Ferill 530. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1692  —  530. mál.
Frumvarp til laga


um breytingu á ýmsum lögum til innleiðingar á tilskipun (ESB) 2015/1794 um breytingu á tilskipunum 2008/94/EB, 2009/38/EB, 2002/14/EB, 98/59/EB og 2001/23/EB (um farmenn).

(Eftir 2. umræðu, 3. júní.)


I. KAFLI
Breyting á lögum um evrópsk samstarfsráð í fyrirtækjum, nr. 61/1999, með síðari breytingum.
1. gr.

    Við 31. gr. laganna bætist ný málsgrein, sem verður 4. mgr., svohljóðandi:
    Fulltrúar sérstaka samningaráðsins eða samstarfsráðsins sem eru í áhöfn hafskips skulu eiga rétt á að taka þátt í fundi ráðanna eða hverjum öðrum fundi samkvæmt fyrirkomulagi sem komið er á skv. 15. gr. ef þeir eru ekki á sjó eða í höfn í öðru landi en þar sem skipafélagið hefur staðfestu þegar fundurinn fer fram. Hið sama á við um varamenn fulltrúa sérstaka samningaráðsins eða samstarfsráðsins. Þegar mögulegt er skal fundur skipulagður þannig að það auðveldi þátttöku fulltrúa eða varamanna sem eru í áhöfn hafskips. Í þeim tilvikum þegar fulltrúar sem eru í áhöfn hafskips geta ekki setið fund skal leitast við að nota upplýsinga- og fjarskiptatækni.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 36. gr. a laganna:
     a.      Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Lög þessi eru jafnframt sett til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/1794 frá 6. október 2015 um breytingu á tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 2008/94/EB, 2009/38/EB og 2002/14/EB og tilskipunum ráðsins 98/59/EB og 2001/23/EB, um farmenn, sem vísað er til í XVIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 258/2018 frá 5. desember 2018.
     b.      Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Innleiðing tilskipana.

II. KAFLI
Breyting á lögum um upplýsingar og samráð í fyrirtækjum, nr. 151/2006, með síðari breytingum.
3. gr.

    3. mgr. 1. gr. laganna fellur brott.

4. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
     a.      Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Lög þessi eru jafnframt sett til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/1794 frá 6. október 2015 um breytingu á tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 2008/94/EB, 2009/38/EB og 2002/14/EB og tilskipunum ráðsins 98/59/EB og 2001/23/EB, um farmenn, sem vísað er til í XVIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 258/2018 frá 5. desember 2018.
     b.      Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Innleiðing tilskipana.

III. KAFLI
Breyting á lögum um hópuppsagnir, nr. 63/2000.
5. gr.

    B-liður 2. gr. laganna fellur brott.

6. gr.

    Í stað orðsins „svæðisvinnumiðlun“ tvívegis í 2. málsl. 3. gr., 2. mgr. 6. gr., 3. mgr. 7. gr. og 1. og 2. mgr. 8. gr. og í stað orðanna „svæðisvinnumiðlun í því umdæmi þar sem viðkomandi starfsmenn vinna“ í 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. laganna kemur: Vinnumálastofnun.

7. gr.


    Fyrirsögn III. kafla laganna verður: Tilkynning til Vinnumálastofnunar.

8. gr.

    Á eftir 13. gr. laganna kemur ný grein, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi, og breytist greinatala samkvæmt því:

        Innleiðing tilskipunar.

    Lög þessi eru sett til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/1794 frá 6. október 2015 um breytingu á tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 2008/94/EB, 2009/38/EB og 2002/14/EB og tilskipunum ráðsins 98/59/EB og 2001/23/EB, um farmenn, sem vísað er til í XVIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 258/2018 frá 5. desember 2018.

IV. KAFLI
Breyting á lögum um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum, nr. 72/2002, með síðari breytingum.
9. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
     a.      Við 1. mgr. bætist nýr málsliður sem orðast svo: Lögin gilda einnig um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að hafskipi sem er hluti aðilaskipta að fyrirtæki eða hluta fyrirtækis skv. 1. málsl.
     b.      2. mgr. orðast svo:
                  Lög þessi gilda ekki um breytingar á skipulagi og starfsháttum stjórnvalds eða tilfærslu á verkefnum milli stjórnvalda.

10. gr.

    Við 9. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Lög þessi eru jafnframt sett til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/1794 frá 6. október 2015 um breytingu á tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 2008/94/EB, 2009/38/EB og 2002/14/EB og tilskipunum ráðsins 98/59/EB og 2001/23/EB, um farmenn, sem vísað er til í XVIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 258/2018 frá 5. desember 2018.

11. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.