samtals 454

Tafla 4.

Heildarfjöldi samninga eftir landshlutum

Landshluti
Samningar
Austurland 10
Höfuðborgarsvæði 244
Norðurland eystra 45
Norðurland vestra 8
Reykjanes 75
Suðurland 25
Vestfirðir 18
Vesturland 29
Samtals 454