Ferill 630. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1180  —  630. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um brottfall laga um kjararáð, nr. 130/2016, með síðari breytingum

Frá Jóni Þór Ólafssyni.


    Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Kjararáð skal, fyrir 1. júlí 2018, kveða upp nýjan úrskurð er feli í sér launalækkun alþingismanna og ráðherra sem samsvari því að laun þeirra fylgi almennri launaþróun frá 11. júní 2013. Ákvörðunin skal taka gildi eigi síðar en 1. júlí 2018. Ákvæði þetta gildir ekki um forseta Íslands og dómendur.