Ferill 427. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 939  —  427. mál.




Svar


ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um kærur og málsmeðferðartíma.


     1.      Hversu margar kærur bárust eftirtöldum á hverju ári frá árinu 2013:
                  a.      úrskurðarnefnd raforkumála,
                  b.      úrskurðaraðila á sviði ferðamála,
                  c.      áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar,
                  d.      áfrýjunarnefnd neytendamála,
                  e.      áfrýjunarnefnd samkeppnismála,
                  f.      kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa,
                  g.      Samkeppniseftirlitinu,
                  h.      úrskurðarnefnd Neytendasamtakanna og Félags efnalaugaeigenda,
                  i.      ráðherra?


    a. Úrskurðarnefnd raforkumála:

Ár Fjöldi
2013 3
2014 3
2015 5
2016 6
2017 0
2018 2

    b. Áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar:

Ár Fjöldi
2013 12
2014 16
2015 8
2016 11
2017 15
2018 25

    c. Áfrýjunarnefnd neytendamála:

Ár Fjöldi
2013 10
2014 21
2015 17
2016 8
2017 7
2018 8

    d. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála:

Ár Fjöldi
2013 11
2014 7
2015 10
2016 7
2017 6
2018 7

    e. Kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa:

Ár Fjöldi
2013 118
2014 108
2015 101
2016 115
2017 95
2018 101

    f. Samkeppniseftirlitið:
    Málum er ekki skotið til Samkeppniseftirlitsins með kærum í skilningi VII. kafla stjórnsýslulaga líkt og á við um úrskurðaraðila innan stjórnsýslunnar. Ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins eru á lægra stjórnsýslustigi og sæta kæru til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Skv. 3. mgr. 8. gr. samkeppnislaga, nr. 44/2005, tekur Samkeppniseftirlitið ákvörðun um það hvort erindi sem berst stofnuninni gefi nægar ástæður til rannsóknar þess og við meðferð mála samkvæmt lögunum er Samkeppniseftirlitinu heimilt að raða málum í forgangsröð. Af þessu leiðir að Samkeppniseftirlitið leggur mat á erindi og ábendingar sem því berast á grundvelli markmiða samkeppnislaga og þeirra almannahagsmuna sem þeim er ætlað að standa vörð um. Í 9. gr. reglna um málsmeðferð Samkeppniseftirlitsins, nr. 880/2005, kemur fram að við mat á því hvort erindi sé tekið til rannsóknar skuli eftirlitið hafa hliðsjón af málefnalegum sjónarmiðum sem þykja skipta máli í hverju tilviki fyrir sig. Kemur þar einnig fram að m.a. skuli hafa hliðsjón af alvarleika máls, að meint brot eða samkeppnishömlur varði ekki aðeins viðskiptahagsmuni kvartanda heldur geti haft víðtæk skaðleg áhrif á samkeppni, að fyrirtæki hafi ekki látið af þeirri hegðun sem var tilefni kvörtunar og að kvartandi geti ekki gætt viðkomandi hagsmuna sinna fyrir dómstólum. Um fjölda rannsakaðra mála má benda á svar iðnaðar- og viðskiptaráðherra á 145. löggjafarþingi (þskj. 861). 1

    g. Úrskurðarnefnd Neytendasamtakanna og Félags efnalaugaeigenda :
    Úrskurðarnefnd Neytendasamtakanna og Félags efnalaugaeigenda er frjáls úrskurðarnefnd sem starfar á grundvelli samþykkta beggja samtaka. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið tilnefnir einn af þremur nefndarmönnum. Úrskurði nefndarinnar má nálgast á vefsíðu Neytendasamtakanna.

Ár Fjöldi
2013 3
2014 5
2015 0
2016 0
2017 4
2018 6

    h. Úrskurðarnefnd Neytendasamtakanna og Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF):
    Úrskurðarnefnd Samtaka ferðaþjónustunnar og Neytendasamtakanna er frjáls úrskurðarnefnd sem starfar á grundvelli samþykkta beggja samtaka og heyrir nefndin ekki undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið samkvæmt forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands, nr. 119/2018. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið fer hins vegar með neytendamál og skipan ferðamála. Fyrirspurnin lýtur að úrskurðaraðila á sviði ferðamála og unnt er að telja nefndina til slíks aðila. Vakin er athygli á því að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra tilnefnir einn af þremur nefndarmönnum. Úrskurði nefndarinnar má nálgast á vefsíðu Neytendasamtakanna.

Ár Fjöldi
2013 3
2014 3
2015 6
2016 5
2017 4
2018 5

    i. Ráðherra:

Ár Fjöldi
2013 12
2014 12
2015 13
2016 26
2017 135
2018 235

     2.      Hver var meðalafgreiðslutími á hverju ári? Hver var stysti tími sem tekið hefur að afgreiða kæru og hver var lengsti tími á hverju ári?

    a. Úrskurðarnefnd raforkumála:

Ár Meðalafgreiðslutími Stysti tími Lengsti tími
2013 286 dagar 157 dagar 504 dagar
2014 323 dagar 259 dagar 389 dagar
2015 322 dagar 265 dagar 365 dagar
2016 340 dagar 76 dagar 415 dagar
2017 Engar kærur Engar kærur Engar kærur
2018 150 dagar 127 dagar 172 dagar

    b. Áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar:

Ár Meðalafgreiðslutími Stysti tími Lengsti tími
2013 349 dagar 137 dagar 695 dagar
2014 378 dagar 165 dagar 1007 dagar
2015 399 dagar 212 dagar 749 dagar
2016 550 dagar 314 dagar 752 dagar
2017 668 dagar 607 dagar 698 dagar
2018 Engir úrskurðir Engir úrskurðir Engir úrskurðir

    c. Áfrýjunarnefnd neytendamála:

Ár Meðalafgreiðslutími Stysti tími Lengsti tími
2013 222 dagar 127 dagar 363 dagar
2014 168 dagar 59 dagar 297 dagar
2015 151 dagur 71 dagur 311 dagar
2016 93 dagar 35 dagar 179 dagar
2017 180 dagar 71 dagur 335 dagar
2018 129 dagar 115 dagar 165 dagar

    d. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála:

Ár Meðalafgreiðslutími Stysti tími Lengsti tími
2013 99 dagar 35 dagar 148 dagar
2014 71 dagur 49 dagar 111 dagar
2015 112 dagar 90 dagar 145 dagar
2016 93 dagar 34 dagar 153 dagar
2017 108 dagar 57 dagar 148 dagar
2018 108 dagar 71 dagur 158 dagar

    e. Kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa:

Ár Meðalafgreiðslutími Stysti tími Lengsti tími
2013 150 dagar 5 dagar 336 dagar
2014 163 dagar 3 dagar 367 dagar
2015 218 dagar 6 dagar 539 dagar
2016 271 dagur 13 dagar 723 dagar
2017 150 dagar 16 dagar 390 dagar
2018 138 dagar 3 dagar 291 dagur

    f. Úrskurðarnefnd Neytendasamtakanna og Félags efnalaugaeigenda:

Ár Meðalafgreiðslutími Stysti tími Lengsti tími
2013 85 dagar 50 dagar 106 dagar
2014 223 dagar 33 dagar 413 dagar
2015 Engar kærur Engar kærur Engar kærur
2016 Engar kærur Engar kærur Engar kærur
2017 91 dagur 69 dagar 129 dagar
2018 59 dagar 31 dagur 79 dagar

    g. Úrskurðarnefnd Neytendasamtakanna og Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF):
    
Ár Meðalafgreiðslutími Stysti tími Lengsti tími
2013 59 dagar 53 dagar 72 dagar
2014 120 dagar 85 dagar 142 dagar
2015 109 dagar 75 dagar 190 dagar
2016 140 dagar 86 dagar 216 dagar
2017 248 dagar 109 dagar 417 dagar
2018 145 dagar 65 dagar 294 dagar

    h. Ráðherra:

Ár Meðalafgreiðslutími Stysti tími Lengsti tími
2013 261 dagur 13 dagar 637 dagar
2014 316 dagar 109 dagar 916 dagar
2015 261 dagur 27 dagar 704 dagar
2016 284 dagar 32 dagar 525 dagar
2017 177 dagar 6 dagar 369 dagar
2018 117 dagar 21 dagur 259 dagar

     3.      Hversu margar kærur voru óafgreiddar hjá hverjum úrskurðaraðila 1. nóvember sl.?

Úrskurðaraðili Fjöldi
Úrskurðarnefnd raforkumála 1
Áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar 36
Áfrýjunarnefnd neytendamála 4
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála 5
Kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa 4
Úrskurðarnefnd Neytendasamtakanna og Félags efnalaugaeigenda Engar kærur óafgreiddar
Úrskurðarnefnd Neytendasamtakanna og Samtaka ferðaþjónustunnar 1
Ráðherra 169

1     www.althingi.is/altext/145/s/0861.html