Ferill 21. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Nr. 33/149.

Þingskjal 1690  —  21. mál.


Þingsályktun

um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að undirbúa lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Frumvarp, sem feli í sér lögfestingu samningsins og aðlögun íslenskra laga að honum, verði lagt fram á Alþingi með það að markmiði að samningurinn verði lögfestur eigi síðar en 13. desember 2020.

Samþykkt á Alþingi 3. júní 2019.