Ferill 499. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Microsoft Word.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 820  —  499. mál.
Stjórnartillaga.Tillaga til þingsályktunar


um fullgildingu á uppfærðum fríverslunarsamningi milli EFTA-ríkjanna og Tyrklands.


Frá utanríkisráðherra.


    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að fullgilda fyrir Íslands hönd uppfærðan fríverslunarsamning milli EFTA-ríkjanna og Tyrklands sem undirritaður var 25. júní 2018 á Sauðárkróki.

Greinargerð.

    Með þingsályktunartillögu þessari er leitað heimildar Alþingis til fullgildingar á uppfærðum fríverslunarsamningi milli EFTA-ríkjanna og Tyrklands sem undirritaður var á Sauðárkróki 25. júní 2018. Meginmál samningsins er prentað sem fylgiskjal með tillögu þessari. Viðaukar við samninginn verða sendir utanríkismálanefnd og birtir á vef Alþingis.
    EFTA-ríkin og Tyrkland gerðu fríverslunarsamning árið 1992. Á árinu 2014 hófu ríkin viðræður um uppfærslu fríverslunarsamnings og var sá samningur undirritaður 25. júní 2018. Ný og breytt ákvæði hafa verið sameinuð ákvæðum úr núgildandi fríverslunarsamningi í einn texta. Helstu viðbætur og breytingar eru að formálsorðum hefur verið breytt að mestu, samningurinn nær til þjónustuviðskipta, viðskipta, sjálfbærrar þróunar og lausn deilumála. Núverandi fríverslunarsamningur nær ekki til allra þessara þátta en þeir eru jafnan hafðir inni í þeim samningum sem EFTA gerir nú til dags. Þá hefur viðaukinn um hugverkaréttindi verið uppfærður.

Nánar um ný og breytt ákvæði í fríverslunarsamningnum.
    Efni fríverslunarsamningsins skiptist í 10 kafla og 21 viðauka þar sem meðal annars er kveðið á um vöruviðskipti, þjónustuviðskipti, verndun hugverkaréttar, opinber innkaup, samkeppnismál, viðskipti og sjálfbæra þróun, auk hefðbundinna ákvæða um sameiginlega nefnd samningsaðila og lausn deilumála. Formálsorð samningsins eru nær öll endursamin. Þriðji kafli um þjónustuviðskipti, 7. kafli um viðskipti og sjálfbæra þróun og 9. kafli um lausn deilumála, svo og viðaukar sem þeim fylgja eru ný ákvæði. Þá hefur viðauki XX um hugverkaréttindi verið uppfærður. Aðrir kaflar og viðaukar eru að mestu í samræmi við núgildandi samning.
    Í formálsorðum samningsins er gerð grein fyrir ýmsum forsendum og markmiðum aðila við gerð samningsins. Þar koma meðal annars fram eftirfarandi ákvæði:
     .      Áréttuð er skuldbinding ríkjanna um að styðja við lýðræði, réttarreglur, mannréttindi og mannfrelsi í samræmi við þjóðarétt, meðal annars eins og kveðið er á um í sáttmála Sameinuðu þjóðanna og mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Þetta markmið er áréttað í 1. tölulið í gr. 1.1 í fríverslunarsamningnum um að samningurinn sé byggður á viðskiptatengslum milli markaðshagkerfa og á virðingu fyrir meginreglum lýðræðis og mannréttinda í því augnamiði að auka hagsæld og örva sjálfbæra þróun.
     .      Áréttuð er skuldbinding ríkjanna um að stefna að markmiðinu um sjálfbæra þróun og að ríkin geri sér grein fyrir mikilvægi samræmdra markmiða á sviði viðskipta, umhverfis og atvinnu sem styðji hver önnur með gagnkvæmum hætti. Þetta markmið er áréttað í 2. tölulið í gr. 1.1 í fríverslunarsamningnum um að þróa alþjóðaviðskipti þannig að stuðlað sé að því að markmið um sjálfbæra þróun náist og að tryggt sé að það sé fellt inn í viðskiptatengsl samningsaðila og endurspeglist í þeim.
     .      Að ríkin minnist réttinda sinna og skyldna samkvæmt marghliða samningum um umhverfismál sem þau eru aðilar að og virðingar fyrir grundvallarviðmiðum og réttindum við vinnu, meðal annars grundvallarviðmiðum sem sett eru fram í viðeigandi samþykktum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar sem þau eiga aðild að.
     .      Ríkin eru staðráðin í að beita samningi þessum í samræmi við þau markmið að varðveita og vernda umhverfið með traustri umhverfisstjórnun og stuðla að hagkvæmustu nýtingu auðlinda heimsins í samræmi við markmiðið um sjálfbæra þróun.
     .      Ríkin staðfesti þá skuldbindingu sína að koma í veg fyrir og berjast gegn spillingu í alþjóðaviðskiptum og fjárfestingum og halda á lofti meginreglum um gagnsæi og góða opinbera stjórnunarhætti.
     .      Ríkin hafi í huga mikilvægi góðra stjórnunarhátta og samfélagslegrar ábyrgðar fyrirtækja í þágu sjálfbærrar þróunar og staðfesti þá fyrirætlun samningsaðila að hvetja fyrirtæki til þess að virða alþjóðlega viðurkenndar leiðbeiningar og meginreglur eins og leiðbeiningar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) fyrir fjölþjóðleg fyrirtæki kveða á um, meginreglur Efnahags- og framfarastofnunarinnar um stjórnunarhætti fyrirtækja og hnattrænt samkomulag Sameinuðu þjóðanna um siðferði og ábyrgð í viðskiptum.
    Í 3. kafla og viðaukum X–XIX eru ákvæði um þjónustuviðskipti. Kaflinn er, eins og aðrir nýlegir fríverslunarsamningar, að mestu byggður á ákvæðum hins almenna samnings Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) um þjónustuviðskipti (GATS-samningurinn).
    Í 8. kafla er fjallað um viðskipti og sjálfbæra þróun. Kaflinn er byggður á nýrri kröfu EFTA-ríkjanna um slík ákvæði í öllum fríverslunarsamningum EFTA. Í kaflanum kemur meðal annars fram að samningsaðilar viðurkenna að efnahagsþróun, félagsleg þróun og um-hverfisvernd séu sjálfstæðir þættir sem styðja með gagnkvæmum hætti við sjálfbæra þróun. Samningsaðilar árétta skuldbindingar sínar samkvæmt fjölþjóðlegum samningum og grund-vallarreglum tengdum umhverfi og vinnumarkaði og ábyrgjast að viðhalda verndarstigi þeirra, jafnframt því sem ítrekað er að ríkin hafi fullan rétt á því að setja eigin umhverfis- og vinnuverndarlöggjöf. Tekið er fram að samningsaðilar árétti skyldur sínar til að virða, efla og framkvæma þær meginreglur um grundvallarréttindi sem er að finna í yfirlýsingu Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um grundvallarviðmið og réttindi við vinnu og í áréttingu á henni sem Alþjóðavinnumálaþingið samþykkti árið 1998.
    Í 9. kafla er kveðið á um lausn ágreiningsmála, túlkun og beitingu samningsins til sáttaumleitana eða eftir atvikum með stofnun gerðardóms ef samkomulag næst ekki með öðrum hætti. Samsvarandi ákvæði eru í nýjustu fríverslunarsamningum EFTA.
    Viðauki XX um vernd hugverkaréttinda hefur verið uppfærður og byggist að mestu leyti á ákvæðum TRIPS-samnings Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.
    Ýmsum ákvæðum er bætt við fríverslunarsamninginn við Tyrkland um mannréttindi, sjálfbæra þróun og umhverfismál. Það er í samræmi við utanríkisstefnu EFTA-ríkjanna að fullgilda viðskiptasamninga við ríki þrátt fyrir að samningsaðilar séu ósammála í ýmsum öðrum málum, eins og meðal annars á sviði mannréttindamála. Í því sambandi má nefna t.d. fríverslunarsamninga EFTA við Kólumbíu og ríki Persaflóasamstarfsráðsins (Gulf Cooperation Council, þ.m.t. Sádi-Arabía) og fríverslunarsamning Íslands og Kína, en Alþingi hefur samþykkt fullgildingu þessara fríverslunarsamninga. Framkvæmdin hefur verið hin sama í hinum EFTA-ríkjunum, þ.e. að gagnrýni á stöðu mannréttindamála hefur hingað til ekki í neinu tilviki komið í veg fyrir að fríverslunarsamningar séu gerðir og fullgiltir. Litið er svo á að almennt verði gagnrýni vegna stöðu mannréttindamála haldið uppi á vettvangi stofnana Sameinuðu þjóðanna fremur en á vettvangi EFTA. Að auki má færa rök fyrir því að frjáls viðskipti milli ríkja geti stuðlað að úrbótum í lýðræðis- og mannréttindamálum.
    Útflutningur frá Íslandi til Tyrklands var 2,1 milljarður kr. árið 2017, aðallega sjávarafurðir, vélar, húðir og skinn. Innflutningur frá Tyrklandi hefur sveiflast mikið milli ára og byggist mikið á því hvort Tyrkir hafi byggt skip fyrir Íslendinga á viðkomandi ári. Innflutningurinn hefur þannig sveiflast frá 2,4 milljörðum kr. árið 2010 í 24,4 milljarða árið 2017. Auk véla og samgöngutækja eru fluttar inn ýmsar vörur frá Tyrklandi, t.d. hráefni og matvæli. Útflutningur á þjónustuviðskiptum til Tyrklands voru 434 milljónir kr. árið 2017 en innflutningur 698 milljónir.

Fylgiskjal.


FRÍVERSLUNARSAMNINGUR  FREE TRADE AGREEMENT 
MILLI  BETWEEN 
EFTA-RÍKJANNA  THE EFTA STATES 
OG  AND 
LÝÐVELDISINS TYRKLANDS  THE REPUBLIC OF TURKEY 

FORMÁLSORÐ

PREAMBLE
Ísland, Furstadæmið Liechtenstein, Konungsríkið Noregur og Svissneska ríkjasambandið annars vegar (EFTA-ríkin),  Iceland, the Principality of Liechtenstein, the Kingdom of Norway and the Swiss Confederation, on the one hand (EFTA States), 
og  and 
Lýðveldið Tyrkland (Tyrkland) hins vegar,  the Republic of Turkey, on the other hand (Turkey), 
hér á eftir nefnd, hvert og eitt, „samningsaðili“ eða sameiginlega „samningsaðilar“,  hereinafter each individually referred to as a “Party” or collectively as the “Parties”, 
SEM GERA SÉR GREIN FYRIR þeirri sameiginlegu ósk að efla tengsl milli EFTA-ríkjanna og Tyrklands með því að koma á nánum og varanlegum tengslum, 
RECOGNISING the common wish to strengthen the links between the EFTA States and Turkey by establishing close and lasting relations; 
SEM ÁRÉTTA þá skuldbindingu sína að styðja við lýðræði, réttarreglur, mannréttindi og mannfrelsi í samræmi við þjóðarétt, m.a. sáttmála Sameinuðu þjóðanna og mannréttindayfirlýsingu SÞ,  REAFFIRMING their commitment to democracy, the rule of law, human rights and fundamental freedoms in accordance with international law, including the United Nations (UN) Charter and the Universal Declaration of Human Rights; 
SEM ÁRÉTTA þá skuldbindingu sína að stefna að markmiðinu um sjálfbæra þróun og sem gera sér grein fyrir mikilvægi samræmis í stefnum á sviði viðskipta, umhverfis og atvinnu og að þær styðji hver aðra með gagnkvæmum hætti í þessu tilliti, 
REAFFIRMING their commitment to pursue the objective of sustainable development and recognising the importance of coherence and mutual supportiveness of trade, environment and labour policies in this respect; 
SEM MINNAST réttinda sinna og skyldna samkvæmt marghliða samningum um umhverfismál sem þeir eru aðilar að og virðingar sinnar fyrir grundvallarviðmiðum og -réttindum við vinnu, m.a. grundvallarviðmiðum sem sett eru fram í viðeigandi samþykktum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar sem þeir eiga aðild að, 
RECALLING their rights and obligations under multilateral environmental agreements to which they are party, and the respect for the fundamental principles and rights at work, including the principles set out in the relevant International Labour Organisation (ILO) Conventions to which they are party; 
SEM STEFNA AÐ ÞVÍ að bæta lífskjör og tryggja öfluga vernd heilsu, öryggis og umhverfis, ýta undir hagvöxt og stöðugleika, skapa ný atvinnutækifæri og bæta almenna velferð og árétta í þessu skyni þá skuldbindingu sína að stuðla að auknu frelsi í viðskiptum,  AIMING to raise living standards and ensure high levels of protection of health and safety and of the environment, promote economic growth and stability, create new employment opportunities and improve the general welfare and, to this end, reaffirming their commitment to promoting trade liberalisation; 
SEM VILJA skapa hagstæð skilyrði fyrir þróun og fjölbreytni í viðskiptum sín í milli og fyrir aukna samvinnu, bæði viðskiptalega og efnahagslega, á sviðum þar sem þeir eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta, á grundvelli jafnréttis, gagnkvæms ávinnings, jafnræðis og þjóðaréttar, 
DESIRING to create favourable conditions for the development and diversification of trade between the Parties and for the promotion of commercial and economic cooperation in areas of common interest on the basis of equality, mutual benefit, non-discrimination and international law; 
SEM GERA SÉR GREIN FYRIR mikilvægi viðskiptaliprunar með því að efla skilvirka og gagnsæja málsmeðferð til að draga úr kostnaði og tryggja fyrirsjáanleika fyrir viðskiptasamfélög samningsaðilanna, 
RECOGNISING the importance of trade facilitation in promoting efficient and transparent procedures to reduce costs and to ensure predictability for the trading communities of the Parties; 
SEM ERU STAÐRÁÐNIR í að stuðla að og styrkja enn frekar marghliða viðskiptakerfi, á grundvelli réttinda og skyldna hvers samningsaðila um sig samkvæmt Marakess-samningnum um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (samningurinn um Alþjóðaviðskiptastofnunina) og öðrum samningum sem gerðir hafa verið á grundvelli hans og stuðla þar með að samstilltri þróun og eflingu heimsviðskipta, 
DETERMINED to promote and further strengthen the multilateral trading system, building on their respective rights and obligations under the Marrakesh Agreement establishing the World Trade Organization (WTO Agreement) and the other agreements negotiated thereunder, thereby contributing to the harmonious development and expansion of world trade; 
SEM ERU STAÐRÁÐNIR í að beita samningi þessum í samræmi við þau markmið að varðveita og vernda umhverfið með traustri umhverfisstjórnun og að stuðla að hagkvæmustu nýtingu auðlinda heimsins í samræmi við markmiðið um sjálfbæra þróun, 
DETERMINED to implement this Agreement in line with the objectives to preserve and protect the environment through sound environmental management and to promote an optimal use of the world's resources in accordance with the objective of sustainable development; 
SEM STAÐFESTA þá skuldbindingu sína að koma í veg fyrir og berjast gegn spillingu í alþjóðaviðskiptum og fjárfestingum og að halda á lofti meginreglunum um gagnsæi og góða opinbera stjórnunarhætti, 
AFFIRMING their commitment to prevent and combat corruption in international trade and investment and to promote the principles of transparency and good public governance; 
SEM HAFA Í HUGA mikilvægi góðra stjórnunarhátta og samfélagslegrar ábyrgðar fyrirtækja í þágu sjálfbærrar þróunar og sem staðfesta þá ætlun sína að hvetja fyrirtæki til þess að virða alþjóðlega viðurkenndar leiðbeiningar og meginreglur í því tilliti, eins og leiðbeiningar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) fyrir fjölþjóðleg fyrirtæki, meginreglur Efnahags- og framfarastofnunarinnar um stjórnunarhætti fyrirtækja og hnattrænt samkomulag Sameinuðu þjóðanna um siðferði og ábyrgð í viðskiptum, 
ACKNOWLEDGING the importance of good corporate governance and corporate social responsibility for sustainable development, and affirming their aim to encourage enterprises to observe internationally recognised guidelines and principles in this respect, such as the Organisation for Economic Co-operation and Development (OECD) Guidelines for Multinational Enterprises, the OECD Principles of Corporate Governance and the UN Global Compact; 
SEM ERU ÞESS FULLVISSIR að samningur þessi muni efla samkeppnishæfni fyrirtækja þeirra á heimsmörkuðum og skapa skilyrði sem hvetja til efnahagslegra tengsla, viðskiptatengsla og tengsla á sviði fjárfestinga milli samningsaðilanna, 
CONVINCED that this Agreement will enhance the competitiveness of their firms in global markets and create conditions encouraging economic, trade and investment relations between the Parties; 
HAFA ÁKVEÐIÐ, í því skyni að fylgja framangreindu eftir, að gera með sér eftirfarandi fríverslunarsamning (samningurinn): 
HAVE AGREED, in pursuit of the above, to conclude the following Free Trade Agreement (Agreement): 
1. KAFLI  CHAPTER 1 
ALMENN ÁKVÆÐI  GENERAL PROVISIONS 
Gr. 1.1  Article 1.1 
Markmið  Objectives 
1. Samningsaðilarnir setja hér með á stofn fríverslunarsvæði í samræmi við ákvæði samnings þessa og viðbótarsamninga um landbúnað, sem gerðir eru milli Tyrklands og hvers og eins af EFTA-ríkjunum, sem er byggt á viðskiptatengslum milli markaðshagkerfa og á virðingu fyrir meginreglum lýðræðis og mannréttinda, í því augnamiði að auka hagsæld og örva sjálfbæra þróun.  1. The Parties hereby establish a free trade area in accordance with the provisions of this Agreement and the complementary agreements on agriculture, concluded between Turkey and each individual EFTA State, which is based on trade relations between market economies and on the respect for democratic principles and human rights, with a view to spurring prosperity and sustainable development. 
2. Markmiðin með samningi þessum eru:  2. The objectives of this Agreement are: 
að koma á frelsi í vöruviðskiptum í samræmi við XXIV. gr. hins almenna samnings um tolla og viðskipti frá 1994 (GATT-samningurinn frá 1994),  to achieve the liberalisation of trade in goods, in conformity with Article XXIV of the General Agreement on Tariffs and Trade 1994 (GATT 1994); 
að greiða fyrir vöruviðskiptum, einkum með beitingu samþykktra ákvæða um tolla og viðskiptaliprun,  to facilitate trade in goods through, in particular, the application of the agreed provisions regarding customs and trade facilitation; 
að koma í veg fyrir, fella niður eða draga úr ónauðsynlegum tæknilegum viðskiptahindrunum og ónauðsynlegum ráðstöfunum á sviði hollustuhátta og heilbrigðis dýra og plantna,  to prevent, eliminate or reduce unnecessary technical barriers to trade and unnecessary sanitary and phytosanitary measures; 
að koma á frelsi í þjónustuviðskiptum í samræmi við V. gr. hins almenna samnings um þjónustuviðskipti (GATS-samningurinn),  to achieve the liberalisation of trade in services, in conformity with Article V of the General Agreement on Trade in Services (GATS); 
að tryggja fullnægjandi og haldgóða vernd og framfylgd hugverkaréttinda,  to ensure adequate and effective protection and enforcement of intellectual property rights; 
að kanna aukið gagnkvæmt frelsi á mörkuðum samningsaðila fyrir opinber innkaup,  to explore liberalisation on a mutual basis of the government procurement markets of the Parties; 
að stuðla að aukinni samkeppni í atvinnulífi, einkum að því er varðar efnahagsleg tengsl milli samningsaðilanna,  to promote competition in their economies, particularly as it relates to the economic relations between the Parties; 
að þróa alþjóðaviðskipti þannig að stuðlað sé að því að markmið sjálfbærrar þróunar náist og að tryggt sé að það markmið sé fellt inn í viðskiptatengsl samningsaðilanna og endurspeglist í þeim,  to develop international trade in such a way as to contribute to the objective of sustainable development and to ensure that this objective is integrated and reflected in the Parties' trade relationship; 
að auka og efla efnahagssamvinnu milli samningsaðilanna og  to increase and enhance the economic cooperation between the Parties; and 
að stuðla að samstilltri þróun og eflingu heimsviðskipta.  to contribute to the harmonious development and expansion of world trade. 


Gr. 1.2 


Article 1.2 
Landfræðilegt gildissvið. Geographical Scope 
1. Samningur þessi gildir um eftirfarandi nema kveðið sé á um annað í I. viðauka (Upprunareglur og aðferðir í samvinnu á sviði stjórnsýslu):  1. This Agreement shall, except as otherwise specified in Annex I (Rules of Origin and Methods of Administrative Cooperation), apply to: 
a) yfirráðasvæði á landi, innsævi og landhelgi samningsaðila og loftrými yfir yfirráðasvæði samningsaðila í samræmi við reglur þjóðaréttar og  (a) the land territory, internal waters and the territorial sea of a Party, and the air-space above the territory of a Party, in accordance with international law; and 
b) sérefnahagslögsögu og landgrunn samningsaðila, í samræmi við reglur þjóðaréttar.  (b) the exclusive economic zone and the continental shelf of a Party, in accordance with international law. 
2. Samningur þessi gildir ekki á norska yfirráðasvæðinu Svalbarða nema í tilviki vöruviðskipta.  2. This Agreement shall not apply to the Norwegian territory of Svalbard, with the exception of trade in goods. 
Gr. 1.3  Article 1.3 
Viðskipta- og efnahagstengsl sem falla undir samning þennan. Trade and Economic Relations Governed by this Agreement
1. Samningur þessi gildir um viðskipta- og efnahagstengsl milli einstakra EFTA-ríkja annars vegar og Tyrklands hins vegar, en ekki um viðskipta- og efnahagstengsl milli einstakra EFTA-ríkja nema kveðið sé á um annað í samningi þessum.  1. This Agreement applies to the trade and economic relations between the individual EFTA States on one side and Turkey on the other, but not to the trade and economic relations between individual EFTA States, unless otherwise provided in this Agreement. 
2. Í samræmi við tollasamninginn frá 29. mars 1923 milli Sviss og Liechtensteins skal Sviss vera fulltrúi Liechtensteins í málefnum sem falla undir þann samning.  2. In accordance with the Customs Treaty of 29 March 1923 between Switzerland and Liechtenstein, Switzerland shall represent Liechtenstein in matters covered thereby. 
Gr. 1.4  Article 1.4 
Tengsl við aðra alþjóðasamninga.  Relations to Other International Agreements 
1. Samningsaðilar staðfesta réttindi sín og skyldur samkvæmt samningnum um Alþjóðaviðskiptastofnunina og öðrum samningum á grundvelli hans sem þeir eru aðilar að og samkvæmt öðrum alþjóðasamningum sem þeir eiga aðild að.  1. The Parties confirm their rights and obligations under the WTO Agreement and the other agreements negotiated thereunder to which they are a party, and any other international agreement to which they are a party. 
2. Telji samningsaðili að viðhald eða stofnun tollabandalags, fríverslunarsvæðis, fyrirkomulags landamæraviðskipta eða annars fríðindasamnings af hálfu annars samningsaðila hafi þau áhrif að breyta því viðskiptafyrirkomulagi, sem samningur þessi kveður á um, getur hann farið fram á samráð. Sá samningsaðili sem gerir slíkan samning skal gefa nægilegt svigrúm til samráðs við þann samningsaðila sem fer fram á það.  2. If a Party considers that the maintenance or establishment of a customs union, free trade area, arrangement for frontier trade or another preferential agreement by another Party has the effect of altering the trade regime provided for by this Agreement, it may request consultations. The Party concluding such agreement shall afford adequate opportunity for consultations with the requesting Party. 

Gr. 1.5 

Article 1.5 
Efndir skuldbindinga.  Fulfilment of Obligations 
1. Sérhver samningsaðili skal gera almennar eða sértækar ráðstafanir sem þarf til þess að efna skuldbindingar sínar samkvæmt samningi þessum.  1. Each Party shall take any general or specific measures required to fulfil its obligations under this Agreement. 
2. Sérhver samningsaðili skal tryggja að ríkisstjórn og svæðisbundin og staðbundin stjórnvöld og yfirvöld hvers um sig gegni öllum skyldum sínum og efni allar skuldbindingar sínar samkvæmt samningi þessum og að það sé gert af hálfu óopinberra stofnana þegar þær fara með opinbert vald sem ríkisstjórn og svæðisbundin og staðbundin stjórnvöld og yfirvöld fela þeim.  2. Each Party shall ensure the observance of all obligations and commitments under this Agreement by its respective central, regional and local governments and authorities, and by non-governmental bodies in the exercise of governmental powers delegated to them by central, regional and local governments or authorities. 

Gr. 1.6 

Article 1.6 
Gagnsæi.  Transparency 
1. Samningsaðilarnir skulu birta eða veita almenningi aðgang með öðrum hætti að lögum sínum, reglugerðum, ákvörðunum dómstóla, stjórnsýsluúrskurðum sem hafa almennt gildi og alþjóðasamningum hvers um sig sem geta haft áhrif á rekstur samnings þessa.  1. The Parties shall publish, or otherwise make publicly available, their laws, regulations, judicial decisions, administrative rulings of general application, as well as their respective international agreements, that may affect the operation of this Agreement. 
2. Samningsaðilarnir skulu þegar í stað svara sértækum spurningum og veita hver öðrum, að fenginni beiðni, upplýsingar um málefni sem um getur í 1. mgr.  2. The Parties shall promptly respond to specific questions and provide, upon request, information to each other on matters referred to in paragraph 1. 
3. Ekkert í þessum samningi leggur samningsaðila þær skyldur á herðar að veita upplýsingar sem eru trúnaðarmál ef slíkt hindraði framkvæmd laga, væri andstætt almannahagsmunum eða skaðaði lögmæta viðskiptahagsmuni atvinnurekanda.  3. Nothing in this Agreement shall require any Party to disclose confidential information, the disclosure of which would impede law enforcement, be contrary to the public interest or prejudice the legitimate commercial interests of any economic operator. 
4. Sé ósamræmi milli 1. og 2. mgr. þessarar greinar og ákvæða, sem varða gagnsæi í öðrum hlutum samnings þessa, skulu síðarnefndu ákvæðin gilda að því marki sem ósamræmis gætir.  4. In case of any inconsistency between paragraphs 1 and 2 of this Article and provisions relating to transparency in other parts of this Agreement, the latter shall prevail to the extent of the inconsistency. 

2. KAFLI 

CHAPTER 2 
VÖRUVIÐSKIPTI  Trade in GOODS 
Gr. 2.1  Article 2.1 
Gildissvið.  Scope 
Þessi kafli gildir um eftirfarandi vörur sem samningsaðilarnir eiga viðskipti með sín á milli:  This Chapter applies to the following goods traded between the Parties: 
a) allar vörur sem heyra undir 25.–97. kafla í samræmdu vörulýsingar- og vöruheitaskránni (ST), að undanskildum þeim sem skráðar eru í II. viðauka (Vörur sem ekki falla undir samninginn),  (a) all products classified under Chapters 25 to 97 of the Harmonized Commodity Description and Coding System (HS), excluding the products listed in Annex II (Products not covered by the Agreement); 
b) unnar landbúnaðarafurðir, sem tilgreindar eru í III. viðauka (Unnar landbúnaðarafurðir), að teknu tilhlýðilegu tilliti til þess fyrirkomulags sem kveðið er á um í III. viðauka og  (b) processed agricultural products specified in Annex III (Processed Agricultural Products), with due regard to the arrangements provided for in Annex III; and 
c) fisk, lagarafurðir og aðrar sjávarafurðir sem kveðið er á um í IV. viðauka (Fiskur, lagarafurðir og aðrar sjávarafurðir).  (c) fish, fisheries products and other marine products as provided for in Annex IV (Fish, Fisheries Products and Other Marine Products). 
Gr. 2.2  Article 2.2 
Viðskipti með grunnlandbúnaðarafurðir  Trade in Basic Agricultural Products 
1. Samningsaðilarnir lýsa sig reiðubúna, að því marki sem stefnur þeirra í landbúnaðarmálum leyfa, til að stuðla að samstilltri þróun viðskipta með landbúnaðarafurðir.  1. The Parties declare their readiness to foster, in so far as their agricultural policies allow, the harmonious development of trade in agricultural products. 
2. Tyrkland og hvert EFTA-ríki hafa gert með sér tvíhliða samninga um viðskipti með landbúnaðarafurðir. Þeir samningar eru hluti af gerningunum um stofnun fríverslunarsvæðis samningsaðilanna.  2. Turkey and each EFTA State have concluded agreements on trade in agricultural products on a bilateral basis. These agreements form part of the instruments establishing the free trade area between the Parties. 
Gr. 2.3  Article 2.3 
Upprunareglur og aðferðir í samvinnu á sviði stjórnsýslu.  Rules of Origin and Methods of Administrative Cooperation 
Ákvæði varðandi upprunareglur eru sett fram í I. viðauka (Upprunareglur og aðferðir í samvinnu á sviði stjórnsýslu).   Provisions related to rules of origin are set out in Annex I (Rules of Origin and Methods of Administrative Cooperation). 

Gr. 2.4 

Article 2.4 
Innflutningsgjöld.  Import Duties 
1. Við gildistöku samnings þessa skulu samningsaðilarnir afnema alla innflutningstolla og gjöld, sem hafa jafngild áhrif og innflutningstollar, á vörur upprunnar hjá samningsaðila sem falla undir a-lið gr. 2.1 (Gildissvið). Ekki verða lagðir á neinir nýir innflutningstollar og gjöld sem hafa jafngild áhrif og innflutningstollar.  1. Upon entry into force of this Agreement, the Parties shall abolish all customs duties and charges having equivalent effect to customs duties on imports of products originating in a Party covered by subparagraph (a) of Article 2.1 (Scope). No new customs duties and charges having equivalent effect to customs duties on imports shall be introduced. 
2. Til innflutningstolla og gjalda, sem hafa jafngild áhrif og innflutningstollar, teljast hvers kyns tollar eða gjöld, sem eru lögð á í tengslum við innflutning vöru, einnig hvers konar aukaskattar eða aukagjöld, en til þeirra teljast ekki gjöld sem eru lögð á í samræmi við III. og VIII. gr. GATT-samningsins frá 1994.  2. Customs duties and charges having equivalent effect to customs duties on imports include any duty or charge of any kind imposed in connection with the importation of a product, including any form of surtax or surcharge, but does not include any charge imposed in conformity with Articles III and VIII of the GATT 1994. 
Gr. 2.5 Article 2.5
Útflutningsgjöld. Export Duties
1. Við gildistöku samnings þessa skulu samningsaðilarnir fella niður alla tolla og önnur gjöld, meðal annars hvers konar aukagjöld og framlög í annarri mynd, í tengslum við vöruútflutning til annars samningsaðila.  1. The Parties shall, upon entry into force of this Agreement, eliminate all customs duties and other charges, including surcharges and other forms of contributions, in relation to the exportation of goods to a Party. 
2. Ekki verða lagðir á neinir nýir tollar eða önnur gjöld í tengslum við útflutning vara til samningsaðila.  2. No new customs duties or other charges in relation to the exportation of goods to a Party shall be introduced. 
Gr. 2.6 Article 2.6
Tollverðsákvörðun Customs Valuation
Sviss leggur á tolla sem miðast við þyngd og magn fremur en verðtolla.  Switzerland applies customs duties based on weight and quantity rather than ad valorem duties. 
Að því er varðar ákvörðun tollverðs vara, sem viðskipti eru með milli samningsaðila, gilda VII. gr. GATT-samningsins frá 1994 og I. hluti samningsins um framkvæmd VII. gr. GATT-samningsins frá 1994 og eru þau hér með felld inn í samning þennan og verða hluti af honum, að breyttu breytanda.  For the purposes of determining the customs value of products traded between the Parties, Article VII of the GATT 1994 and Part I of the Agreement on Implementation of Article VII of the GATT 1994 shall apply and are hereby incorporated into and made part of this Agreement, mutatis mutandis

Gr. 2.7

Article 2.7
Magntakmarkanir. Quantitative Restrictions
Að því er varðar réttindi og skyldur samningsaðilanna varðandi magntakmarkanir gildir 1. mgr. XI. gr. GATT-samningsins frá 1994 og er hún hér með felld inn í samning þennan og verður hluti af honum, að breyttu breytanda.  With respect to the rights and obligations of the Parties concerning quantitative restrictions, Paragraph 1 of Article XI of the GATT 1994 shall apply and is hereby incorporated into and made part of this Agreement, mutatis mutandis

Gr. 2.8

Article 2.8
Þóknanir og formsatriði. Fees and Formalities
Að því er varðar réttindi og skyldur samningsaðila varðandi þóknanir og formsatriði gildir VIII. gr. GATT-samningsins frá 1994 og er hún hér með felld inn í samning þennan og verður hluti af honum, að breyttu breytanda.  With respect to the rights and obligations of the Parties concerning fees and formalities, Article VIII of the GATT 1994 shall apply and is hereby incorporated into and made part of this Agreement, mutatis mutandis
Gr. 2.9 Article 2.9
Skattar og reglur innanlands. Internal Taxation and Regulations
Að því er varðar réttindi og skyldur samningsaðila varðandi skatta og reglur innanlands gildir III. gr. GATT-samningsins frá 1994 og er hún hér með felld inn í samning þennan og verður hluti af honum, að breyttu breytanda.  With respect to the rights and obligations of the Parties concerning internal taxation and regulations, Article III of the GATT 1994 shall apply and is hereby incorporated into and made part of this Agreement, mutatis mutandis

Gr. 2.10

Article 2.10
Greiðslur. Payments
Engar hömlur má leggja á greiðslur tengdar viðskiptum milli samningsaðilanna og yfirfærslur á slíkum greiðslum til samningsaðila þar sem kröfuhafi er búsettur, nema kveðið sé á um annað í gr. 2.22 (Greiðslujöfnuður).  Payments relating to trade between the Parties and the transfer of such payments to a Party, where the creditor resides, shall be free from any restrictions, except as otherwise provided for in Article 2.22 (Balance-of-Payments). 
Gr. 2.11 Article 2.11
Ráðstafanir á sviði hollustuhátta
og heilbrigðis dýra og plantna.
Sanitary and Phytosanitary Measures
Samningur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um beitingu ráðstafana um hollustuhætti og heilbrigði dýra og plantna gildir, nema kveðið sé á um annað í þessum samningi, og er hann hér með felldur inn í samning þennan og verður hluti af honum, að breyttu breytanda.  Except as otherwise provided for in this Agreement, the WTO Agreement on the Application of Sanitary and Phytosanitary Measures (SPS Agreement) shall apply and is hereby incorporated into and made part of this Agreement, mutatis mutandis
Innflutningseftirlit skal fara fram án ótilhlýðilegrar tafar.  Import checks shall be carried out without undue delay. 
3. Samningsaðilarnir skulu skiptast á nöfnum og heimilisföngum tengiliða með sérþekkingu á hollustuháttum og heilbrigði dýra og plantna í því skyni að auðvelda samskipti og upplýsingaskipti.  3. The Parties shall exchange names and addresses of contact points with sanitary and phytosanitary expertise, in order to facilitate communication and the exchange of information. 
4. Samráð skal fara fram að beiðni samningsaðila sem telur annan samningsaðila hafa gert ráðstöfun sem er líkleg til að leiða til, eða hefur leitt til, viðskiptahindrunar. Slíkt samráð skal fara fram eins fljótt og unnt er eftir viðtöku beiðninnar, í því skyni að finna lausnir sem gagnkvæm sátt er um. Fari samráð ekki fram í sameiginlegu nedinni ætti að tilkynna henni um það. Í tilviki vara, sem hætt er við skemmdum, skal samráð milli lögbærra yfirvalda samningsaðilanna fara fram án ástæðulausrar tafar. Samráðið getur farið fram með hverjum þeim hætti sem um semst.  4. Consultations shall be held at the request of a Party which considers that another Party has taken a measure which is likely to create, or has created, an obstacle to trade. Such consultations shall take place without undue delay after the receipt of the request, with the objective of finding mutually acceptable solutions. If consultations are not taking place in the Joint Committee, it should be informed thereof. In case of perishable goods, consultations between the competent authorities shall be held without undue delay. Such consultations may be conducted by any agreed method. 
Sá skilningur ríkir að samráð, sem fer fram samkvæmt þessari málsgrein, hafi ekki áhrif á réttindi og skyldur samningsaðilanna skv. 9. kafla (Lausn deilumála) eða samkvæmt samkomulagi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um reglur og málsmeðferð við lausn deilumála.  It is understood that consultations pursuant to this paragraph shall be without prejudice to the rights and obligations of the Parties under Chapter 9 (Dispute Settlement) or under the WTO Understanding on Rules and Procedures Governing the Settlement of Disputes. 
Að beiðni samningsaðila skulu samningsaðilarnir endurskoða þessa grein sameiginlega með það í huga að útvíkka til aðila að þessum samningi þá meðferð sem er veitt ESB, sem allir samningsaðilar hafa gengið frá fyrirkomulagi við varðandi hollustuhætti og heilbrigði dýra og plantna.  Upon request by a Party, the Parties shall jointly review this Article with a view to extending treatment granted to the European Union with whom all Parties have established arrangements concerning sanitary and phytosanitary regulations, to the Parties of this Agreement. 

Gr. 2.12

Article 2.12
Tæknilegar reglur. Technical Regulations
1. Samningur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um tæknilegar viðskiptahindranir gildir, nema kveðið sé á um annað í þessum samningi, og er hann hér með felldur inn í samning þennan og verður hluti af honum, að breyttu breytanda.  1. Except as otherwise provided for in this Article, the WTO Agreement on Technical Barriers to Trade (TBT Agreement) shall apply and is hereby incorporated into and made part of this Agreement, mutatis mutandis
2. Samningsaðilar skulu skiptast á nöfnum og heimilisföngum tengiliða með sérþekkingu á tæknilegum reglum í því skyni að auðvelda samskipti og upplýsingaskipti.  2. The Parties shall exchange names and addresses of contact points with expertise on technical regulations in order to facilitate communication and the exchange of information. 
3. Samráð skal fara fram að beiðni samningsaðila sem telur annan samningsaðila hafa gert ráðstöfun sem er líkleg til að leiða til, eða hefur leitt til, viðskiptahindrunar. Slíkt samráð skal fara fram innan 40 daga frá viðtöku beiðninnar, í því skyni að finna lausnir sem gagnkvæm sátt er um. Fari samráð fram utan sameiginlegu nefndarinnar ætti að tilkynna henni um það. Samráðið getur farið fram með hverjum þeim hætti sem um semst.  3. Consultations shall be held at the request of a Party which considers that another Party has taken a measure which is likely to create, or has created, an obstacle to trade. Such consultations shall take place within 40 days from the receipt of the request with the objective of finding mutually acceptable solutions. If consultations are held outside the framework of the Joint Committee, it should be informed thereof. Such consultations may be conducted by any agreed method. 
Sá skilningur ríkir að samráð, sem fer fram samkvæmt þessari málsgrein, hafi ekki áhrif á réttindi og skyldur samningsaðilanna skv. 9. kafla (Lausn deilumála) eða samkvæmt samkomulagi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um reglur og málsmeðferð við lausn deilumála.  It is understood that consultations pursuant to this paragraph shall be without prejudice to the rights and obligations of the Parties under Chapter 9 (Dispute Settlement) or under the WTO Understanding on Rules and Procedures Governing the Settlement of Disputes. 
4. Réttindi og skyldur samningsaðilanna varðandi gagnkvæma viðurkenningu samræmismats á vörum eru sett fram í V. viðauka (Gagnkvæm viðurkenning á niðurstöðum samræmismats á vörum). 
4. The rights and obligations of the Parties related to the mutual recognition of conformity assessment of products are set out in Annex V (Mutual Recognition of Results of Conformity Assessment of Products). 
Gr. 2.13 Article 2.13
Viðskiptaliprun. Trade Facilitation
Ákvæði varðandi viðskiptaliprun eru sett fram í VI. viðauka (Viðskiptaliprun).  Provisions related to trade facilitation are set out in Annex VI (Trade Facilitation). 
Gr. 2.14 Article 2.14
Gagnkvæm stjórnsýsluaðstoð í tollamálum Mutual Administrative Assistance
in Customs Matters
Ákvæði varðandi gagnkvæma stjórnsýsluaðstoð í tollamálum eru sett fram í VII. viðauka (Gagnkvæm stjórnsýsluaðstoð í tollamálum).  Provisions related to mutual administrative assistance in customs matters are set out in Annex VII (Mutual Administrative Assistance in Customs Matters). 
Gr. 2.15 Article 2.15
Undirnefnd um tollamál Sub-Committee on Customs Matters
Undirnefnd um tollamál er hér með komið á fót og umboð hennar sett fram í VIII. viðauka (Umboð undirnefndar um tollamál).  A Sub-Committee on Customs Matters is hereby established and its mandate is set out in Annex VIII (Mandate of the Sub-Committee on Customs Matters). 
Gr. 2.16 Article 2.16
Ríkisrekin verslunarfyrirtæki. State Trading Enterprises
Að því er varðar réttindi og skyldur samningsaðila varðandi ríkisrekin verslunarfyrirtæki gilda XVII. gr. GATT-samningsins frá 1994 og samkomulagið um túlkun XVII. gr. GATT-samningsins frá 1994 og eru þau hér með felld inn í samning þennan og verða hluti af honum, að breyttu breytanda.  With respect to the rights and obligations of the Parties concerning state trading enterprises, Article XVII of the GATT 1994 and the Understanding on the Interpretation of Article XVII of the GATT 1994 shall apply and are hereby incorporated into and made part of this Agreement, mutatis mutandis

Gr. 2.17

Article 2.17
Styrkir og jöfnunarráðstafanir. Subsidies and Countervailing Measures
1. Fara skal með réttindi og skyldur samningsaðilanna varðandi styrki og jöfnunarráðstafanir í samræmi við VI. og XVI. gr. GATT-samningsins frá 1994 og samning Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um styrki og jöfnunarráðstafanir, að undanskildu því sem kveðið er á um í 2. mgr.  1. The rights and obligations of the Parties relating to subsidies and countervailing measures shall be governed by Articles VI and XVI of the GATT 1994 and the WTO Agreement on Subsidies and Countervailing Measures, except as provided for in paragraph 2. 
2. Áður en samningsaðili hefur rannsókn í því skyni að ákvarða hvort og að hve miklu leyti meintir styrkir eru veittir hjá öðrum samningsaðila og áhrif þess, eins og kveðið er á um í 11. gr. samnings Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um styrki og jöfnunarráðstafanir, skal samningsaðilinn, sem hyggst hefja rannsókn, senda skriflega tilkynningu um það til þess samningsaðila sem vörurnar tilheyra og rannsóknin tekur til, gefa sanngjarnt svigrúm til samráðs í samræmi við 13. gr. samnings Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um styrki og jöfnunarráðstafanir og veita 45 frest til að finna lausn sem gagnkvæm sátt er um. Samráðið skal fara fram í sameiginlegu nefndinni, fari samningsaðili fram á það. Þessi 45 daga frestur ætti ekki að koma í veg fyrir að yfirvöld samningsaðila hefji rannsókn með skjótum hætti.  2. Before a Party initiates an investigation to determine the existence, degree and effect of any alleged subsidy in another Party, as provided for in Article 11 of the WTO Agreement on Subsidies and Countervailing Measures, the Party considering initiating an investigation shall notify in writing the Party whose goods are subject to such investigation, afford reasonable opportunity for consultations in accordance with Article 13 of the WTO Agreement on Subsidies and Countervailing Measures, and allow for a 45 days period with a view to finding a mutually acceptable solution. The consultations shall take place in the Joint Committee if a Party so requests. This 45 days period should not prevent the authorities of a Party from proceeding expeditiously with regard to initiating an investigation. 

Gr. 2.18

Article 2.18
Ráðstafanir gegn undirboðum. Anti-dumping
Fara skal með réttindi og skyldur samningsaðilanna í tengslum við rannsóknir á og ráðstafanir gegn undirboðum í samræmi við VI. gr. GATT-samningsins frá 1994 og samninginn um framkvæmd VI. gr. GATT-samningsins frá 1994 (samningur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um undirboð), að öðru leyti en því sem segir í þessari grein.  The rights and obligations of the Parties relating to anti-dumping investigations and measures shall be governed by Article VI of the GATT 1994 and the Agreement on Implementation of Article VI of the GATT 1994 (WTO Anti-dumping Agreement), except as provided for in this Article. 
Samningsaðilarnir skulu leitast við að komast hjá því að hefja, hver gegn öðrum, ráðstafanir gegn undirboðum skv. VI. gr. GATT-samningsins frá 1994 og samningi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um undirboð.   The Parties shall endeavour to refrain from initiating anti-dumping procedures under Article VI of the GATT 1994 and the WTO Anti-dumping Agreement against each other. 
Þegar samningsaðila berst tilhlýðilega skjalfest beiðni og áður en rannsókn hefst samkvæmt samningi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um undirboð skal hann tilkynna hinum samningsaðilanum, sem talinn er undirbjóða vörur sínar, um það.  When a Party receives a properly documented application and before initiating an investigation under the WTO Anti-dumping Agreement, the Party shall notify in writing the Party whose goods are allegedly being dumped. 
Ákveði samningsaðili að leggja á toll gegn undirboðum er hann hvattur til að beita reglunni um „lægri toll“ með því að leggja á toll sem er lægri en undirboðsvikmörkin, ef slíkur lægri tollur myndi nægja til að stöðva það tjón sem viðkomandi innlend atvinnugrein verður fyrir.  If a Party decides to impose an anti-dumping duty, the Party is encouraged to apply the “lesser duty” rule by determining a duty which is less than the dumping margin, provided that such lesser duty would be adequate to remove the injury to the domestic industry. 
Samningsaðilarnir skulu skiptast á sjónarmiðum varðandi beitingu þessarar greinar og áhrif hennar á viðskipti milli samningsaðilanna á fundum sameiginlegu nefndarinnar.  The Parties shall exchange views about the application of this Article and its effects on trade between the Parties at the meetings of the Joint Committee. 
Gr. 2.19 Article 2.19
Víðtækar verndarráðstafanir. Global Safeguard Measures
Fara skal með réttindi og skyldur samningsaðilanna, að því er víðtækar verndarráðstafanir varðar, í samræmi við XIX. gr. GATT-samningsins frá 1994 og samning Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um verndarráðstafanir.  The rights and obligations of the Parties with respect to global safeguards shall be governed by Article XIX of the GATT 1994 and the WTO Agreement on Safeguards. 
Við upphaf rannsóknar, í samræmi við 1. mgr., sem kann að hafa áhrif á annan samningsaðila skal aðilinn sem fer með rannsóknina tilkynna þeim aðila um hana og gefa sanngjarnt svigrúm til samráðs. Samráðið skal fara fram í sameiginlegu nefndinni, fari samningsaðili fram á það.  Upon initiation of an investigation in accordance with paragraph 1 that may affect another Party, the investigating Party shall notify that Party and afford reasonable opportunity for consultations. The consultations shall take place in the Joint Committee, if a Party so requests. 
Gr. 2.20 Article 2.20
Almennar undanþágur. General Exceptions
Að því er varðar réttindi og skyldur samningsaðila varðandi almennar undanþágur gildir XX. gr. GATT-samningsins frá 1994 og er hún hér með felld inn í samning þennan og verður hluti af honum, að breyttu breytanda.  With respect to the rights and obligations of the Parties concerning general exceptions, Article XX of the GATT 1994 shall apply and is hereby incorporated into and made part of this Agreement, mutatis mutandis
Gr. 2.21 Article 2.21
Undanþágur af öryggisástæðum. Security Exceptions
Að því er varðar réttindi og skyldur samningsaðila varðandi undanþágur af öryggisástæðum gildir XXI. gr. GATT-samningsins frá 1994 og er hún hér með felld inn í samning þennan og verður hluti af honum, að breyttu breytanda.  With respect to the rights and obligations of the Parties concerning security exceptions, Article XXI of the GATT 1994 shall apply and is hereby incorporated into and made part of this Agreement, mutatis mutandis

Gr. 2.22

Article 2.22
Greiðslujöfnuður. Balance-of-Payments
1. Samningsaðila sem á í alvarlegum erfiðleikum með greiðslujöfnuð, eða þegar yfirvofandi hætta er á slíkum erfiðleikum, er heimilt, í samræmi við þau skilyrði sem sett eru í GATT-samningnum frá 1994, að samþykkja takmarkandi ráðstafanir í viðskiptum sem skulu vara í takmarkaðan tíma og vera án mismununar og ekki ganga lengra en nauðsyn krefur til að bæta greiðslujöfnuð.   1. A Party in serious balance of payments difficulties, or under imminent threat thereof, may, in accordance with the conditions established under the GATT 1994, adopt trade restrictive measures, which shall be of limited duration and non-discriminatory, and may not go beyond what is necessary to remedy the balance of payments situation. 
2. Samningsaðili, sem innleiðir ráðstöfun samkvæmt þessari grein, skal þegar í stað tilkynna hinum samningsaðilunum um það.  2. The Party introducing a measure under this Article shall promptly notify the other Parties thereof. 

3. KAFLI

CHAPTER 3
ÞJÓNUSTUVIÐSKIPTI TRADE IN SERVICES
Gr. 3.1 Article 3.1
Gildissvið og umfang. Scope and Coverage
1. Þessi kafli gildir um ráðstafanir samningsaðila sem hafa áhrif á þjónustuviðskipti og sem ríkisstjórnir, svæðisbundin eða staðbundin stjórnvöld og yfirvöld gera, og einnig óopinberar stofnanir þegar þær fara með vald sem ríkisstjórn og svæðisbundin eða staðbundin stjórnvöld og yfirvöld fela þeim.  1. This Chapter applies to measures by Parties affecting trade in services taken by central, regional or local governments and authorities, and by non-governmental bodies in the exercise of powers delegated by central, regional or local governments or authorities. 
2. Að því er varðar flutningaþjónustu í lofti gildir þessi kafli ekki um ráðstafanir sem hafa áhrif á flugréttindi eða um ráðstafanir sem hafa áhrif á þjónustu sem tengist beint nýtingu flugréttinda, að því undanskildu sem kveðið er á um í 3. mgr. viðaukans við GATS-samninginn um flutningaþjónustu í lofti. Skilgreiningarnar í 6. mgr. viðaukans við GATS-samninginn um flutningaþjónustu í lofti skulu gilda og eru hér með felldar inn í þennan kafla og verða hluti af honum.  2. With respect to air transport services, this Chapter shall not apply to measures affecting air traffic rights or measures affecting services directly related to the exercise of air traffic rights, except as provided for in paragraph 3 of the Annex on Air Transport Services of the GATS. The definitions contained in paragraph 6 of the Annex on Air Transport Services of the GATS shall apply and are hereby incorporated into and made part of this Chapter. 
3. Greinar 3.3 (Bestukjarameðferð), 3.4 (Markaðsaðgangur) og 3.5 (Innlend meðferð) skulu ekki eiga við um innlend lög, reglugerðir eða kröfur sem gilda um innkaup opinberra stofnana á þjónustu fyrir hið opinbera sem er ekki með endursölu eða veitingu þjónustu í viðskiptalegum tilgangi í huga.  3. Articles 3.3 (Most-Favoured-Nation Treatment), 3.4 (Market Access) and 3.5 (National Treatment) shall not apply to domestic laws, regulations or requirements governing the procurement by governmental agencies of services purchased for governmental purposes and not with a view to commercial resale or with a view to use in the supply of services for commercial sale. 
Gr. 3.2 Article 3.2
Skilgreiningar. Definitions
Í þessum kafla er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:  For the purposes of this Chapter: 
a) „þjónustuviðskipti“: þjónusta sem er veitt:  (a) “trade in services” is defined as the supply of a service: 
i. frá yfirráðasvæði eins samningsaðila inn á yfirráðasvæði annars samningsaðila,  (i) from the territory of one Party into the territory of another Party; 
ii. á yfirráðasvæði eins samningsaðila til þjónustuneytanda annars samningsaðila,  (ii) in the territory of one Party to the service consumer of another Party; 
iii. af hálfu þjónustuveitanda eins samningsaðila, með viðskiptanærveru á yfirráðasvæði annars samningsaðila,  (iii) by a service supplier of one Party, through commercial presence in the territory of another Party; 
iv. af hálfu þjónustuveitanda eins samningsaðila, með nærveru einstaklinga frá þeim samningsaðila á yfirráðasvæði annars samningsaðila,  (iv) by a service supplier of one Party, through presence of natural persons of a Party in the territory of another Party; 
b) „þjónusta“: þjónusta á öllum sviðum nema þjónusta sem stjórnvöld veita,  (b) “services” includes any service in any sector except services supplied in the exercise of governmental authority; 
c) „þjónusta sem stjórnvöld veita“: þjónusta sem hvorki er veitt á viðskiptalegum grundvelli né í samkeppni við einn eða fleiri þjónustuveitendur,  (c) “a service supplied in the exercise of governmental authority” means any service which is supplied neither on a commercial basis, nor in competition with one or more service suppliers; 
d) „ráðstöfun“: sérhver ráðstöfun samningsaðila, hvort sem um er að ræða lög, reglugerð, reglu, málsmeðferð, ákvörðun, stjórnsýsluaðgerð eða annað,  (d) “measure” means any measure by a Party, whether in the form of a law, regulation, rule, procedure, decision, administrative action, or any other form; 
e) „veiting þjónustu“: framleiðsla, dreifing, markaðssetning, sala og afhending þjónustu,  (e) “supply of a service” includes the production, distribution, marketing, sale and delivery of a service; 
f) „ráðstafanir samningsaðila sem hafa áhrif á þjónustuviðskipti“: taka til ráðstafana er varða:  (f) “measures by Parties affecting trade in services” includes measures in respect of: 
i. kaup á, greiðslu fyrir eða afnot af þjónustu,  (i) the purchase, payment or use of a service; 
ii. aðgang að og afnot af þjónustu, í sambandi við veitingu þjónustu sem þessir samningsaðilar krefjast að almenningi standi almennt til boða,  (ii) the access to and use of, in connection with the supply of a service, services which are required by those Parties to be offered to the public generally; 
iii. nærveru, þ.m.t. viðskiptanærveru, aðila frá einum samningsaðila vegna þjónustuveitingar á yfirráðasvæði annars samningsaðila,  (iii) the presence, including commercial presence, of persons of a Party for the supply of a service in the territory of another Party; 
g) „viðskiptanærvera“: hvers konar viðskipta- eða atvinnustarfsemi, þar á meðal:  (g) “commercial presence” means any type of business or professional establishment, including through: 
i. stofnun, kaup á eða áframhaldandi rekstur lögaðila eða  (i) the constitution, acquisition or maintenance of a juridical person; or 
ii. stofnun eða áframhaldandi rekstur útibús eða umboðsskrifstofu,  (ii) the creation or maintenance of a branch or a representative office; 
á yfirráðasvæði samningsaðila í því skyni að veita þjónustu,  within the territory of a Party for the purpose of supplying a service; 
h) „svið“ þjónustu:  (h) “sector” of a service means: 
i. að því er varðar sérstaka skuldbindingu, eina eða fleiri, eða öll undirsvið þeirrar þjónustu, eins og tilgreint er í skrá samningsaðila yfir sérstakar skuldbindingar,  (i) with reference to a specific commitment, one or more, or all, subsectors of that service, as specified in a Party's Schedule of Specific Commitments; 
ii. að öðrum kosti þjónustusviðið í heild, þar á meðal öll undirsvið þess,  (ii) otherwise, the whole of that service sector, including all of its subsectors; 
i) „þjónusta annars samningsaðila“: þjónusta sem er veitt:  (i) “service of another Party” means a service which is supplied: 
i. frá eða á yfirráðasvæði þessa samningsaðila eða, ef um er að ræða sjóflutninga, af skipi sem er skráð samkvæmt lögum þess samningsaðila eða af einstaklingi frá samningsaðilanum, sem veitir þjónustuna með því að gera út skip og/eða nota það að öllu leyti eða að hluta, eða  (i) from or in the territory of that other Party, or in the case of maritime transport, by a vessel registered under the laws of that other Party, or by a person of that other Party which supplies the service through the operation of a vessel and/or its use in whole or in part; or 
ii. af þjónustuveitanda þessa samningsaðila ef um er að ræða þjónustu sem er veitt með viðskiptanærveru eða nærveru einstaklings,  (ii) in the case of the supply of a service through commercial presence or through the presence of natural persons, by a service supplier of that other Party; 
j) „þjónustuveitandi“: hver sá aðili sem veitir eða óskar eftir að veita þjónustu,  (j) “service supplier” means any person that supplies, or seeks to supply, a service; 
Ef lögaðili veitir ekki, eða sækist ekki eftir að veita, þjónustuna beint heldur á grundvelli annars konar viðskiptanærveru, eins og útibús eða umboðsskrifstofu, skal þjónustuveitandinn (þ.e. lögaðilinn) þó fá sömu meðferð vegna þessarar viðskiptanærveru og þjónustuveitendur fá samkvæmt þessum kafla. Slík meðferð skal ná til þeirrar viðskiptanærveru þar sem þjónustan er veitt, eða óskað er eftir að veita hana, og þarf ekki að taka til annarrar starfsemi þjónustuveitandans utan yfirráðasvæðisins þar sem þjónustan er veitt eða óskað er eftir að veita hana,  Where the service is not supplied or sought to be supplied directly by a juridical person but through other forms of commercial presence such as a branch or a representative office, the service supplier (i.e. the juridical person) shall, nonetheless, through such commercial presence be accorded the treatment provided for service suppliers under this Chapter. Such treatment shall be extended to the commercial presence through which the service is supplied or sought to be supplied and need not be extended to any other parts of the service supplier located outside the territory where the service is supplied or sought to be supplied. 
k) „þjónustuveitandi með einkasöluaðstöðu“: hver sá einstaklingur eða lögaðili, í opinbera geiranum eða einkageiranum, sem hefur, á viðkomandi markaði á yfirráðasvæði samningsaðila, leyfi hans eða er komið á fót af honum, formlega eða í raun, til að starfa sem eini veitandi þessarar þjónustu,  (k) “monopoly supplier of a service” means any person, public or private, which in the relevant market of the territory of a Party is authorised or established formally or in effect by that Party as the sole supplier of that service; 
l) „þjónustuneytandi“: hver sá aðili sem fær eða notar þjónustu,  (l) “service consumer” means any person that receives or uses a service; 
m) „aðili“: einstaklingur eða lögaðili,  (m) “person” means either a natural person or a juridical person; 
n) „einstaklingur frá öðrum samningsaðila“: ríkisborgari þessa annars samningsaðila samkvæmt löggjöf hans,  (n) “natural person of another Party” means a national of that other Party according to its legislation. 
o) „lögaðili“: lögaðili sem á viðeigandi hátt er stofnaður eða skipulagður með öðrum hætti samkvæmt gildandi lögum, í hagnaðarskyni eða í öðrum tilgangi, hvort sem hann er í einkaeign eða í eigu hins opinbera, þ.m.t. hlutafélög, sjóðir, sameignarfélög, fyrirtæki um sameiginlegt verkefni, einstaklingsfyrirtæki eða samtök,  (o) “juridical person” means any legal entity duly constituted or otherwise organised under applicable law, whether for profit or otherwise, and whether privately-owned or governmentally-owned, including any corporation, trust, partnership, joint venture, sole proprietorship or association; 
p) „lögaðili annars samningsaðila“: lögaðili sem er annaðhvort:  (p) “juridical person of another Party” means a juridical person which is either: 
i. stofnaður eða skipulagður með öðrum hætti samkvæmt lögum fyrrnefnds annars samningsaðila og stundar umtalsverð viðskipti á yfirráðasvæði samningsaðila eða  (i) constituted or otherwise organised under the law of that other Party, and is engaged in substantive business operations in the territory of a Party; or 
ii. ef um ræðir þjónustu, sem er veitt með viðskiptanærveru, er í eigu eða undir stjórn:  (ii) in the case of the supply of a service through commercial presence, owned or controlled by: 
aa) einstaklinga frá fyrrnefndum öðrum samningsaðila eða  (aa) natural persons of that other Party; or 
bb) lögaðila frá fyrrnefndum öðrum samningsaðila sem eru tilgreindir í i. lið p-liðar,  (bb) juridical persons of that other Party identified under subparagraph (p)(i); 
q) lögaðili er:  (q) a juridical person is: 
i. „í eigu“ aðila frá samningsaðila ef meira en 50% af eignarhlut í honum er hrein eign aðila frá þeim samningsaðila,  (i) “owned” by persons of a Party if more than 50 per cent of the equity interest in it is beneficially owned by persons of that Party; 
ii. „undir stjórn“ aðila frá samningsaðila ef þessir aðilar hafa vald til að tilnefna meirihluta stjórnenda eða stjórna starfsemi hans á annan hátt lögum samkvæmt,  (ii) “controlled” by persons of a Party if such persons have the power to name a majority of its directors or otherwise to legally direct its actions; 
iii. „tengdur“ öðrum aðila ef hann stjórnar eða honum er stjórnað af þessum öðrum aðila eða ef bæði honum og þeim aðila er stjórnað af sama aðila,  (iii) “affiliated” with another person when it controls, or is controlled by, that other person; or when it and the other person are both controlled by the same person; 
r) „beinir skattar“: allir skattar af heildartekjum, af heildarfjármagni eða af einstökum liðum tekna eða fjármagns, þ.m.t. skattar á hagnað vegna sölu eignar, fasteignaskattar, skattar á arf og gjafir, skattar af heildarupphæð launa, sem fyrirtæki greiða, svo og skattar af verðmætisaukningu fjármagns.  (r) “direct taxes” comprises all taxes on total income, on total capital or on elements of income or of capital, including taxes on gains from the alienation of property, taxes on estates, inheritances and gifts, and taxes on the total amounts of wages or salaries paid by enterprises, as well as taxes on capital appreciation. 
Gr. 3.3 Article 3.3
Bestukjarameðferð. Most-Favoured-Nation Treatment
1. Sérhver samningsaðili skal, með fyrirvara um ráðstafanir sem eru gerðar í samræmi við VII. gr. GATS-samningsins og að því undanskildu sem kveðið er á um í skrá hans yfir undanþágur vegna bestukjarameðferðar sem er að finna í IX. viðauka (Skrá yfir undanþágur vegna bestukjarameðferðar), þegar í stað og án skilyrða, veita þjónustu og þjónustuveitendum annars samningsaðila meðferð sem er ekki óhagstæðari en sú sem hann veitir vegna sambærilegrar þjónustu og veitir þjónustuveitendum aðila sem standa utan samningsins.  1. Without prejudice to measures taken in accordance with Article VII of the GATS, and except as provided for in its List of MFN Exemptions contained in Annex IX (List of MFN Exemptions), each Party shall accord immediately and unconditionally, to services and service suppliers of another Party treatment no less favourable than the treatment it accords to like services and service suppliers of any non-party. 
2. Meðferð, sem er veitt samkvæmt öðrum gildandi eða síðari samningum sem samningsaðili hefur eða mun ganga frá og tilkynna um skv. V. gr. eða V. gr. a í GATS-samningnum, fellur ekki undir 1. mgr.  2. Treatment granted under other existing or future agreements concluded by a Party and notified under Article V or Article V bis of the GATS shall not be subject to paragraph 1. 
3. Þrátt fyrir 2. mgr. skal samningsaðili, geri hann samning af þeirri gerð sem um getur í 2. mgr., að beiðni annars samningsaðila veita þeim samningsaðila nægilegt tækifæri til að semja um þann ávinning sem felst í slíkum samningi.  3. Notwithstanding paragraph 2, if a Party enters into an agreement of the type referred in the paragraph 2 it shall, upon request from another Party, afford adequate opportunity to that Party to negotiate the benefits granted therein. 
4. Ákvæði þessa kafla skulu ekki túlkuð á þann hátt að þau komi í veg fyrir að samningsaðili geti veitt aðliggjandi löndum hagræði í því skyni að auðvelda skipti á þjónustu sem verður bæði til og er notuð á samliggjandi þjónustusvæðum á landamærum.  4. The provisions of this Chapter shall not be so construed as to prevent a Party from conferring or according advantages to adjacent countries in order to facilitate exchanges limited to contiguous frontier zones of services that are both locally produced and consumed. 
Gr. 3.4 Article 3.4
Markaðsaðgangur. Market Access
1. Að því er varðar markaðsaðgang á þann hátt sem tilgreint er í a-lið gr. 3.2 (Skilgreiningar) skal sérhver samningsaðili veita þjónustu og þjónustuveitendum annars samningsaðila eigi óhagstæðari meðferð en þá sem kveðið er á um samkvæmt skilmálum, takmörkunum og skilyrðum sem hafa verið samþykkt og tilgreind eru í skrá hans yfir sérstakar skuldbindingar.  1. With respect to market access through the modes of supply identified in subparagraph (a) of Article 3.2 (Definitions), each Party shall accord services and service suppliers of another Party treatment no less favourable than that provided for under the terms, limitations and conditions agreed and specified in its Schedule of Specific Commitments. 
Ef samningsaðili tekur á sig skuldbindingar um markaðsaðgang í tengslum við þann hátt á að veita þjónustu sem um getur í i-lið a-liðar gr. 3.2 (Skilgreiningar) og ef flutningur fjármagns yfir landamæri er mikilvægur hluti af þjónustunni er hann þar með skuldbundinn til að leyfa slíka fjármagnsflutninga. Ef samningsaðili tekur á sig skuldbindingar um markaðsaðgang í tengslum við þann hátt á að veita þjónustu, sem um getur í iii-lið a-liðar gr. 3.2 (Skilgreiningar), er hann þar með skuldbundinn til að leyfa fjármagnsflutninga sem þeim tengjast inn á yfirráðasvæði sitt.  If a Party undertakes a market-access commitment in relation to the supply of a service through the mode of supply referred to in subparagraph (a)(i) of Article 3.2 (Definitions) and if the cross-border movement of capital is an essential part of the service itself, that Party is thereby committed to allow such movement of capital. If a Party undertakes a market-access commitment in relation to the supply of a service through the mode of supply referred to in subparagraph (a)(iii) of Article 3.2 (Definitions), it is thereby committed to allow related transfers of capital into its territory. 
2. Á sviðum, þar sem gengist hefur verið undir skuldbindingar um markaðsaðgang, eru ráðstafanir, sem samningsaðili skal ekki viðhalda eða samþykkja, hvort heldur er á tilteknum svæðum eða öllu yfirráðasvæði sínu, nema annað sé tilgreint í skrá hans yfir sérstakar skuldbindingar, skilgreindar sem:  2. In sectors where market-access commitments are undertaken, the measures which a Party shall not maintain or adopt either on the basis of a regional subdivision or on the basis of its entire territory, unless otherwise specified in its Schedule of Specific Commitments, are defined as: 
a) takmarkanir á fjölda þjónustuveitenda, hvort sem um er að ræða tölulega kvóta, einkasölu, þjónustuveitendur með einkarétt eða kröfur um könnun á efnahagsþörfum,  (a) limitations on the number of service suppliers whether in the form of numerical quotas, monopolies, exclusive service suppliers or the requirements of an economic needs test; 
b) takmarkanir á heildarverðmæti þjónustuviðskipta eða eigna í formi tölulegra kvóta eða kröfu um könnun á efnahagsþörfum,  (b) limitations on the total value of service transactions or assets in the form of numerical quotas or the requirement of an economic needs test; 
c) takmarkanir á samanlögðum fjölda tilvika veittrar þjónustu eða á heildarmagni veittrar þjónustu, táknað með úthlutuðum tölueiningum, í formi kvóta eða kröfu um könnun á efnahagslegum þörfum,  (c) limitations on the total number of service operations or on the total quantity of service output expressed in terms of designated numerical units in the form of quotas or the requirement of an economic needs test; 
Þessi liður tekur ekki til ráðstafana samningsaðila sem takmarka aðföng sem eru notuð við veitingu þjónustu,  This subparagraph does not cover measures of a Party which limit inputs for the supply of services. 
d) takmarkanir á heildarfjölda einstaklinga sem heimilt er að ráða á sérstöku þjónustusviði eða sem þjónustuveitanda er heimilt að ráða og sem eru nauðsynlegir og beinlínis tengdir veitingu sérstakrar þjónustu í formi tölulegra kvóta eða kröfu um könnun á efnahagslegum þörfum,  (d) limitations on the total number of natural persons that may be employed in a particular service sector or that a service supplier may employ and who are necessary for, and directly related to, the supply of a specific service in the form of numerical quotas or the requirement of an economic needs test; 
e) ráðstafanir sem takmarka eða útheimta að þjónustuveitandinn hafi á sínum vegum sérstaka lögaðila eða sameiginlegt fyrirtæki sem getur veitt þjónustu fyrir hann og  (e) measures which restrict or require specific types of legal entity or joint venture through which a service supplier may supply a service; and 
f) takmarkanir á hlutdeild erlends fjármagns, settar fram sem hámarkshundraðshluti sem má vera í eigu erlendra hluthafa eða heildarverðmæti einstakra eða samanlagðra, erlendra fjárfestinga. 
(f) limitations on the participation of foreign capital in terms of maximum percentage limit on foreign shareholding or the total value of individual or aggregate foreign investment. 
Gr. 3.5 Article 3.5
Innlend meðferð. National Treatment
1. Sérhver samningsaðili skal, á þeim sviðum sem eru tilgreind í skrá hans yfir sérstakar skuldbindingar og samkvæmt þeim skilyrðum og hæfniskröfum sem eru settar fram þar, veita þjónustu og þjónustuveitendum annarra samningsaðila eigi óhagstæðari meðferð, að því er varðar allar ráðstafanir sem hafa áhrif á veitingu þjónustunnar, en hann veitir þegar um er að ræða sambærilega þjónustu og þjónustuveitendur hans sjálfs.  1. In the sectors inscribed in its Schedule of Specific Commitments, and subject to any conditions and qualifications set out therein, each Party shall accord to services and service suppliers of another Party, in respect of all measures affecting the supply of services, treatment no less favourable than that it accords to its own like services and service suppliers. 
Sérstakar skuldbindingar, sem gengið er út frá í þessari grein, skulu ekki túlkaðar þannig að þess verði krafist af samningsaðila að hann bæti upp verri samkeppnisstöðu sem stafar af því að um erlenda þjónustu eða þjónustuveitendur er að ræða.  Specific commitments assumed under this Article shall not be construed to require any Party to compensate for any inherent competitive disadvantages which result from the foreign character of the relevant services or service suppliers. 
2. Samningsaðili getur uppfyllt kröfur 1. mgr. með því að veita þjónustu og þjónustuveitendum annars samningsaðila meðferð sem er að formi til sams konar eða ólík þeirri sem hann veitir þegar um er að ræða sambærilega þjónustu og þjónustuveitendur hans sjálfs.  2. A Party may meet the requirement of paragraph 1 by according to services and service suppliers of another Party, either formally identical treatment or formally different treatment to that it accords to its own like services and service suppliers. 
3. Meðferð, sem er að formi til sams konar eða ólík, skal talin óhagstæðari ef hún breytir samkeppnisskilyrðum til hagsbóta fyrir þjónustu eða þjónustuveitendur samningsaðilans miðað við sambærilega þjónustu eða þjónustuveitendur annars samningsaðila.  3. Formally identical or formally different treatment shall be considered to be less favourable if it modifies the conditions of competition in favour of services or service suppliers of the Party compared to like services or service suppliers of another Party. 

Gr. 3.6


Article 3.6

Viðbótarskuldbindingar. Additional Commitments
Samningsaðilum er heimilt að semja um skuldbindingar að því er varðar ráðstafanir sem hafa áhrif á þjónustuviðskipti og eru ekki háðar skráningu samkvæmt gr. 3.4 (Markaðsaðgangur) eða 3.5 (Innlend meðferð), þ.m.t. þær ráðstafanir sem varða hæfi, staðla eða leyfisveitingar. Slíkar skuldbindingar skulu færðar í skrá samningsaðila yfir sérstakar skuldbindingar. 
Parties may negotiate commitments with respect to measures affecting trade in services not subject to scheduling under Articles 3.4 (Market Access) or 3.5 (National Treatment), including those regarding qualifications, standards or licensing matters. Such commitments shall be inscribed in a Party's Schedule of Specific Commitments. 
Gr. 3.7 Article 3.7
Innlendar reglur. Domestic Regulation
1. Hver samningsaðili skal sjá til þess að ráðstöfunum, sem hafa almennt gildi og hafa áhrif á þjónustuviðskipti, sé beitt með eðlilegum, hlutlægum og óhlutdrægum hætti.  1. Each Party shall ensure that all measures of general application affecting trade in services are administered in a reasonable, objective and impartial manner. 
2. Sérhver samningsaðili skal hafa eða koma á fót, eins fljótt og aðstæður leyfa, dómstólum, gerðardómum, stjórnsýsludómstólum eða málsmeðferð sem gera ráð fyrir, að beiðni þjónustuveitanda annars samningsaðila sem málið varðar, tafarlausri endurskoðun stjórnsýsluákvarðana sem hafa áhrif á þjónustuviðskipti og, þar sem það er réttlætanlegt, að gripið verði til viðeigandi úrræða vegna slíkra stjórnsýsluákvarðana. Ef slík málsmeðferð er ekki óháð stofnuninni sem tekur viðkomandi stjórnsýsluákvörðun skal samningsaðilinn sjá til þess að málsmeðferðin feli í raun í sér hlutlæga og óhlutdræga endurskoðun.  2. Each Party shall maintain or institute as soon as practicable judicial, arbitral or administrative tribunals or procedures which provide, at the request of an affected service supplier of another Party, for the prompt review of, and where justified, appropriate remedies for, administrative decisions affecting trade in services. Where such procedures are not independent of the agency entrusted with the administrative decision concerned, the Party shall ensure that the procedures in fact provide for an objective and impartial review. 
3. Ef krafist er leyfis af hálfu samningsaðila fyrir veitingu þjónustu skulu lögbær yfirvöld hans tilkynna umsækjandanum, innan hæfilegs frests eftir að umsókn sem telst uppfylla innlend lög og reglugerðir hefur verið lögð fram, hvaða ákvörðun hefur verið tekin um umsóknina. Lögbær yfirvöld samningsaðilans skulu, að beiðni umsækjandans, veita upplýsingar um stöðu umsóknarinnar án ástæðulausrar tafar.  3. Where authorisation is required by a Party for the supply of a service, the competent authorities of that Party shall, within a reasonable period of time after the submission of an application is considered complete under that Party's domestic laws and regulations, inform the applicant of the decision concerning the application. At the request of the applicant, the competent authorities of that Party shall provide, without undue delay, information concerning the status of the application. 
4. Sérhver samningsaðili skal tryggja að ráðstafanir, sem varða kröfur og málsmeðferð vegna hæfis, tæknistaðla og kröfur og málsmeðferð vegna leyfisveitingar innan allra þjónustusviða, séu byggðar á hlutlægum og gagnsæjum viðmiðunum, eins og hæfni og getu til þess að veita þjónustuna.  4. Each Party shall ensure that measures relating to qualification requirements and procedures, technical standards and licensing requirements and procedures, in all services sectors, are based on objective and transparent criteria, such as competence and the ability to supply the service. 
5. Sameiginlega nefndin skal, með það í huga að tryggja að ráðstafanir sem varða kröfur og málsmeðferð vegna hæfis, tæknistaðla og kröfur og málsmeðferð vegna leyfisveitingar feli ekki í sér ónauðsynlegar hindranir í þjónustuviðskiptum, taka ákvörðun sem miðar að því að fella inn í samning þennan verklagsreglur sem verða til innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar í samræmi við 4. mgr. VI. gr. GATS-samningsins. Samningsaðilunum er og heimilt, sameiginlega eða á tvíhliða grundvelli, að ákveða að þróa frekari verklagsreglur.   5. With a view to ensuring that measures relating to qualification requirements and procedures, technical standards and licensing requirements and procedures do not constitute unnecessary barriers to trade in services, the Joint Committee shall take a decision aiming at incorporating into this Agreement any disciplines developed in the WTO in accordance with paragraph 4 of Article VI of the GATS. The Parties may also, jointly or bilaterally, decide to develop further disciplines. 
6. a) Á sviðum þar sem samningsaðili hefur gengist undir sérstakar skuldbindingar, á meðan þess er beðið að ákvörðun um upptöku verklagsreglna Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar öðlist gildi að því er þessi svið varðar skv. 5. mgr. og, komi samningsaðilar sér saman um þær, verklagsreglna sem eru undirbúnar sameiginlega eða á tvíhliða grundvelli samkvæmt þessum samningi skv. 5. mgr., skal hann ekki beita kröfum og málsmeðferð vegna hæfis, tæknistöðlum og kröfum og málsmeðferð vegna leyfisveitingar sem gera að engu eða skerða slíkar sérstakar skuldbindingar með þeim hætti sem:  6. (a) In sectors in which a Party has undertaken specific commitments, pending the entry into force of a decision incorporating WTO disciplines for these sectors pursuant to paragraph 5, and, if agreed between Parties, disciplines developed jointly or bilaterally under this Agreement pursuant to paragraph 5, the Party shall not apply qualification requirements and procedures, technical standards and licensing requirements and procedures that nullify or impair such specific commitments in a manner which is 
er meira íþyngjandi en nauðsyn krefur til þess að tryggja megi gæði þjónustunnar eða  more burdensome than necessary to ensure the quality of the service; or 
í tilviki málsmeðferðar vegna leyfisveitingar, takmarkar ekki í sjálfu sér veitingu þeirrar þjónustu sem um ræðir.  in the case of licensing procedures, not in itself a restriction on the supply of the service. 
b) Þegar ákvarðað er hvort samningsaðili uppfylli skyldu sína samkvæmt a-lið, skal taka tillit til þeirra alþjóðlegu staðla viðkomandi alþjóðastofnana sem sá samningsaðili beitir.  (b) In determining whether a Party is in conformity with the obligation under subparagraph (a), account shall be taken of international standards of relevant international organisations applied by that Party. 
Hugtakið „viðkomandi alþjóðastofnanir“ vísar til alþjóðastofnana sem viðkomandi stofnunum a.m.k. allra samningsaðila er frjálst að eiga aðild að.  The term “relevant international organisations” refers to international bodies whose membership is open to the relevant bodies of at least all Parties. 
7. Sérhver samningsaðili skal kveða á um fullnægjandi málsmeðferð til að sannreyna hæfni fagmanna annarra samningsaðila.  7. Each Party shall provide for adequate procedures to verify the competence of professionals of another Party. 
Gr. 3.8 Article 3.8
Viðurkenning. Recognition
1. Sérhver samningsaðili skal, í því skyni að uppfylla viðeigandi staðla sína eða viðmiðanir um heimildir, leyfi eða skírteini þjónustuveitenda, taka tilhlýðilegt tillit til beiðna annars samningsaðila þess efnis að viðurkenna menntun eða fengna reynslu, uppfylltar kröfur eða leyfi eða skírteini sem hafa verið gefin út í landi samningsaðilans sem leggur fram beiðnina. Heimilt er að byggja slíka viðurkenningu á samningi eða samkomulagi við samningsaðilann sem leggur fram beiðnina eða veita hana með öðrum hætti einhliða.  1. For the purposes of the fulfilment of its relevant standards or criteria for the authorisation, licensing or certification of service suppliers, each Party shall give due consideration to any requests by another Party to recognise the education or experience obtained, requirements met, or licences or certifications granted in the requesting Party. Such recognition may be based upon an agreement or arrangement with the requesting Party, or otherwise be accorded autonomously. 
2. Viðurkenni samningsaðili, með samningi eða samkomulagi, menntun eða fengna reynslu, uppfylltar kröfur eða leyfi eða skírteini sem hafa verið gefin út á yfirráðasvæði aðila sem stendur utan samningsins, skal sá samningsaðili veita öðrum samningsaðila nægt tækifæri til að semja um aðild að slíkum gildandi eða síðari samningi eða samkomulagi eða ganga frá sambærilegum samningi eða samkomulagi við hann. Veiti samningsaðili viðurkenningu einhliða, skal hann veita öðrum samningsaðila nægt tækifæri til að sýna fram á að viðurkenna beri einnig menntun eða fengna reynslu, uppfylltar kröfur eða leyfi eða skírteini sem hafa verið gefin út á yfirráðasvæði fyrrnefnds annars samningsaðila.  2. Where a Party recognises, by agreement or arrangement, the education or experience obtained, requirements met, or licences or certifications granted, in the territory of a non-party, that Party shall afford another Party adequate opportunity to negotiate its accession to such an agreement or arrangement, whether existing or future, or to negotiate a comparable agreement or arrangement with it. Where a Party accords recognition autonomously, it shall afford adequate opportunity for another Party to demonstrate that the education or experience obtained, requirements met, or licences or certifications granted, in the territory of that other Party should also be recognised. 
3. Allir slíkir samningar eða samkomulag eða einhliða viðurkenning skulu eða skal vera í samræmi við viðeigandi ákvæði samningsins um Alþjóðaviðskiptastofnunina, einkum 3. mgr. VII. gr. GATS-samningsins.  3. Any such agreement or arrangement or autonomous recognition shall be in conformity with the relevant provisions of the WTO Agreement, in particular paragraph 3 of Article VII of the GATS. 

Gr. 3.9

Article 3.9
För einstaklinga. Movement of Natural Persons
1. Þessi grein gildir um ráðstafanir sem hafa áhrif á einstaklinga sem eru þjónustuveitendur hjá samningsaðila og á einstaklinga frá samningsaðila sem þjónustuveitandi hjá samningsaðila ræður til að veita þjónustu.  1. This Article applies to measures affecting natural persons who are service suppliers of a Party, and natural persons of a Party who are employed by a service supplier of a Party, with respect to the supply of a service. 
2. Þessi kafli gildir hvorki um ráðstafanir sem hafa áhrif á einstaklinga sem leita eftir aðgangi að vinnumarkaði samningsaðila né gildir hann um ráðstafanir varðandi ríkisfang, búsetu eða fasta atvinnu.  2. This Chapter shall not apply to measures affecting natural persons seeking access to the employment market of a Party, nor shall it apply to measures regarding nationality, residence or employment on a permanent basis. 
3. Einstaklingum, sem falla undir sérstaka skuldbindingu, skal heimilt að veita þá þjónustu sem um ræðir í samræmi við skilmála þeirrar skuldbindingar.  3. Natural persons covered by a specific commitment shall be allowed to supply the service in accordance with the terms of that commitment. 
4. Þessi kafli skal ekki koma ekki í veg fyrir að samningsaðili geti beitt ráðstöfunum til að stýra komu einstaklinga frá öðrum samningsaðila inn á yfirráðasvæði sitt eða tímabundinni dvöl þeirra þar, meðal annars þeim ráðstöfunum sem eru nauðsynlegar til að vernda heilleika landamæra sinna og tryggja skipulag á för einstaklinga yfir þau, að því tilskildu að slíkum ráðstöfunum sé ekki beitt með þeim hætti að geri að engu eða skerði þann ávinning sem samningsaðilar hafa samkvæmt skilmálum sérstakrar skuldbindingar.  4. This Chapter shall not prevent a Party from applying measures to regulate the entry of natural persons of another Party into, or their temporary stay in, its territory, including those measures necessary to protect the integrity of, and to ensure the orderly movement of natural persons across, its borders, provided that such measures are not applied in such a manner as to nullify or impair the benefits accruing to any Party under the terms of a specific commitment. 
Eigi skal litið svo á að það eitt að krefjast vegabréfsáritunar fyrir einstaklinga geri að engu eða skerði ávinning samkvæmt sérstakri skuldbindingu. 
The sole fact of requiring a visa for natural persons shall not be regarded as nullifying or impairing benefits under a specific commitment. 
Gr. 3.10 Article 3.10
Gagnsæi. Transparency
1. Sérhver samningsaðili skal birta, þegar í stað og eigi síðar en við gildistöku, nema um neyðartilvik sé að ræða, allar viðeigandi ráðstafanir sem hafa almennt gildi og varða eða hafa áhrif á framkvæmd þessa kafla. Einnig skal birta alþjóðasamninga sem samningsaðili hefur undirritað og varða eða hafa áhrif á þjónustuviðskipti.  1. Each Party shall publish promptly and, except in emergency situations, at the latest by the time of their entry into force, all relevant measures of general application which pertain to or affect the operation of this Chapter. International agreements pertaining to or affecting trade in services to which a Party is a signatory shall also be published. 
2. Ef birting, sem um getur í 1. mgr., er ekki framkvæmanleg skal gera slíkar upplýsingar aðgengilegar almenningi á annan hátt.  2. Where publication as referred to in paragraph 1 is not practicable, such information shall be made otherwise publicly available. 
3. Ekkert í þessum kafla leggur samningsaðila þær skyldur á herðar að veita upplýsingar sem eru trúnaðarmál ef slíkt hindraði framkvæmd laga eða væri á annan hátt andstætt almannahagsmunum eða skaðaði lögmæta viðskiptahagsmuni tiltekinna opinberra eða einkarekinna fyrirtækja.  3. Nothing in this Chapter shall require any Party to provide confidential information, the disclosure of which would impede law enforcement, or otherwise be contrary to the public interest, or which would prejudice legitimate commercial interests of particular enterprises, public or private. 

Gr. 3.11

Article 3.11
Einkasöluaðstaða og þjónustuveitendur með einkarétt. Monopolies and Exclusive Service Suppliers
1. Hver samningsaðili skal sjá til þess að þjónustuveitandi, sem hefur einkasöluaðstöðu til að veita þjónustu á yfirráðasvæði hans, starfi ekki, þegar hann veitir þjónustuna sem einkasöluaðstaðan gildir um á viðkomandi markaði, í ósamræmi við skuldbindingar þess samningsaðila skv. gr. 3.3 (Bestukjarameðferð) og sérstakar skuldbindingar hans.  1. Each Party shall ensure that any monopoly supplier of a service in its territory does not, in the supply of the monopoly service in the relevant market, act in a manner inconsistent with that Party's obligations under Article 3.3 (Most-Favoured-Nation Treatment) and its specific commitments. 
2. Ef þjónustuveitandi samningsaðila sem hefur einkasöluaðstöðu keppir, annaðhvort beint eða í gegnum eignatengd fyrirtæki, um að veita þjónustu utan þess sviðs sem hann hefur einkasöluaðstöðu á og þjónustan fellur undir sérstakar skuldbindingar þess samningsaðila, skal samningsaðilinn sjá til þess að slíkur þjónustuveitandi misnoti ekki einkasöluaðstöðu sína til þess að athafna sig á yfirráðasvæði samningsaðilans með þeim hætti að brjóti í bága við þær skuldbindingar.  2. Where a Party's monopoly supplier competes, either directly or through an affiliated company, in the supply of a service outside the scope of its monopoly rights and which is subject to that Party's specific commitments, the Party shall ensure that such a supplier does not abuse its monopoly position to act in its territory in a manner inconsistent with such commitments. 
3. Ákvæði þessarar greinar gilda einnig um þjónustuveitendur með einkarétt, ef samningsaðili, að formi til eða í reynd:  3. The provisions of this Article shall also apply to cases of exclusive service suppliers, where a Party, formally or in effect: 
a) veitir heimild fyrir eða setur á fót lítinn hóp þjónustuveitenda og  (a) authorises or establishes a small number of service suppliers; and 
b) kemur raunverulega í veg fyrir samkeppni milli þessara þjónustuveitenda á yfirráðasvæði sínu.  (b) substantially prevents competition among those suppliers in its territory. 

Gr. 3.12

Article 3.12
Viðskiptahættir. Business Practices
1. Samningsaðilar viðurkenna að tilteknir viðskiptahættir þjónustuveitenda, aðrir en þeir sem falla undir gr. 3.11 (Einkasöluaðstaða og þjónustuveitendur með einkarétt), geta hindrað samkeppni og þannig takmarkað þjónustuviðskipti.  1. Parties recognise that certain business practices of service suppliers, other than those falling under Article 3.11 (Monopolies and Exclusive Service Suppliers), may restrain competition and thereby restrict trade in services. 
2. Hver samningsaðili skal, að beiðni einhvers annars samningsaðila, hefja samráð með það fyrir augum að koma í veg fyrir þá viðskiptahætti sem um getur í 1. mgr. Samningsaðilinn, sem beiðninni er beint til, skal taka slíka beiðni til gagngerrar og vinsamlegrar athugunar og hefja samstarf með því að veita opinberar upplýsingar sem eru ekki bundnar trúnaði og varða það málefni sem um ræðir. Sá samningsaðili sem beiðninni er beint til skal einnig veita þeim samningsaðila sem leitar eftir samráði aðrar tiltækar upplýsingar, með fyrirvara um landslög sín og reglugerðir og um fullnægjandi samkomulag um tryggingu þess að trúnaðar verði gætt um upplýsingarnar af hálfu þess samningsaðila sem leitar eftir samráði. 
2. Each Party shall, at the request of another Party, enter into consultations with a view to eliminating practices referred to in paragraph 1. The Party addressed shall accord full and sympathetic consideration to such a request and shall cooperate through the supply of publicly available non-confidential information of relevance to the matter in question. The Party addressed shall also provide other information available to the requesting Party, subject to its domestic laws and regulations, and to the conclusion of satisfactory agreement concerning the safeguarding of its confidentiality by the requesting Party. 
Gr. 3.13 Article 3.13
Greiðslur og yfirfærslur. Payments and Transfers
1. Að frátöldum þeim aðstæðum sem fyrirséðar eru í gr. 3.14 (Takmarkanir til að tryggja greiðslujöfnuð) skal samningsaðili ekki setja takmarkanir á yfirfærslur og greiðslur milli ríkja í yfirstandandi viðskiptum við annan samningsaðila.  1. Except under the circumstances envisaged in Article 3.14 (Restrictions to Safeguard the Balance of Payments), a Party shall not apply restrictions on international transfers and payments for current transactions with another Party. 
2. Ekkert í þessum kafla hefur áhrif á réttindi og skyldur samningsaðilanna samkvæmt samkomulaginu um samþykktir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þar á meðal ráðstafanir í gjaldeyrismálum sem eru í samræmi við samkomulagið um samþykktir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, að því tilskildu að samningsaðili setji engar takmarkanir á fjármagnsviðskipti, sem ekki samrýmast sérstökum skuldbindingum hans, nema skv. gr. 3.14 (Takmarkanir til að tryggja greiðslujöfnuð) eða að beiðni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 
2. Nothing in this Chapter shall affect the rights and obligations of the Parties under the Articles of Agreement of the International Monetary Fund (IMF), including the use of exchange actions which are in conformity with the Articles of Agreement of the IMF, provided that a Party shall not impose restrictions on capital transactions inconsistently with its specific commitments regarding such transactions, except under Article 3.14 (Restrictions to Safeguard the Balance of Payments) or at the request of the IMF. 
Gr. 3.14 Article 3.14
Takmarkanir til að tryggja greiðslujöfnuð. Restrictions to Safeguard the Balance of Payments
1. Samningsaðilar skulu reyna að komast hjá því að leggja á takmarkanir til að tryggja greiðslujöfnuð.  1. The Parties shall endeavour to avoid imposition of restrictions to safeguard the balance of payments. 
2. Hvers kyns takmarkanir til að tryggja greiðslujöfnuð, sem samningsaðili samþykkir eða viðheldur samkvæmt og í samræmi við XII. gr. GATS-samningsins, falla undir þennan kafla.  2. Any restrictions to safeguard the balance of payments adopted or maintained by a Party under and in conformity with Article XII of the GATS shall apply under this Chapter. 
3. Samningsaðili, sem samþykkir eða viðheldur slíkum takmörkunum, skal þegar í stað tilkynna sameiginlegu nefndinni um það. 
3. A Party adopting or maintaining such restrictions shall promptly notify the Joint Committee. 
Gr. 3.15 Article 3.15
Styrkir. Subsidies
1. Samningsaðili, sem telur sig hafa orðið fyrir skaðlegum áhrifum af styrkveitingum annars samningsaðila, getur óskað eftir sérstökum samráðsfundi um það með þeim samningsaðila. Samningsaðilinn, sem beiðni er beint til, skal ganga til slíks samráðs.  1. A Party which considers that it is adversely affected by a subsidy of another Party may request ad hoc consultations with that Party on such matters. The requested Party shall enter into such consultations. 
10 Sá skilningur ríkir að samráð, sem fer fram skv. 1. mgr., hafi ekki áhrif á réttindi og skyldur samningsaðilanna skv. 9. kafla (Lausn deilumála) eða samkvæmt samkomulagi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um reglur og málsmeðferð við lausn deilumála.  10 It is understood that consultations held pursuant to paragraph 1 shall be without prejudice to the rights and obligations of the Parties under Chapter 9 (Dispute Settlement) or under the WTO Understanding on Rules and Procedures Governing the Settlement of Disputes. 
2. Samningsaðilarnir skulu endurskoða allar verklagsreglur, sem samkomulag er um skv. XV. gr. GATS-samningsins, með það í huga að fella þær inn í þennan kafla. 
2. The Parties shall review any disciplines agreed under Article XV of the GATS with a view to incorporating them into this Chapter. 
Gr. 3.16 Article 3.16
Almennar undanþágur. General Exceptions
Með fyrirvara um þá kröfu að slíkum ráðstöfunum sé ekki beitt með þeim hætti að það hefði í för með sér geðþóttabundna eða óréttlætanlega mismunun landa þar sem aðstæður eru sambærilegar eða duldar takmarkanir í þjónustuviðskiptum, skal ekkert í þessum kafla túlka þannig að komi í veg fyrir að samningsaðili samþykki eða beiti ráðstöfunum:  Subject to the requirement that such measures are not applied in a manner which would constitute a means of arbitrary or unjustifiable discrimination between countries where like conditions prevail, or a disguised restriction on trade in services, nothing in this Chapter shall be construed to prevent the adoption or enforcement by a Party of measures: 
a) sem eru nauðsynlegar til þess að vernda almennt siðgæði eða viðhalda allsherjarreglu,  (a) necessary to protect public morals or to maintain public order; 
Aðeins má beita undanþágu á grundvelli allsherjarreglu ef um er að ræða raunverulega og nægilega alvarlega ógnun við grundvallarhagsmuni þjóðfélagsins.  The public order exception may be invoked only where a genuine and sufficiently serious threat is posed to one of the fundamental interests of society. 
b) sem eru nauðsynlegar til að vernda líf eða heilbrigði manna, dýra eða plantna,  (b) necessary to protect human, animal or plant life or health; 
c) sem eru nauðsynlegar til að tryggja að farið verði að ákvæðum laga eða reglna sem eru ekki ósamrýmanlegar ákvæðum þessa kafla, þ.m.t. ákvæði sem tengjast:  (c) necessary to secure compliance with laws or regulations which are not inconsistent with the provisions of this Chapter including those relating to: 
i. því að koma í veg fyrir villandi og sviksamlega viðskiptahætti eða bregðast við vanefndum á þjónustusamningum,  (i) the prevention of deceptive and fraudulent practices or to deal with the effects of a default on services contracts; 
ii. því að vernda friðhelgi einstaklingsins í tengslum við vinnslu og dreifingu persónuupplýsinga og fara með persónulegar skrár og reikninga sem trúnaðarmál,  (ii) the protection of the privacy of individuals in relation to the processing and dissemination of personal data and the protection of confidentiality of individual records and accounts; 
iii. öryggi,  (iii) safety; 
d) sem eru ekki í samræmi við gr. 3.5 (Innlend meðferð), að því tilskildu að þegar ólíkri meðferð er beitt sé miðað að því að tryggja sanngjarnar eða skilvirkar álögur eða innheimtu beinna skatta að því er varðar þjónustu eða þjónustuveitendur annarra samningsaðila,  (d) inconsistent with Article 3.5 (National Treatment), provided that the difference in treatment is aimed at ensuring the equitable or effective imposition or collection of direct taxes in respect of services or service suppliers of other Parties; 
Ráðstafanir sem miða að því að tryggja sanngjarnar eða skilvirkar álögur eða innheimtu beinna skatta taka til ráðstafana sem samningsaðili gerir samkvæmt skattakerfi sínu og:  Measures that are aimed at ensuring the equitable or effective imposition or collection of direct taxes include measures taken by a Party under its taxation system which: 
a) gilda um þjónustuveitendur, sem eru ekki búsettir í landinu, til viðurkenningar á því að skattskylda þeirra sem eru ekki búsettir í landinu er ákvörðuð í tengslum við skattskylda þætti sem eiga uppruna sinn að rekja til eða eru notaðir á yfirráðasvæði samningsaðila eða  (a) apply to non-resident service suppliers in recognition of the fact that the tax obligation of non-residents is determined with respect to taxable items sourced or located in the Party's territory; or 
b) gilda um þá sem ekki eru búsettir í landinu til að tryggja álagningu eða innheimtu skatta á yfirráðasvæði samningsaðila eða  (b) apply to non-residents in order to ensure the imposition or collection of taxes in the Party's territory; or 
c) gilda um þá sem eru ekki búsettir í landinu eða þá sem þar eru búsettir til að koma í veg fyrir skattahagræðingu eða skattsvik, þ.m.t. ráðstafanir um að skyldur séu uppfylltar eða  (c) apply to non-residents or residents in order to prevent the avoidance or evasion of taxes, including compliance measures; or 
d) gilda um neytendur þjónustu, sem er veitt á eða frá yfirráðasvæði annars samningsaðila, til að tryggja að skattar af starfsemi, sem er upprunnin á yfirráðasvæði samningsaðila, verði lagðir á eða innheimtir af slíkum neytendum eða  (d) apply to consumers of services supplied in or from the territory of another Party in order to ensure the imposition or collection of taxes on such consumers derived from sources in the Party's territory; or 
e) greina þjónustuveitendur, sem greiða skatt af þáttum sem eru skattskyldir á alþjóðavettvangi, frá öðrum þjónustuveitendum með því að viðurkenna eðlismun á skattstofni þeirra eða  (e) distinguish service suppliers subject to tax on worldwide taxable items from other service suppliers, in recognition of the difference in the nature of the tax base between them; or 
f) ákvarða, úthluta eða skipta tekjum, hagnaði, ágóða, tapi, frádrætti eða inneign einstaklinga eða útibúa í landinu eða milli tengdra einstaklinga eða útibúa sama einstaklings, til að vernda skattstofn samningsaðilans.  (f) determine, allocate or apportion income, profit, gain, loss, deduction or credit of resident persons or branches, or between related persons or branches of the same person, in order to safeguard the Party's tax base. 
Skattaheiti eða hugtök í d-lið og í þessari neðanmálsgrein eru ákvörðuð í samræmi við skattaskilgreiningar og hugtök, eða jafngildar eða svipaðar skilgreiningar og hugtök, samkvæmt landslögum og reglum samningsaðilans sem gerir ráðstafanirnar.  Tax terms or concepts in subparagraph (d) and in this footnote are determined according to tax definitions and concepts, or equivalent or similar definitions and concepts, under the domestic laws and regulations of the Party taking the measure. 
e) sem eru ekki í samræmi við gr. 3.3 (Bestukjarameðferð), að því tilskildu að ólík meðferð sé til komin vegna samnings til að komast hjá tvísköttun eða ákvæða til að komast hjá tvísköttun í öðrum alþjóðlegum samningi eða fyrirkomulagi sem samningsaðilinn er bundinn af.  (e) inconsistent with Article 3.3 (Most-Favoured-Nation Treatment), provided that the difference in treatment is the result of an agreement on the avoidance of double taxation or provisions on the avoidance of double taxation in any other international agreement or arrangement by which the Party is bound. 
Gr. 3.17 Article 3.17
Undanþágur af öryggisástæðum. Security Exceptions
Ekkert í þessum samningi ber að túlka á þann hátt:  Nothing in this Chapter shall be construed: 
a) að krafist sé af samningsaðila að hann láti í té upplýsingar sem hann telur andstætt grundvallaröryggishagsmunum sínum að láta af hendi,  (a) to require a Party to furnish any information, the disclosure of which it considers contrary to its essential security interests; or 
b) að komið sé í veg fyrir að samningsaðili geri ráðstafanir sem hann telur nauðsynlegar til að vernda grundvallaröryggishagsmuni sína:  (b) to prevent a Party from taking any action which it considers necessary for the protection of its essential security interests: 
i. varðandi þjónustu sem er veitt, beint eða óbeint, í þeim tilgangi að birgja upp herstöðvar,  (i) relating to the supply of services as carried out directly or indirectly for the purpose of provisioning a military establishment; 
ii. varðandi kjarnakleyf efni og kjarnasamrunaefni eða efni sem þau eru unnin úr,  (ii) relating to fissionable and fusionable materials or the materials from which they are derived; 
iii. á stríðstímum eða þegar neyðarástand ríkir í alþjóðasamskiptum, eða  (iii) taken in time of war or other emergency in international relations; or 
c) að komið sé í veg fyrir að samningsaðili grípi til ráðstafana í samræmi við skyldur sínar samkvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna til að viðhalda friði og öryggi á alþjóðavettvangi.  (c) to prevent a Party from taking any action in pursuance of its obligations under the United Nations Charter for the maintenance of international peace and security. 
Gr. 3.18 Article 3.18
Skrár yfir sérstakar skuldbindingar. Schedules of Specific Commitments
1. Sérhver samningsaðili skal færa í skrá þær sérstöku skuldbindingar sem hann gengst undir samkvæmt greinum 3.4 (Markaðsaðgangur), 3.5 (Innlend meðferð) og 3.6 (Viðbótarskuldbindingar). Tilgreina skal eftirfarandi í sérhverri skrá, að því er varðar svið þar sem gengist er undir fyrrnefndar skuldbindingar:  1. Each Party shall set out in a Schedule the Specific Commitments it undertakes under Articles 3.4 (Market Access), 3.5 (National Treatment) and 3.6 (Additional Commitments). With respect to sectors where such commitments are undertaken, each Schedule shall specify: 
a) skilmála, takmarkanir og skilyrði fyrir markaðsaðgangi,  (a) terms, limitations and conditions on market access; 
b) skilyrði og forsendur fyrir innlendri meðferð,  (b) conditions and qualifications on national treatment; 
c) samþykktir varðandi viðbótarskuldbindingar sem um getur í gr. 3.6 (Viðbótarskuldbindingar) og  (c) undertakings relating to additional commitments referred to in Article 3.6 (Additional Commitments); and 
d) tímamörk fyrir framkvæmd slíkra skuldbindinga og gildistökudag slíkra skuldbindinga, eftir því sem við á.  (d) where appropriate, the time-frame for implementation of such commitments; and the date of entry into force of such commitments. 
2. Ráðstafanir, sem eru ósamrýmanlegar bæði gr. 3.4 (Markaðsaðgangur) og gr. 3.5 (Innlend meðferð), skulu vera með fyrirvara um 2. mgr. XX. gr. GATS-samningsins.  2. Measures inconsistent with both Articles 3.4 (Market Access) and 3.5 (National Treatment) shall be subject to paragraph 2 of Article XX of the GATS. 
3. Skrár samningsaðilanna yfir sérstakar skuldbindingar eru settar fram í VIII. viðauka (Skrár yfir sérstakar skuldbindingar).  3. The Parties' Schedules of Specific Commitments are set out in Annex XII (Schedules of Specific Commitments). 
Gr. 3.19 Article 3.19
Breytingar á skrám. Modification of Schedules
Samningsaðilarnir skulu, að fenginni skriflegri beiðni samningsaðila, hafa með sér samráð til að fjalla um breytingar á sérstakri skuldbindingu eða afturköllun hennar í skrá samningsaðilans, sem leggur fram beiðni, yfir sérstakar skuldbindingar. Samráðið skal fara fram innan þriggja mánaða frá beiðninni. Með slíku samráði skulu samningsaðilar stefna að því að tryggja að viðhaldið verði almennu stigi skuldbindinga sem aðilar hafa gagnkvæman hag af og eru ekki óhagstæðari fyrir viðskipti en þær sem kveðið var á um í skránni yfir sérstakar skuldbindingar áður en samráðið hófst. Breytingar á skrám yfir sérstakar skuldbindingar eru með fyrirvara um þá málsmeðferð sem fjallað er um í gr. 8.1 (Sameiginlega nefndin) og gr. 10.1 (Breytingar). 
The Parties shall, upon written request by a Party, hold consultations to consider any modification or withdrawal of a specific commitment in the requesting Party's Schedule of Specific Commitments. The consultations shall be held within three months from the request. In the consultations, the Parties shall aim to ensure that a general level of mutually advantageous commitments no less favourable to trade than that provided for in the Schedule of Specific Commitments prior to such consultations is maintained. Modifications of Schedules of Specific Commitments are subject to the procedures set out in Articles 8.1 (Joint Committee) and 10.1 (Amendments). 
Gr. 3.20 Article 3.20
Endurskoðun. Review
Í því skyni að auka enn frekar frelsi í þjónustuviðskiptum sín á milli, einkum að afnema í aðalatriðum alla mismunun sem enn er til staðar innan tíu ára, skulu samningsaðilar endurskoða á a.m.k. þriggja ára fresti, eða oftar ef samkomulag næst um það, skrár sínar yfir sérstakar skuldbindingar og skrár yfir undanþágur vegna bestukjarameðferðar, einkum með tilliti til sjálfstæðra ráðstafana til að auka frelsi og til yfirstandandi starfs á vegum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Fyrsta endurskoðun af því tagi skal fara fram eigi síðar en fimm árum eftir að samningur þessi öðlast gildi. 
With the objective of further liberalising trade in services between them, in particular eliminating substantially all remaining discrimination within a period of ten years, the Parties shall review at least every three years, or more frequently if so agreed, their Schedules of Specific Commitments and their Lists of MFN Exemptions, taking into account in particular any autonomous liberalisation and on-going work under the auspices of the WTO. The first such review shall take place no later than five years after the entry into force of this Agreement. 
Gr. 3.21 Article 3.21
Viðaukar. Annexes
Eftirfarandi viðaukar eru óaðskiljanlegur hluti þessa kafla:  The following Annexes are an integral part of this Chapter: 
a) IX. viðauki (Skrár yfir undanþágur vegna bestukjarameðferðar),  (a) Annex IX (Lists of MFN Exemptions); 
b) X. viðauki (Viðurkenning á menntun og hæfi þjónustuveitenda),  (b) Annex X (Recognition of Qualifications of Service Suppliers); 
c) XI. viðauki (För einstaklinga),  (c) Annex XI (Movement of Natural Persons); 
d) XII. viðauki (Skrár yfir sérstakar skuldbindingar),  (d) Annex XII (Schedules of Specific Commitments); 
e) XIII. viðauki (Rafræn verslun),  (e) Annex XIII (Electronic Commerce); 
f) XIV. viðauki (Fjarskiptaþjónusta),  (f) Annex XIV (Telecommunications Services); 
g) XV. viðauki (Samframleiðsla),  (g) Annex XV (Co-Productions). 
h) XVI. viðauki (Fjármálaþjónusta),  (h) Annex XVI (Financial Services); 
i) XVII. viðauki (Heilbrigðisþjónusta),  (i) Annex XVII (Health Services); 
j) XVIII. viðauki (Ferðaþjónusta og ferðatengd þjónusta) og  (j) Annex XVIII (Tourism and Travel Services); and 
k) XIX. viðauki (Millilandaflutningar á vegum og þjónusta tengd vöruferilsstjórnun). 
(k) Annex XIX (International Road Transport and Logistics Services). 
4. KAFLI CHAPTER 4
VERND HUGVERKA PROTECTION OF INTELLECTUAL PROPERTY
4. gr. Article 4
Vernd hugverka. Protection of Intellectual Property
1. Samningsaðilarnir skulu veita og tryggja fullnægjandi og árangursríka vernd hugverkaréttinda án mismununar og gera ráð fyrir ráðstöfunum til að framfylgja þeim réttindum gegn brotum á þeim, m.a. fölsun og ólöglegri nýtingu, í samræmi við ákvæði þessa kafla og XX. viðauka (Vernd hugverka) og þá alþjóðasamninga sem um getur í þeim viðauka.  1. The Parties shall grant and ensure adequate, effective and non-discriminatory protection of intellectual property rights, and provide for measures for the enforcement of such rights against infringement thereof, including counterfeiting and piracy, in accordance with the provisions of this Chapter, Annex XX (Protection of Intellectual Property), and the international agreements referred to in that Annex. 
2. Samningsaðilarnir skulu ekki veita ríkisborgurum hvers annars óhagstæðari meðferð en þeir veita eigin ríkisborgurum. Undanþágur frá þessari skyldu skulu vera í samræmi við efnisákvæði 3. og 5. gr. samnings Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um hugverkarétt í viðskiptum (hér á eftir nefndur „TRIPS-samningurinn“).  2. The Parties shall accord to each other's nationals treatment no less favourable than that they accord to their own nationals. Exemptions from this obligation must be in accordance with the substantive provisions of Article 3 and 5 of the WTO Agreement on Trade Related Aspects of Intellectual Property Rights (TRIPS Agreement). 
3. Samningsaðilarnir skulu ekki veita ríkisborgurum hvers annars óhagstæðari meðferð en veitt er ríkisborgurum aðila sem stendur utan samningsins. Undanþágur frá þessari skyldu skulu vera í samræmi við efnisákvæði TRIPS-samningsins, einkum 4. og 5. gr. hans.  3. The Parties shall grant to each other's nationals treatment no less favourable than that they accord to nationals of a non-party. Exemptions from this obligation must be in accordance with the substantive provision of the TRIPS Agreement, in particular Articles 4 and 5. 
4. Sameiginlega nefndin skal, að beiðni samningsaðila, endurskoða ákvæði þessa kafla og XX. viðauka (Vernd hugverka) með það í huga að auka enn frekar vernd og forðast eða ráða bót á röskun í viðskiptum sem stafar af núverandi vernd hugverkaréttinda.  4. Upon request of a Party, the Joint Committee shall review the provisions of this Chapter and Annex XX (Protection of Intellectual Property) with a view to further improve levels of protection and to avoid or remedy trade distortions caused by actual levels of protection of intellectual property rights. 
5. Sameiginlega nefndin skal hafa framkvæmd hugverkaréttinda stöðugt til skoðunar. Að beiðni samningsaðila skal efna til samráðs innan sameiginlegu nefndarinnar um hvers kyns efni er lýtur að hugverkaréttindum.  5. The Joint Committee shall keep the implementation of intellectual property rights under review. At the request of a Party, consultations shall take place in the Joint Committee on any matter concerning intellectual property rights. 
5. KAFLI CHAPTER 5
OPINBER INNKAUP GOVERNMENT PROCUREMENT
5. gr. Article 5
Opinber innkaup. Government Procurement
1. Samningsaðilarnir skulu efla gagnkvæman skilning á lögum, reglum og samningum hvers annars um opinber innkaup í því skyni að auka stig af stigi viðskiptafrelsi á mörkuðum hvers annars fyrir opinber innkaup, á grundvelli banns við mismunun og á grundvelli gagnkvæmni.  1. The Parties shall enhance their mutual understanding of each other's government procurement laws, regulations and agreements with a view to progressively liberalising their respective procurement markets on the basis of non-discrimination and reciprocity. 
2. Sérhver samningsaðili skal birta lög sín eða veita almenningi aðgang að reglum sínum og stjórnsýsluúrskurðum, sem hafa almennt gildi, einnig að viðkomandi alþjóðasamningum sem hann á aðild að og haft gætu áhrif á markaði hans fyrir opinber innkaup. Sérhver samningsaðili skal svara sértækum spurningum og veita öðrum samningsaðila, að fram kominni beiðni þar um, upplýsingar um fyrrnefnd málefni.  2. Each Party shall publish its laws and make publicly available its regulations and administrative rulings of general application, as well as the international agreements to which it is a party that may affect its procurement markets. Each Party shall respond to specific questions and provide, upon request, information to another Party on such matters. 
3. Samningsaðilarnir skulu endurskoða þessa grein á vettvangi sameiginlegu nefndarinnar, innan þriggja ára frá gildistöku þessa samnings, í ljósi frekari þróunar efnahagstengsla á alþjóðavettvangi, meðal annars innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og á vettvangi fríverslunarviðskipta við aðila utan samningsins, og kanna þann kost að þróa og auka samstarf sín á milli samkvæmt samningi þessum. Að lokinni fyrstu endurskoðun skulu þeir láta fara fram endurskoðanir reglulega á fundum sameiginlegu nefndarinnar.  
3. The Parties shall review this Article in the Joint Committee within three years after the entry into force of this Agreement, in light of further developments in international economic relations, inter alia in the framework of the WTO and free trade relations with non-parties, and examine the possibility of developing and deepening their cooperation under this Agreement. After the first review they shall conduct regular reviews at the meetings of the Joint Committee. 
6. KAFLI CHAPTER 6
SAMKEPPNI COMPETITION
Gr. 6.1 Article 6.1
Samkeppnisreglur sem gilda um fyrirtæki. Rules of Competition Concerning Undertakings
1. Eftirfarandi viðskiptahættir fyrirtækja samrýmast ekki réttri framkvæmd samnings þessa að svo miklu leyti sem þeir kunna að hafa áhrif á viðskipti milli samningsaðilanna:  1. The following practices of undertakings are incompatible with the proper functioning of this Agreement in so far as they may affect trade between the Parties: 
samningar og samstilltar aðgerðir milli fyrirtækja, ákvarðanir samtaka fyrirtækja sem miða að því eða verða þess valdandi að koma í veg fyrir, takmarka eða raska samkeppni,  agreements and concerted practices between undertakings, decisions by associations of undertakings which have as their object or effect the prevention, restriction or distortion of competition; 
misnotkun eins eða fleiri fyrirtækja á markaðsráðandi stöðu á yfirráðasvæði samningsaðila í heild eða á verulegum hluta þess eða  abuse by one or more undertakings of a dominant position in the territory of a Party as a whole or in a substantial part thereof; or 
samfylkingar fyrirtækja, sem taldar eru samkeppnishamlandi samkvæmt samkeppnislögum og -reglum sem gilda hjá samningsaðilunum.  concentrations between undertakings, which are considered anti-competitive, according to the competition laws and regulations applicable in the Parties. 
2. Ákvæði 1. mgr. gilda einnig um starfsemi opinberra fyrirtækja og fyrirtækja sem njóta sér- eða einkaréttar, sem samningsaðilarnir veita þeim, svo fremi beiting fyrrnefndra ákvæða hindri ekki, að lögum eða í reynd, framkvæmd þeirra tilteknu opinberu verkefna.  2. Paragraph 1 shall also apply to the activities of public undertakings, and undertakings to which the Parties grant special or exclusive rights, in so far as the application of these provisions does not obstruct the performance, in law or in fact, of their particular public tasks. 
3. Sérhver samningsaðili skuldbindur sig til að beita samkeppnislögum sínum með það að markmiði að uppræta samkeppnishamlandi viðskiptahætti eins og lýst er í 1. mgr.  3. Each Party undertakes to apply its respective competition laws with a view to removing anti-competitive practices as outlined in paragraph 1. 
4. Ákvæði 1. og 2. mgr. skal ekki túlka þannig að þau skapi beinar, nýjar skyldur fyrir fyrirtæki.  4. The provisions of paragraphs 1 and 2 shall not be construed so as to create any direct obligations for undertakings. 
Gr. 6.2 Article 6.2
Samvinna og samráð Cooperation and Consultations
1. Samningsaðilarnir gera sér grein fyrir mikilvægi samstarfs og samræmingar lögbærra yfirvalda sinna til að efla enn frekar skilvirka framfylgd samkeppnislaga og til að uppfylla markmið þessa samnings.  1. The Parties recognise the importance of cooperation and coordination between their competent authorities to further enhance effective competition law enforcement and to fulfil the objectives of this Agreement. 
2. Þeir samningsaðilar sem eiga hlut að máli skulu vinna saman og hafa samráð þegar þeir fást við samkeppnishamlandi starfshætti, eins og lýst er í gr. 6.1 (Samkeppnisreglur sem gilda um fyrirtæki) með það að markmiði að stöðva slíka starfshætti eða skaðleg áhrif þeirra á viðskipti.  2. The Parties involved shall cooperate and consult in their dealings with anti-competitive practices, as outlined in Article 6.1 (Rules of Competition Concerning Undertakings), with the aim of putting an end to such practices or their adverse effects on trade. 
3. Samstarf getur falist í skiptum á viðeigandi upplýsingum sem samningsaðilunum eru tiltækar. Þess er ekki krafist að samningsaðili veiti upplýsingar sem eru bundnar trúnaði samkvæmt lögum hans og reglum.  3. Cooperation may include the exchange of pertinent information that is available to the Parties. No Party shall be required to disclose information that is confidential according to its domestic laws and regulations. 
4. Telji samningsaðili að tilteknir starfshættir hafi áfram áhrif á viðskipti, í skilningi ákvæða 1. og 2. mgr. gr. 6.1 (Samkeppnisreglur sem gilda um fyrirtæki), að lokinni samvinnu eða samráði í samræmi við ákvæði 2. mgr., getur hann óskað eftir samráði í sameiginlegu nefndinni. Þeir samningsaðilar sem hlut eiga að máli skulu veita sameiginlegu nefndinni alla þá aðstoð sem nauðsynleg er við rannsókn málsins og, þar sem það á við, binda enda á athæfið sem er andmælt. Hafi viðkomandi samningsaðili ekki bundið enda á athæfið, sem mótmælt var, innan þess tíma sem sameiginlega nefndin ákveður, eða eftir 60 daga eftir að málinu var vísað til sameiginlegu nefndarinnar, er samningsaðilanum sem mótmælti athæfinu heimilt að gera viðeigandi ráðstafanir til að leysa þann vanda sem viðkomandi athæfi hefur skapað. Gera skal þær ráðstafanir helst sem valda sem minnstri röskun á framkvæmd samnings þessa.  4. If a Party considers that a given practice continues to affect trade in the sense of paragraph 1 and 2 of Article 6.1 (Rules of Competition Concerning Undertakings), after cooperation or consultations in accordance with paragraph 2, it may request consultations in the Joint Committee. The Parties involved shall give to the Joint Committee all the assistance required in order to examine the case and, where appropriate, eliminate the practice objected to. If the Party in question fails to put an end to the practice objected to within the period fixed by the Joint Committee or after 60 days following referral of the case to the Joint Committee have elapsed, the Party objecting to the practice may adopt appropriate measures to deal with the difficulties resulting from the practice in question. Priority shall be given to such measures that will least disturb the functioning of this Agreement. 
5. Að undanskildum réttinum til samráðs í samræmi við 1.–3. mgr. getur enginn samningsaðili gripið til málsmeðferðar við lausn deilumála skv. þessum samningi vegna mála sem rísa samkvæmt þessum kafla.   5. With the exception of the right for consultations in accordance with paragraphs 1 to 3, no Party may have recourse to dispute settlement under this Agreement for any matter arising under this Chapter. 
7. KAFLI CHAPTER 7
VIÐSKIPTI OG SJÁLFBÆR ÞRÓUN TRADE AND SUSTAINABLE DEVELOPMENT
Gr. 7.1 Article 7.1
Samhengi og markmið. Context and Objectives
1. Samningsaðilarnir minnast yfirlýsingar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi mannsins frá 1972, Ríóyfirlýsingarinnar um umhverfi og þróun frá 1992, framkvæmdaáætlunar 21 um umhverfi og þróun frá 1992, yfirlýsingar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um grundvallarviðmið og -réttindi við vinnu, ásamt eftirfylgni hennar frá 1998, Jóhannesarborgaráætlunarinnar um sjálfbæra þróun frá 2002, ráðherrayfirlýsingar efnahags- og félagsmálaráðs SÞ um atvinnu fyrir alla og mannsæmandi störf frá 2006, yfirlýsingar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um félagslegt réttlæti í þágu sanngjarnrar alþjóðavæðingar frá 2008, niðurstöðuskýrslu Ríó+20-ráðstefnunnar „Sú framtíð sem við óskum okkur“ frá 2012 og niðurstöðuskýrslu leiðtogafundar Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun „Umbreyting heimsins: Áætlun um sjálfbæra þróun árið 2030“ frá 2015.  1. The Parties recall the Declaration of the United Nations Conference on the Human Environment of 1972, the Rio Declaration on Environment and Development of 1992, Agenda 21 on Environment and Development of 1992, the ILO Declaration on Fundamental Principles and Rights at Work and its Follow-up of 1998, the Johannesburg Plan of Implementation on Sustainable Development of 2002, the Ministerial Declaration of the UN Economic and Social Council on Full Employment and Decent Work of 2006, the ILO Declaration on Social Justice for a Fair Globalization of 2008, the Rio+20 Outcome Document “the Future We Want” of 2012 and the outcome document of the UN Summit on Sustainable Development “Transforming Our World: the 2030 Agenda for Sustainable Development” of 2015. 
2. Samningsaðilarnir viðurkenna að efnahagsþróun, félagsleg þróun og umhverfisvernd eru víxltengdir þættir sjálfbærrar þróunar sem styðja hvern annan. Þeir leggja áherslu á þann ávinning sem felst í samstarfi um viðskiptatengd vinnu- og umhverfismál sem lið í heildrænni aðkomu að viðskiptum og sjálfbærri þróun.  2. The Parties recognise that economic development, social development and environmental protection are interdependent and mutually supportive components of sustainable development. They underline the benefits of cooperation on trade related labour and environmental issues as part of a global approach to trade and sustainable development. 
3. Samningsaðilarnir árétta þá skuldbindingu sína að stuðla að þróun alþjóðaviðskipta með markmið sjálfbærrar þróunar að leiðarljósi og að fella það markmið inn í viðskiptatengsl samningsaðilanna þannig að það endurspeglist í þeim.  3. The Parties reaffirm their commitment to promote the development of international trade in such a way as to contribute to the objective of sustainable development and to ensure that this objective is integrated and reflected in the trade relations between the Parties. 
4. Þessi kafli skal ekki notaður sem verndarstefna í viðskiptum.  4. This Chapter shall not be used for protectionist trade purposes. 
Gr. 7.2 Article 7.2
Gildissvið. Scope
Sé ekki kveðið á um annað í þessum kafla gilda ákvæði hans um þær ráðstafanir sem hafa áhrif á viðskipta- og fjárfestingatengda þætti vinnu- og umhverfismála og samningsaðilarnir samþykkja eða viðhalda.  Except as otherwise provided for in this Chapter, this Chapter applies to measures adopted or maintained by the Parties affecting trade-related aspects of labour and environmental issues. 
Þar sem vísað er til vinnu í þessum kafla tekur það til málefna sem varða framkvæmdaráætlunina um mannsæmandi störf, eins og hún var samþykkt innan Alþjóðavinnumálastofnunarinnar. 
When labour is referred to in this Chapter, it includes the issues relevant to the Decent Work Agenda as agreed on in the ILO. 
Gr. 7.3 Article 7.3
Réttur til reglusetningar og umfang verndar. Right to Regulate and Levels of Protection
1. Sérhver samningsaðili skal, um leið og viðurkenndur er réttur sérhvers samningsaðila, með fyrirvara um ákvæði samnings þessa, til að ákveða umfang umhverfis- og vinnuverndar sinnar og til að samþykkja eða breyta til samræmis við það viðeigandi lögum sínum, reglugerðum, og stefnumálum, leitast við að tryggja að í lögum hans, reglugerðum, stefnumálum og starfsháttum sé kveðið á um og hvatt til öflugrar umhverfis- og vinnuverndar í samræmi við staðla, meginreglur og samninga er um getur í gr. 7.5 (Alþjóðlegar reglur og samningar á sviði vinnumála) og gr. 7.6 (Marghliða umhverfissamningar og meginreglur um umhverfismál) og skal hann leggja sig fram um að efla enn frekar þá vernd sem kveðið er á um í þeim lögum, reglugerðum og stefnumálum.  1. Recognising the right of each Party, subject to the provisions of this Agreement, to establish its own levels of environmental and labour protection, and to adopt or modify its domestic laws, regulations and policies accordingly, each Party shall endeavour to ensure that its domestic laws, regulations, policies and practices provide for, and encourage, high levels of environmental and labour protection, consistent with standards, principles and agreements referred to in Articles 7.5 (International Labour Standards and Agreements) and 7.6 (Multilateral Environmental Agreements and Environmental Principles), and shall strive to further improve the levels of protection provided for in those domestic laws, regulations and policies. 
2. Samningsaðilarnir viðurkenna mikilvægi þess, þegar þeir undirbúa og framkvæma ráðstafanir í tengslum við þau umhverfis- og vinnuskilyrði sem hafa áhrif á viðskipti og fjárfestingar milli þeirra, að tekið sé tillit til vísindalegra, tæknilegra og annarra upplýsinga og viðeigandi alþjóðlegra staðla, leiðbeininga og tilmæla.  2. The Parties recognise the importance of taking account of scientific, technical and other information, and relevant international standards, guidelines and recommendations when preparing and implementing measures related to the environment and labour conditions that affect trade and investment between them. 

Gr. 7.4

Article 7.4
Viðhald verndar við beitingu og framfylgd laga, reglna eða staðla. Upholding Levels of Protection in the Application and Enforcement of Laws, Regulations or Standards
1. Samningsaðili skal ekki skirrast við að framfylgja með virkum hætti lögum sínum, reglugerðum eða stöðlum á sviði umhverfis- og vinnumála þannig að hafi áhrif á viðskipti eða fjárfestingar milli samningsaðilanna.  1. A Party shall not fail to effectively enforce its environmental and labour laws, regulations or standards in a manner affecting trade or investment between the Parties. 
2. Samningsaðili skal ekki, með fyrirvara um ákvæði gr. 7.3 (Réttur til reglusetningar og umfang verndar):  2. Subject to Article 7.3 (Right to Regulate and Levels of Protection), a Party shall not: 
a) veikja eða draga úr þeirri umhverfis- eða vinnuvernd, sem landslög hans, reglugerðir eða staðlar mæla fyrir um, í þeim eina tilgangi að hvetja til fjárfestinga frá öðrum samningsaðila eða að leita eftir eða auka samkeppnisforskot framleiðenda eða þjónustuveitenda sem stunda rekstur á yfirráðasvæði hans eða   (a) weaken or reduce the levels of environmental or labour protection provided by its domestic laws, regulations or standards with the sole intention to encourage investment from another Party or to seek or to enhance a competitive trade advantage of producers or service providers operating in its territory; or 
b) fella úr gildi eða víkja frá með öðrum hætti eða bjóðast til að fella úr gildi eða víkja frá með öðrum hætti landslögum sínum, reglugerðum eða stöðlum í þeim tilgangi að hvetja til fjárfestinga frá öðrum samningsaðila eða að leita eftir eða auka samkeppnisforskot framleiðenda eða þjónustuveitenda sem stunda rekstur á yfirráðasvæði hans.  
(b) waive or otherwise derogate from, or offer to waive or otherwise derogate from its domestic laws, regulations or standards in order to encourage investment from another Party or to seek or to enhance a competitive trade advantage of producers or service providers operating in its territory. 
Gr. 7.5 Article 7.5
Alþjóðlegar reglur og samningar á sviði vinnumála. International Labour Standards and Agreements
1. Samningsaðilarnir vísa til þeirra skyldna sem leiðir af aðild að Alþjóðavinnumálastofnuninni og af yfirlýsingu Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um grundvallarviðmið og -réttindi við vinnu og eftirfylgni hennar, sem var samþykkt á 86. Alþjóðavinnumálaþinginu árið 1998, þ.e. að virða, halda fram og framkvæma meginreglur um grundvallarréttindi, nánar tiltekið um:   1. The Parties recall the obligations deriving from membership of the ILO and the ILO Declaration on Fundamental Principles and Rights at Work and its Follow-up adopted by the International Labour Conference at its 86th Session in 1998, to respect, promote and realise the principles concerning the fundamental rights, namely: 
a) félagafrelsi og viðurkenningu í reynd á réttinum til að gera kjarasamninga,  (a) the freedom of association and the effective recognition of the right to collective bargaining; 
b) að útrýma nauðungarvinnu í hvaða mynd sem er,  (b) the elimination of all forms of forced or compulsory labour; 
c) að afnema barnavinnu með virkum hætti og  (c) the effective abolition of child labour; and 
d) að útrýma misrétti með tilliti til atvinnu og starfa.  (d) the elimination of discrimination in respect of employment and occupation. 
2. Samningsaðilarnir árétta þá skuldbindingu sína, samkvæmt ráðherrayfirlýsingu efnahags- og félagsmálaráðs Sameinuðu þjóðanna frá 2006 um atvinnu fyrir alla og mannsæmandi störf, að viðurkenna mikilvægi arðbærrar atvinnu fyrir alla og mannsæmandi starfa fyrir alla sem meginþátt sjálfbærrar þróunar fyrir öll lönd og sem forgangsmarkmið samvinnu ríkja í milli og að ýta undir þróun alþjóðaviðskipta þannig að stuðli að arðbærri atvinnu og mannsæmandi störfum fyrir alla.   2. The Parties reaffirm their commitment, under the Ministerial Declaration of the UN Economic and Social Council on Full Employment and Decent Work of 2006, to recognising full and productive employment and decent work for all as a key element of sustainable development for all countries and as a priority objective of international cooperation and to promoting the development of international trade in a way that is conducive to full and productive employment and decent work for all. 
3. Samningsaðilarnir minnast skuldbindinga, sem leiðir af aðild að Alþjóðavinnumálastofnuninni, um að framkvæma með skilvirkum hætti þær samþykktir Alþjóðavinnumálastofnunarinnar sem þeir hafa fullgilt og um að vinna staðfastlega áfram að því að fullgilda grunnsamþykktir Alþjóðavinnumálastofnunarinnar og aðrar samþykktir sem hún hefur flokkað sem uppfærðar.  3. The Parties recall the obligations deriving from membership of the ILO to effectively implement the ILO Conventions which they have ratified and to make continued and sustained efforts towards ratifying the fundamental ILO Conventions, as well as the other conventions that are classified as “up-to-date” by the ILO. 
4. Eigi skal skírskota til brota á grundvallarviðmiðum og -réttindum við vinnu eða notfæra sér slík brot með öðrum hætti sem lögmæta hlutfallslega yfirburði. 
4. The violation of fundamental principles and rights at work shall not be invoked or otherwise used as a legitimate comparative advantage. 
Gr. 7.6 Article 7.6
Marghliða umhverfissamningar og meginreglur um umhverfismál. Multilateral Environmental Agreements
and Environmental Principles
Samningsaðilarnir árétta þá skuldbindingu sína að innleiða með skilvirkum hætti í landslög sín, reglugerðir og starfshætti þá marghliða samninga um umhverfismál sem þeir eru aðilar að og að þeir fari að meginreglum um umhverfismál sem felast í þeim alþjóðlegu gerningum er um getur í gr. 7.1 (Samhengi og markmið).  The Parties reaffirm their commitment to the effective implementation in their domestic laws, regulations and practices, of the multilateral environmental agreements to which they are a party, as well as their adherence to environmental principles reflected in the international instruments referred to in Article 7.1 (Context and Objectives). 

Gr. 7.7

Article 7.7
Efling viðskipta og fjárfestinga
sem stuðla að sjálfbærri þróun.
Promotion of Trade and Investment Favouring Sustainable Development
1. Samningsaðilarnir skulu kappkosta að greiða fyrir og ýta undir erlenda fjárfestingu, viðskipti með og útbreiðslu vöru og þjónustu sem koma umhverfinu til góða, þ.m.t. sjálfbær byggingarefni, umhverfistækni, sjálfbær endurnýjanleg orka og orkunýtnar og umhverfismerktar vörur og þjónusta, m.a. með því að taka til athugunar tengdar hindranir aðrar en tolla.  1. The Parties shall strive to facilitate and promote foreign investment, trade in and dissemination of goods and services beneficial to the environment, including sustainable construction materials, environmental technologies, sustainable renewable energy, energy efficient and eco-labelled goods and services, inter alia, through addressing related non-tariff barriers. 
2. Samningsaðilarnir skulu kappkosta að greiða fyrir og ýta undir erlenda fjárfestingu, viðskipti með og útbreiðslu á vörum og þjónustu, sem stuðla að sjálfbærri þróun, meðal annars vörum og þjónustu sem eru bundnar áætlunum svo sem um sanngjörn og siðleg viðskipti.  2. The Parties shall strive to facilitate and promote foreign investment, trade in and dissemination of goods and services that contribute to sustainable development, including goods and services that are the subject of schemes such as fair and ethical trade. 
3. Samningsaðilarnir samþykkja í þessu skyni að skiptast á skoðunum og kunna að taka til athugunar sameiginlega eða tvíhliða samvinnu á þessu sviði.  3. The Parties agree to exchange views and may consider cooperation, jointly or bilaterally, in this area. 
4. Samningsaðilarnir skulu hvetja til samstarfs milli fyrirtækja með tilliti til vöru, þjónustu og tækni sem ýta undir sjálfbæra þróun og koma umhverfinu til góða.  4. The Parties shall encourage cooperation between enterprises in relation to goods, services and technologies that contribute to sustainable development and are beneficial to the environment. 
Gr. 7.8 Article 7.8
Samstarf á alþjóðavettvangi. Cooperation in International Fora
Samningsaðilarnir skulu kappkosta að efla samvinnu sín á milli á sviði vinnu- og umhverfismála, sem varða viðskipti og fjárfestingar og þar sem um gagnkvæma hagsmuni er að ræða, á viðeigandi tvíhliða, svæðisbundnum og marghliða vettvangi þar sem þeir eru þátttakendur. 
The Parties shall strive to strengthen their cooperation on trade and investment related labour and environmental issues of mutual interest in relevant bilateral, regional and multilateral fora in which they participate. 
Gr. 7.9 Article 7.9
Framkvæmd og samráð. Implementation and Consultations
1. Samningsaðilar skulu tilnefna þær stjórnsýslueiningar sem eiga að þjóna sem tengiliðir að því er varðar framkvæmd ákvæða þessa kafla.  1. The Parties shall designate the administrative entities which shall serve as contact points for the purposes of implementing this Chapter. 
2. Samningsaðili getur, í gegnum tengiliðinn sem um getur í 1. mgr., óskað eftir samráði við sérfræðinga eða samráði innan sameiginlegu nefndarinnar vegna mála sem rísa samkvæmt þessum kafla. Samningsaðilarnir skulu gera sitt ítrasta til að finna lausn á umræddum málum sem gagnkvæm sátt er um. Samningsaðilarnir geta leitað ráða hjá viðkomandi alþjóðastofnunum eða alþjóðlegum aðilum, þar sem það á við og með fyrirvara um samkomulag sín á milli.  2. A Party may, through the contact points referred to in paragraph 1, request expert consultations or consultations within the Joint Committee regarding any matter arising under this Chapter. The Parties shall make every attempt to arrive at a mutually satisfactory resolution of the matter. Where relevant, and subject to the agreement of the Parties, they may seek advice from the relevant international organisations or bodies. 
3. Telji samningsaðili að ráðstöfun, sem annar samningsaðili grípur til, samræmist ekki skyldum hans samkvæmt þessum kafla getur hann nýtt sér sáttaumleitanir í samræmi við gr. 9.2 (Sáttaumleitanir) og gr. 9.3 (Samráð).  3. If a Party considers that a measure of another Party does not comply with the obligations under this Chapter, it may have recourse to good offices, conciliation or mediation and consultations in accordance with Articles 9.2 (Good Offices, Conciliation or Mediation) and 9.3 (Consultations). 
4. Samningsaðilarnir geta ekki nýtt sér gerðardómsmeðferð skv. 9. kafla (Lausn deilumála) vegna mála sem rísa samkvæmt þessum kafla.  4. The Parties shall not have recourse to arbitration under Chapter 9 (Dispute Settlement) for any matter arising under this Chapter. 

Gr. 7.10

Article 7.10
Endurskoðun. Review
Samningsaðilarnir skulu kanna reglulega, á vettvangi sameiginlegu nefndarinnar, hvernig hefur miðað að ná þeim markmiðum sem sett eru fram í þessum kafla og skoða alþjóðlega þróun, sem skiptir máli, til þess að greina þau svið þar sem frekari aðgerðir gætu stuðlað að því að ná fyrrnefndum markmiðum. 
The Parties shall periodically review in the Joint Committee progress achieved in pursuing the objectives set out in this Chapter and consider relevant international developments to identify areas where further action could promote these objectives. 

8. KAFLI


CHAPTER 8

STOFNANAÁKVÆÐI INSTITUTIONAL PROVISIONS
Gr. 8.1 Article 8.1
Sameiginlega nefndin. Joint Committee
1. Samningsaðilarnir setja hér með á stofn sameiginlega nefnd EFTA-ríkjanna og Tyrklands (sameiginlega nefndin) sem skal samanstanda af háttsettum embættismönnum samningsaðilanna.  1. The Parties hereby establish the EFTA-Turkey Joint Committee (Joint Committee) which shall consist of senior officials of the Parties. 
2. Sameiginlega nefndin skal:  2. The Joint Committee shall: 
a) hafa yfirumsjón með og yfirfara framkvæmd samnings þessa,  (a) supervise and review the implementation of this Agreement; 
b) kanna stöðugt þann kost að afnema enn frekar viðskiptahindranir og aðrar takmarkandi ráðstafanir sem varða viðskipti milli samningsaðilanna,  (b) keep under review the possibility of further removal of barriers to trade and other restrictive measures concerning trade between the Parties; 
c) hafa umsjón með frekari þróun samnings þessa,  (c) oversee the further elaboration of this Agreement; 
d) fjalla um og leggja fram tilmæli til samningsaðila um breytingar á þessum samningi og taka ákvarðanir um breytingar á viðaukum og viðbætum við samninginn í samræmi við gr. 10.1 (Breytingar),  (d) consider and make recommendations to the Parties on amendments to this Agreement and take decisions on amendments to the Annexes and Appendices to this Agreement in accordance with Article 10.1 (Amendments); 
e) hafa yfirumsjón með starfi allra undirnefnda og vinnuhópa sem komið er á fót samkvæmt samningi þessum,  (e) supervise the work of all sub-committees and working groups established under this Agreement; 
f) leitast við að leysa deilur sem kunna að rísa um túlkun eða beitingu samnings þessa og  (f) endeavour to resolve disputes that may arise regarding the interpretation or application of this Agreement; and 
g) fjalla um hvert það mál annað sem kann að hafa áhrif á rekstur samnings þessa.  (g) consider any other matter that may affect the functioning of this Agreement. 
3. Sameiginlega nefndin getur ákveðið að koma á fót þeim undirnefndum og vinnuhópum sem hún telur þörf á sér til aðstoðar við störf sín. Undirnefndirnar og vinnuhóparnir skulu starfa í umboði sameiginlegu nefndarinnar, nema kveðið sé á um annað í samningi þessum.  3. The Joint Committee may decide to set up such sub-committees and working groups as it considers necessary to assist it in accomplishing its tasks. Except where otherwise provided for in this Agreement, the sub-committees and working groups shall work under a mandate established by the Joint Committee. 
4. Sameiginlega nefndin getur tekið ákvarðanir eins og kveðið er á um í þessum samningi. Í öðrum málum er sameiginlegu nefndinni heimilt að senda frá sér tilmæli.  4. The Joint Committee may take decisions as provided for in this Agreement. On other matters the Joint Committee may make recommendations. 
5. Ákvarðanir og tilmæli sameiginlegu nefndarinnar skulu vera með samhljóða samþykki. Þegar fyrirsjáanlegt er að ákvæði samnings þessa varðar einungis tiltekna samningsaðila getur sameiginlega nefndin samþykkt ákvarðanir og sent frá sér tilmæli viðvíkjandi málum sem varða einungis eitt eða nokkur EFTA-ríki og Tyrkland. Einungis hlutaðeigandi samningsaðilar skulu greiða atkvæði í slíkum tilvikum og þær ákvarðanir eða tilmæli sem um ræðir skulu aðeins gilda gagnvart þeim samningsaðilum.  5. The Joint Committee shall take decisions and make recommendations by consensus. Where this Agreement foresees that a provision only concerns certain Parties, the Joint Committee may adopt decisions and make recommendations regarding issues related only to one or several EFTA States and Turkey. The vote shall in such cases only be taken among the Parties concerned and the decisions or recommendations shall only apply to those Parties. 
6. Sameiginlega nefndin skal koma saman innan eins árs frá gildistöku samnings þessa. Eftir það skal hún koma saman þegar nauðsyn krefur en að öllu jöfnu annað hvert ár. Fundir sameiginlegu nefndarinnar skulu vera undir sameiginlegu forsæti eins EFTA-ríkjanna og Tyrklands. Starfsreglur sameiginlegu nefndarinnar eru settar fram í XXI. viðauka (Starfsreglur sameiginlegrar nefndar EFTA-ríkjanna og Tyrklands).  6. The Joint Committee shall meet within one year from the entry into force of this Agreement. Thereafter, it shall meet whenever necessary but normally every two years. Its meetings shall be chaired jointly by one of the EFTA States and Turkey. The rules of procedures of the Joint Committee are set out in Annex XXI (Rules of Procedure of the EFTA-Turkey Joint Committee). 
7. Sérhver samningsaðili getur, hvenær sem er, farið fram á sérstakan fund í sameiginlegu nefndinni með skriflegri tilkynningu til hinna samningsaðilanna. Slíkur fundur skal haldinn innan 30 daga frá því að beiðni berst, nema samningsaðilar komi sér saman um annað. 
7. Each Party may request at any time, through a notice in writing to the other Parties, that a special meeting of the Joint Committee be held. Such a meeting shall take place within 30 days from the receipt of the request, unless the Parties agree otherwise. 
Gr. 8.2 Article 8.2
Tengiliðir. Contact Points
Samningsaðilarnir tilnefna hér með eftirtalda tengiliði:  The Parties hereby designate the following contact points: 
a) fyrir Tyrkland: efnahagsráðuneytið eða arftaki þess og  (a) for Turkey: the Ministry of Economy or its successor; and 
b) fyrir EFTA-ríkin, EFTA-skrifstofan. 
(b) for the EFTA States: the EFTA Secretariat. 
9. KAFLI CHAPTER 9
LAUSN DEILUMÁLA DISPUTE SETTLEMENT
Gr. 9.1 Article 9.1
Gildissvið og umfang. Scope and Coverage
1. Þessi kafli gildir um lausn hvers konar deilumála varðandi túlkun eða beitingu samnings þessa, nema kveðið sé um annað í honum.  1. Unless otherwise provided in this Agreement, this Chapter applies with respect to the settlement of any disputes concerning the interpretation or application of this Agreement. 
2. Heimilt er að leysa deilur vegna sama máls, sem rísa bæði samkvæmt samningi þessum og samningnum um Alþjóðaviðskiptastofnunina, á hvorum vettvanginum sem er, að ákvörðun umkvörtunaraðila. Sá vettvangur sem þannig er valinn skal notaður eingöngu.  2. Disputes regarding the same matter arising under both this Agreement and the WTO Agreement, may be settled in either forum at the discretion of the complaining Party. The forum thus selected shall be used to the exclusion of the other. 
3. Að því er varðar 2. mgr. telst umkvörtunaraðili hafa valið vettvang þegar hann hefur farið fram á stofnun gerðardóms í samræmi við 6. gr. samkomulags Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um reglur og málsmeðferð við lausn deilumála eða í samræmi við 1. mgr. gr. 9.4 (Stofnun gerðardóms).  3. For the purposes of paragraph 2, the complaining Party shall be deemed to have selected the forum when it has requested the establishment of an arbitration panel in accordance with Article 6 of the WTO Understanding on Rules and Procedures Governing the Settlement of Disputes or in accordance with paragraph 1 of Article 9.4 (Establishment of Arbitration Panel). 
4. Að því er varðar þennan kafla geta hugtökin „samningsaðili“, „deiluaðili“, „umkvörtunaraðili“ og „samningsaðili sem kvörtun beinist gegn“ merkt einn eða fleiri samningsaðila. 
4. For the purposes of this Chapter, the terms “Party”, “party to the dispute”, “complaining Party” and “Party complained against” can denote one or more Parties. 
Gr. 9.2 Article 9.2
Sáttaumleitanir. Good Offices, Conciliation or Mediation
1. Deiluaðilum er frjálst að nýta sér málsmeðferð sem felst í sáttaumleitunum ef þeir koma sér saman um það. Þær má hefja og þeim má ljúka hvenær sem er. Þær geta haldið áfram meðan á málsmeðferð gerðardóms, sem stofnaður er í samræmi við þennan kafla, stendur.  1. Good offices, conciliation and mediation are procedures that are undertaken voluntarily if the parties to the dispute so agree. They may begin and be terminated at any time. They may continue while proceedings of an arbitration panel established in accordance with this Chapter are in progress. 
2. Málsmeðferð, sem felst í sáttaumleitunum, skal vera trúnaðarmál og hefur ekki áhrif á rétt deiluaðila við frekari meðferð mála.  2. Proceedings involving good offices, conciliation and mediation shall be confidential and without prejudice to the rights of the parties to the dispute in any other proceedings. 
Gr. 9.3 Article 9.3
Samráð Consultations
Samningsaðilarnir skulu ætíð leitast við að ná samkomulagi um túlkun og beitingu samnings þessa og gera sitt ýtrasta með samvinnu og samráði til að finna tafarlaust lausn sem gagnkvæm sátt ríkir um í hverju því máli sem rís á grundvelli þessarar greinar.  The Parties shall at all times endeavour to agree on the interpretation and application of this Agreement, and shall make every attempt through cooperation and consultations to promptly reach a mutually satisfactory solution of any matter raised in accordance with this Article. 
2. Samningsaðili getur farið skriflega fram á samráð við annan samningsaðila ef hann telur að ráðstöfun samrýmist ekki ákvæðum samnings þessa. Samningsaðili, sem fer fram á samráð, skal jafnframt tilkynna hinum samningsaðilunum skriflega um þá beiðni. Sá samningsaðili sem beiðninni er beint til skal svara henni innan 10 daga frá viðtöku hennar. Samráð skal fara fram innan sameiginlegu nefndarinnar, nema þeir samningsaðilar sem leggja fram beiðni um samráð eða slíkri beiðni er beint til séu ásáttir um annað.  2. A Party may request in writing consultations with another Party if it considers that a measure is inconsistent with this Agreement. The Party requesting consultations shall at the same time notify the other Parties in writing of the request. The Party to which the request is made shall reply to the request within ten days from the receipt of the request. Consultations shall take place in the Joint Committee, unless the Parties making and receiving the request for consultations agree otherwise. 
3. Samráð skal hefjast innan 30 daga frá viðtöku beiðni um samráð. Samráð um brýn málefni, þ.m.t. um vörur sem eru viðkvæmar fyrir skemmdum, skal hefjast innan 15 daga frá viðtöku beiðni um samráð. Svari samningsaðilinn, sem beiðninni er beint til, ekki innan tíu daga eða gangi ekki til samráðs innan 30 daga frá viðtöku beiðninnar um samráð, eða innan 15 daga ef málin eru brýn, á samningsaðilinn, sem leggur fram beiðnina, rétt á að fara fram á stofnun gerðardóms í samræmi við gr. 9.4. (Stofnun gerðardóms).  3. Consultations shall commence within 30 days from the receipt of the request for consultations. Consultations on urgent matters, including those on perishable goods, shall commence within 15 days from the receipt of the request for consultations. If the Party to which the request is made does not reply within ten days or does not enter into consultations within 30 days from the receipt of the request for consultations, or within 15 days for urgent matters, the Party making the request is entitled to request the establishment of an arbitration panel in accordance with Article 9.4 (Establishment of Arbitration Panel). 
4. Deiluaðilarnir skulu veita nægilegar upplýsingar til að unnt sé að kanna til fulls hvort viðkomandi ráðstöfun sé í ósamræmi við samning þennan og fara með hvers kyns trúnaðarupplýsingar, sem skipst er á meðan samráðið varir, á sama hátt og samningsaðilinn sem veitir upplýsingarnar.  4. The parties to the dispute shall provide sufficient information to enable a full examination of whether the measure is inconsistent with this Agreement or not and treat any confidential information exchanged in the course of consultations in the same manner as the Party providing the information. 
5. Samráðið skal fara fram í trúnaði og hefur ekki áhrif á rétt deiluaðilanna, komi til frekari málsmeðferðar.  5. The consultations shall be confidential and without prejudice to the rights of the parties to the dispute in any other proceedings. 
6. Deiluaðilar skulu tilkynna hinum samningsaðilunum um gagnkvæmt samkomulag um lausn málsins. 
6. The parties to the dispute shall inform the other Parties of any mutually agreed resolution of the matter. 
Gr. 9.4 Article 9.4
Stofnun gerðardóms. Establishment of Arbitration Panel
1. Leiði samráðið, sem um getur í gr. 9.3 (Samráð), ekki til lausnar deilu innan 60 daga, eða 30 daga í tengslum við brýnt mál, þ.m.t. mál er varða vörur sem eru viðkvæmar fyrir skemmdum, frá því að samningsaðilinn, sem kvörtun beinist gegn, veitir beiðninni um samráð viðtöku, getur umkvörtunaraðili, með skriflegri beiðni til samningsaðilans sem kvörtunin beinist gegn, farið fram á stofnun gerðardóms. Afrit af beiðninni skal sent hinum samningsaðilunum til þess að þeir geti ákveðið hvort þeir vilji taka þátt í gerðardómsferlinu.  1. If the consultations referred to in Article 9.3 (Consultations) fail to settle a dispute within 60 days, or 30 days in relation to urgent matters, including those on perishable goods, from the receipt of the request for consultations by the Party complained against, the complaining Party may request the establishment of an arbitration panel by means of a written request to the Party complained against. A copy of this request shall be communicated to the other Parties so that they may determine whether to participate in the arbitration process. 
2. Í beiðni um stofnun gerðardóms skal tilgreina þá sérstöku ráðstöfun sem um ræðir og leggja fram stutta samantekt um þann lagalega grundvöll og staðreyndagrunn sem kvörtunin hvílir á.  2. The request for the establishment of an arbitration panel shall identify the specific measure at issue and provide a brief summary of the legal and factual basis of the complaint. 
3. Þrír menn skulu skipa gerðardóminn. Í skriflegu beiðninni samkvæmt 1. og 2. mgr. skal umkvörtunaraðilinn tilnefna einn mann í gerðardóminn. Innan 30 daga frá viðtöku beiðninnar skal samningsaðilinn, sem kvörtun beinist gegn, tilnefna annan mann í gerðardóminn. Gerðarmennirnir tveir skulu, innan 30 daga frá tilnefningu annars gerðarmannsins, komast að samkomulagi um tilnefningu hins þriðja. Innan sjö daga frá tilnefningu þriðja gerðarmannsins skulu deiluaðilarnir samþykkja eða hafna tilnefningu hans og skal hann, sé hann samþykktur, vera formaður gerðardómsins. Stofndagur gerðardómsins telst vera dagurinn þegar formaðurinn er skipaður.  3. An arbitration panel shall be composed of three members. In the written request pursuant to paragraphs 1 and 2, the complaining Party shall appoint one member of the arbitration panel. Within 30 days of the receipt of the request, the Party complained against shall appoint another member of the arbitration panel. The two members shall agree on the appointment of the third member within 30 days of the appointment of the second member. The parties to the dispute shall, within seven days of the appointment of the third member, approve or disapprove the appointment of that member, who shall, if approved, act as the chairperson of the arbitration panel. The date of establishment of the arbitration panel shall be the date on which the chairperson is approved. 
4. Hafi einhver gerðarmanna ekki verið skipaður innan frestanna sem um getur í 3. mgr. getur deiluaðili beðið framkvæmdastjóra Alþjóðagerðardómsins (Alþjóðagerðardómurinn) um að tilnefna þá gerðarmenn sem á vantar innan 30 daga í samræmi við gerðardómsreglur Alþjóðagerðardómsins frá 2012 (Gerðardómsreglur), að breyttu breytanda.  4. If any of the members of the arbitration panel has not been appointed within the deadlines referred to in paragraph 3, a party to the dispute may request the Secretary-General of the Permanent Court of Arbitration (PCA) to appoint any missing members of the arbitration panel within 30 days, in accordance with the Arbitration Rules 2012 of the PCA (Arbitrational Rules), mutatis mutandis
5. Vefengja má hvaða gerðarmann sem er ef aðstæður gefa tilefni til réttlætanlegra efasemda um óhlutdrægni, áreiðanleika, góða dómgreind og sjálfstæði hans. Taki einhver deiluaðila ekki undir vefenginguna, eða segi sá gerðarmaður sem í hlut á ekki af sér, skal sá sem vefengir biðja framkvæmdastjóra Alþjóðagerðardómsins um að skera úr um það hvort gerðarmaðurinn sem var vefengdur skuli víkja fyrir öðrum. Í því tilviki skal nýr gerðarmaður tilnefndur samkvæmt málsmeðferðinni sem kveðið er á um í gerðardómsreglunum.  5. Any member of the arbitration panel may be challenged if circumstances give rise to justifiable doubts as to the member's objectivity, reliability, sound judgment or independence. If a party to the dispute does not agree with the challenge or the challenged member of the arbitration panel does not withdraw, the party making the challenge may request the Secretary-General of the PCA to decide whether the challenged arbitrator shall be replaced. In such case, a new arbitrator shall be appointed pursuant to the procedure provided for in the Arbitrational Rules. 
6. Ef framkvæmdastjóri Alþjóðagerðardómsins er ríkisborgari aðila að deilunni er deiluaðila heimilt að fara fram á að aðstoðarframkvæmdastjóri Alþjóðagerðardómsins eða sá embættismaður hans sem gengur næstur að starfsaldri og er ekki ríkisborgari aðila að deilunni, annist nauðsynlegar tilnefningar.  6. In the event that the Secretary-General of the PCA is a national of a party to the dispute, a party to the dispute may request the Deputy Secretary-General of the PCA or the officer next in seniority, who is not a national of a party to the dispute, to make the necessary appointments. 
7. Hver sá sem er skipaður til setu í gerðardómi skal vera sérfróður eða reyndur í lögum, alþjóðaviðskiptum, öðrum málefnum sem þessi samningur tekur til eða við úrlausn deilumála sem rísa vegna alþjóðlegra viðskiptasamninga. Auk þess skal formaður gerðardóms hvorki vera ríkisborgari samningsaðila eða að jafnaði búsettur á yfirráðasvæði samningsaðila, vera starfsmaður samningsaðila né hafa komið að deilunni, sem um ræðir, með öðrum hætti.  7. Any person appointed as a member of the arbitration panel shall have expertise or experience in law, international trade, other matters covered by this Agreement or the resolution of disputes arising under international trade agreements. Additionally, the chairperson shall not be a national of either Party or have his or her usual place of residence in the territory of, nor be employed by, a Party nor have dealt with the dispute at issue in any capacity. 
8. Erindisbréf gerðardómsins er sem hér segir, nema deiluaðilarnir komi sér saman um annað innan 20 daga frá viðtöku beiðninnar um stofnun gerðardómsins:  8. Unless the parties to the dispute otherwise agree within 20 days from the receipt of the request for the establishment of the arbitration panel, the terms of reference for the arbitration panel shall be: 
„Að rannsaka, í ljósi viðeigandi ákvæða samnings þessa, það mál sem um getur í beiðninni um stofnun gerðardóms samkvæmt gr. 9.4 (Stofnun gerðardóms) og komast að niðurstöðu á grundvelli laga og málsatvika og gefa út tilmæli, ef við á, um lausn deilunnar og framkvæmd úrskurðarins.“  “To examine, in the light of the relevant provisions of this Agreement, the matter referred to in the request for the establishment of an arbitration panel pursuant to Article 9.4 (Establishment of Arbitration Panel) and to make findings of law and fact together with the reasons, as well as recommendations, if any, for the resolution of the dispute and the implementation of the ruling.” 
9. Ef fleiri en einn samningsaðili leggur fram beiðni um stofnun gerðardóms í tengslum við sama málið eða ef beiðnin tekur til fleiri en eins samningsaðila sem kvörtunin beinist gegn og ávallt þegar það er framkvæmanlegt, skal stofna einn gerðardóm til að rannsaka umkvörtunarefni sem tengjast sama málinu.  9. Where more than one Party requests the establishment of an arbitration panel relating to the same matter or where the request involves more than one Party complained against, and whenever feasible, a single arbitration panel shall be established to examine complaints relating to the same matter. 
10. Samningsaðili, sem er ekki aðili að deilunni, á rétt á, eftir að hafa afhent deiluaðilunum skriflega beiðni, að leggja skriflegar greinargerðir fyrir gerðardóminn, fá skriflegar greinargerðir, þ.m.t. viðauka, frá deiluaðilunum, vera viðstaddur skýrslugjöf og gera munnlegar athugasemdir.  10. A Party which is not a party to the dispute shall be entitled, on delivery of a written notice to the parties to the dispute, to make written submissions to the arbitration panel, receive written submissions, including annexes, from the parties to the dispute, attend hearings and make oral statements. 
Gr. 9.5 Article 9.5
Málsmeðferð gerðardómsins. Procedures of the Arbitration Panel
1. Um málsmeðferð gerðardómsins fer eftir gerðardómsreglunum, að breyttu breytanda, nema annað sé tilgreint í samningi þessum eða samningsaðilar komi sér saman um annað.  1. Unless otherwise specified in this Agreement or agreed between the parties to the dispute, the procedures of the panel shall be governed by the Arbitrational Rules, mutatis mutandis
2. Gerðardómurinn skal rannsaka það mál sem vísað er til hans í beiðninni um stofnun gerðardóms í ljósi viðeigandi ákvæða samnings þessa sem eru túlkuð í samræmi við reglur um túlkun þjóðaréttar.  2. The arbitration panel shall examine the matter referred to it in the request for the establishment of an arbitration panel in the light of the relevant provisions of this Agreement interpreted in accordance with the rules of interpretation of public international law. 
3. Öll málsmeðferð skal fara fram á ensku. Skýrslutökur skulu fara fram í höfuðborg EFTA-ríksins sem kvörtunin beinist gegn ef umkvörtunaraðili er Lýðveldið Tyrkland, eða í Ankara ef umkvörtunaraðili er EFTA-ríki nema samningsaðilarnir komi sér saman um annað. Ef kvörtun beinist gegn fleiri en einu EFTA-ríki skulu skýrslutökur fara fram í Genf. Skýrslutökur gerðardóms skulu lokaðar almenningi. Samningsaðilarnir geta ákveðið að hafa skýrslutökur opnar almenningi að hluta til eða alveg.  3. The language of any proceedings shall be English. Unless the Parties otherwise agree, the hearings shall be held in the capital city of the EFTA State complained against where the complaining Party is the Republic of Turkey, or in Ankara, where the complaining Party is an EFTA State. If there are more than one EFTA State complained against, the hearings shall be held in Geneva. The hearings of the arbitration panels shall be closed to the public. The Parties may decide to open the hearings partially or completely to the public. 
4. Engin einhliða (ex parte) samskipti skulu vera við gerðardóminn um mál sem hann hefur til meðferðar.   4. There shall be no ex parte communications with the arbitration panel concerning matters under its consideration. 
5. Samningsaðili skal senda hinum deiluaðilanum samhliða öll skjöl eða upplýsingar sem hann leggur fyrir gerðardóminn.  5. All documents or information submitted by a Party to the arbitration panel, shall, at the same time, be transmitted by that Party to the other party to the dispute. 
6. Gerðardómurinn og samningsaðilar skulu gæta trúnaðar að því er varðar þær upplýsingar sem gerðardóminum eru sendar, enda hafi sá deiluaðili sem þær sendir auðkennt þær sem trúnaðarmál.  6. The arbitration panel and the Parties shall treat as confidential the information submitted to the arbitration panel which has been designated as confidential by the Party submitting the information. 
7. Ákvarðanir gerðardómsins, þ.m.t. skýrslur hans, skulu samþykktar samhljóða eða með meirihluta atkvæða ef samhljóða niðurstaða næst ekki. Gerðarmönnum er heimilt að gefa sérálit um málefni sem samhljóða samkomulag er ekki um. Gerðardómurinn skal ekki gefa upp hverjir gerðarmanna standa að meirihluta- eða minnihlutaáliti.  7. The arbitration panel shall make its decisions, including panel reports, by consensus or by majority vote when consensus cannot be reached. Any member may furnish separate opinions on matters not unanimously agreed. The arbitration panel shall not disclose which members are associated with majority or minority opinions. 

Gr. 9.6

Article 9.6
Málsmeðferð gerðardóms frestað eða hætt. Suspension or Termination of
Arbitration Panel Proceedings
1. Séu deiluaðilarnir einhuga um það getur gerðardómur hvenær sem er gert hlé á starfi sínu, þó ekki lengur en í 12 mánuði. Hafi hlé á störfum gerðardóms varað lengur en í 12 mánuði fellur umboð gerðardómsins til að fjalla um deiluna úr gildi, nema deiluaðilar verði ásáttir um annað.  1. Where the parties to the dispute agree, an arbitration panel may suspend its work at any time for a period not exceeding 12 months. If the work of an arbitration panel has been suspended for more than 12 months, the arbitration panel's authority for considering the dispute shall lapse, unless the parties to the dispute agree otherwise. 
2. Umkvörtunaraðili getur dregið kvörtun sína til baka hvenær sem er áður en frumskýrslan er birt. Slík afturköllun hefur engin áhrif á rétt hans til að leggja síðar fram nýja kvörtun vegna sama máls.  2. A complaining Party may withdraw its complaint at any time before the initial report has been issued. Such withdrawal is without prejudice to its right to introduce a new complaint regarding the same issue at a later point in time. 
3. Deiluaðilarnir geta hvenær sem er samþykkt að meðferð gerðardómsins, sem stofnaður er samkvæmt samningi þessum, skuli hætt með því að tilkynna formanni hans sameiginlega og skriflega um það.   3. The parties to the dispute may agree at any time to terminate the proceedings of an arbitration panel established under this Agreement by jointly notifying in writing the Chairperson of that arbitration panel. 
4. Gerðardómur getur, á hvaða stigi málsmeðferðar sem er og áður en lokaskýrslan er birt, lagt til að deiluaðilarnir leiti vinsamlegrar lausnar á deilunni.  4. An arbitration panel may, at any stage of the proceedings prior to the release of the final report, propose that the parties to the dispute seek to settle the dispute amicably. 
Gr. 9.7 Article 9.7
Skýrslur gerðardóms. Panel Reports
1. Gerðardómurinn ætti að senda deiluaðilunum frumskýrslu, sem inniheldur niðurstöður og úrskurði hans, eigi síðar en 90 dögum eftir að gerðardómurinn er stofnsettur. Deiluaðila er heimilt að senda gerðardóminum skriflegar athugasemdir innan 30 daga frá viðtöku frumskýrslunnar. Eftir umfjöllun um skriflegar athugasemdir sem berast frá deiluaðilunum um frumskýrsluna er gerðardóminum heimilt að breyta frumskýrslu sinni og láta fara fram frekari rannsókn ef hann telur slíkt nauðsynlegt. Gerðardómurinn ætti að afhenda deiluaðilunum lokaskýrslu innan 180 daga frá stofndegi gerðardómsins.  1. The arbitration panel should submit an initial report containing its findings and rulings to the parties to the dispute no later than 90 days from the date of establishment of the arbitration panel. Within 30 days from the receipt of the initial report, a party to the dispute may submit written comments to the arbitration panel. After considering the written comments received from the parties to the dispute on the initial report, the arbitration panel may modify its initial report and make any further examination it considers appropriate. The arbitration panel should present to the parties to the dispute its final report within 180 days from date of establishment of the arbitration panel. 
2. Frumskýrslan og lokaskýrslan skulu innihalda:  2. The initial and final reports shall contain: 
a) samantekt á gögnum og röksemdum deiluaðila,  (a) a summary of the submissions and arguments of the parties to the dispute; 
b) niðurstöður um málsatvik ásamt rökstuðningi,  (b) the findings of fact, together with reasons; 
c) ákvörðun um það hvort málið sem um ræðir samrýmist ákvæðum þessa samnings eða aðra ákvörðun sem krafist er í erindisbréfinu sem um getur í 8. mgr. gr. 9.4 (Stofnun gerðardóms), og  (c) a determination as to whether a measure at issue is inconsistent with the provisions of this Agreement, or any other determination requested in the terms of reference set out in paragraph 8 of Article 9.4 (Establishment of Arbitration Panel); and 
d) tilmæli, ef einhver eru, varðandi lausn deilunnar og framkvæmd úrskurðarins.  (d) recommendations, if any, for the resolution of the dispute and the implementation of the ruling. 
3. Í lokaskýrslunni skal vera mat á skriflegum athugasemdum frá deiluaðilum varðandi frumskýrsluna.  3. The final report shall include an assessment of the written comments received from the parties to the dispute on the initial report. 
4. Senda skal samningsaðilunum lokaskýrsluna, ásamt öllum skýrslum samkvæmt gr. 9.8 (Lokaskýrsla gerðardóms framkvæmd) og gr. 9.9 (Bætur og frestun ávinnings). Skýrslurnar skal birta almenningi, nema deiluaðilarnir ákveði annað.  4. The final report, as well as any report under Articles 9.8 (Implementation of the Final Panel Report) and 9.9 (Compensation and Suspension of Benefits), shall be communicated to the Parties. The reports shall be made public, unless the parties to the dispute decide otherwise. 
5. Allir úrskurðir gerðardómsins samkvæmt hvaða ákvæði þessa kafla sem er skulu vera endanlegir og bindandi fyrir deiluaðilana. Ekkert í lokaskýrslunni má auka við eða draga úr réttindum og skyldum samningsaðilanna samkvæmt þessum samningi.  5. Any ruling of the arbitration panel under any provision of this Chapter shall be final and binding upon the parties to the dispute. Nothing in the final report may add to or diminish the rights and obligations of the Parties under this Agreement. 

Gr. 9.8

Article 9.8
Lokaskýrsla gerðardóms framkvæmd. Implementation of the Final Panel Report
1. Sá samningsaðili sem kvörtun beinist gegn skal umsvifalaust hlíta úrskurðinum í lokaskýrslunni. Reynist óframkvæmanlegt að hlíta úrskurðinum tafarlaust skulu deiluaðilar leitast við að semja um hæfilegan frests til þess. Liggi slíkt samkomulag ekki fyrir innan 45 daga frá útgáfudegi lokaskýrslunnar, getur hvor deiluaðila sem er farið þess á leit við hinn upphaflega gerðardóm að hann ákveði lengd hæfilegs frests í ljósi sérstakra aðstæðna í málinu. Gerðardómurinn ætti að fella úrskurð sinn innan 60 daga frá viðtöku fyrrnefndrar beiðni.  1. The Party complained against shall promptly comply with the ruling in the final report. If it is impracticable to comply immediately, the parties to the dispute shall endeavour to agree on a reasonable period of time to do so. In the absence of such agreement within 45 days from the issuance of the final report, a party to the dispute may request the original arbitration panel to determine the length of the reasonable period of time, in light of the particular circumstances of the case. The ruling of the arbitration panel should be given within 60 days from the receipt of that request. 
2. Sá samningsaðili sem kvörtun beinist gegn skal tilkynna hinum deiluaðilanum um þá ráðstöfun sem samþykkt er til að fylgja úrskurðinum í lokaskýrslunni eftir og gefa ítarlega lýsingu á því hvernig ráðstöfunin tryggir eftirfylgni, sem nægir til að hinn deiluaðilinn geti lagt mat á ráðstöfunina.  2. The Party complained against shall notify the other party to the dispute of the measure adopted in order to comply with the ruling in the final report, as well as provide a detailed description of how the measure ensures compliance sufficient to allow the other party to the dispute to assess the measure. 
3. Ef ágreiningur er um hvort um ráðstöfun sé að ræða sem fylgir eftir úrskurðinum í lokaskýrslunni eða um hvort sú ráðstöfun samrýmist úrskurðinum skal sami gerðardómur kveða upp úr um slíkan ágreining, óski annar hvor deiluaðila eftir því, áður en unnt er að fara fram á bætur eða fresta ávinningi í samræmi við gr. 11.9 (Bætur og frestun ávinnings). Gerðardómurinn ætti að fella úrskurð sinn innan 90 daga frá viðtöku fyrrnefndrar beiðni.  3. In case of disagreement as to the existence of a measure complying with the ruling in the final report or to the consistency of that measure with the ruling, such disagreement shall be decided by the same arbitration panel upon the request of a party to the dispute before compensation can be sought or suspension of benefits can be applied in accordance with Article 9.9 (Compensation and Suspension of Benefits). The ruling of the arbitration panel should be rendered within 90 days from the receipt of that request. 
Gr. 9.9 Article 9.9
Bætur og frestun ávinnings. Compensation and Suspension of Benefits
1. Hlíti samningsaðilinn, sem kvörtun beinist gegn, ekki úrskurði gerðardómsins sem um getur í gr. 9.8 (Lokaskýrsla gerðardóms framkvæmd) eða tilkynni hann umkvörtunaraðilanum að hann hyggist ekki hlíta úrskurðinum í lokaskýrslu gerðardómsins, skal fyrstnefndi samningsaðilinn, fari umkvörtunaraðilinn fram á það, ganga til samráðs í því augnamiði að ná samkomulagi um bætur sem gagnkvæm sátt er um. Hafi ekkert slíkt samkomulag náðst innan 20 daga frá viðtöku beiðninnar ber umkvörtunaraðilanum réttur til að fresta því að veita ávinning, sem leiðir af samningi þessum, en einungis til jafns við þann sem sú ráðstöfun, sem gerðardómurinn ákvað að samrýmdist ekki samningi þessum, tekur til.  1. If the Party complained against does not comply with a ruling of the arbitration panel referred to in Article 9.8 (Implementation of the Final Panel Report), or notifies the complaining Party that it does not intend to comply with the ruling in the final panel report, that Party shall, if so requested by the complaining Party, enter into consultations with a view to agreeing on mutually acceptable compensation. If no such agreement has been reached within 20 days from the receipt of the request, the complaining Party shall be entitled to suspend the application of benefits granted under this Agreement but only equivalent to those affected by the measure that the arbitration panel has found to be inconsistent with this Agreement. 
2. Þegar umkvörtunaraðilinn tekur til athugunar hvaða ávinningi skuli frestað ætti hann fyrst að leitast við að fresta ávinningi á sama sviði eða sviðum og sú ráðstöfun, sem gerðardómurinn ákvað að samrýmdist ekki samningi þessum, tekur til. Umkvörtunaraðili, sem telur það hvorki gerlegt né vænlegt til árangurs að fresta ávinningi á sama sviði eða sviðum, getur frestað ávinningi á öðrum sviðum. Umkvörtunaraðilinn skal taka til íhugunar frestun þeirra ívilnana eða annarra skyldna sem minnst myndu raska starfsemi samnings þessa.  2. In considering what benefits to suspend, the complaining Party should first seek to suspend benefits in the same sector or sectors as that affected by the measure that the arbitration panel has found to be inconsistent with this Agreement. The complaining Party that considers it is not practicable or effective to suspend benefits in the same sector or sectors may suspend benefits in other sectors. The complaining Party will take into consideration those concessions or other obligations the suspension of which would least disturb the functioning of this Agreement. 
3. Umkvörtunaraðilinn skal tilkynna samningsaðilanum, sem kvörtun beinist gegn, um þann ávinning sem hann hyggst fresta, um ástæður þeirrar frestunar og hvenær frestunin hefjist, eigi síðar en 30 dögum fyrir þann dag þegar frestunin á að koma til framkvæmda. Samningsaðilanum, sem kvörtun beinist gegn, er heimilt að fara þess á leit við upphaflega gerðardóminn, innan 15 daga frá viðtöku fyrrnefndrar tilkynningar, að hann felli úrskurð þess efnis hvort sá ávinningur sem umkvörtunaraðilinn hyggst fresta sé jafngildur þeim ávinningi sem ráðstöfunin, sem talið var að samrýmdist ekki samningi þessum, hafði áhrif á og hvort fyrirhuguð frestun sé í samræmi við 1. og 2. mgr. Gerðardómurinn ætti að fella úrskurð sinn innan 45 daga frá viðtöku fyrrnefndrar beiðni. Ekki skal fresta ávinningi fyrr en gerðardómurinn hefur fellt úrskurð sinn.  3. The complaining Party shall notify the Party complained against of the benefits which it intends to suspend, the grounds for such suspension and when suspension will commence, no later than 30 days before the date on which the suspension is due to take effect. Within 15 days from the receipt of that notification, the Party complained against may request the original arbitration panel to rule on whether the benefits which the complaining Party intends to suspend are equivalent to those affected by the measure found to be inconsistent with this Agreement, and whether the proposed suspension is in accordance with paragraphs 1 and 2. The ruling of the arbitration panel should be given within 45 days from the receipt of that request. Benefits shall not be suspended until the arbitration panel has issued its ruling. 
4. Bætur og frestun ávinnings skulu vera tímabundnar ráðstafanir og skal umkvörtunaraðilinn einungis beita þeim uns ráðstöfunin, sem talið var að samrýmdist ekki samningi þessum, hefur verið dregin til baka eða henni breytt þannig að samrýmist samningi þessum eða uns deiluaðilar hafa leyst deiluna með öðrum hætti.  4. Compensation and suspension of benefits shall be temporary measures and shall only be applied by the complaining Party until the measure found to be inconsistent with this Agreement has been withdrawn or amended so as to bring it into conformity with this Agreement, or until the parties to the dispute have resolved the dispute otherwise. 
5. Upphaflegi gerðardómurinn skal, að beiðni deiluaðila, fella úrskurð um hvort framkvæmdarráðstafanir, sem eru samþykktar eftir að ávinningi er frestað, séu í samræmi við lokaskýrsluna og hvort rétt sé, í ljósi fyrrnefnds úrskurðar, að aflétta eða breyta frestun ávinnings. Gerðardómurinn ætti að fella úrskurð sinn innan 30 daga frá viðtöku fyrrnefndrar beiðni.  5. At the request of a party to the dispute, the original arbitration panel shall rule on the conformity with the final report of any implementing measures adopted after the suspension of benefits and, in light of such ruling, whether the suspension of benefits should be terminated or modified. The ruling of the arbitration panel should be given within 30 days from the receipt of that request. 

Gr. 9.10

Article 9.10
Önnur ákvæði. Other Provisions
1. Gerðardómurinn, sem um getur í greinum 9.8 (Lokaskýrsla gerðardóms framkvæmd) og 9.9 (Bætur og frestun ávinnings), skal, ávallt þegar því verður við komið, skipaður sömu gerðarmönnum og gáfu lokaskýrsluna út. Sé gerðarmaður í upphaflega gerðardóminum ekki tiltækur skal tilnefning gerðarmanns í hans stað fara fram í samræmi við þá valaðferð sem gilti þegar upphaflegi gerðarmaðurinn var tilnefndur.  1. Whenever possible, the arbitration panel referred to in Articles 9.8 (Implementation of the Final Panel Report) and 9.9 (Compensation and Suspension of Benefits) shall comprise the same arbitrators who issued the final report. If a member of the original arbitration panel is unavailable, the appointment of a replacement arbitrator shall be conducted in accordance with the selection procedure for the original arbitrator. 
2. Skrifleg greinargerð, beiðni, tilkynning eða annað skjal telst móttekið þegar það hefur verið afhent viðtakanda eftir diplómatískum leiðum, nema deiluaðilar komi sér saman um annað. Samhliða ætti að senda rafrænt afrit á öll viðeigandi tölvupóstföng sem deiluaðilar hafa tilgreint og tilkynnt um.  2. A written submission, request, notice or other document shall be considered received when it has been delivered to the addressee through diplomatic channels, unless otherwise agreed by the parties to the dispute. An electronic copy should be submitted simultaneously to the respective e-mail addresses designated and notified by the parties to the dispute. 
3. Heimilt er að breyta sérhverjum fresti, sem um getur í þessum kafla, með gagnkvæmu samkomulagi deiluaðila, eða gerðardómi er heimilt að framlengja hann að fenginni beiðni frá samningsaðila.  3. Any time period mentioned in this Chapter may be modified by mutual agreement of the parties to the dispute or, upon request of a Party, may be extended by the arbitration panel. 
4. Telji gerðardómur að hann geti ekki haldið sig innan þeirra tímamarka sem honum ber að virða samkvæmt þessum kafla, skal hann upplýsa deiluaðilana skriflega um það og leggja fram mat á því hversu langan viðbótartíma hann þurfi. Nauðsynlegur viðbótartími ætti ekki að vera lengri en 30 dagar.  4. When an arbitration panel considers that it cannot comply with a timeframe imposed on it under this Chapter, it shall inform the parties to the dispute in writing and provide an estimate of the additional time required. Any additional time required should not exceed 30 days. 
5. Deiluaðilar skulu skipta jafnt með sér kostnaði af gerðardómsmeðferðinni. Sérhver deiluaðili skal bera eigin lögfræðikostnað og annan kostnað í tengslum við gerðardómsmeðferð.  5. The costs of arbitration shall be borne by the parties to the dispute in equal shares. Each party to the dispute shall bear its own legal and other costs incurred in relation to the arbitration. 

10. KAFLI

CHAPTER 10
LOKAÁKVÆÐI FINAL PROVISIONS
Gr. 10.1 Article 10.1
Breytingar. Amendments
1. Gera má breytingar á samningi þessum með gagnkvæmu samþykki samningsaðilanna.  1. This Agreement may be amended by mutual consent of the Parties. 
2. Þegar sameiginlega nefndin hefur gert tillögu að breytingum á þessum samningi skal senda samningsaðilunum þær til fullgildingar, staðfestingar eða samþykkis, í samræmi við lagaskilyrði hvers og eins. Textar breytinganna og skjölin um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki skulu afhent vörsluaðila til vörslu.  2. Amendments to this Agreement, as recommended by the Joint Committee, shall be submitted to the Parties for ratification, acceptance or approval in accordance with their respective legal requirements. The text of the amendments and the instruments of ratification, acceptance or approval shall be deposited with the Depositary. 
3. Breytingar á samningi þessum skulu öðlast gildi á fyrsta degi þriðja mánaðar eftir þann dag þegar minnst eitt EFTA-ríki og Tyrkland hafa afhent vörsluaðila skjöl sín um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki til vörslu, að því er varðar Tyrkland og það EFTA-ríki. Að því er varðar annað EFTA-ríki, sem afhendir skjal sitt um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki til vörslu eftir þann dag þegar minnst eitt EFTA-ríki og Tyrkland hafa afhent vörsluaðila skjal sitt um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki til vörslu, skal breytingin öðlast gildi á fyrsta degi þriðja mánaðar eftir að skjal þess er afhent til vörslu.   3. Amendments to this Agreement shall enter into force on the first day of the third month following the date on which at least one EFTA State and Turkey have deposited their instrument of ratification, acceptance or approval with the Depositary, in relation to Turkey and that EFTA State. In relation to another EFTA State depositing its instrument of ratification, acceptance or approval after the date on which at least one EFTA State and Turkey have deposited their instrument of ratification, acceptance or approval with the Depositary, the amendment shall enter into force on the first day of the third month following the deposit of its instrument. 
4. Þrátt fyrir 2. og 3. mgr. getur sameiginlega nefndin ákveðið að breyta viðaukunum og viðbætunum við samning þennan og sett fram gildistökudag slíkrar ákvörðunar. Hafi fulltrúi samningsaðila í sameiginlegu nefndinni samþykkt ákvörðun með fyrirvara um að lagaskilyrði hans verði uppfyllt, skal ákvörðunin öðlast gildi þann dag þegar síðasti samningsaðilinn tilkynnir að innlendum skilyrðum hans hafi verið fullnægt, nema seinni dagsetning sé tilgreind í sjálfri ákvörðuninni. Sameiginlega nefndin getur ákveðið að ákvörðunin skuli öðlast gildi að því er varðar þá samningsaðila sem hafa uppfyllt innlend skilyrði sín, að því tilskildu að minnst eitt EFTA-ríki og Tyrkland séu á meðal þessara samningsaðila. Texta ákvörðunarinnar skal afhenda vörsluaðila til vörslu.  4. Notwithstanding paragraphs 2 and 3, the Joint Committee may decide to amend the Annexes and Appendices to this Agreement and set forth the date on which such decision shall enter into force. If a representative of a Party in the Joint Committee has accepted a decision subject to the fulfilment of its legal requirements, the decision shall enter into force on the date that the last Party notifies that its internal requirements have been fulfilled, unless the decision itself specifies a later date. The Joint Committee may decide that the decision shall enter into force for those Parties that have fulfilled their internal requirements, provided that at least one EFTA State and Turkey are among those Parties. The text of the decision shall be deposited with the Depositary. 
5. Í samræmi við 5. mgr. gr. 8.1 (sameiginlega nefndin) skulu breytingar, sem varða málefni sem tengjast aðeins einu eða nokkrum EFTA-ríkjum og Tyrklandi, einungis samþykktar af hálfu hlutaðeigandi samningsaðila.  5. In accordance with paragraph 5 of Article 8.1 (Joint Committee), amendments regarding issues related only to one or several EFTA States and Turkey shall be agreed upon by the Parties concerned only. 
6. Samningsaðili getur, heimili lagaskilyrði hans það, beitt hvaða breytingum sem er til bráðabirgða, meðan þess er beðið að samningurinn öðlist gildi fyrir hann. Beitingu breytinga til bráðabirgða skal tilkynna vörsluaðila.  6. If its respective legal requirements permit, any Party may apply any amendments provisionally, pending its entry into force for that Party. Provisional application of amendments shall be notified to the Depositary. 
Gr. 10.2 Article 10.2
Viðaukar og viðbætar. Annexes and Appendices
Viðaukar og viðbætar við samning þennan eru óaðskiljanlegur hluti hans.  Annexes and Appendices to this Agreement constitute an integral part of this Agreement. 
Gr. 10.3 Article 10.3
Aðild. Accession
Hvert það ríki sem fær aðild að EFTA getur gerst aðili að samningi þessum, svo fremi sameiginlega nefndin samþykki aðild þess, með þeim skilmálum og skilyrðum sem samningsaðilarnir sammælast um. Afhenda skal vörsluaðilanum aðildarskjalið til vörslu.  Any State becoming a Member of EFTA may accede to this Agreement, provided that the Joint Committee approves its accession, on terms and conditions as agreed upon by the Parties. The instrument of accession shall be deposited with the Depositary. 
Að því er inngönguríki varðar skal samningur þessi öðlast gildi á fyrsta degi þriðja mánaðar eftir að aðildarskjal þess er afhent til vörslu eða eftir samþykki aðildarskilmálanna af hálfu þeirra samningsaðila sem fyrir eru, hvort sem síðar verður. 
In relation to an acceding State, this Agreement shall enter into force on the first day of the third month following the deposit of its instrument of accession, or the approval of the terms of accession by the existing Parties, whichever is later. 
Gr. 10.4 Article 10.4
Úrsögn og gildislok. Withdrawal and Expiration
Sérhver samningsaðili getur sagt sig frá samningi þessum með skriflegri tilkynningu til vörsluaðilans. Úrsögnin tekur gildi sex mánuðum eftir þann dag þegar vörsluaðilinn veitir tilkynningunni viðtöku.  Each Party may withdraw from this Agreement by means of a written notification to the Depositary. The withdrawal shall take effect six months after the date on which the notification is received by the Depositary. 
Segi Tyrkland sig frá samningi þessum skal hann falla úr gildi þegar úrsögn þess tekur gildi.  If Turkey withdraws, this Agreement shall expire when its withdrawal becomes effective. 
Segi EFTA-ríki sig frá samningnum um stofnun Fríverslunarsamtaka Evrópu, fellur aðild þess að samningi þessum af þeim sökum úr gildi sama dag og úrsögnin tekur gildi.  An EFTA State which withdraws from the Convention establishing the European Free Trade Association shall, ipso facto on the same day as the withdrawal takes effect, cease to be a Party to this Agreement. 
Gr. 10.5 Article 10.5
Gildistaka. Entry into Force
Samningur þessi er með fyrirvara um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki í samræmi við lagaskilyrði hvers samningsaðila um sig. Skjöl um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki skulu afhent vörsluaðila til vörslu.  This Agreement is subject to ratification, acceptance or approval in accordance with the respective legal requirements of the Parties. The instruments of ratification, acceptance or approval shall be deposited with the Depositary. 
2. Samningur þessi öðlast gildi á fyrsta degi þriðja mánaðar eftir þann dag þegar minnst eitt EFTA-ríki og Tyrkland hafa afhent vörsluaðila skjöl sín um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki til vörslu, að því er varðar Tyrkland og það EFTA-ríki.  2. This Agreement shall enter into force on the first day of the third month following the date on which at least one EFTA State and Turkey have deposited their instrument of ratification, acceptance or approval with the Depositary, in relation to Turkey and that EFTA State. 
3. Að því er varðar annað EFTA-ríki, sem afhendir skjal sitt um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki til vörslu eftir þann dag þegar minnst eitt EFTA-ríki og Tyrkland hafa afhent vörsluaðila skjal sitt um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki til vörslu, skal samningurinn öðlast gildi á fyrsta degi þriðja mánaðar eftir að skjal þess er afhent til vörslu.   3. In relation to another EFTA State depositing its instrument of ratification, acceptance or approval after the date on which at least one EFTA State and Turkey have deposited their instrument of ratification, acceptance or approval with the Depositary, this Agreement shall enter into force on the first day of the third month following the deposit of its instrument. 
4. Við gildistöku samnings þessa milli EFTA-ríkis og Tyrklands skal samningur þessi koma í stað samningsins milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Lýðveldisins Tyrklands sem undirritaður var 10. desember 1991, óaðskiljanlegra hluta hans og ákvarðana sameiginlegu nefndarinnar varðandi þessa samningsaðila.  4. Upon its entry into force between an EFTA State and Turkey, this Agreement shall replace the Agreement between the EFTA States and Turkey signed on 10 December 1991, its integral parts and Joint Committee Decisions in relation to those Parties. 
5. Samningsaðili getur beitt þessum samningi til bráðabirgða með fyrirvara um innlend lagaskilyrði. Beitingu samnings þessa til bráðabirgða skal tilkynna vörsluaðila. 
5. A Party may apply this Agreement provisionally subject to its domestic legal requirements. Provisional application of this Agreement shall be notified to the Depositary. 
Gr. 10.6 Article 10.6
Vörsluaðili. Depositary
Ríkisstjórn Noregs skal vera vörsluaðili.  The Government of Norway shall act as Depositary. 
ÞESSU TIL STAÐFESTU hafa undirrituð, sem til þess hafa fullt umboð, undirritað samning þennan. 
IN WITNESS WHEREOF the undersigned, being duly authorised thereto, have signed this Agreement. 
Gjört á Sauðárkróki 25. júní 2018 í einu frumriti á ensku sem skal afhent vörsluaðilanum til vörslu sem sendir öllum samningsaðilunum staðfest endurrit.  Done at Sauðárkrókur, this 25th day of June 2018, in one original in English, which shall be deposited with the Depositary, who shall transmit certified copies to all the Parties. 

Fyrir hönd Íslands

................................................ 

Fyrir hönd Lýðveldisins Tyrklands

................................................ 
For the Republic of Turkey 

................................................ 

For Iceland 

................................................ 
Fyrir hönd Furstadæmisins Liechtensteins
 
For the Principality of Liechtenstein 
.......................................................... 
.......................................................... 
Fyrir hönd Konungsríkisins Noregs 
For the Kingdom of Norway 
.......................................................... 
.......................................................... 
Fyrir hönd Svissneska ríkjasambandsins 
For the Swiss Confederation 
..........................................................  ..........................................................