Ferill 409. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1632  —  409. mál.
Síðari umræða.



Breytingartillaga


við tillögu til þingsályktunar um áætlun fyrir árin 2019–2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess.

Frá allsherjar- og menntamálanefnd.


     1.      1. málsl. 2. mgr. kaflans I. Framtíðarsýn og viðfangsefni orðist svo: Við framkvæmd áætlunarinnar verði tekið mið af því að með ofbeldi sé átt við t.d. líkamlegt, kynferðislegt, andlegt, fjárhagslegt og ekki síst kynbundið ofbeldi, einelti, haturstal og myndbirtingar á stafrænum miðlum sem hvetja til ofbeldis.
     2.      Við 1. mgr. kaflans II. Markmið og áherslur.
                  a.      1. málsl. orðist svo: Alþingi ályktar að vinna þurfi gegn því alvarlega þjóðfélagsmeini sem ofbeldi er með öllum tiltækum ráðum.
                  b.      2. tölul. 1. mgr. orðist svo: Að komið verði á markvissri fræðslu og forvörnum gegn hvers konar ofbeldi, einkum í skólakerfinu, í íþrótta- og æskulýðsstarfi, á vinnustöðum, í stafrænum heimi og í nánum samböndum.
     3.      1. mgr. kaflans III. Aðgerðaáætlun orðist svo:
                  Alþingi ályktar að til þess að tryggja framgang markmiða áætlunar þessarar skuli unnið í samræmi við eftirfarandi.
     4.      Við kaflann A.1. Fræðsla um ofbeldi til þeirra sem vinna með börnum í skóla-, íþrótta- og æskulýðsstarfi.
                  a.      Liðurinn Samstarfsaðilar orðist svo: Félagsmálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið, Menntamálastofnun, Barnaverndarstofa, embætti landlæknis, umboðsmaður barna, sveitarfélög, fagstéttir og stéttarfélög í skólum og í íþrótta- og æskulýðsstarfi, frjáls félagasamtök, Jafnréttisstofa og háskólasamfélagið.
                  b.      Liðurinn Mælikvarði orðist svo: Reglubundin fræðsla verði komin á í árslok 2021.
     5.      Liðurinn Samstarfsaðilar í kaflanum A.2. Þekking á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins verði efld og hann verði grundvöllur í starfi með börnum orðist svo: Dómsmálaráðuneytið, félagsmálaráðuneytið, sveitarfélög, Menntamálastofnun, umboðsmaður barna, UNICEF, embætti landlæknis (heilsueflandi skólar), frjáls félagasamtök, ungmennaráð, Jafnréttisstofa, Samband íslenskra sveitarfélaga og háskólasamfélagið.
     6.      Við kaflann A.3. Gæðakröfur og vottun um fyrirmyndarstarf í íþrótta- og æskulýðsstarfi.
                  a.      Í stað orðanna „tæka samvinnu“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: víðtæka samvinnu.
                  b.      Liðurinn Samstarfsaðilar orðist svo: Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, frjáls félagasamtök í íþrótta- og æskulýðsstarfi og önnur frjáls félagasamtök, sveitarfélög, ungmennaráð og Jafnréttisstofa.
     7.      Við kaflann A.5. Fræðsluefni um ofbeldi fyrir leikskólabörn.
                  a.      Liðurinn Markmið orðist svo: Að börn þekki rétt sinn til lífs án ofbeldis.
                  b.      Í stað orðanna „og frjáls félagasamtök“ í liðnum Samstarfsaðilar komi: frjáls félagasamtök og Jafnréttisstofa.
                  c.      Liðurinn Mælikvarði orðist svo: Að fræðsluefni hafi verið dreift og komið í notkun í öllum leikskólum landsins fyrir árslok 2022.
     8.      5. málsl. 1. mgr. kaflans A.6. Kennsla um kynheilbrigði og kynhegðun verði efld í grunn- og framhaldsskólum orðist svo: Við kennslu í skólum um kynheilbrigði og kynhegðun verði haft að leiðarljósi að hjálpa einstaklingum að öðlast jákvæðan skilning á kynlífi í víðri merkingu þess orðs og veita þeim þekkingu umfram það sem finna má á netmiðlum.
     9.      Við kaflann A.7. Samræmd heilsuvernd skólabarna á landsvísu.
                  a.      Í stað orðsins „Velferðarráðuneytið“ í liðnum Ábyrgð komi: Heilbrigðisráðuneytið.
                  b.      Við liðinn Samstarfsaðilar bætist: háskólasamfélagið.
                  c.      Í stað orðanna „Að minnsta kosti 80% nemenda“ í liðnum Mælikvarði komi: Að nemendur.
     10.      Við kaflann A.8. Vitundarvakning í samfélaginu gegn haturstali.
                  a.      2. málsl. 1. mgr. falli brott.
                  b.      Liðurinn Samstarfsaðilar orðist svo: Mannréttindaskrifstofa Íslands, félagsmálaráðuneytið, fjölmiðlanefnd, Menntamálastofnun, SAFT (Samfélag, fjölskylda og tækni), skólar, frjáls félagasamtök í íþrótta- og æskulýðsstarfi, frjáls félagasamtök og ungmennaráð.
     11.      Við kaflann A.9. Vitundarvakning um einelti og ofbeldi á vinnustöðum.
                  a.      Í stað orðanna „Farið verði í fræðslu og eftirlitsátak“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: Gert verði átak í fræðslu og eftirliti.
                  b.      5. málsl. 1. mgr. falli brott.
                  c.      Í stað orðsins „Velferðarráðuneytið“ í liðnum Ábyrgð komi: Félagsmálaráðuneytið.
                  d.      Liðurinn Samstarfsaðilar orðist svo: Vinnueftirlitið, Jafnréttisstofa, stéttarfélög og samtök aðila vinnumarkaðarins.
     12.      Við kaflann A.10. Fræðsla um úrræði fyrir þolendur ofbeldis um allt land.
                  a.      1. mgr. orðist svo:
                     Fræðsluefni um ofbeldi og úrræði í kjölfar ofbeldis verði dreift skipulega um land allt. Fræðsluefnið verði byggt á fyrirliggjandi efni og staðfært í samvinnu við lykilaðila á þessu sviði í hverjum landshluta. Fræðsluefnið verði aðgengilegt á nokkrum tungumálum og uppfært reglulega á upplýsingavef, sbr. aðgerð C.2. Sérstök áhersla verði lögð á að fræðslan nái til fatlaðs fólks, aldraðra, fólks af erlendum uppruna, hinsegin fólks, fanga og fleiri viðkvæmra hópa.
                  b.      Í stað orðsins „Velferðarráðuneytið“ í liðnum Ábyrgð komi: Félagsmálaráðuneytið.
                  c.      Liðurinn Samstarfsaðilar orðist svo: Jafnréttisstofa, sveitarfélög og hlutaðeigandi stofnanir og frjáls félagasamtök.
                  d.      Liðurinn Mælikvarði orðist svo: Fræðsluefni verði dreift vorið 2020.
     13.      Við bætist nýr kafli, A.11. Stofnun miðstöðvar um ofbeldi gegn börnum, sem orðist svo:
                  Komið verði á fót miðstöð undir forustu félagsmálaráðuneytisins og með aðkomu opinberra stofnana, frjálsra félagasamtaka, háskólasamfélagsins og annarra viðeigandi aðila. Sú miðstöð hafi það hlutverk að halda utan um upplýsingar, rannsóknir, tölfræði og fleira er varðar ofbeldi gegn börnum og verði stjórnvöldum til ráðgjafar og leggi fram tillögur þegar kemur að mótun stefnu og aðgerða í málaflokknum, m.a. er varðar barnavernd og aðra þjónustu við fjölskyldur og börn. Miðstöð þessi muni eftir atvikum vera falin eftirfylgni með aðgerðum í þessari áætlun.
              .      Markmið: Að fyrir liggi greinargóðar upplýsingar um rannsóknir á ofbeldi gegn börnum og þróun málaflokksins, sem verði grunnur fyrir fræðslu- og forvarnaaðgerðir. Stjórnvöld á hverjum tíma hafi ríkt aðgengi að þessum upplýsingum og faglegri ráðgjöf við stefnumótun í málaflokknum.
              .      Kostnaðaráætlun: 5 millj. kr. árlega.
              .      Ábyrgð: Félagsmálaráðuneytið.
              .      Samstarfsaðilar: Önnur ráðuneyti, hlutaðeigandi stofnanir, frjáls félagasamtök og aðrir viðeigandi aðilar.
              .      Mælikvarði: Að miðstöð um ofbeldi gegn börnum hafi tekið til starfa haustið 2019.
     14.      Við kaflann B.1. Stuðlað að menntun um ofbeldismál fyrir þá sem starfa innan réttarvörslukerfisins.
                  a.      Í stað orðanna „þ.m.t. innflytjendur, fatlað fólk og aldraðir“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: þ.m.t. innflytjenda, fatlaðs fólks, aldraðra og hinsegin fólks.
                  b.      Í stað orðanna „Með þessu móti verði hægt að auka þekkingu“ í 4. málsl. 1. mgr. komi: Aukin verði þekking.
     15.      Við kaflann B.2. Lagaákvæði og reglur um þagnarskyldu hindri ekki framvindu mála.
                  a.      Á eftir orðunum „við rannsókn einstakra mála“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: og öfugt.
                  b.      Í stað orðsins „Velferðarráðuneytið“ og í stað orðanna „lögreglan á höfuðborgarsvæðinu“ í liðnum Samstarfsaðilar komi: Félagsmálaráðuneyti; og: lögregluembætti.
     16.      Við kaflann B.3. Heimildir stofnana og félagasamtaka til að afla upplýsinga úr sakaskrá ríkisins.
                  a.      Í stað orðanna „allra upplýsinga“ í liðnum Markmið komi: nægilegra, viðeigandi og nauðsynlegra upplýsinga.
                  b.      Við liðinn Samstarfsaðilar bætist: Samband íslenskra sveitarfélaga, hlutaðeigandi stofnanir og frjáls félagasamtök.
                  c.      Í stað ártalsins „2019“ í liðnum Mælikvarði komi: 2020.
     17.      Við kaflann B.4. Sáttamiðlun í sakamálum.
                  a.      1. mgr. orðist svo:
                     Dómsmálaráðuneytið taki til skoðunar hvaða úrræðum megi beita í ofbeldismálum sem miða að uppbyggilegri réttvísi, svo sem sáttamiðlun, og kanni hvort þörf sé á lagabreytingum, eftir atvikum með setningu sérlaga eða breytingum á lögum um meðferð sakamála. Við þá vinnu verði hliðsjón höfð af skýrslu nefndar um tilraunaverkefni um sáttamiðlun í sakamálum frá árinu 2009 og afrakstur og árangur af verkefninu metinn sérstaklega.
                  b.      Liðurinn Markmið orðist svo: Uppbyggileg réttvísi verði nýtt í auknum mæli.
                  c.      Fyrirsögn kaflans orðist svo: Uppbyggileg réttvísi í sakamálum.
     18.      Í stað orðsins „Velferðarráðuneytið“ í liðnum Ábyrgð í kaflanum B.5. Bætt áverkaskráning í Slysaskrá Íslands komi: Heilbrigðisráðuneytið.
     19.      Við kaflann C.1. Starfsemi Bjarkarhlíðar – þjónustumiðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis fest í sessi.
                  a.      4. málsl. 1. mgr. falli brott.
                  b.      Í stað orðanna „Þá munu stjórnvöld leggja“ í 5. málsl. 1. mgr. komi: Stjórnvöld leggi.
                  c.      Liðurinn Kostnaðaráætlun orðist svo: 15 millj. kr. á árinu 2019 og 20 millj. kr. árlega árin 2020–2022.
                  d.      Í stað orðsins „Velferðarráðuneytið“ í liðnum Ábyrgð komi: Félagsmálaráðuneytið.
                  e.      Liðurinn Samstarfsaðilar orðist svo: Dómsmálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið, Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og önnur lögregluembætti, Landspítalinn, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Stígamót, Drekaslóð, Kvennaathvarfið, Kvennaráðgjöfin og fleiri frjáls félagasamtök.
                  f.      Orðin „haustið 2018“ í liðnum Mælikvarði falli brott.
     20.      Við kaflann C.2. Upplýsingavefur um ofbeldi.
                  a.      Í stað orðsins „Velferðarráðuneytið“ í liðnum Ábyrgð komi: Félagsmálaráðuneytið.
                  b.      Liðurinn Samstarfsaðilar orðist svo: Bjarkarhlíð, Jafnréttisstofa, dómsmálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið, lögregluembætti, embætti ríkislögreglustjóra, Menntamálastofnun, Barnaverndarstofa, embætti landlæknis, Vinnueftirlitið, Mannréttindaskrifstofa Íslands, sveitarfélög, Hagstofa Íslands, háskólasamfélagið, frjáls félagasamtök og fleiri.
     21.      Við kaflann C.3. Stuðningur við þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis á Norðurlandi.
                  a.      1. mgr. orðist svo:
                      Tryggð verði starfsemi þjónustumiðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis á Norðurlandi sem staðsett er á Akureyri, þróunarverkefnis til tveggja ára sem er sambærilegt Bjarkarhlíð á höfuðborgarsvæðinu. Þar verði veitt samhæfð þjónusta og ráðgjöf fyrir fullorðna einstaklinga sem beittir hafa verið ofbeldi, þ.m.t. kynferðisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum, eða eru brotaþolar í mansalsmálum og/eða vændi. Þar verði einnig veitt fræðsla og fjallað um birtingarmyndir, eðli og afleiðingar ofbeldis. Þjónustumiðstöðin verði starfrækt á ábyrgð stofnaðila á Norðurlandi. Að tveimur árum liðnum verði verkefnið metið af óháðum aðila og tekin ákvörðun um áframhaldandi rekstur.
                  b.      Í stað orðsins „Velferðarráðuneytið“ í liðnum Ábyrgð komi: Félagsmálaráðuneytið.
                  c.      Í stað orðanna „ráðuneyti dómsmála, félags- og jafnréttismála og mennta- og menningarmála“ í liðnum Samstarfsaðilar komi: dómsmálaráðuneytið, félagsmálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið.
                  d.      Liðurinn Mælikvarði orðist svo: Mat á þróunarverkefni verði gert í ársbyrjun 2021.
     22.      Við kaflann C.4. Viðbragðsteymi um sérhæfða ráðgjöf til þolenda ofbeldis á landsbyggðinni.
                  a.      Í stað orðanna „Gert er ráð fyrir að félagsþjónusta“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: Félagsþjónusta.
                  b.      Í stað orðsins „Velferðarráðuneytið“ í liðnum Ábyrgð komi: Félagsmálaráðuneytið.
                  c.      Liðurinn Samstarfsaðilar orðist svo: Bjarkarhlíð, heilbrigðisráðuneytið, þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis á Norðurlandi, fagfélög sérfræðinga, félagsþjónusta sveitarfélaga, lögregluembætti, neyðarmóttaka og áfallateymi Landspítala og heilsugæsla.
     23.      Við kaflann C.5. Tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar ofbeldis.
                  a.      Í stað orðsins „Velferðarráðuneytið“ í liðnum Ábyrgð komi: Félagsmálaráðuneytið.
                  b.      Í stað orðanna „september 2019“ í liðnum Mælikvarði komi: júní 2020.
     24.      Við kaflann C.6. Stuðningur við svæðisbundið samráð um aðgerðir gegn ofbeldi.
                  a.      Í stað 2. og 3. málsl. 1. mgr. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Samstarfsaðilar á hverju svæði geti sótt um styrki til ákveðinna verkefna sem lúta að vitundarvakningu í samfélaginu, styrkingu viðbragðsaðila og valdeflingu þolenda í kjölfar ofbeldis.
                  b.      Í stað orðsins „Velferðarráðuneytið“ í liðnum Ábyrgð komi: Félagsmálaráðuneytið.
                  c.      Í stað ártalsins „2023“ í liðnum Mælikvarði komi: 2022.
     25.      Við kaflann C.7. Fjölbreyttari meðferðarúrræði fyrir gerendur í ofbeldismálum.
                  a.      Í stað orðsins „Velferðarráðuneytið“ í liðnum Ábyrgð komi: Félagsmálaráðuneytið.
                  b.      Liðurinn Samstarfsaðilar orðist svo: Heilbrigðisráðuneytið, sveitarfélög, heilbrigðisyfirvöld, fangelsismálayfirvöld, lögregluembætti, fræðslu- og símenntunarstöðvar, Vinnumálastofnun, VIRK og frjáls félagasamtök.

     26.      Við kaflann C.8. Hagsmunagæsla aldraðra þegar grunur er um að þeir séu beittir ofbeldi.
                  a.      Í stað orðsins „Velferðarráðuneytið“ í liðnum Ábyrgð komi: Félagsmálaráðuneytið.
                  b.      Liðurinn Samstarfsaðilar orðist svo: Heilbrigðisráðuneytið, Landssamband eldri borgara, lögregluembættin, embætti landlæknis, heilsugæslan, félagsþjónusta sveitarfélaga, Öldrunarfræðafélag Íslands, sérfræðingar í öldrunarþjónustu og háskólasamfélagið.
                  c.      Í stað orðanna „árslok 2019“ í liðnum Mælikvarði komi: júní 2020.
     27.      Við kaflann C.9. Mat á þörf fyrir kvennaathvörf á landsbyggðinni.
                  a.      Í stað orðsins „Velferðarráðuneytið“ í liðnum Ábyrgð komi: Félagsmálaráðuneytið.
                  b.      Liðurinn Samstarfsaðilar orðist svo: Samtök um kvennaathvarf, Bjarkarhlíð, þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis á Norðurlandi, frjáls félagasamtök, sveitarfélög og lögregluembætti.
     28.      Við kaflann C.10. Samræmd velferðarþjónusta fyrir þolendur mansals fest í sessi.
                  a.      Í stað orðsins „velferðarráðuneytið“ í 1. mgr. og í liðnum Ábyrgð komi: félagsmálaráðuneytið.
                  b.      Liðurinn Samstarfsaðilar orðist svo: Heilbrigðisráðuneytið, Bjarkarhlíð, þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis á Norðurlandi, sveitarfélög, heilbrigðisstofnanir, lögregluembætti, Útlendingastofnun, stéttarfélög, dómsmálaráðuneytið og Samtök um kvennaathvarf.
                  c.      Liðurinn Mælikvarði orðist svo: Bjarkarhlíð taki við verkefninu eigi síðar en árið 2020.
     29.      Við kaflann C.11. Leiðbeinandi reglur um velferðarþjónustu fyrir þolendur mansals.
                  a.      Í stað orðsins „Velferðarráðuneytið“ í liðnum Ábyrgð komi: Félagsmálaráðuneytið.
                  b.      Liðurinn Samstarfsaðilar orðist svo: Heilbrigðisráðuneytið, dómsmálaráðuneytið, heilbrigðisstofnanir, Útlendingastofnun, lögregluembættin, Bjarkarhlíð, sveitarfélög og stéttarfélög.
                  c.      Í stað orðanna „árslok 2019“ í liðnum Mælikvarði komi: júní 2020.
     30.      Við kaflann C.12. Árlegur landssamráðsfundur um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess.
                  a.      Í stað orðsins „Velferðarráðuneytið“ í liðnum Ábyrgð komi: Félagsmálaráðuneytið.
                  b.      Á eftir orðinu „Dómsmálaráðuneytið“ í liðnum Samstarfsaðilar komi: heilbrigðisráðuneytið.
     31.      Við kaflann C.13. Eftirfylgni með aðgerðaáætlun þessari.
                  a.      Orðið „þrjú“ í 1. mgr. falli brott.
                  b.      Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Gert er ráð fyrir að verkefnisstjóri leiði einnig vinnu miðstöðvar um ofbeldi gegn börnum, sbr. aðgerð A.11, í þeim tilgangi að skapa nauðsynlegan samstarfsvettvang þarna á milli.
                  c.      Liðurinn Kostnaðaráætlun orðist svo: 10 millj. kr. árlega.
                  d.      Í stað orðsins „Velferðarráðuneytið“ í liðnum Ábyrgð komi: Félagsmálaráðuneytið.
                  e.      Á eftir orðinu „Dómsmálaráðuneytið“ í liðnum Samstarfsaðilar komi: heilbrigðisráðuneytið.
                  f.      Liðurinn Mælikvarði orðist svo: Að aðgerðaáætlunin verði komin til framkvæmda í árslok 2022.
     32.      Við bætist nýr kafli, C.14. Endurskoðun aðgerðaáætlunar þessarar, sem orðist svo:
                  Aðgerðaáætlun þessi verði endurskoðuð. Ráðuneytin hafi víðtækt samráð við hagsmunaaðila og sérfræðinga í málaflokknum, þar á meðal á árlegum landssamráðsfundi, sbr. aðgerð C.12. Ný aðgerðaáætlun verði lögð fyrir Alþingi eigi síðar en á haustþingi árið 2022. Ráðuneytin sem eiga aðild að þessari aðgerðaáætlun beri ábyrgð á endurskoðun hennar í samstarfi við opinberar stofnanir, frjáls félagasamtök, fræðasamfélagið og aðra viðeigandi aðila.
                   Markmið: Að leggja fram endurskoðaða aðgerðaáætlun fyrir Alþingi eigi síðar en á haustþingi 2022.
                   Kostnaðaráætlun: Innan ramma.
                   Ábyrgð: Félagsmálaráðuneytið.
                   Samstarfsaðilar: Dómsmálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið.
                   Mælikvarði: Að endurskoðuð aðgerðaáætlun taki gildi í byrjun árs 2023.