Ferill 50. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Nr. 25/148.

Þingskjal 1243  —  50. mál.


Þingsályktun

um þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta.


    Alþingi ályktar að fela fjármála- og efnahagsráðherra að efna til viðræðna við aðila vinnumarkaðarins og fulltrúa sveitarfélaganna um leiðir til að tryggja jafnræði við launasetningu ólíkra starfsstétta sem vinna hjá hinu opinbera. Ráðist verði í greiningu á launakjörum ólíkra starfsstétta, m.a. til að draga fram kynbundinn launamun, og sérstaklega verði horft til reynslu sveitarfélaga af starfsmati og skoðað hvort sú aðferðafræði geti nýst við mat á störfum á vegum hins opinbera.

Samþykkt á Alþingi 11. júní 2018.