Ferill 236. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Nr. 19/148.

Þingskjal 1116  —  236. mál.


Þingsályktun

um aðgengi að stafrænum smiðjum.


    Alþingi ályktar að fela ferðamála-, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðherra að vinna áætlun um uppbyggingu og rekstur stafrænna smiðja með það að markmiði að framhaldsskólanemendur fyrst og fremst hafi aðgang að slíkum smiðjum en að smiðjurnar verði einnig opnar bæði grunnskólanemendum og almenningi. Áætlunin verði unnin í samstarfi mennta- og menningarmálaráðuneytis og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis við Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, menntavísindasvið háskólanna, einstaklinga og félagasamtök í nærsamfélaginu og aðra hlutaðeigandi. Við áætlunargerðina verði aðalnámskrár grunn- og framhaldsskóla hafðar til hliðsjónar. Áætlunin verði skýr um framvindu verkefnis, verklok og um fjármögnun sem geti verið í samstarfi við aðila í nærsamfélaginu.

Samþykkt á Alþingi 6. júní 2018.