Ferill 173. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Nr. 11/149.

Þingskjal 928  —  173. mál.


Þingsályktun

um samgönguáætlun fyrir árin 2019–2033.


    Alþingi ályktar, sbr. lög um samgönguáætlun, nr. 33/2008, að fram til ársins 2033 skuli unnið að samgöngumálum í samræmi við áætlun þessa sem felur í sér:
     a.      stefnu í samgöngumálum og helstu markmið sem vinna skal að,
     b.      skilgreiningu á grunnneti samgöngukerfisins sem nær til alls landsins og er ætlað að tryggja landsmönnum greiðar samgöngur,
     c.      áætlun um fjáröflun til samgöngumála,
     d.      yfirlit um útgjöld til allra helstu þátta í rekstri samgöngustofnana, svo og viðhalds, öryggismála og nýframkvæmda á sviði flugmála, siglingamála og vegamála. Fjárhæðir eru á verðlagi fjárlaga fyrir árið 2019 og eru í milljónum króna.
    Áætlun þessi skal taka mið af og vera hluti af heildstæðri samþættri stefnu í samgöngumálum, fjarskiptamálum, byggðamálum og málefnum sveitarfélaga og gerð í samræmi við samþykktar áætlanir á vegum Alþingis og ríkisstjórnar.

1. FRAMTÍÐARSÝN OG MEGINMARKMIÐ
    Ísland verði í fremstu röð með trausta og örugga innviði, öflug sveitarfélög, verðmætasköpun og framsækna þjónustu. Tækni tengi byggðir landsins og Ísland við umheiminn í jafnvægi við umhverfið.

Meginmarkmið áætlana í samgöngu- og sveitarstjórnarmálum:
     1.      Þjónusta samgöngu- og fjarskiptakerfa mæti þörfum samfélagsins.
     2.      Sjálfbærar byggðir um land allt.

    Tillögur í þingsályktun þessari um fjárveitingar til einstakra málaflokka og tímasetningu þeirra, svo og til einstakra verkefna sem áhersla er lögð á að komist til framkvæmda á áætlunartímabilinu 2019–2033, byggjast á framangreindum meginmarkmiðum ásamt áherslum ráðherra og ríkisstjórnar.

2. MARKMIÐ OG ÁHERSLUR
2.1. Markmið um greiðar samgöngur.

    Stefnt verði að því að samgöngukerfi landsins myndi eina samþætta heild sem þjóni íbúum og atvinnulífi sem best. Aðgengi fólks að þjónustu og vörum verði aukið og hreyfanleiki bættur.
    Búsetugæði verði aukin með því að bæta samgöngur innan og milli skilgreindra vinnusóknarsvæða og stækka þau þar sem hægt er.
    Uppbygging og rekstur samgangna stuðli að eflingu atvinnulífs innan og milli landshluta.

Áherslur til að ná þessum markmiðum:
Almennar áherslur.
    2.1.1    Þjónusta í grunnnetinu verði bætt, m.a. með því að nýta tæknilausnir, þ.m.t. á sviði upplýsingatækni.
    2.1.2    Gáttir landsins verði vel skilgreindar og styrktar.
    2.1.3    Aðgengi hreyfihamlaðs fólks að mannvirkjum og þjónustu samgöngukerfisins verði eins og best verður á kosið.
    2.1.4    Samgöngukerfið taki tillit til þarfa ferðaþjónustunnar, m.a. vegna markmiða um dreifingu ferðamanna um landið. Sérstaklega verði hugað að vetrarþjónustu á vegakerfinu.

Uppbygging og rekstur samgöngukerfisins.
    2.1.5    Allar helstu stofnleiðir og tenging þeirra við þéttbýli með fleiri en 100 íbúa verði með bundnu slitlagi og viðunandi burðarþoli.
    2.1.6    Gert verði átak við lagningu á bundnu slitlagi á umferðarlitla vegi sem hafa viðunandi burðarþol þrátt fyrir að veghönnun sé að einhverju leyti ábótavant.
    2.1.7    Unnið verði að þróun stofnvegakerfis höfuðborgarsvæðisins til að auka öryggi og bæta umferðarflæði.
    2.1.8    Viðhald stofnvega á hálendi og endurbætur á þeim beinist að því að auka öryggi og koma í veg fyrir akstur utan vega.
    2.1.9    Einbreiðum brúm á umferðarmestu vegum landsins verði fækkað.
    2.1.10    Þjónustu á vegum verði forgangsraðað með hliðsjón af umferð.
    2.1.11    Miðað verði við að Reykjavíkurflugvöllur geti áfram þjónað innanlandsflugi á fullnægjandi hátt á meðan annar jafn góður eða betri kostur er ekki fyrir hendi.
    2.1.12    Greiðsluþátttöku ríkisins í hafnarframkvæmdum verði forgangsraðað annars vegar í þágu öryggis og hins vegar í þágu atvinnusköpunar.

Flutningar og tenging við gáttir.
    2.1.13    Flutningaleiðir á landi og sjó verði skilgreindar, vegir skilgreindir með áherslu á nægjanlegt burðarþol, næga breidd og bundið slitlag.
    2.1.14    Aðstaða á Keflavíkurflugvelli verði bætt til að mæta mikilli fjölgun farþega og aðstaða á alþjóðlegum flugvöllum bætt.
    2.1.15    Miðað verði við að áfram verði tveir alþjóðaflugvellir á suðvesturhorni landsins sem geti svarað eftirspurn á hverjum tíma og tryggt öryggi og samkeppnishæfni landsins.
    2.1.16    Gáttir inn í landið um aðra alþjóðlega flugvelli verði þróaðar áfram og uppfylli ávallt settar öryggiskröfur.
    2.1.17    Áfram verði unnið að bættum viðskiptatækifærum fyrir íslenska flugrekendur.
    2.1.18    Rannsóknir sem varða hafnir og siglingaleiðir verði efldar.

Almenningssamgöngur, gangandi og hjólandi; fjölbreyttir ferðamátar.
    2.1.19    Hreyfanleiki og aðgengi íbúa að grunnþjónustu verði aukið með því að styðja við almenningssamgöngur milli þéttbýlisstaða utan höfuðborgarsvæðisins.
    2.1.20    Skipulag almenningssamgangna miðist við samþætta þjónustu á landi, í lofti og á legi. Gætt verði jafnræðis í stuðningi ríkisins við þjónustuaðila.
    2.1.21    Áfram verði unnið að auknum forgangi almenningssamgangna í umferðinni með gerð sérreina, forgangi á umferðarljósum og öðrum aðgerðum.
    2.1.22    Unnið verði að samningi við Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu þar sem lögð verði áhersla á nauðsynlegar úrbætur í núverandi almenningssamgöngum, uppbyggingu og rekstur hágæða almenningssamgangna, úrbætur á stofnvegum og gerð hjóla- og göngustíga.
    2.1.23    Íbúar landsbyggðarinnar eigi kost á að komast til höfuðborgarsvæðisins á um 3,5 klst. samþættum ferðatíma, akandi, með ferju og/eða í flugi.
    2.1.24    Áfram verði stutt við gerð stofnstíga í þéttbýli. Við gerð stofnstíga meðfram þjóðvegum með aðskilnaði mismunandi samgöngumáta verði forgangsraðað í þágu öryggis.
    2.1.25    Leitast verði við að gera hjólreiðar og göngu að greiðum og öruggum ferðamáta.

Tækniþróun.
    2.1.26    Samgönguyfirvöld fylgist með tækniþróun og innleiðingu tæknilausna í samanburðarlöndum, taki þátt í mótun þeirra og stuðli að innleiðingu þegar þær verða hagkvæmar.
    2.1.27    Farnetssamband verði tryggt á þjóðvegum, fjölsóttum ferðamannastöðum og við strendur landsins.
    2.1.28    Innviðir, þ.m.t. fjarskiptanet, styðji nýtingu upplýsingatækni, m.a. við umferðarstjórnun, miðlun upplýsinga um aðstæður, innheimtu notenda- og veggjalda og samskipti milli ökutækja og við innviði.
    2.1.29    Lagaumhverfi og innviðir taki tillit til sjálfvirknivæðingar farartækja, þ.m.t. eru flygildi.
    2.1.30    Fjarskiptatækni verði nýtt í auknum mæli til að miðla upplýsingum til notenda um leiðir og aðstæður í lofti, á láði og legi.

2.2. Markmið um öruggar samgöngur.
    Öryggi verði haft til hliðsjónar við allar ákvarðanir, áherslur og aðgerðir í samgöngumálum óháð ferðamáta. Markmið allra öryggisaðgerða verði að vernda mannslíf og að Ísland standi jafnfætis þeim ríkjum er fremst standa í öryggismálum.

Áherslur til að ná þessum markmiðum:
Almennar áherslur.
    2.2.1    Unnið verði eftir samræmdum öryggisáætlunum allra samgöngugreina og gerðar aðgerðaáætlanir til fimm ára fyrir hverja samgöngugrein með mælanlegum markmiðum og árangursmælikvörðum.
    2.2.2    Fyrir liggi mat á öryggishlutverki flugvalla, hafna og vega, m.a. með tilliti til ófyrirséðra atburða, svo sem náttúruhamfara.
    2.2.3    Í gildi verði öryggisstjórnunarkerfi fyrirtækja og stofnana á öllum sviðum samgangna og þeim viðhaldið.
    2.2.4    Fylgst verði með öryggisatvikum í flugi, siglingum og umferð og þau nýtt til ráðstafana sem auka öryggi.
    2.2.5    Tryggð verði rétt og samræmd skráning samgönguslysa.
    2.2.6    Trúverðugleiki Íslands verði tryggður með því að landið standist allar úttektir alþjóðlegra stofnana á öryggi í samgöngum.
    2.2.7    Eftirlit og tíðni eftirlits með leyfishöfum taki mið af áhættu og frammistöðu þeirra í öryggismálum.

Markmið flugöryggisáætlunar.
     a.      Að Ísland verði í hópi þeirra fimm Evrópuríkja þar sem fæst flugslys verða miðað við flugtíma og fjölda hreyfinga.
     b.      Að flugslysum og alvarlegum flugatvikum fækki um 5% á ári.

Markmið siglingaöryggisáætlunar.
     a.      Að treysta og auka öryggi íslenskra skipa, áhafna og farþega þannig að enginn látist í sjóslysum eða hið minnsta verði fjöldi látinna í sjóslysum ekki fleiri en einn á ári að jafnaði á tímabilinu.
     b.      Að slysum á sjómönnum fækki um 5% á hverju ári.

Markmið umferðaröryggisáætlunar.
     a.      Að Ísland verði meðal fremstu Evrópuríkja hvað varðar fjölda látinna og alvarlega slasaðra í umferðinni á hverja 100 þúsund íbúa.
     b.      Að látnum og alvarlega slösuðum fækki að jafnaði um 5% á ári.

2.3. Markmið um hagkvæmar samgöngur.
    Stefnt verði að því að auka hagkvæmni í samgöngum fyrir notendur og samfélagið. Staðið verði að framkvæmdum, viðhaldi og þjónustu með skilvirkum hætti og fjármunir nýttir með eins hagkvæmum hætti og unnt er.

Áherslur til að ná þessum markmiðum:
Almennar áherslur.
    2.3.1    Leitað verði hagkvæmustu lausna í uppbyggingu og rekstri samgöngukerfisins.
    2.3.2    Verðlagning á samgöngum verði gagnsæ og endurspegli þann kostnað sem þeim fylgir.
    2.3.3    Litið verði á samgöngukerfið sem eina heild. Nýir innviðir verði skipulagðir og þeim forgangsraðað með hliðsjón af niðurstöðum faglegra greininga.
    2.3.4    Áfram verði unnið að greiningu og rannsóknum með það að markmiði að aðkoma ríkisins í útgjöldum og skattlagningu stuðli að auknu jafnræði milli flutningsmáta.

Upplýsingatækni og rafræn stjórnsýsla.
    2.3.5    Upplýsingatækni og nýjar tæknilausnir verði innleiddar með hagkvæmni að leiðarljósi.
    2.3.6    Rafræn þjónusta verði efld í stjórnsýslu samgöngustofnana.
    2.3.7    Fjarskiptaaðstaða í eigu og rekstri opinberra aðila verði kortlögð með hagkvæmni í rekstri og þjónustu að leiðarljósi.
    2.3.8    Aðgengi verði aukið að gögnum í eigu opinberra aðila og einkaaðila sem stuðlað geta að bættum samgöngum.

Hagkvæmir ferðamátar og álagsdreifing.
    2.3.9    Unnið verði að greiningu og rannsóknum á aukinni hagkvæmni og afkastagetu samgönguinnviða.

Fjármögnun framkvæmda.
    2.3.10    Skoðaðar verði fjölbreyttar leiðir til fjármögnunar stórra framkvæmda, m.a. í samstarfi við einkaaðila og með innheimtu veggjalda.
    2.3.11    Kannaðar verði leiðir að breyttu fyrirkomulagi gjaldtöku vegna notkunar á vegum þannig að hún endurspegli að hluta til ekna vegalengd, óháð orkugjafa. Gjöldin taki mið af álagi og umhverfisáhrifum sem ökutækið veldur.

2.4. Markmið um umhverfislega sjálfbærar samgöngur.
    Stefnt verði að því að samgöngur verði umhverfislega sjálfbærar og að draga úr hnattrænum, svæðisbundnum og staðbundnum umhverfisáhrifum samgangna. Hér birtast almennar áherslur, að öðru leyti er vísað í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum.

Áherslur til að ná þessum markmiðum:
Almennar áherslur.

    2.4.1    Dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum.
    2.4.2    Við hönnun mannvirkja verði tekið tillit til umhverfissjónarmiða.
    2.4.3    Stuðningi við uppbyggingu almenningssamgöngukerfis á landsvísu verði haldið áfram.
    2.4.4    Rannsóknir verði auknar á umhverfisvænum orkugjöfum, orkusparnaði og aðgerðum til að draga úr mengun.
    2.4.5    Fræðsla um vistakstur verði aukin, m.a. til að draga úr mengun og hávaða frá bílaumferð.
    2.4.6    Hugað verði að ráðstöfunum með hliðsjón af hættu á ofanflóðum og hækkandi sjávarborði vegna loftslagsbreytinga.
    2.4.7    Stefnt verði að því að allar nýjar ferjur verði knúnar umhverfisvænum orkugjöfum.
    2.4.8    Stuðlað verði að því að skip verði tengd rafmagni í höfnum.

Hnattræn umhverfisáhrif og loftslagsmál.
    2.4.9    Unnið verði samkvæmt markmiðum aðgerðaáætlunar íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum um samgöngur.

Staðbundin og svæðisbundin umhverfisáhrif.
    2.4.10    Leitað verði leiða til að bæta staðbundin loftgæði og hljóðvist við þjóðvegi í þéttbýli í samstarfi við sveitarfélög.

Orkunýting og mengun.
    2.4.11    Rannsóknir verði auknar á umhverfisvænum orkugjöfum, orkusparnaði og aðgerðum til að draga úr mengun í samgöngum.
    2.4.12    Stutt verði við framleiðslu á innlendum umhverfisvænum orkugjöfum eins og kostur er.
    2.4.13    Hugað verði að því hvernig megi lágmarka afleiðingar mengunarslysa frá samgöngum.

Vistvænar samgöngur.
    2.4.14    Stuðningi við uppbyggingu og rekstur almenningssamgöngukerfis á landsvísu verði haldið áfram.
    2.4.15    Mótuð verði stefna um hönnun vega á hálendi.

2.5. Markmið um jákvæða byggðaþróun.
    Stefnt verði að því að auka lífsgæði um land allt með bættum samgöngum og stuðla að þeim grunni sem nauðsynlegur er til að efla fjölbreytta atvinnu og bæta samkeppnishæfni, svo sem með betri aðgangi að þjónustu.

Áherslur til að ná þessum markmiðum:
Almennar áherslur.
    2.5.1    Leitast verði við að styrkja samgöngur þannig að sem flestum landsmönnum sé kleift að nálgast nauðsynlega opinbera þjónustu á sem stystum tíma.
    2.5.2    Unnið verði að styttingu ferðatíma innan skóla- og vinnusóknarsvæða.
    2.5.3    Framkvæmdir og þjónusta samgöngukerfisins miði að því að auka öryggi og styrkja skóla- og vinnusóknarsvæði.

Forgangsröðun í samgöngum með hliðsjón af kynbundnum áherslum.
    2.5.4    Við forgangsröðun samgönguverkefna verði jafnréttissjónarmið höfð til hliðsjónar.

3. GRUNNNET SAMGANGNA
Skilgreining.
    Grunnnet vegakerfisins eru stofnvegir eins og þeir eru skilgreindir í 8. gr. vegalaga, nr. 80/2007: „Til stofnvega teljast vegir sem tengja saman byggðir landsins. Við það vegakerfi sem þannig fæst skal tengja þéttbýlisstaði með um það bil 100 íbúa eða fleiri. Til stofnvega teljast einnig umferðarmestu vegir sem tengja saman sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Einnig vegir á hálendinu sem mikilvægir eru fyrir flutninga og ferðaþjónustu. Þar sem stofnvegur endar í þéttbýli skal hann ná að fyrstu þvergötu sem tilheyrir gatnakerfi þéttbýlisins og enda þar. Þó er heimilt að láta stofnveg ná til flugvalla og hafna sem mikilvæg eru fyrir ferðaþjónustu og flutninga.“
    Til grunnnetsins teljast einnig allir áætlunarflugvellir, helstu flugleiðir og helstu hafnir, ferju- og siglingaleiðir með fram ströndinni og inn á hafnir. Á sama hátt teljast siglingaleiðir og flugleiðir til og frá landinu til grunnnets samgöngukerfisins.


Flugvellir
    Flugvellir í grunnneti skulu vera:
Keflavík
Reykjavík
Bíldudalur
Ísafjörður
Gjögur
Akureyri
Grímsey
Húsavík
Vopnafjörður
Egilsstaðir
Höfn í Hornafirði
Vestmannaeyjar
Þórshöfn
Hafnir
    Hafnir í grunnneti skulu vera:
Faxaflóahafnir
    Reykjavíkurhöfn
    Grundartangahöfn
    Akraneshöfn

Snæfellsbæjarhafnir
    Rifshöfn
    Ólafsvíkurhöfn

Grundarfjarðarhöfn
Stykkishólmshöfn (ferjuleið)
Vesturbyggðarhafnir
     Brjánslækjarhöfn (ferjuleið)
    Bíldudalshöfn

Bolungarvíkurhöfn
Ísafjarðarhöfn
Skagastrandarhöfn
Sauðárkrókshöfn
Hafnir Fjallabyggðar
    Siglufjarðarhöfn
Hafnir Dalvíkurbyggðar
     Dalvíkurhöfn (ferjuleið)
    Árskógssandshöfn (ferjuleið)

Hafnasamlag Norðurlands
     Hríseyjarhöfn (ferjuleið)
    Akureyrarhöfn
    Grímseyjarhöfn (ferjuleið)

Húsavíkurhöfn
Hafnir Langanesbyggðar
    Þórshafnarhöfn
Vopnafjarðarhöfn
Seyðisfjarðarhöfn (ferjuleið til Evrópu)
Hafnir Fjarðabyggðar
    Norðfjarðarhöfn
    Eskifjarðarhöfn
    Reyðarfjarðar-/Mjóeyrarhöfn
    Fáskrúðsfjarðarhöfn

Djúpavogshöfn
Hornafjarðarhöfn
Vestmannaeyjahöfn (ferjuleið)
Landeyjahöfn (ferjuleið)
Þorlákshöfn (ferjuleið m.a. til Evrópu)
Grindavíkurhöfn
Sandgerðishöfn
Reykjaneshöfn
Hafnarfjarðarhöfn
Vegir
    Vegir í grunnneti skulu vera:
Stofnvegir:
1     Hringvegur
22     Dalavegur
26     Sprengisandsleið
         Þjórsárdalsvegur–Fjallabaksleið nyrðri
30     Skeiða- og Hrunamannavegur
31     Skálholtsvegur
32     Þjórsárdalsvegur
33     Gaulverjabæjarvegur
34     Eyrarbakkavegur
35     Biskupstungnabraut
36     Þingvallavegur
37     Laugarvatnsvegur
38     Þorlákshafnarvegur
39     Þrengslavegur
40     Hafnarfjarðarvegur
41     Reykjanesbraut
43     Grindavíkurvegur
44     Hafnavegur
45     Garðskagavegur
        Reykjanesbraut–Sandgerðisvegur
47     Hvalfjarðarvegur
49     Nesbraut
50     Borgarfjarðarbraut
51     Akrafjallsvegur
54     Snæfellsnesvegur
56     Vatnaleið
58     Stykkishólmsvegur
60     Vestfjarðavegur
61     Djúpvegur
62     Barðastrandarvegur
63     Bíldudalsvegur
64     Flateyrarvegur
65     Súgandafjarðarvegur
         Vestfjarðavegur–Sætún
67     Hólmavíkurvegur
68     Innstrandavegur
72     Hvammstangavegur
74     Skagastrandarvegur
75     Sauðárkróksbraut
76     Siglufjarðarvegur
77     Hofsósbraut
         Siglufjarðarvegur–Lindargata
82     Ólafsfjarðarvegur
         Hringvegur–Hornbrekka
83     Grenivíkurvegur
85     Norðausturvegur
87     Kísilvegur
92     Norðfjarðarvegur
93     Seyðisfjarðarvegur
94     Borgarfjarðarvegur
95     Skriðdals- og Breiðdalsvegur
97     Breiðdalsvíkurvegur
         Hringvegur–Sæberg
98     Djúpavogsvegur
99     Hafnarvegur
205     Klausturvegur
         Hringvegur–Skaftárvellir
208     Skaftártunguvegur
         Hringvegur–Búlandsvegur
254     Landeyjahafnarvegur
261     Fljótshlíðarvegur
         Hringvegur–Öldubakki
343     Álfsstétt
        Eyrarbakkavegur–Túngata (eystri endi)
355     Reykjavegur
359     Bræðratunguvegur
365     Lyngdalsheiðarvegur
376     Breiðamörk
         Hringvegur–Sunnumörk
379     Hafnarvegur Þorlákshöfn
409     Fossvogsbraut
411     Arnarnesvegur
413     Breiðholtsbraut
414     Flugvallarvegur Reykjavík
418     Bústaðavegur
421     Vogavegur
423     Miðnesheiðarvegur
424     Keflavíkurvegur
427     Suðurstrandarvegur
429     Sandgerðisvegur
450     Sundabraut
453     Sundagarðar
454     Holtavegur
458     Brautarholtsvegur
         Hringvegur–Hofsgrund
470     Fjarðarbraut
506     Grundartangavegur
509     Akranesvegur
511     Hvanneyrarvegur
518     Hálsasveitarvegur
573     Rifshafnarvegur
574     Útnesvegur
        Hellissandur–Snæfellsnesvegur
606     Karlseyjarvegur
        Reykhólasveitarvegur–Hellisbraut
607     Reykhólasveitarvegur
        Vestfjarðavegur–Karlseyjarvegur
617     Tálknafjarðarvegur
        Bíldudalsvegur–Strandgata 2
619     Ketildalavegur
        Bíldudalsvegur–Langahlíð
622     Svalvogavegur
        Vestfjarðavegur–Flugvallarvegur
623     Flugvallarvegur Þingeyri
631     Flugvallarvegur Ísafirði
636     Hafnarvegur Ísafirði
731     Svínvetningabraut
        Kjalvegur–Hringvegur
744     Þverárfjallsvegur
749     Flugvallarvegur Sauðárkróki
767     Hólavegur
        Siglufjarðarvegur–Hólar
792     Hafnarvegur Siglufirði
801     Hafnarvegur Hrísey
808     Árskógssandsvegur
809     Hauganesvegur
        Ólafsfjarðarvegur–Lyngholt
810     Hafnarvegur Dalvík
819     Hafnarvegur Akureyri
820     Flugvallarvegur Akureyri
821     Eyjafjarðarbraut vestri
         Hringvegur–Miðbraut
823     Miðbraut
829     Eyjafjarðarbraut eystri
         Hringvegur–Miðbraut
830     Svalbarðseyrarvegur
         Hringvegur–Laugartún
842     Bárðardalsvegur vestri
845     Aðaldalsvegur
859     Hafnarvegur Húsavík
869     Langanesvegur
        Norðausturvegur–Flugvallarvegur
870     Sléttuvegur
         Norðausturvegur–Kópaskersvegur
870     Kópaskersvegur
871     Flugvallarvegur Þórshöfn
874     Raufarhafnarvegur
        Norðausturvegur–Höfðabraut
917     Hlíðarvegur
918     Hafnarvegur Vopnafirði
941     Flugvallarvegur Egilsstöðum
952     Hánefsstaðavegur
        Seyðisfjarðarvegur á Fjarðaröldu– Seyðisfjarðarvegur við Ferjubryggju
955     Vattarnesvegur
        Ytri vegamót Skólavegar–Suðurfjarðarvegur Fáskrúðsfirði
982     Flugvallarvegur Hornafirði
5033     Hagamelsvegur
         Hringvegur–Lækjarmelur
5240     Bifrastarvegur
9572     Mjóeyrarvegur

Stofnvegir um hálendi:
F26     Sprengisandsleið
35     Kjalvegur
F208     Fjallabaksleið nyrðri (hluti nr. 208)
550     Kaldadalsvegur

Ferjuleiðir og eftirtaldar hafnir eru hluti af grunnnetinu:
Vestmannaeyjar–Landeyjahöfn/Þorlákshöfn,
Hrísey–Árskógsströnd,
Grímsey–Dalvík,
Stykkishólmur–Brjánslækur.

4. FJÁRMÁL SAMGÖNGUÁÆTLUNAR – SUNDURLIÐUN ÚTGJALDA
4.1. Samgöngustofa

Tafla 1 – Fjármál Samgöngustofu.
1. tímabil 2. tímabil 3. tímabil Samtals
Verðlag fjárlaga 2019. Fjárhæðir í millj. kr. 2019–2023 2024–2028 2029–2033
Tekjur
Ríkisframlag 6.887,3 6.991,0 6.991,0 20.869,3
Rekstrartekjur 6.816,6 6.919,5 6.919,5 20.655,6
Til ráðstöfunar 13.703,9 13.910,5 13.910,5 41.524,9
Gjöld
Stjórnsýsla og rekstur 3.492,8 3.545,5 3.545,5 10.583,8
Forvarnir og öryggisáætlanir Íslands 1.190,6 1.208,5 1.208,5 3.607,6
Eftirlit með innlendum aðilum 4.161,6 4.224,5 4.224,5 12.610,6
Eftirlit með erlendum aðilum 360,2 365,5 365,5 1.091,2
Þjónusta og skrár í umsjón Samgöngustofu 4.318,9 4.384,0 4.384,0 13.086,9
Rannsóknir og þróun. Umhverfismál 179,7 182,5 182,5 544,7
Samtals 13.703,9 13.910,5 13.910,5 41.524,9


4.2. Flugvellir og flugleiðsöguþjónusta.

Tafla 2 – Tekjur og gjöld flugmála.
1. tímabil 2. tímabil 3. tímabil
Verðlag fjárlaga 2019. Fjárhæðir í millj. kr. 2019–2023 2024–2028 2029–2033
Tekjur
Ríkisframlag 11.913 11.935 11.935
Notendagjöld 3.465 3.465 3.465
    
Tekjur samtals 15.378 15.400 15.400
    
Gjöld
Rekstur alls 12.642 12.550 12.550
Viðhald og stofnkostnaður 2.736 2.850 2.850
    
Gjöld alls 15.378 15.400 15.400

4.3. Vegagerðin

Tafla 3 – Fjármál Vegagerðarinnar.
Tekjur og framlög. 1. tímabil 2. tímabil 3. tímabil Samtals
Verðlag fjárlaga 2019, fjárhæðir í millj. kr. 2019–2023 2024–2028 2029–2033 2019–2033
10-211 Vegagerðin
Rekstrarframlög 47.962 51.688 56.647 156.297
Fjárfestingarframlög 109.772 129.506 134.447 373.725
Framlög úr ríkissjóði samtals: 157.734 181.194 191.094 530.022
Almennar sértekjur 2.044 2.044 2.044 6.132
Tekjur af Landeyjahöfn 50 50 50 150
Sértekjur samtals: 2.094 2.094 2.094 6.282
Til ráðstöfunar samtals: 159.828 183.288 193.188 536.304
10-241 Hafnarframkvæmdir
Rekstrarframlög 4.958 4.417 4.417 13.792
Framlög úr ríkissjóði samtals: 4.958 4.417 4.417 13.792
Til ráðstöfunar samtals: 4.958 4.417 4.417 13.792


Tafla 4 – Skipting útgjalda Vegagerðarinnar.
1. tímabil 2. tímabil 3. tímabil Samtals
Verðlag fjárlaga 2019, fjárhæðir í millj. kr. 2019–2023 2024–2028 2029–2033 2019–2033
10-211 Vegagerðin
Rekstur:
Almennur rekstur 5.405 6.125 6.125 17.655
Stjórn og undirbúningur
Sértekjur
Vaktstöð siglinga
Viðhald vita og leiðsögukerfa
Rekstur Landeyjahafnar
Rannsóknir
Þjónusta 27.540 29.471 32.538 89.549
Svæði og rekstrardeild (sértekjur)
Almenn þjónusta
Vetrarþjónusta
Styrkir til almenningssamgangna 17.111 18.186 20.078 55.375
Ferjur, sérleyfi á landi og innanlandsflug
Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu
Fjárfestingar:
Framkvæmdir á vegakerfinu
Viðhald 49.120 53.081 58.606 160.807
Nýframkvæmdir 55.755 73.303 72.394 201.452
Framkvæmdir við vita og hafnir 3.367 3.122 3.447 9.936
Vitabyggingar
Sjóvarnargarðar
Landeyjahöfn
Ferjubryggjur
Hafna- og strandrannsóknir
Ný Vestmannaeyjaferja 800 0 0 800
Botndælubúnaður við Landeyjahöfn 730 0 0 730
Samtals Vegagerðin 10-211: 159.828 183.288 193.188 536.304
10-241 Hafnarframkvæmdir
Rekstur
Hafnabótasjóður 4.958 4.417 4.417 13.792
Samtals Hafnarframkvæmdir 10-241: 4.958 4.417 4.417 13.792


Útgjöld vegna framkvæmda.
Tafla 5 – Sundurliðun verkefna.
Suðursvæði I


Vegnr.
    Kaflanr.


Vegheiti
    Kaflaheiti


Lengd
kafla [km]

Eftirstöðvar
kostnaðar 1. 1. 2019
millj. kr.


1. tímabil
2019–2023


2. tímabil
2024–2028


3. tímabil
2029–2033


2033+
Framhald


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Undirbúningur verka utan áætlunar 900 250 300 350
1 Hringvegur
a3–a4     Fossálar–Hörgsá 8 740 740 X X
a4     Um Breiðbalakvísl 0,5 550 550 X X
b2–b4     Um Mýrdal* 13 ,3 (5.300 ) X X X
b4     Um Gatnabrún* 2,5 450 450 X X
b5     Jökulsá á Sólheimasandi 0,5 520 520 X X
c4–d1     Hella–Skeiðavegamót 20 4.000 2.400 + X X
d2     Skeiðavegamót–Selfoss 13 2.600 2.600 X X
d2–d5     Norðaustan Selfoss, brú á Ölfusá 5 5.500 50 5.450 X X X
d6     Biskupstungnabraut–Varmá 8,9 4.350 4.350 X X
d6–d8     Varmá–Kambar 3 ,0 2.500 1.150 1.350 X X
30 Skeiða- og Hrunamannavegur
04     Um Stóru-Laxá 0,6 500 500 X X
08     Einholtsvegur–Biskupstungnabraut 4 ,4 285 285 X X
34 Eyrarbakkavegur
01–02     Hringtorg og undirgöng við Skógarhóla 1 200 200 X X
35 Biskupstungnabraut
08     Um Geysissvæðið og Tungufljót 5 (1.000 ) 1.000 X X
208 Skaftártunguvegur
00     Um Eldvatn 0,5 150 150 X
355 Reykjavegur
01     Biskupstungnabraut–Laugarvatnsvegur 8 185 185 X X X
Samtals Suðursvæði I 7.590 11.490 3.750
* Leitað verði leiða til að fjármagna Hringveg um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli í samstarfi við einkaaðila.



Suðursvæði II


Vegnr.
    Kaflanr.


Vegheiti
    Kaflaheiti


Lengd
kafla [km]

Eftirstöðvar
kostnaðar 1. 1. 2019
millj. kr.


1. tímabil
2019–2023


2. tímabil
2024–2028


3. tímabil
2029–2033


2033+
Framhald


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Undirbúningur verka utan áætlunar 800 250 250 300 +
1 Hringvegur
e1     Fossvellir–Hólmsá 5,2 1.100 1.100 X X
e1–e2     Hólmsá–Norðlingavað 3 ,4 2.500 2.500 X X
e2     Norðlingavað–Bæjarháls 2 1.100 1.100 X X
e3     Bæjarháls–Vesturlandsvegur 1 400 400 X X
f3     Skarhólabraut–Hafravatnsvegur 1,8 510 510 X X
f5     Um Kjalarnes 9 3.200 3.200 X X
f8     Tvöföldun Hvalfjarðarganga** X X
36 Þingvallavegur
    Í Mosfellsdal, tvö hringtorg og undirgöng 400 400 X X
40 Hafnarfjarðarvegur
    Stokkur í Garðabæ 7.000 3.500 X X X
41 Reykjanesbraut
04–11     Holtavegur–Stekkjarbakki 2.000 2.000 X X
12     Gatnamót við Bústaðaveg 1.000 1.000 X X
12     Undirgöng í Kópavogi, skuld 100 100
13     Álftanesvegur–Lækjargata 5.000 5.000 X X X
14     Kaldárselsvegur–Krýsuvíkurvegur 3,3 2.400 2.400 X X
15     Krýsuvíkurvegur–Hvassahraun 5,5 3.300 300 3.000 X X
19–22     Fitjar–Flugstöð 3.500 1.000 2.500 X X
43 Grindavíkurvegur
01     Reykjanesbraut–Bláalónsvegur 700 700 X X
49 Miklabraut
03–04     Stokkur 20.000 5.000 5.000 X X X
411 Arnarnesvegur
06     Rjúpnavegur–Breiðholtsbraut 1,3 1.500 1.500 X X
Bætt umferðarflæði, almenningssamgöngur 1.000 1.500 1.500 X X X
Umferðarstýring á höfuðborgarsvæði 200 250 300 X X X
Öryggisaðgerðir 500 550 600 X
Göngubrýr og undirgöng 750 750 750 X X X
Borgarlína, undirbúningur 800
Samtals Suðursvæði II 12.510 25.500 14.450
** Leitað verði leiða til að fjármagna tvöföldun Hvalfjarðarganga í samstarfi við einkaaðila.
Vestursvæði


Vegnr.
    Kaflanr.


Vegheiti
    Kaflaheiti


Lengd
kafla [km]

Eftirstöðvar
kostnaðar 1. 1. 2019
millj. kr.


1. tímabil
2019–2023


2. tímabil
2024–2028


3. tímabil
2029–2033


2033+
Framhald


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Undirbúningur verka utan áætlunar 900 250 300 350
1 Hringvegur
g1–g5     Akrafjallsvegur–Borgarnes 30 6.000 2.000 2.000 + X X
g6–g7     Um Borgarnes 4 ,5 1.400 1.400 X X
h4     Um Heiðarsporð (Biskupsbeygja) 2,5 300 300 X X
52 Uxahryggjavegur
04     Brautartunga–Kaldadalsvegur 1.700 1.700 X X
54 Snæfellsnesvegur
10     Um Fróðárheiði 250 250 X X
21–22     Skógarströnd 27 (1.500 ) 450 650 + X X
60 Vestfjarðavegur
25–28     Um Gufudalssveit Óvíst 6.700 6.700 X X X
35–37     Dynjandisheiði 35 ,2 5.300 1.800 3.500 X X X
39     Dýrafjarðargöng 11,8 7.200 7.200 X X X
61 Djúpvegur
34     Í Hestfirði og Seyðisfirði 6,5 550 550 X X
35     Um Hattardalsá 270 270 X X
63 Bíldudalsvegur
04–06     Bíldudalsflugvöllur–Vestfjarðavegur 30 ,0 4.400 2.500 1.900 X X X
509 Akranesvegur
02     Faxabraut, hækkun vegar og sjóvörn 550 200 X X X
612 Örlygshafnarvegur
03     Um Hvallátur 2,1 120 120 X X
643 Strandavegur
06     Um Veiðileysuháls 12,0 700 400 300 X X X
09     Um Litlu-Kleif í Norðurfirði 40 40 X X
Samtals Vestursvæði 18.080 10.750 6.300

Norðursvæði


Vegnr.
    Kaflanr.


Vegheiti
    Kaflaheiti


Lengd
kafla [km]

Eftirstöðvar
kostnaðar 1. 1. 2019
millj. kr.


1. tímabil
2019–2023


2. tímabil
2024–2028


3. tímabil
2029–2033


2033+
Framhald


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Undirbúningur verka utan áætlunar 900 250 300 350
1 Hringvegur
r6     Jökulsá á Fjöllum 2 2.000 25 1.975 X X
74 Skagastrandarvegur
01–02     Hringvegur–Laxá 8 ,5 1.350 1.350 X X X
85 Norðausturvegur
02–03     Um Skjálfandafljót 9 ,5 2.000 2.000 X X
27     Brekknaheiði 7 ,6 1.000 200 800 X X X
815 Hörgárdalsvegur
01     Skriða–Brakandi 4 230 230 X X
842 Bárðardalsvegur vestri
01–04     Hringvegur–Sprengisandsleið 37 1.500 270 800 430 X X
862 Dettifossvegur
02–03     Súlnalækur–Ásheiði 14 ,6 1.475 1.475 X X X
Samtals Norðursvæði 3.800 5.875 780


Austursvæði


Vegnr.
    Kaflanr.


Vegheiti
    Kaflaheiti


Lengd
kafla [km]

Eftirstöðvar
kostnaðar 1. 1. 2019
millj. kr.


1. tímabil
2019–2023


2. tímabil
2024–2028


3. tímabil
2029–2033


2033+
Framhald


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Undirbúningur verka utan áætlunar 900 250 300 350
1 Hringvegur
t3     Lagarfljót 4 ,5 1.850 270 1.580 X X
u0–u5     Um Suðurfirði 2.200 350 1.850 X X
v4–v5     Um Berufjarðarbotn 4 ,7 300 300 X X
x3–x4     Um Lón 16 ,0 3.000 1.500 + X X
x6–x9     Um Hornafjarðarfljót 18 4.500 1.250 3.250 X X X
y2     Um Steinavötn 0 ,5 450 450 X X
y8–y9     Kotá–Morsá 12 ,1 1.400 1.400 X X
93 Seyðisfjarðarvegur
    Fjarðarheiðargöng 13 ,5 (25.000 ) 1.900 17.500 + X X X
94 Borgarfjarðarvegur
03–04     Eiðar–Laufás 14 ,7 600 600 X X
06–07     Um Vatnsskarð 8 ,8 360 360 X X
07–08     Um Njarðvíkurskriður 100 100 X X
939 Axarvegur
01–02     Skriðdals- og Breiðdalsv.–Hringvegur 18 ,6 2.400 350 2.050 X X X
Samtals Austursvæði 3.310 6.420 26.230
Samtals almenn verkefni 45.290 60.035 51.510











Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Sameiginlegt
1. tímabil 2. tímabil 3. tímabil 2033+ Öryggi Greið-
færni
Umhverfi Byggða-
mál
2019–2023 2024–2028 2029–2033 Framhald
Ýmsar framkvæmdir, undir 1.000 millj. kr. 4.000
Tengivegir, bundið slitlag 4.400 6.600 7.411 + X X X
Breikkun brúa 2.200 2.493 5.048 + X X
Hjóla- og göngustígar 1.310 1.500 1.750 + X
Samgöngurannsóknir 100 100 100 +
Héraðsvegir 530 700 700 +
Landsvegir utan stofnvegakerfis 600 600 600 + X
Styrkvegir 350 300 300 +
Reiðvegir 375 375 375 +
Smábrýr 250 250 250 + X X
Girðingar 300 300 300 + X
Sameiginlegur jarðgangakostnaður 50 50 50 +
Samtals sameiginlegt 10.465 13.268 20.884
Samtals nýframkvæmdir 55.755 73.303 72.394