Ferill 172. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 890  —  172. mál.
Síðari umræða.Breytingartillaga


við breytingartillögu á þingskjali 880 [Fimm ára samgönguáætlun 2019–2023].

Frá Jóni Gunnarssyni.


     1.      Við 5. tölul. Liðurinn Framkvæmdir á vegakerfinu orðist svo:
Verðlag fjárlaga 2019, fjárhæðir í millj. kr. 2019 2020 2021 2022 2023 Samtals
Framkvæmdir á vegakerfinu
Viðhald 9.260 9.460 10.200 10.200 10.000 49.120
Nýframkvæmdir (sjá sundurliðun í töflu 7) 13.085 14.028 13.150 7.646 7.846 55.755
     2.      Við b-lið 6. tölul.
       a.      Liðurinn f3 Skarhólabraut–Hafravatnsvegur falli brott.
       b.      Liðurinn f5–f6 Um Kjalarnes orðist svo:
Vegnúmer
Kaflanr.
Vegheiti
    Kaflaheiti
Lengd
kafla
[km]
Eftirstöðvar
kostnaðar
1. 1. 2019
millj. kr.
2019 2020 2021 2022 2023 2024+
Framhald
f5–f6     Um Kjalarnes 9,0 3.200 200 600 1.440 960

Greinargerð.

    Við breytingar á samgönguáætlun er það ekki ætlun meiri hlutans að seinka verklokum framkvæmda né að draga verulega úr framkvæmdahraða.
    Því er hér lagt til að fallið verði frá því að lækka fjárframlög til vegarins Skarhólabraut–Hafravatnsvegur um 400 millj. kr. árið 2019 þannig að því verki geti lokið í ár. Verði því mætt með tilfærslu af viðhaldsfé. Af því leiðir að ekki þarf að færa 400 millj. kr. af veginum um Kjalarnes í þær framkvæmdir á árinu 2020 og framkvæmdahraði þar mun því ekki raskast. Þannig verða áfram áætlaðar 600 millj. kr. á árinu 2020 í veg um Kjalarnes. Sú breyting leiðir til þess að 400 millj. kr. verður bætt við viðhald vega á árunum 2021 og 2022 þar sem þeirra verður ekki þörf í veginn um Kjalarnes.