Ferill 173. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 887  —  173. mál.
Síðari umræða.



Breytingartillaga


við tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019–2033.

Frá minni hluta umhverfis- og samgöngunefndar (HVH, HKF).


     1.      Við kafla 2.1. Markmið um greiðar samgöngur.
                  a.      Á eftir lið 2.1.19 komi nýr liður, svohljóðandi: Á árinu 2019 verði unnið að útfærslu þess að niðurgreiða fargjöld þeirra sem daglega nota almenningssamgöngur til þess að ferðast milli sveitarfélaga til og frá vinnu og skóla sem og til þess að sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu.
                  b.      Á eftir lið 2.1.21 komi nýr liður, svohljóðandi: Unnið verði að þróun nútímalegs kerfis almenningssamgangna með þeim hætti að þjónustan aukist til muna svo að notkun þessa samgöngumáta verði raunverulegt val í daglegu lífi landsmanna.
     2.      Við töflu 5 – Sundurliðun verkefna. Við Suðursvæði II. Eftirfarandi liðir breytist og orðist svo:
Vegnr. Vegheiti Lengd kafla Eftirstöðvar kostnaðar
1. 1. 2019
1. tímabil 2. tímabil 3. tímabil 2033+ Ö G U B
Kaflanr. Kaflaheiti [km] m.kr. 2019–2023 2024–2028 2029–2033 Framhald
411 Arnarnesvegur
06     Rjúpnavegur–Breiðholtsbraut 1,3 1.500 1.500 X X
Borgarlína, undirbúningur og framkvæmdir 20.950 8.300 7.700 4.950