Ferill 219. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Nr. 20/148.

Þingskjal 1117  —  219. mál.


Þingsályktun

um gerð áætlunar um stafræna endurgerð íslensks prentmáls.


     Alþingi ályktar að fela mennta- og menningarmálaráðherra að skipa starfshóp sem geri kostnaðar- og tímaáætlun um stafræna endurgerð íslensks prentmáls sem verði aðgengileg til lestrar á nettengdum búnaði og kanni möguleika þess að ná samningum við höfundaréttarhafa um slík afnot stafrænnar endurgerðar ritverka. Starfshópurinn geri grein fyrir kostnaði og möguleikum á að ljúka stafrænni endurgerð íslensks prentmáls á a) 5 árum, b) 10 árum og c) 15 árum. Starfshópurinn ljúki störfum í tæka tíð til þess að ráðherra verði unnt að flytja Alþingi skýrslu um málið og kynna niðurstöður hans fyrir 1. desember 2018.

Samþykkt á Alþingi 6. júní 2018.