Ekki tókst að sækja gögn. Vinsamlegast endurhlaðið síðunni.

Ferill 659. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1308  —  659. mál.
Síðari umræða.Nefndarálit


um tillögu til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 18/2019 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.

Frá utanríkismálanefnd.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Pétur Gunnarsson frá utanríkisráðuneyti og Ernu Hjaltested, Gunnlaug Helgason og Mörtu Margréti Rúnarsdóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 18/2019 frá 8. febrúar 2019 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992 og að fella inn í samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 909/2014 frá 23. júlí 2014 um bætt verðbréfauppgjör í Evrópusambandinu og um verðbréfamiðstöðvar, og um breytingu á tilskipunum 98/26/EB og 2014/65/ESB og reglugerð (ESB) nr. 236/2012.
    Sex mánaða frestur samkvæmt EES-samningnum til að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara var veittur til 9. ágúst 2019. Framsetning tillögunnar telst að mati nefndarinnar í samræmi við 7. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála.
    Reglugerðinni er ætlað að auka öryggi og aga í verðbréfaviðskiptum. Í henni felast reglur um bætt verðbréfauppgjör og samræmdar kröfur til verðbréfamiðstöðva. Starfandi verðbréfamiðstöðvar þurfa að sækja um nýtt starfsleyfi og geta boðið þjónustu sína yfir landamæri innan EES-svæðisins.
    Innleiðing reglugerðarinnar kallar á lagabreytingar og er fyrirhugað að fjármála- og efnahagsráðherra leggi á yfirstandandi löggjafarþingi fram frumvarp til innleiðingar á gerðinni.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.

Alþingi, 3. apríl 2019.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,
form.
Bryndís Haraldsdóttir,
frsm.
Ari Trausti Guðmundsson.
Gunnar Bragi Sveinsson. Logi Einarsson. Rósa Björk Brynjólfsdóttir.
Silja Dögg Gunnarsdóttir. Smári McCarthy. Þorgerður K. Gunnarsdóttir.