Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1747, 149. löggjafarþing 796. mál: almenn hegningarlög o.fl. (misnotkun á félagaformi og hæfisskilyrði).
Lög nr. 56 21. júní 2019.

Lög um breytingu á almennum hegningarlögum, lögum um hlutafélög, lögum um einkahlutafélög og lögum um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur (misnotkun á félagaformi og hæfisskilyrði).


I. KAFLI
Breyting á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, með síðari breytingum.

1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 262. gr. laganna:
  1. Í stað „83.–85. gr., sbr. 82. gr.“ í 2. mgr. kemur: 122.–124. gr.
  2. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  3.      Nú er maður dæmdur sekur um brot gegn ákvæði þessu og má þá í dómi í sakamáli á hendur honum jafnframt banna honum að stofna félag með takmarkaðri ábyrgð félagsmanna, sitja í stjórn, starfa sem framkvæmdastjóri eða koma með öðrum hætti að stjórnun eða fara með meiri hluta atkvæðisréttar í slíku félagi í allt að þrjú ár.


II. KAFLI
Breyting á lögum um hlutafélög, nr. 2/1995, með síðari breytingum.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 66. gr. laganna:
  1. Á eftir orðinu „einkahlutafélög“ í 1. málsl. kemur: samvinnufélög, sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur.
  2. Við 1. málsl. bætist: svo sem lögum um tekjuskatt, virðisaukaskatt og tryggingagjald.


3. gr.

     Við 4. mgr. 68. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Um hæfi prókúruhafa gilda ákvæði 1. og 2. mgr. 66. gr.

4. gr.

     Í stað orðsins „ráðherra“ í 1. mgr. 107. gr. laganna kemur: hlutafélagaskrár.

III. KAFLI
Breyting á lögum um einkahlutafélög, nr. 138/1994, með síðari breytingum.

5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 42. gr. laganna:
  1. Á eftir orðinu „einkahlutafélög“ í 1. málsl. kemur: samvinnufélög, sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur.
  2. Við 1. málsl. bætist: svo sem lögum um tekjuskatt, virðisaukaskatt og tryggingagjald.


6. gr.

     Við 4. mgr. 44. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Um hæfi prókúruhafa gilda ákvæði 1. og 2. mgr. 42. gr.

7. gr.

     Í stað orðsins „ráðherra“ í 1. mgr. 82. gr. laganna kemur: hlutafélagaskrár.

IV. KAFLI
Breyting á lögum um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur, nr. 33/1999, með síðari breytingum.

8. gr.

     Við 1. málsl. 1. mgr. 15. gr. laganna bætist: svo sem lögum um tekjuskatt, virðisaukaskatt og tryggingagjald.

9. gr.

     Við 4. mgr. 25. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Um hæfi prókúruhafa gilda ákvæði 1. og 2. mgr. 15. gr.

10. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 7. júní 2019.