Ferill 413. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1552  —  413. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls laga um kjararáð, nr. 130/2016, með síðari breytingum (launafyrirkomulag).

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (ÓBK, HKF, BHar, ÓGunn, SÁA, SilG).


     1.      Lokamálsliður 1. gr. falli brott.
     2.      Á undan 2. gr. komi ný grein er orðist svo:
                      Í stað orðanna „7. gr. og 1. mgr. 9. gr.“ í 1. mgr. 5. gr. laganna kemur: 7.–9. gr.
     3.      Lokamálsliður 3. gr. falli brott.
     4.      Lokamálsliður 4. gr. falli brott.
     5.      Lokamálsliður 5. gr., er verði 7. gr., falli brott.
     6.      Við III. kafla bætist ný grein, er verði 8. gr., svohljóðandi:
                      Við 27. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Ráðherra sem fer með starfsmannamál ríkisins setur almennar reglur um starfskostnað og önnur starfskjör ráðherra í samráði við forsætisráðherra. Í reglunum skal m.a. gæta samræmis við rétt alþingismanna og formanna stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi til greiðslu kostnaðar vegna stjórnmálalegra starfa þeirra, sbr. ákvæði laga um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað sem og reglna sem forsætisnefnd Alþingis setur á grundvelli þeirra laga.
     7.      Lokamálsliður 4. efnismgr. 7. gr. falli brott.
     8.      Lokamálsliður 2. efnismgr. 8. gr. falli brott.
     9.      Við 9. gr.
                  a.      Á eftir 2. málsl. 1. efnismgr. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Laun saksóknara sem jafnframt stýrir sviði eða skrifstofu nema 1.393.396 kr. á mánuði og þar af skal greiðsla fyrir yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir nema 335.020 kr. á mánuði.
                  b.      Lokamálsliður 2. efnismgr. falli brott.
     10.      Við V. kafla bætist ný grein, er verði 12. gr., svohljóðandi:
                      Við 24. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                      Laun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu nema 1.750.000 kr. á mánuði og þar af skal greiðsla fyrir yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir nema 350.000 kr. á mánuði. Laun lögreglustjórans á Suðurnesjum nema 1.450.000 kr. á mánuði og þar af skal greiðsla fyrir yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir nema 290.000 kr. á mánuði. Laun lögreglustjórans á Austurlandi, lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, lögreglustjórans á Norðurlandi vestra, lögreglustjórans á Suðurlandi, lögreglustjórans á Vestfjörðum og lögreglustjórans á Vesturlandi nema 1.435.894 kr. á mánuði og þar af skal greiðsla fyrir yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir nema 478.600 kr. á mánuði. Laun lögreglustjórans í Vestmannaeyjum nema 1.321.030 kr. á mánuði og þar af skal greiðsla fyrir yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir nema 363.736 kr. á mánuði.
                      Laun skv. 6. mgr. skulu taka breytingum 1. júlí ár hvert. Hagstofa Íslands reiknar og birtir fyrir 1. júní hlutfallslega breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins fyrir næstliðið almanaksár. Við mat á launabreytingum aflar Hagstofan skýrslna og gagna sem hún telur nauðsynleg og gerir jafnframt eigin kjararannsóknir eftir því sem hún telur þörf á. Við launaafgreiðslu fyrir júlí uppfærir Fjársýsla ríkisins krónutölufjárhæð til samræmis við tölur Hagstofunnar.
     11.      Lokamálsliður 3. efnismgr. 10. gr. falli brott.
     12.      6. málsl. efnismálsgreinar 12. gr. falli brott.
     13.      Á eftir orðinu „saksóknara“ í 20. gr. komi: lögreglustjóra.
     14.      24. gr. orðist svo:
                      Eftirfarandi breytingar verða á 6. mgr. 23. gr. laganna:
                  a.      Í stað orðanna „ákvarðanir kjararáðs“ kemur: sérákvæði í lögum.
                  b.      Í stað orðanna „lögum um kjararáð“ kemur: samkvæmt sérákvæðum í lögum.
     15.      Við ákvæði til bráðabirgða.
                  a.      Í stað 1. mgr. komi tvær nýjar málsgreinar er orðist svo:
                      Þrátt fyrir ákvæði laga þessara skal ekki hækka laun annarra en þeirra sem getið er í IV. og V. kafla fyrr en 1. janúar 2020 og skal sú hækkun vera í samræmi við hlutfallslega breytingu á reglulegum meðallaunum ríkisstarfsmanna eins og þau birtast í tölum Hagstofu Íslands fyrir árið 2018.
                      Þrátt fyrir ákvæði 12. gr. skal breyting launa lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og lögreglustjórans á Suðurnesjum 1. júlí 2019 taka mið af hækkun launa vegna þeirra embætta miðað við niðurstöðu grunnmats 1. janúar 2019 þannig að hún nemi mismuni þeirrar hækkunar sem þeir hefðu átt að fá miðað við óbreyttar forsendur og þeirrar hækkunar sem miðaðist við niðurstöðu grunnmats. Leiði sú niðurstaða til lakari launa en þeir hafa samkvæmt ákvæðinu skulu laun þeirra haldast óbreytt til 1. júlí 2020.
                  b.      3. mgr. orðist svo:
                      Þrátt fyrir 1. mgr. ákvæðis þessa og 4. mgr. 60. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, nr. 78/1997, skulu laun og starfskjör biskups, vígslubiskupa, prófasta og presta þjóðkirkjunnar, sem ákveðin voru með ákvörðun kjararáðs 17. desember 2017, taka breytingum 1. júlí 2019 og ár hvert þar á eftir, í samræmi við hlutfallslega breytingu á reglulegum meðallaunum ríkisstarfsmanna eins og þau birtast í tölum Hagstofu Íslands fyrir næstliðið almanaksár, þar til nýtt samkomulag hefur náðst milli þjóðkirkjunnar og ríkisins um launafyrirkomulag. Um almenn starfskjör gilda sömu reglur og gilda um embættismenn þar sem laun eru ákveðin í sérákvæðum í lögum, sbr. 2. mgr. 39. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996. Önnur starfskjör er fram koma í ákvörðunarorði kjararáðs frá 17. desember 2017 gilda þar til nýtt samkomulag hefur náðst.