Ferill 4. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Prentað upp.

Þingskjal 4  —  4. mál.
Stjórnarfrumvarp.Frumvarp til laga


um breytingu á lögum um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 88/1991, með síðari breytingum (verðlagsuppfærsla).

Frá fjármála- og efnahagsráðherra.1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
     a.      Í stað „15.000 kr.“ í 1. tölul. 1. mgr. kemur: 19.000 kr.
     b.      Í stað „15.000 kr.“ í a-lið 2. tölul. 1. mgr. kemur: 19.000 kr.
     c.      Í stað „30.000 kr.“ í b-lið 2. tölul. 1. mgr. kemur: 39.000 kr.
     d.      Í stað „90.000 kr.“ í c-lið 2. tölul. 1. mgr. kemur: 113.000 kr.
     e.      Í stað „150.000 kr.“ í d-lið 2. tölul. 1. mgr. kemur: 188.000 kr.
     f.      Í stað „250.000 kr.“ í e-lið 2. tölul. 1. mgr. kemur: 313.000 kr.
     g.      Í stað „15.000 kr.“ í 3. tölul. 1. mgr. kemur: 19.000 kr.
     h.      Í stað „250 kr.“ í 4. tölul. 1. mgr. kemur: 300 kr.
     i.      Í stað „50.000 kr.“ í 1. og 2. tölul. 2. mgr. kemur: 65.000 kr.
     j.      Í stað „25.000 kr.“ í a-lið 3. tölul. 2. mgr. kemur: 32.000 kr.
     k.      Í stað „50.000 kr.“ í b-lið 3. tölul. 2. mgr. kemur: 65.000 kr.
     l.      Í stað „130.000 kr.“ í c-lið 3. tölul. 2. mgr. kemur: 163.000 kr.
     m.      Í stað „200.000 kr.“ í d-lið 3. tölul. 2. mgr. kemur: 250.000 kr.
     n.      Í stað „300.000 kr.“ í e-lið 3. tölul. 2. mgr. kemur: 375.000 kr.
     o.      Í stað „25.000 kr.“ í 4. tölul. 2. mgr. kemur: 32.000 kr.
     p.      Í stað „50.000 kr.“ í 5. tölul. 2. mgr. kemur: 65.000 kr.
     q.      Í stað „50.000 kr.“ í 1. og 2. tölul. 3. mgr. kemur: 65.000 kr.
     r.      Í stað „25.000 kr.“ í a-lið 3. tölul. 3. mgr. kemur: 32.000 kr.
     s.      Í stað „50.000 kr.“ í b-lið 3. tölul. 3. mgr. kemur: 65.000 kr.
     t.      Í stað „130.000 kr.“ í c-lið 3. tölul. 3. mgr. kemur: 163.000 kr.
     u.      Í stað „200.000 kr.“ í d-lið 3. tölul. 3. mgr. kemur: 250.000 kr.
     v.      Í stað „300.000 kr.“ í e-lið 3. tölul. 3. mgr. kemur: 375.000 kr.
     w.      Í stað „25.000 kr.“ í 4. tölul. 3. mgr. kemur: 32.000 kr.
     x.      Í stað „50.000 kr.“ í 5. tölul. 3. mgr. kemur: 65.000 kr.
     y.      Í stað „15.000 kr.“ í 4. mgr. kemur: 19.000 kr.

2. gr.

    Í stað „15.000 kr.“ í 2. mgr. 2. gr. laganna kemur: 19.000 kr.

3. gr.

    Í stað „15.000 kr.“ í 2. mgr. 3. gr. laganna kemur: 19.000 kr.

4. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. a laganna:
     a.      Í stað „15.000 kr.“ í a-lið kemur: 19.000 kr.
     b.      Í stað „15.000 kr.“ í b-lið kemur: 19.000 kr.

5. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
     a.      Í stað „5.900 kr.“ í 1. mgr. kemur: 8.000 kr.
     b.      Í stað „19.100 kr.“ í 1. mgr. kemur: 25.000 kr.
     c.      Í stað „9.500 kr.“ í 3. mgr. kemur: 12.000 kr.

6. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
     a.      Í stað „17.100 kr.“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: 22.000 kr.
     b.      Í stað „58.000 kr.“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: 75.000 kr.
     c.      Í stað „5.900 kr.“ í 3. málsl. 1. mgr. kemur: 8.000 kr.
     d.      Í stað „19.100 kr.“ í 3. málsl. 1. mgr. kemur: 25.000 kr.
     e.      Í stað „28.500 kr.“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: 37.000 kr.
     f.      Í stað „9.500 kr.“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: 12.000 kr.

7. gr.

    Í stað „9.500 kr.“ í 1. málsl. 6. gr. laganna kemur: 12.000 kr.

8. gr.

    Í stað „2.000 kr.“ í 1. mgr. 8. gr. laganna kemur: 2.500 kr.

9. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:
     a.      Í stað „2.000 kr.“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: 2.500 kr.
     b.      Í stað „3.850 kr.“ í 2. mgr. kemur: 5.000 kr.
     c.      Í stað „5.900 kr.“ í 3. mgr. kemur: 8.000 kr.

10. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:
     a.      Í stað „8.300 kr.“ í 1. mgr. kemur: 11.000 kr.
     b.      Í stað „1.650 kr.“ í 2. mgr. kemur: 2.000 kr.

11. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
     a.      Í stað „166.000 kr.“ í 3.–6. og 12. tölul. kemur: 214.000 kr.
     b.      Í stað „166.000 kr.“ í 10.,11. og 13. tölul. kemur: 183.000 kr.
     c.      Í stað „83.000 kr.“ í 7., 9. 14., 15. og 17. tölul. kemur: 107.000 kr.
     d.      Í stað „8.300 kr.“ í 18. tölul. kemur: 11.000 kr.
     e.      Í stað „8.000 kr.“ í a-lið 20. tölul. kemur: 8.500 kr.
     f.      Í stað „30.000 kr.“ í b-lið 20. tölul. kemur: 32.000 kr.
     g.      Í stað „38.000 kr.“ í c-lið 20. tölul. kemur: 40.000 kr.
     h.      Í stað „250.000 kr.“ í d-lið 20. tölul. kemur: 263.000 kr.
     i.      Í stað „200.000 kr.“ í a-lið 21. tölul. kemur: 210.000 kr.
     j.      Í stað „250.000 kr.“ í b-lið 21. tölul. kemur: 263.000 kr.
     k.      Í stað „10.000 kr.“ í 22. tölul. kemur: 11.000 kr.
     l.      Í stað „31.500 kr.“ í 23. tölul. kemur: 33.000 kr.
     m.      Í stað „166.000 kr.“ í 27., 35. og 36. tölul. kemur: 214.000 kr.
     n.      Í stað „25.000 kr.“ í 28. tölul. kemur: 32.000 kr.
     o.      Í stað „50.000 kr.“ í 29. tölul. kemur: 65.000 kr.
     p.      Í stað „8.300 kr.“ í 30. tölul. kemur: 11.000 kr.
     q.      Í stað „83.000 kr.“ í 31. tölul. kemur: 107.000 kr.
     r.      Í stað „41.500 kr.“ í 33. og 34. tölul. kemur: 54.000 kr.
     s.      Í stað „133.000 kr.“ í 39. tölul. kemur: 172.000 kr.
     t.      Í stað „15.000 kr.“ í a-lið 40. tölul. kemur: 17.000 kr.
     u.      Í stað „54.000 kr.“ í b-lið 40. tölul. kemur: 60.000 kr.
     v.      Í stað „9.500 kr.“ í a-lið 41. tölul. kemur: 10.000 kr.
     w.      Í stað „36.500 kr.“ í b-lið 41. tölul. kemur: 40.000 kr.
     x.      Í stað „83.000 kr.“ í a-lið 43. tölul. kemur: 107.000 kr.
     y.      Í stað „50.000 kr.“ í b-lið 43. tölul. kemur: 65.000 kr.
     z.      Í stað „16.600 kr.“ í c-lið 43. tölul. kemur: 21.000 kr.
     aa.      Í stað „8.300 kr.“ í 45., 46., 48., a-lið 49. og b-lið 49. tölul. kemur: 11.000 kr.
     bb.      Í stað „2.000 kr.“ í 50. tölul. kemur: 2.500 kr.
     cc.      Í stað „41.500 kr.“ í a-lið 51. tölul. kemur: 54.000 kr.
     dd.      Í stað „4.150 kr.“ í b-lið 51. tölul. kemur: 5.000 kr.
     ee.      Í stað „8.300 kr.“ í 52. tölul. kemur: 11.000 kr.

12. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. laganna:
     a.      Í stað „5.000 kr.“ í 1. og 3. tölul. kemur: 6.000 kr.
     b.      Í stað „8.300 kr.“ í 2. tölul. kemur: 11.000 kr.
     c.      Í stað „41.500 kr.“ í 4. tölul. kemur: 54.000 kr.
     d.      Í stað „25.000 kr.“ í 5. tölul. kemur: 32.000 kr.
     e.      Í stað „5.000 kr.“ í 6. og 7. tölul. og 10.–16. tölul. kemur: 6.000 kr.
     f.      Í stað „10.000 kr.“ í 8. og 9. tölul. kemur: 13.000 kr.
     g.      Í stað „8.300 kr.“ í 17. og 18. tölul. kemur: 11.000 kr.

13. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
     a.      Í stað „250.000 kr.“ í 1. og 3. tölul. kemur: 323.000 kr.
     b.      Í stað „124.500 kr.“ í 2. og 7. tölul. kemur: 161.000 kr.
     c.      Í stað „66.500 kr.“ í 4. tölul. kemur: 86.000 kr.
     d.      Í stað „83.000 kr.“ í 5. tölul. kemur: 107.000 kr.
     e.      Í stað „8.300 kr.“ í 6. tölul. kemur: 11.000 kr.
     f.      Í stað „1.650 kr.“ í 8. tölul. kemur: 2.000 kr.
     g.      Í stað „6.600 kr.“ í 12. tölul. kemur: 9.000 kr.
     h.      Í stað „16.500 kr.“ í 14. og 15. tölul. kemur: 21.000 kr.

14. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 14. gr. laganna:
     a.      Í stað „12.300 kr.“ í a-lið 1. tölul. kemur: 13.000 kr.
     b.      Í stað „24.300 kr.“ í b-lið 1. tölul. kemur: 26.000 kr.
     c.      Í stað „6.200 kr.“ í c-lið 1. tölul. kemur: 7.000 kr.
     d.      Í stað „5.600 kr.“ í a-lið 2. tölul. kemur: 6.000 kr.
     e.      Í stað „11.000 kr.“ í b-lið 2. tölul. kemur: 12.000 kr.
     f.      Í stað „2.800 kr.“ í c-lið 2. tölul. kemur: 3.000 kr.
     g.      Í stað „9.850 kr.“ í a-lið 3. tölul. kemur: 10.000 kr.
     h.      Í stað „19.500 kr.“ í b-lið 3. tölul. kemur: 20.000 kr.
     i.      Í stað „3.700 kr.“ í c-lið 3. tölul. kemur: 4.000 kr.
     j.      Í stað „7.300 kr.“ í d-lið 3. tölul. kemur: 8.000 kr.
     k.      Í stað „7.700 kr.“ í 16. tölul. kemur: 10.000 kr.
     l.      Í stað „4.700 kr.“ í 17. tölul. kemur: 6.000 kr.
     m.      Í stað „3.850 kr.“ í 18. og 19. tölul. kemur: 5.000 kr.
     n.      Í stað „2.000 kr.“ í 20.–22. og 24. tölul. kemur: 2.500 kr.
     o.      Í stað „1.500 kr.“ í 23. tölul. kemur: 2.000 kr.
     p.      Í stað „6.600 kr.“ í 26. tölul. kemur: 9.000 kr.
     q.      Í stað „5.900 kr.“ í 28. tölul. kemur: 8.000 kr.
     r.      Í stað „3.300 kr.“ í 29. tölul. kemur: 4.000 kr.
     s.      Í stað „1.650 kr.“ í 30. tölul. kemur: 2.000 kr.
     t.      Í stað „8.300 kr.“ í 31. tölul. kemur: 11.000 kr.
     u.      Í stað „3.000 kr.“ í 38. tölul. kemur: 4.000 kr.

15. gr.

    Í stað „2.250 kr.“ í 14. gr. a og 14. gr. b laganna kemur: 3.000 kr.

16. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. laganna:
     a.      Í stað „5.000 kr.“ í 1. tölul. og a-lið 5. tölul. kemur: 6.000 kr.
     b.      Í stað „5.900 kr.“ í 2. tölul. kemur: 8.000 kr.
     c.      Í stað „8.300 kr.“ í 3. tölul. kemur: 11.000 kr.
     d.      Í stað „16.500 kr.“ í 4. tölul. kemur: 21.000 kr.
     e.      Í stað „12.500 kr.“ í b-lið 5. tölul. kemur: 16.000 kr.
     f.      Í stað „62.500 kr.“ í c-lið 5. tölul. kemur: 81.000 kr.

17. gr.

    Í stað „30 kr.“ í 1. málsl. 1. mgr. 16. gr. laganna kemur: 40 kr.

18. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. laganna:
     a.      Í stað „250 kr.“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: 300 kr.
     b.      Í stað „1.650 kr.“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: 2.000 kr.
     c.      Í stað „250 kr.“ í 2. mgr. kemur: 300 kr.
     d.      Í stað „125 kr.“ í 2. mgr. kemur: 150 kr.
     e.      Í stað „700 kr.“ í 1. tölul. 4. mgr. kemur: 900 kr.
     f.      Í stað „600 kr.“ í 2. tölul. 4. mgr. kemur: 800 kr.
     g.      Í stað „1.650 kr.“ í 3. tölul. 4. mgr. kemur: 2.000 kr.

19. gr.

    Í stað „7.500 kr.“ í 1. málsl. 1. mgr. 18. gr. laganna kemur: 10.000 kr.

20. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.

1. Inngangur.
    Frumvarp þetta er samið í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í beinum tengslum við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2019. Tillögur þess hafa áhrif á tekjuhlið fjárlagafrumvarpsins.

2. Tilefni og nauðsyn lagasetningar.
    Tilefni og nauðsyn frumvarpsins er brýn þörf á verðlagsuppfærslu þeirra gjalda sem er að finna í lögunum sem mörg hver hafa haldist óbreytt frá árinu 2010.

3. Meginefni frumvarpsins.
    Í frumvarpi þessu eru tillögur að verðuppfærslu margvíslegra gjalda í lögum um aukatekjur ríkissjóðs en flest þeirra hafa haldist óbreytt að krónutölu frá árinu 2010. Til samanburðar má nefna að vísitala neysluverðs hefur hækkað um tæplega 30% frá ársbyrjun 2010. Þá hefur vísitala launa hækkað um og yfir 70% á sama tíma. Í frumvarpinu er lagt til að nær öll gjöldin í lögunum séu uppfærð til árslokaverðlags miðað við áætlaða vísitölu neysluverðs í desembermánuði 2018 (460,2), þó þannig að fjárhæð þeirra standi á heilu þúsundi eða, eftir atvikum, á annars vegar hálfu þúsundi og hins vegar á hálfu eða heilu hundraði. Ekki eru þó lagðar til hækkanir á þeim gjöldum sem voru síðast hækkuð í byrjun ársins 2018 eða voru tekin upp í fyrsta sinn á því ári. Í heild sinni er hækkunin talin skila um 500 m.kr. viðbótartekjum í ríkissjóð á ársgrundvelli. Eru þær viðbótartekjur hluti af forsendum fjárlagafrumvarpsins.

4. Samræmi við stjórnarskrá og alþjóðlegar skuldbindingar.
    Efni frumvarpsins gefur ekki tilefni til að ætla að tillögur þess stangist á við stjórnarskrá eða alþjóðlegar skuldbindingar. Þess var gætt við gerð frumvarpsins að efni þess og framsetning samrýmist ákvæðum 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar.

5. Samráð.
    Í frumvarpinu er að finna breytingar á lögum um aukatekjur í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2019. Vegna eðlis málsins og tengsla við frumvarp til fjárlaga voru frumvarpsáform, frummat á áhrifum og frumvarpsdrög ekki sett í samráðsferli samkvæmt samþykkt ríkisstjórnarinnar um undirbúning og frágang stjórnarfrumvarpa og stjórnartillagna, sbr. 9. gr. reglna um starfshætti ríkisstjórnar, þar sem kveðið er á um að heimilt sé að víkja frá þessu ef mál eru sérlega brýn eða aðrar gildar ástæður eru fyrir hendi. Sjá ákvæði 2. málsl. 1. mgr. 1. gr., 2. málsl. 3. gr. og 2. málsl. 2. mgr. 9. gr. samþykktarinnar.

6. Mat á áhrifum.
    Lagt er til að margvísleg gjöld í lögum um aukatekjur ríkissjóðs verði færð upp til árslokaverðlags 2018. Til þeirra teljast dómsmálagjöld og fleiri tegundir gjalda, svo sem atvinnuleyfi, ýmis vottorð og skráningar, þinglýsingar o.fl. Verðlagsuppfærslan tekur mið af breytingu vísitölu neysluverðs frá síðustu breytingu á fjárhæðum viðkomandi gjalda. Í flestum tilvikum hafa þessi gjöld verið óbreytt að krónutölu frá árinu 2010 en frá þeim tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um tæplega 30%. Áætlað er að verðlagsuppfærslan auki tekjur ríkissjóðs um 500 m.kr. á ársgrundvelli. Áhrif þessara hækkana eru metin 0,01% á vísitölu neysluverðs verði frumvarpið óbreytt að lögum. Í eftirfarandi töflu má sjá hvernig tekjuaukning ríkissjóðs skiptist eftir tegund gjalda.

Aukatekjur ríkissjóðs – skipting tekna
Viðbótartekjur (m.kr.)
Dómsmálagjöld
180
Gjöld fyrir þinglýsingar og lögbókandagerðir
60
Gjöld fyrir veitingu atvinnuréttinda og tengdra réttinda (neyslu- og leyfisskattar)
5
Leyfi fyrir atvinnustarfsemi og tengd leyfi
10
Ýmis leyfi varðandi heimild til að selja, kaupa og fara með hættuleg efni og tæki
5
Gjöld fyrir ýmsar skráningar
95
Ýmis vottorð og leyfi
125
Gjöld vegna sérstakrar þjónustu starfsmanna utanríkisþjónustunnar
20
Samtals
500

Um einstakar greinar frumvarpsins.

Um 1.–19. gr.

    Í greinunum eru lagðar til hækkanir á þeim gjöldum sem þar er kveðið á um. Varðandi breytingar á fjárhæðum er vísað til greinargerðar frumvarpsins.
    Þá skal tekið fram að í 1. gr., sem fjallar um dómsmálagjöld, er lagt til að dómsmálagjöld fyrir Landsrétti hækki til jafns við dómsmálagjöld fyrir Hæstarétti. Slíkt er í samræmi við lög nr. 117/2016, um breytingu á ýmsum lögum vegna stofnunar millidómstigs, sem kveða á um að dómsmálagjöld fyrir Landsrétti miðist við þær upphæðir sem gjalda skuli fyrir Hæstarétti.

Um 20. gr.

    Greinin þarfnast ekki skýringa.