Ferill 131. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 131  —  131. mál.
Frumvarp til laga


um breytingu á ýmsum lagaákvæðum vegna sameiningar Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (ÓBK, ÓGunn, BHar, SMc, ÞorstV, WÞÞ).


I. KAFLI

Breyting á lögum um frystingu fjármuna og skráningu aðila á lista yfir þvingunaraðgerðir í tengslum við fjármögnun hryðjuverka og útbreiðslu gereyðingarvopna, nr. 64/2019.

1. gr.

    Í stað orðanna „stjórn Fjármálaeftirlitsins“ í 1. og 2. málsl. 2. mgr. 19. gr. og 1. málsl. 6. mgr. 20. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Fjármálaeftirlitið.

II. KAFLI
Breyting á lögum um dreifingu vátrygginga, nr. 62/2019.
2. gr.
    

    Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í 5. mgr. 12. gr., 3. mgr. 16. gr., 5. mgr. 22. gr., 2. mgr. 32. gr. og 3. málsl. 49. gr. laganna kemur: Seðlabanki Íslands.

3. gr.

    4. málsl. 2. mgr. 48. gr. laganna orðast svo: Ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins um stjórnvaldssektir eru aðfararhæfar.

III. KAFLI
Breyting á lögum um greiðsluþjónustu, nr. 120/2011, með síðari breytingum.
4. gr.

    Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitinu“ í 4. mgr. 27. gr. laganna kemur: Seðlabanka Íslands.

IV. KAFLI
Breyting á lögum um vátryggingarsamninga, nr. 30/2004, með síðari breytingum.
5. gr.

    Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í 4. mgr. 10. gr. og 3. málsl. 145. gr. c laganna kemur: Seðlabanki Íslands.

6. gr.

    4. málsl. 2. mgr. 145. gr. b laganna orðast svo: Ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins um stjórnvaldssektir eru aðfararhæfar.

V. KAFLI
Breyting á lögum um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019.
7. gr.

    Við 1. málsl. ákvæðis til bráðabirgða I í lögunum bætist: í samræmi við ákvæði 4. gr., þ.m.t. að gefa út reglur um hæfi nefndarmanna í hæfnisnefndum og um málsmeðferð, sbr. 8. mgr. 4. gr.

8. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2020.
    Þrátt fyrir 1. mgr. öðlast ákvæði 7. gr. þegar gildi.

Greinargerð.

    Hinn 20. júní sl. samþykkti Alþingi ný heildarlög um Seðlabanka Íslands, sbr. lög nr. 92/2019. Jafnframt samþykkti Alþingi lög um breytingu á ýmsum lögum vegna sameiningar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins, sbr. lög nr. 91/2019. Í nefndaráliti meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar við frumvörpin sem urðu að framangreindum lögum (765. og 790. mál á 149. löggjafarþingi) var tekið fram að breytingartillögur meiri hlutans við safnlagafrumvarpið væru m.a. til komnar vegna lagabreytinga sem orðið hefðu eftir framlagningu þess og vörðuðu Fjármálaeftirlitið þannig að það kallaði á breytingu samhliða gildistöku safnlagafrumvarpsins. Þar sem ekki væri fyrirséð hver yrðu afdrif allra þeirra frumvarpa sem komið hefðu fram eftir samningu safnlagafrumvarpsins og svona háttaði til um mætti búast við að fleiri breytingar þyrfti að gera með nýju frumvarpi á komandi haustþingi. 1.–6. gr. þessa frumvarps kveða á um slíkar breytingar og eru til komnar vegna gildistöku laga um frystingu fjármuna o.fl., nr. 64/2019, sbr. I. kafla, laga um dreifingu vátrygginga, nr. 62/2019, sbr. II. kafla, laga um skráningu raunverulegra eigenda, nr. 82/2019 (þar sem í 22. gr. er kveðið á um breytingu á lögum um greiðsluþjónustu, nr. 120/2011), sbr. III. kafla, og laga um breytingu á lögum um vátryggingarsamninga, nr. 61/2019, sbr. IV. kafla.
    Í ákvæði til bráðabirgða I við lög um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019, er m.a. kveðið á um heimild til að auglýsa og skipa varaseðlabankastjóra fyrir 1. janúar 2020, þrátt fyrir gildistökuákvæði laganna. Til að taka af allan vafa um að fyrirkomulag þeirrar skipunar skuli vera í samræmi við ákvæði 4. gr. laganna þar um er í 7. gr. frumvarps þessa lagt til að tilvísun til 4. gr. Seðlabankalaga bætist við 1. málsl. ákvæðis til bráðabirgða I í lögunum. Lagt er til að þetta ákvæði öðlist þegar gildi en að önnur ákvæði frumvarpsins öðlist gildi 1. janúar nk.