Ferill 500. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1314  —  500. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Þorsteini Víglundssyni frá um laun forstjóra og stjórna fyrirtækja í eigu ríkisins.


     1.      Hver voru á árunum 2014–2017 laun forstjóra eftirtalinna fyrirtækja:
              a.      Isavia,
              b.      Íslandspósts,
              c.      Landsvirkjunar,
              d.      RARIK,
              e.      Orkubús Vestfjarða,
              f.      Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, Kadeco,
              g.      Landsbanka Íslands,
              h.      Íslandsbanka?

    Samkvæmt upplýsingum frá viðkomandi félögum voru mánaðarlaun eftir árum sem hér segir:


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Landsbankinn: Uppreiknað fyrir allt árið 2017.

     2.      Forstjórar hverra hinna framangreindu fyrirtækja fengu laun samkvæmt ákvörðun kjararáðs?
    Forstjórar Isavia, Íslandspósts, Landsvirkjunar, RARIK, Orkubús Vestfjarða, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar (Kadeco) og Landsbanka Íslands fengu greidd laun samkvæmt ákvörðun kjararáðs. Kjararáð ákvarðaði laun bankastjóra Íslandsbanka með ákvörðun 31. janúar 2017 eftir að bankinn komst í meirihlutaeigu ríkisins.

     3.      Hvenær færðust forstjórar hinna framangreindu fyrirtækja undan kjararáði og hvaða áhrif hafði það á laun þeirra?
    Með lögum nr. 130/2016, er tóku gildi 1. júlí 2017, var ákvörðun launa framangreindra forstjóra flutt frá kjararáði til stjórna framangreindra félaga.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


*Íslenska ríkið eignaðist öll hlutabréf í Íslandsbanka vorið 2016. Kjararáð úrskurðaði 31. janúar 2017 um laun bankastjóra Íslandsbanka. Þegar úrskurðurinn var kveðinn upp lá fyrir að Alþingi hafði þá samþykkt ný lög um kjararáð. Við gildistöku laganna, hinn 1. júlí 2017, færðist vald til að semja um launakjör við bankastjóra Íslandsbanka frá kjararáði til stjórnar bankans. Umsaminn uppsagnarfrestur í ráðningarsamningi bankastjóra Íslandsbanka er 12 mánuðir og því kom úrskurður kjararáðs um launakjör bankastjórans ekki til framkvæmda. Þannig hafði það engin áhrif á laun bankastjóra Íslandsbanka að færast undan kjararáði. Stjórn bankans hefur ákveðið launakjör bankastjóra í samræmi við starfskjarastefnu bankans sem samþykkt er á aðalfundi.

     4.      Hver var aðkoma ráðuneytisins að ákvörðunum um laun forstjóra hinna framangreindu fyrirtækja?
    Eins og lög og samþykktir félaga gera ráð fyrir ákveður stjórn félags laun forstjóra og það gilti einnig fyrir félög í eigu ríkisins eftir að fyrrgreind lög tóku gildi. Í framhaldi af því að lögum um kjararáð var breytt sendi ráðuneytið bréf á stjórnir félaganna 6. janúar 2017 með tilmælum um hvernig staðið skyldi að launaákvörðunum í kjölfar þessara breytinga með tilvísan í eigandastefnu ríkisins fyrir félög í þess eigu. Tilmælin voru svohljóðandi:
    „Í tilefni af þessari breytingu vill ráðuneytið benda á þá skyldu stjórna að við ákvörðun launa og starfskjara framkvæmdastjóra og starfsmanna félagsins almennt verði fylgt ákvæðum eigandastefnu ríkisins um að félög í eigu ríkisins skuli „… setja sér hóflega en samkeppnishæfa launastefnu“. Þetta felur meðal annars í sér að launastefna félags í meirihlutaeigu ríkisins skuli ekki vera leiðandi, eins og áréttað er í eigandastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki frá 2009. Þá skal horft til ábyrgðar og árangurs við ákvörðun um starfskjör og gætt að viðurkenndum jafnréttissjónarmiðum.
    Ástæða er til að vekja sérstaka athygli á mikilvægi þess að stjórnir hafi í huga áhrif launaákvarðana á stöðugleika á vinnumarkaði og ábyrgð félaganna í því sambandi. Æskilegt er að launaákvarðanir séu varkárar, að forðast sé að ákvarða miklar launabreytingar á stuttu tímabili en þess í stað gætt að laun séu hækkuð með reglubundnum hætti til samræmis við almenna launaþróun. Æskilegt er að laun og kjör séu eins einföld og gagnsæ og kostur er.“

     5.      Hver voru á árunum 2014–2017 laun eftirtalinna stjórnarmanna framangreindra fyrirtækja:
              a.      formanns stjórnar,
              b.      almennra stjórnarmanna,
              c.      varamanna í stjórn?



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


*Bankaráðsmaður Landsbankans hætti áður en starfsári lauk á árinu 2017 og varamaður sinnti mun fleiri fundum en venja er.

     6.      Hvernig voru laun stjórnarmanna í framangreindum fyrirtækjum ákveðin á þessu tímabili? Hver var aðkoma ráðuneytisins að þeirri ákvörðun?
    Tillaga að launum stjórnar er í öllum tilfellum borin upp og samþykkt á aðalfundi. Fjármála- og efnahagsráðuneytið fer með atkvæði fyrir hönd ríkissjóðs á aðalfundum, nema í tilfelli bankanna, þar sem Bankasýsla ríkisins fer með atkvæði ríkissjóðs og ráðuneytið hefur enga beina aðkomu að ákvörðunum um stjórnarlaun. Venjulega er stuðst við launavísitölu varðandi mat á hækkun, nema í einstökum tilfellum, ef laun hafa ekki hækkað í einhvern tíma.