Ferill 463. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Nr. 38/149.

Þingskjal 1762  —  463. mál.


Þingsályktun

um samstarf vestnorrænu landanna um tungumál í stafrænum heimi.


    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina í samráði við landstjórn Færeyja og heimastjórn Grænlands að stofna formlegan samstarfsvettvang vestnorrænu landanna um framtíð íslensku, færeysku og grænlensku. Fyrsta skrefið verði stofnun starfshóps með einum til tveimur fulltrúum frá hverju landanna sem hafi þekkingu á málfræði og máltækni. Hlutverk starfshópsins verði að semja skýrslu með yfirliti um stöðu og framtíðarhorfur tungumálanna þriggja ásamt yfirliti um þann máltæknibúnað (hugbúnað og gagnasöfn) sem til er fyrir hvert málanna og leggja fram tillögur að samstarfi um máltæknibúnað og önnur viðbrögð við stafrænu byltingunni.

Samþykkt á Alþingi 7. júní 2019.