Ferill 649. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Nr. 28/148.

Þingskjal 1268  —  649. mál.


Þingsályktun

um skattleysi uppbóta á lífeyri.


    Alþingi ályktar að fela fjármála- og efnahagsráðherra að leggja fram lagafrumvarp, eigi síðar en 1. nóvember 2018, sem leysi undan skattskyldu uppbætur á lífeyri samkvæmt lögum um félagslega aðstoð, nr. 99/2007. Við frumvarpsvinnuna verði m.a. haft samráð við félags- og jafnréttismálaráðherra með það að markmiði að tryggja að skattleysi uppbóta á lífeyri skerði ekki lífeyrisgreiðslur almannatrygginga.

Samþykkt á Alþingi 12. júní 2018.