Ferill 953. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1876  —  953. mál.
Síðari umræða.



Breytingartillaga


við tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 10/148 um fjármálastefnu fyrir árin 2018–2022.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar (WÞÞ, HarB, PállM, NTF, BjG).


     1.      Tafla í 1. tölul. orðist svo:
Hlutfall af vergri landsframleiðslu, % 2018 2019 2020 2021 2022
Hið opinbera, A-hluti
    Heildarafkoma
1,4 -0,8 -0,8 -0,8 -0,5
        þar af ríkissjóður, A-hluti
1,2 0,0 0,0 0,0 0,3
        þar af sveitarfélög, A-hluti
0,2 0,0 0,0 0,0 0,0
        óvissusvigrúm
- -0,8 -0,8 -0,8 -0,8
    Skuldir
33,8 30,0 29,5 29,0 28,5
        þar af ríkissjóður, A-hluti
27,5 23,4 23,1 22,7 22,4
        þar af sveitarfélög, A-hluti
6,3 6,6 6,4 6,3 6,1
Opinberir aðilar í heild
    Heildarafkoma
2,9 0,0 0,2 0,4 1,0
        þar af hið opinbera, A-hluti
1,4 -0,8 -0,8 -0,8 -0,5
        þar af fyrirtæki hins opinbera
1,5 0,8 1,0 1,2 1,5
    Skuldir
59,8 54,0 51,5 50,0 48,5
        þar af hið opinbera
33,8 30,0 29,5 29,0 28,5
        þar af fyrirtæki hins opinbera
26,0 24,0 22,0 21,0 20,0
* Heildarskuldir, að frátöldum lífeyrisskuldbindingum og viðskiptaskuldum og að frádregnum sjóðum og bankainnstæðum, sbr. 7. gr. laga nr. 123/2015, um opinber fjármál.

     2.      I. liður 2. tölul. orðist svo: Heildarjöfnuður A-hluta hins opinbera verði að lágmarki -0,8% af VLF árin 2019, 2020 og 2021 og -0,5% af VLF árið 2022, að meðtöldu óvissusvigrúmi sem nemur 0,8% af VLF, sbr. lið V.
     3.      II. liður 2. tölul. orðist svo: Heildarskuldir hins opinbera verði komnar undir 30% af VLF í árslok 2020 og verði ekki hærri en 28,5% af VLF í árslok 2022.
     4.      Í stað „0,4%“ í 1. málsl. V. liðar 3. tölul. komi: 0,8%.
     5.      Við bætist nýr töluliður sem orðist svo: Lokamálsgrein orðist svo:
                      Alþingi staðfestir að fjármálastefna þessi sé samkvæm þeim grunngildum og skilyrðum sem kveðið er á um í 2. mgr. 6. gr. og 7. gr. laga um opinber fjármál, að teknu tilliti til 10. gr. laganna. Í samræmi við breytta afkomu er á árunum 2019–2021 vikið frá því skilyrði 1. tölul. 7. gr. laganna að heildarjöfnuður yfir fimm ára tímabil skuli ávallt vera jákvæður, svo sem heimilt er skv. 1. mgr. 10. gr. laganna.