Ferill 679. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1716  —  679. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Ingu Sæland um nefndir, starfshópa, faghópa og ráð á vegum ráðuneytisins.


     1.      Hvaða nefndir, starfshópar, faghópar, ráð og áþekkir hópar starfa á vegum ráðuneytisins? Meðlimir hvaða hópa fá greidd laun fyrir vinnu sína?
    Eftirfarandi nefndir, starfshópar, faghópar og ráð eru nú starfandi á vegum ráðuneytisins en rúmlega þriðjungur nefndanna er skipaður lögum samkvæmt:
          Bílanefnd ríkisins – lögbundin
          Endurkröfunefnd bifreiðatrygginga – lögbundin
          Fastanefnd á sviði fjármálamarkaðar um bankamál
          Fastanefnd á sviði vátrygginga
          Fastanefnd um verðbréfaviðskipti og -sjóði
          Fjármálaráð – lögbundið
          Fjármálastöðugleikaráð – lögbundið
          Kjararannsóknanefnd opinberra starfsmanna – lögbundin
          Kærunefnd útboðsmála – lögbundin
          Kærunefnd um fjármálastarfsemi – lögbundin
          Matsnefnd um frádráttarrétt erlendra sérfræðinga – lögbundin
          Nefnd – innleiðing á reglugerð (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik
          Nefnd til innleiðingar CSDR-reglugerðar um verðbréfamiðstöðvar (ESB) nr. 909/2014
          Nefnd um aukna skilvirkni í skattframkvæmd, álagningu og innheimtu opinberra gjalda
          Nefnd um endurskoðun á fyrirkomulagi úrskurðarnefnda á fjármálamarkaði
          Nefnd um fagfjárfestasjóði
          Nefnd um frumvarp til laga um miðlun vátrygginga
          Nefnd um innleiðingu á Evrópugerð um milligjöld fyrir kortatengd gjöld
          Nefnd um innleiðingu á MiFID II / MiFIR
          Nefnd um innleiðingu tilskipunar 2014/92/ESB um greiðslureikninga
          Nefnd um skilameðferð fjármálafyrirtækis
          Nefnd um tilskipun (ESB) 2015/2366 – PSD2 (Payment service directive 2)
          Nefnd vegna sérleyfissamninga (Concession) vegna lands í eigu ríkisins – lögbundin
          Prófnefnd verðbréfaviðskipta – lögbundin
          Reikningsskilaráð ríkisins – lögbundið
          Samninganefnd ríkisins – lögbundin
          Samninganefnd um tvísköttun
          Samráðsnefnd eftirlitsskyldra aðila um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi – lögbundin
          Samstarfsnefnd um lánsfjármál ríkissjóðs
          Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir – lögbundin
          Starfshópur samkvæmt lögum nr. 127/2016 sem greini með heildstæðum hætti þörf á því að lífeyristökualdur tiltekinna starfshópa verði lægri en almennt tíðkast
          Starfshópur um ábyrgð lífeyrisskuldbindinga ríkis og sveitarfélaga vegna samrekstrar o.fl.
          Starfshópur um endurskoðun á lögum og reglum sem gilda um virðisaukaskatt af byggingarstarfsemi o.fl.
          Starfshópur um gerð nýrrar innheimtulöggjafar
          Starfshópur vegna innleiðingar á tilskipun 2014/49/ESB um innstæðutryggingakerfi
          Stýrihópur um stefnumörkun á fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins
          Stýrinefnd um endurskoðun tekjuskattkerfisins, sbr. yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í þágu félagslegs stöðugleika
          Úrskurðarnefnd um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána – lögbundin
          Verkefnastjórn um afnám fjármagnshafta
          Verkefnisstjórn um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð
          Þóknananefnd – lögbundin

    Meðlimir í eftirfarandi hópum, sem allir eru lögbundnir, fá greitt fyrir störf sín:
          Bílanefnd ríkisins
          Ferðakostnaðarnefnd
          Fjármálaráð
          Kjararannsóknanefnd opinberra starfsmanna
          Kærunefnd um fjármálastarfsemi
          Kærunefnd útboðsmála
          Prófnefnd verðbréfaviðskipta
          Reikningsskilaráð ríkisins
          Samninganefnd ríkisins
          Úrskurðarnefnd um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána
          Þóknananefnd

     2.      Hversu mikill kostnaður hlaust af starfsemi ofangreindra hópa árið 2018?
    Kostnaður ráðuneytisins vegna fyrrgreindra hópa á árinu 2018 nam samtals um 77 millj. kr. Kostnaður vegna vinnuframlags starfsmanna ráðuneytisins vegna hópanna er ekki tiltekinn.

     3.      Hyggst ráðherra stuðla að einfaldara og ódýrara stjórnkerfi með því að fækka launuðum nefndum, starfshópum, faghópum, ráðum og áþekkum hópum á vegum ráðuneytisins?
    Ávallt er leitast við að gæta fagmennsku og hagkvæmni við skipun og rekstur nefnda og starfshópa.
    Kostnaður vegna nefnda liggur fyrst og fremst í þóknunum sem greiddar eru til utanaðkomandi sérfræðinga fyrir þátttöku þeirra í nefndarstarfi eða ráðgjöf, enda er það meginregla að ekki sé greitt fyrir setu fulltrúa stjórnvalda og hagsmunaaðila í nefndum og ráðum á vegum ráðuneyta.
    Við úrlausn verkefna af hálfu stjórnvalda ber að leitast við að afla ráðgjafar og álits sérfræðinga á viðkomandi sviði til að tryggja gæði stefnumótunar og ákvörðunartöku. Í ljósi þess ræðst fjöldi slíkra nefnda af eðli þeirra verkefna sem unnið er að í ráðuneytinu á hverjum tíma. Fylgst er með árangri af störfum þessara nefnda og ráða og reglulega metið hvort þörf sé á breytingum.