Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1934, 149. löggjafarþing 765. mál: sameining Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins (breyting á ýmsum lögum).
Lög nr. 91 1. júlí 2019.

Lög um breytingu á ýmsum lögum vegna sameiningar Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins.


I. KAFLI
Breyting á lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998, með síðari breytingum.

1. gr.

     Í stað 1. mgr. 1. gr. laganna koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
     Markmið laga þessara er að eftirlitsskyldir aðilar starfi í samræmi við lög og reglur og að starfsemin sé í samræmi við heilbrigða og eðlilega viðskiptahætti og taki mið af neytendavernd.
     Markmið eftirlits með fjármálastarfsemi er að stuðla að traustum og öruggum fjármálamarkaði og draga úr líkum á að starfsemi eftirlitsskyldra aðila leiði til tjóns fyrir almenning. Heilbrigður og traustur rekstur er þó ávallt á ábyrgð stjórnenda viðkomandi fyrirtækis.

2. gr.

     Í stað orðanna „stjórn Fjármálaeftirlitsins“ í 5. mgr. 2. gr. laganna kemur: Fjármálaeftirlitið.

3. gr.

     3. gr. laganna orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Fjármálaeftirlitið.
     Fjármálaeftirlitið, sem er hluti af Seðlabanka Íslands, fer með framkvæmd laga þessara.

4. gr.

     4.–6. gr. laganna falla brott.

5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „stofnunina“ í 1. mgr. kemur: Fjármálaeftirlitið.
  2. Í stað orðanna „Stjórnendur Fjármálaeftirlitsins skulu“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: Seðlabanki Íslands skal.


6. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
  1. 7. og 8. málsl. 1. mgr. falla brott.
  2. Í stað orðanna „stjórn Fjármálaeftirlitsins“ í 3. mgr. kemur: Fjármálaeftirlitið.
  3. Í stað orðanna „stjórn Fjármálaeftirlitsins“ í lokamálslið 4. mgr. kemur: Fjármálaeftirlitinu.


7. gr.

     13. gr. laganna orðast svo:
     Þeir sem annast framkvæmd laga þessara eru bundnir þagnarskyldu samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands.

8. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „1. mgr. 13. gr.“ í 1. mgr. kemur: 13. gr.
  2. Í stað orðanna „Semja má“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: Seðlabanki Íslands má semja.


9. gr.

     15. gr. laganna fellur brott.

10. gr.

     Fyrirsögn IV. kafla laganna orðast svo: Þagnarskylda. Tilkynningar um brot í starfsemi aðila sem lúta opinberu eftirliti með fjármálastarfsemi. Upplýsingaskipti. Samskipti við eftirlitsstjórnvöld.

11. gr.

     16. gr. laganna fellur brott.

12. gr.

     19. gr. laganna orðast svo:
     Ráðherra er heimilt að setja nánari reglur um framkvæmd laga þessara í reglugerð, þ.m.t. um ákvörðun og innheimtu dagsekta.

13. gr.

     2. málsl. 1. mgr. og 2.–4. mgr. 21. gr. laganna falla brott.

14. gr.

     Ákvæði til bráðabirgða í lögunum orðast svo:
     Starfsmenn Fjármálaeftirlitsins sem eru í starfi við gildistöku þessa ákvæðis verða starfsmenn hjá Seðlabanka Íslands með sömu ráðningarkjörum og aðild að stéttarfélagi ef þeir kjósa svo eftir yfirtöku Seðlabankans á ráðningarsamningum. Um rétt starfsmanna til starfa hjá Seðlabankanum fer eftir ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, með síðari breytingum. Ákvæði 7. gr. þeirra laga gilda ekki við ráðstöfun starfa samkvæmt þessu ákvæði.
     Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. verður embætti forstjóra Fjármálaeftirlitsins lagt niður þegar þetta ákvæði öðlast gildi. Ráðherra er þó heimilt án auglýsingar að flytja forstjóra Fjármálaeftirlitsins í nýtt embætti varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits skv. 36. gr. laga nr. 70/1996.

II. KAFLI
Breyting á lögum um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 99/1999, með síðari breytingum.

15. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitinu“ í 2. mgr. kemur: Seðlabanka Íslands.
  2. Við 2. mgr. bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Seðlabankinn skal í reikningshaldi sínu tryggja fjárhagslega aðgreiningu opinbers eftirlits með fjármálastarfsemi frá annarri starfsemi bankans. Tekjur vegna fjármálaeftirlits skulu einungis nýttar til fjármögnunar opinbers eftirlits með fjármálastarfsemi.


16. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
  1. 1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Að undangenginni umfjöllun í fjármálaeftirlitsnefnd skal Seðlabanki Íslands fyrir 1. febrúar ár hvert gefa ráðherra skýrslu um áætlaðan rekstrarkostnað næsta árs vegna Fjármálaeftirlitsins.
  2. Í stað orðsins „starfseminnar“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: starfsemi Fjármálaeftirlitsins.
  3. 1. málsl. 2. mgr. orðast svo: Skýrslu Seðlabankans skal fylgja álit samráðsnefndar eftirlitsskyldra aðila á áætluðu rekstrarumfangi næsta árs vegna Fjármálaeftirlitsins ásamt afgreiðslu fjármálaeftirlitsnefndar á því áliti.
  4. Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: Seðlabankinn.


17. gr.

     2. mgr. 3. gr. laganna fellur brott.

18. gr.

     Orðið „Fjármálaeftirlitsins“ 1. mgr. og 1. og 2. málsl. 4. mgr. 4. gr. laganna fellur brott.

19. gr.

     Í stað orðanna „Fjármálaeftirlitið“ í 2. málsl. 1. mgr. og „Fjármálaeftirlitinu“ í 7. mgr. 6. gr. laganna kemur: Seðlabankinn; og: Seðlabankanum.

20. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. laganna:
  1. 1. mgr. orðast svo:
  2.      Telji Fjármálaeftirlitið að eftirlit með einstökum eftirlitsskyldum aðila sé umtalsvert kostnaðarsamara og krefjist meiri mannafla en áætlun um reglubundið eftirlit gerir ráð fyrir getur Seðlabankinn ákveðið að viðkomandi eftirlitsskyldum aðila verði gert að greiða samkvæmt reikningi fyrir nauðsynlegt umframeftirlit.
  3. Í stað orðanna „Fjármálaeftirlitinu“ og „stofnunarinnar“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: Seðlabankanum; og: Fjármálaeftirlitsins.
  4. Orðin „samþykkt af stjórn Fjármálaeftirlitsins og“ í 4. mgr. falla brott.


21. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitsins“ í 2. málsl. kemur: Seðlabankans.
  2. Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitsins“ í 3. málsl. kemur: bankans.
  3. Orðið „Fjármálaeftirlitsins“ í 4. málsl. fellur brott.


22. gr.

     Ákvæði til bráðabirgða í lögunum fellur brott.

III. KAFLI
Breyting á lögum um fjármálastöðugleikaráð, nr. 66/2014.

23. gr.

     1. gr. laganna orðast svo:
     Markmið laga þessara er að tryggja reglulegt samráð og upplýsingaskipti milli ráðherra og Seðlabanka Íslands í því skyni að efla og varðveita fjármálastöðugleika í almannaþágu, sporna við uppsöfnun kerfisáhættu og stuðla að samhæfðum viðbrögðum við sérstakar aðstæður. Í því skyni er fjármálastöðugleikaráði falið skilgreint hlutverk samkvæmt lögum þessum.

24. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
  1. 1., 2., 4., 5., 7. og 9. tölul. falla brott.
  2. Í stað orðanna „og innviðir“ í 3. tölul. kemur: kerfislega þýðingarmikil greiðslu- og uppgjörskerfi og Seðlabanki Íslands.


25. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
  1. 1. og 2. málsl. 2. mgr. orðast svo: Í fjármálastöðugleikaráði sitja ráðherra, og er hann formaður ráðsins, og seðlabankastjóri. Formaður kallar ráðið saman til fundar þrisvar sinnum á ári en oftar telji annar ráðsmanna þörf á.
  2. 1. málsl. 3. mgr. orðast svo: Seðlabanki Íslands veitir ráðinu þær upplýsingar sem ráðið óskar eftir til að sinna hlutverki sínu og ber sjálfur þann kostnað sem af hlýst.


26. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „við fjármálakreppu“ í 1. mgr. kemur: þegar fjármálastöðugleika er ógnað.
  2. Í stað orðsins „meta“ í b-lið 2. mgr. kemur: vakta.
  3. C-liður 2. mgr. orðast svo: að meta árangur af þjóðhagsvarúðartækjum.
  4. D-liður 2. mgr. fellur brott.
  5. Í stað orðsins „kerfisáhættunefndar“ í 3. mgr. kemur: Seðlabanka Íslands.


27. gr.

     5. gr. laganna fellur brott.

28. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
  1. 1. mgr. orðast svo:
  2.      Fjármálastöðugleikaráð fundar sérstaklega þegar fjármálastöðugleika er ógnað eða hætta er á atburðum sem geta valdið umtalsverðum smitáhrifum eða tjóni á fjármálamarkaði. Seðlabanki Íslands skal upplýsa ráðherra, án tafar, telji bankinn að aðstæður skv. 1. málsl. hafi skapast.
  3. Orðin „skilgreinir það viðbúnaðarstig sem við á“ í 2. mgr. falla brott.
  4. 3. mgr. orðast svo:
  5.      Ráðið skal upplýsa efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis um helstu aðgerðir og ráðstafanir skv. 2. mgr.


29. gr.

     III. kafli laganna, Kerfisáhættunefnd, fellur brott.

30. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:
  1. 1. og 2. mgr. orðast svo:
  2.      Seðlabanki Íslands afhendir fjármálastöðugleikaráði upplýsingar og gögn sem hann býr yfir og ráðið telur nauðsynleg vegna hlutverks síns.
         Upplýsingar sem veittar eru ráðinu lúta þagnarskyldu samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands.
  3. Orðin „og kerfisáhættunefnd“ í 1. málsl. 3. mgr. falla brott.


31. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:
  1. 1. mgr. orðast svo:
  2.      Fjármálastöðugleikaráð skal gera fundargerðir sínar opinberar innan eins mánaðar frá því að fundur er haldinn, nema ætla megi að opinber birting geti haft neikvæð áhrif á fjármálastöðugleika.
  3. Orðin „og kerfisáhættunefndar“ í 2. málsl. 2. mgr. falla brott.
  4. Orðin „eða ráðherra“ í 3. málsl. 3. mgr. falla brott.
  5. Orðin „og kerfisáhættunefnd“ í 4. mgr. falla brott.


32. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
  1. Orðin „og kerfisáhættunefnd“ í 1. mgr. falla brott.
  2. Orðin „eða kerfisáhættunefnd“ og „eða nefndarinnar“ í 2. mgr. falla brott.
  3. Í stað orðsins „þeirra“ í 2. mgr. kemur: þess.


IV. KAFLI
Breyting á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með síðari breytingum.

33. gr.

     Við 1. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Fjármálaeftirlitið, sbr. 3. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, fer með eftirlit með framkvæmd laga þessara nema annað sé sérstaklega tekið fram.

34. gr.

     Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitinu“ í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr., 6. mgr. 14. gr., 10. mgr. 14. gr. a, lokamálslið 1. mgr. 16. gr., lokamálslið 7. mgr. 17. gr., 2. málsl. 6. mgr. 28. gr., 3. málsl. 1. mgr. 29. gr. a, 3. málsl. 1. mgr. 53. gr., 8. mgr. 54. gr., 4. mgr. 60. gr. a, 5. mgr. 78. gr. a, 2. mgr. 78. gr. b, 2. mgr. 78. gr. c, 3. mgr. 78. gr. d, 4. mgr. 78. gr. e, 2. mgr. 78. gr. f, 3. mgr. 78. gr. g, 10. mgr. 78. gr. h, 3. mgr. 78. gr. i, 3. málsl. 5. mgr. og 2. málsl. 6. mgr. 84. gr. e, 5. mgr. 86. gr. h, í fyrra skiptið í 5. málsl. 5. mgr. 108. gr. og í 1. málsl. ákvæðis til bráðabirgða III í lögunum kemur: Seðlabanka Íslands.

35. gr.

     Í stað orðsins „stofnunin“ í lokamálslið 1. mgr. 10. gr. a, lokamálslið 2. mgr. 16. gr., 2. málsl. 45. gr., 1. málsl. 4. mgr. 112. gr. d og 116. gr. a laganna kemur: það.

36. gr.

     Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í 9. mgr. 17. gr., 3. mgr. 17. gr. a, 1. málsl. 2. mgr. 19. gr., 1. málsl. 3. mgr. og 1. málsl. 4. mgr. 29. gr. a, lokamálslið 1. mgr. 30. gr. a, 1. málsl. 5. mgr. 52. gr., 1. málsl. 4. mgr. 57. gr. a, 2. mgr. 59. gr., 4. mgr. 82. gr. g, 6. mgr. 84. gr., 2. málsl. 6. mgr. og 1. málsl. 7. mgr. 86. gr. a, 2. tölul. 5. mgr. 86. gr. f, 2. mgr. 88. gr., 2. málsl. 1. mgr. 93. gr., 1. mgr. 96. gr., 10. og 11. mgr. 97. gr., lokamálslið 5. mgr. 107. gr., lokamálslið 7. mgr. 108. gr., 2. málsl. 3. mgr. og 9. mgr. 109. gr., lokamálslið 111. gr. og 1. málsl. 117. gr. c laganna kemur: Seðlabanki Íslands.

37. gr.

     Í stað orðanna „og heimilt að kveða á um slík tilvik í reglum sem það setur skv. 1. málsl.“ í 2. málsl. 3. mgr. 29. gr. a laganna kemur: og er Seðlabanka Íslands heimilt að kveða nánar á um slík tilvik í reglum skv. 1. málsl.

38. gr.

     Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitsins“ í 2. mgr. 29. gr. b, 3. málsl. 1. mgr. 31. gr., 4. málsl. 32. gr., 3. mgr. 108. gr. og 3. tölul. 1. mgr. 112. gr. b laganna kemur: Seðlabanka Íslands.

39. gr.

     Orðin „í samræmi við 2. mgr. 79. gr.“ í lokamálsgrein 78. gr. h laganna falla brott.

40. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 79. gr. laganna:
  1. Í stað „78. gr. a – 78. gr. g og 78. gr. i“ í 1. mgr. kemur: 78. gr. a – 78. gr. i.
  2. 2. mgr. fellur brott.


41. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 80. gr. laganna:
  1. Orðin „með hliðsjón af tilmælum fjármálastöðugleikaráðs varðandi kerfisáhættu, eftir því sem við á“ í b-lið 3. mgr. falla brott.
  2. 2. málsl. 4. mgr. fellur brott.


42. gr.

     Orðin „og leita álits Seðlabanka Íslands varði framkvæmdin lánastofnanir“ í 2. málsl. 2. mgr. 81. gr. laganna falla brott.

43. gr.

     3. mgr. 82. gr. b laganna fellur brott.

44. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 82. gr. f laganna:
  1. 4. mgr. fellur brott.
  2. Í stað orðanna „Fjármálaeftirlitinu er heimilt, að undangengnu samráði við Seðlabanka Íslands“ í 5. mgr. kemur: Seðlabanka Íslands er heimilt.


45. gr.

     83. gr. laganna orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Laust fé og stöðug fjármögnun.
     Fjármálafyrirtæki skal ætíð hafa yfir að ráða nægilegu lausu fé til að uppfylla kröfu um lágmark eða meðaltal lauss fjár til að mæta greiðsluskuldbindingum, þ.m.t. úttektum á innlánsfé, og til að mæta misræmi milli innstreymis og útstreymis lauss fjár við erfiðar aðstæður á tilteknu tímabili.
     Fjármálafyrirtæki skal kappkosta að hafa yfir að ráða fjölbreyttri og stöðugri fjármögnun, m.a. til að takmarka tímamisræmi milli eigna og skulda. Stöðug fjármögnun skal bæði taka tillit til venjulegra og óvenjulegra aðstæðna.
     Fjármálafyrirtæki skal veita Fjármálaeftirlitinu upplýsingar á grundvelli þessarar greinar og í samræmi við upplýsingaskyldu sem kveðið er á um í reglugerð sem sett er á grundvelli 117. gr. a.
     Seðlabanki Íslands setur reglur um laust fé skv. 1. mgr. og stöðuga fjármögnun skv. 2. mgr. Í reglunum er heimilt að kveða á um lágmark og meðaltal lauss fjár og lágmark stöðugrar fjármögnunar í íslenskum krónum og erlendum gjaldmiðlum og í þeim má ákveða að mismunandi ákvæði gildi um einstaka flokka fjármálafyrirtækja.

46. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 86. gr. a laganna:
  1. 1. málsl. 5. mgr. orðast svo: Þegar fyrirtæki, sem ekki er kerfislega mikilvægt fjármálafyrirtæki en tilheyrir samstæðu sem inniheldur kerfislega mikilvægt fjármálafyrirtæki, ber að viðhalda eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki og eiginfjárauka vegna kerfisáhættu skal samanlögð krafa um eiginfjárauka í tilfelli fyrirtækisins aldrei vera lægri en samanlögð krafa til þess að viðhalda eiginfjárauka skv. 86. gr. d og 86. gr. e og þeim eiginfjárauka sem hærri er skv. 86. gr. b eða 86. gr. c.
  2. Í stað orðanna „eiginfjárþætti A“ í 1. málsl. 6. mgr. kemur: almennu eigin fé þáttar 1.


47. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 86. gr. b laganna:
  1. 1. mgr. orðast svo:
  2.      Fjármálafyrirtæki skal viðhalda eiginfjárauka vegna kerfisáhættu í samræmi við reglur sem Seðlabanki Íslands setur að undangengnu samþykki fjármálastöðugleikanefndar. Gildi eiginfjárauka vegna kerfisáhættu getur numið 0–3% af áhættugrunni, sbr. 84. gr. e. Í reglunum er heimilt að mæla fyrir um að gildið taki mið af tilteknum áhættuskuldbindingum. Þegar ríkar ástæður eru til er heimilt að kveða á um hærra gildi eiginfjárauka vegna kerfisáhættu en 3% af áhættugrunni en reglurnar skulu þá háðar staðfestingu ráðherra. Seðlabanki Íslands skal meta hvort ástæða sé til að breyta reglum um eiginfjárauka vegna kerfisáhættu á tveggja ára fresti.
  3. 1. málsl. 2. mgr. orðast svo: Í reglum skv. 1. mgr. er heimilt að mæla fyrir um að eitt eða fleiri fjármálafyrirtæki viðhaldi eiginfjárauka vegna kerfisáhættu.
  4. Á eftir orðunum „Hægt er að kveða á um“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: í reglum skv. 1. mgr.
  5. 4. málsl. 2. mgr. orðast svo: Í reglum settum skv. 1. mgr. er hægt að mæla fyrir um að eiginfjárauki vegna kerfisáhættu taki mið af erlendum áhættuskuldbindingum fjármálafyrirtækis í ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins.
  6. Í stað orðanna „Hægt er að kveða á“ í 5. málsl. 2. mgr. kemur: Í reglum skv. 1. mgr. er hægt að mæla fyrir.
  7. 1. og 2. málsl. 3. mgr. falla brott.
  8. 3. tölul. 4. mgr. orðast svo: Sett sérstakar kröfur um að viðhalda lausu fé og/eða auknu hlutfalli þess.
  9. 4. tölul. 4. mgr. fellur brott.
  10. Í stað orðsins „fjármálastöðugleikaráðs“ í 1. málsl. 5. mgr. kemur: Seðlabanka Íslands.
  11. 2. málsl. 5. mgr. orðast svo: Reglugerðin skal m.a. innihalda nánari reglur um málsmeðferð og samskipti við erlend eftirlitsstjórnvöld þegar eiginfjáraukinn er hærri en 3% eða 5% af áhættugrunni.


48. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 86. gr. c laganna:
  1. 1. málsl. orðast svo: Seðlabanki Íslands skal setja reglur um eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki að undangengnu samþykki fjármálastöðugleikanefndar.
  2. 2. málsl. fellur brott.
  3. 4. málsl. orðast svo: Gildi eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki skal endurskoða árlega.
  4. 5. málsl. orðast svo: Við afmörkun á því hvaða fjármálafyrirtæki skulu viðhalda eiginfjárauka samkvæmt þessari grein skal byggt á ákvörðun fjármálastöðugleikanefndar á því hvaða fjármálafyrirtæki teljist kerfislega mikilvæg.
  5. Á eftir orðinu „ákvarða“ í 6. málsl. kemur: í reglum skv. 1. málsl.
  6. 7. málsl. fellur brott.
  7. Í stað orðsins „fjármálastöðugleikaráðs“ í 8. málsl. kemur: Seðlabanka Íslands.
  8. Orðin „og innihald, rökstuðning og birtingu tillögu og ákvörðunar um að setja á eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki“ í 9. málsl. falla brott.


49. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 86. gr. d laganna:
  1. 1.–3. málsl. 1. mgr. orðast svo: Fjármálafyrirtæki skal viðhalda eiginfjárauka, sem nefnist sveiflujöfnunarauki, samkvæmt reglum sem Seðlabanki Íslands setur að undangengnu samþykki fjármálastöðugleikanefndar. Gildi sveiflujöfnunarauka getur numið 0–2,5% af áhættugrunni, sbr. 84. gr. e. Gildi sveiflujöfnunarauka skal endurskoða ársfjórðungslega.
  2. Í stað orðanna „ákvörðun þess efnis“ í 4. málsl. 1. mgr. kemur: birtingu reglnanna.
  3. 6. málsl. 1. mgr. fellur brott.
  4. 1. málsl. 2. mgr. fellur brott.
  5. Í stað orðanna „Fjármálaeftirlitinu er“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: Seðlabanka Íslands er í reglum skv. 1. mgr.
  6. Orðin „að undangengnum tilmælum frá fjármálastöðugleikaráði“ í 2. málsl. 2. mgr. falla brott.
  7. Orðið „fjármálastöðugleikaráðs“ í 2. málsl. 2. mgr. fellur brott.
  8. Í stað orðanna „Að undangenginni tillögu frá fjármálastöðugleikaráði er Fjármálaeftirlitinu heimilt“ í 3. málsl. 3. mgr. kemur: Seðlabanka Íslands er heimilt í reglum skv. 1. mgr.
  9. Í stað orðanna „Að undangenginni tillögu frá fjármálastöðugleikaráði er Fjármálaeftirlitinu heimilt“ í 4. málsl. 3. mgr. kemur: Seðlabanka Íslands er heimilt í reglum skv. 1. mgr.
  10. Í stað orðsins „fjármálastöðugleikaráðs“ í 1. málsl. 5. mgr. kemur: Seðlabanka Íslands.
  11. 2. málsl. 5. mgr. orðast svo: Í reglugerðinni skal m.a. kveðið á um samskipti við erlend eftirlitsstjórnvöld og hvaða viðmið og áhættuþættir liggja til grundvallar mati á gildi sveiflujöfnunarauka.


50. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 86. gr. g laganna:
  1. Í stað orðsins „stofnunin“ í 2. mgr. kemur: Fjármálaeftirlitið.
  2. Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Úrbætur geta m.a. falið í sér beitingu heimilda samkvæmt þessari grein eða öðrum ákvæðum laganna sem nauðsynleg er til þess að bregðast við aðstæðum viðkomandi fjármálafyrirtækis.
  3. Á eftir i-lið 4. mgr. kemur nýr stafliður, svohljóðandi: sérstakar kröfur um að viðhalda lausu fé, þ.m.t. vegna misræmis í líftíma eigna og skuldbindinga fjármálafyrirtækis.
  4. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  5.      Heimilt er að ákvarða sérstaka kröfu um laust fé fjármálafyrirtækis sem skal taka mið af lausafjáráhættu sem það er eða kann að vera óvarið fyrir. Við mat á því hvort gera eigi sérstaka kröfu til fjármálafyrirtækis um laust fé skal taka tillit til eftirfarandi þátta:
    1. viðskiptalíkans fyrirtækisins,
    2. meðhöndlunar þess á lausafjáráhættu, m.a. á grundvelli 78. gr. h,
    3. niðurstöðu könnunar- og matsferlis og álagsprófs á grundvelli 80. gr. og
    4. kerfislægrar lausafjáráhættu sem ógnað getur fjármálakerfinu.



51. gr.

     4. mgr. 86. gr. h laganna fellur brott.

52. gr.

     Orðin „Seðlabanka Íslands og“ í 3. málsl. 1. mgr. 109. gr. b laganna falla brott.

53. gr.

     2. tölul. 3. mgr. og 3. málsl. 5. mgr. 109. gr. e laganna falla brott.

54. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 110. gr. laganna:
  1. Við 1. mgr. bætist nýr töluliður, 42. tölul., svohljóðandi: 3. mgr. 83. gr. um upplýsinga- og tilkynningarskyldu til Fjármálaeftirlitsins.
  2. 1. málsl. 4. mgr. orðast svo: Ákvarðanir um stjórnvaldssektir eru aðfararhæfar.


55. gr.

     24. tölul. 1. mgr. 112. gr. b laganna orðast svo: 3. mgr. 83. gr. um upplýsinga- og tilkynningarskyldu til Fjármálaeftirlitsins.

56. gr.

     Orðin „hjá stofnuninni“ í 1. málsl. 2. mgr. 112. gr. d laganna falla brott.

57. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 117. gr. b laganna:
  1. Í stað orðsins „stofnunin“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: það.
  2. Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: Seðlabanki Íslands.
  3. Í stað orðanna „og v) veðsetningar á eignum“ í a-lið 2. mgr. kemur: v) veðsetningar á eignum, vi) lausafjárhlutfalls og vii) stöðugrar fjármögnunar.
  4. Á eftir orðinu „eiginfjárauka“ í b-lið 2. mgr. kemur: lausafjárhlutfalls.
  5. Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: Seðlabanki Íslands.
  6. Við 3. mgr. bætist nýr stafliður, f-liður, svohljóðandi: útreikning vegna lausafjárhlutfalls og stöðugrar fjármögnunar.


58. gr.

     Í stað orðanna „Nýti Fjármálaeftirlitið þessa heimild skal stofnunin“ í 2. málsl. ákvæðis til bráðabirgða III í lögunum kemur: Nýti Seðlabanki Íslands þessa heimild skal hann.

59. gr.

     2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða IX í lögunum fellur brott.

V. KAFLI
Breyting á lögum um fasteignalán til neytenda, nr. 118/2016, með síðari breytingum.

60. gr.

     Í stað orðanna „Fjármálaeftirlitinu er heimilt, að fengnu áliti fjármálastöðugleikaráðs“ í 1. mgr. 25. gr. og 1. mgr. 27. gr. laganna kemur: Seðlabanka Íslands er heimilt, að undangengnu samþykki fjármálastöðugleikanefndar.

61. gr.

     2. mgr. 26. gr. laganna orðast svo:
     Seðlabanka Íslands er heimilt að kveða nánar á um útreikning veðsetningarhlutfalls í reglum skv. 1. mgr. 25. gr.

62. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 57. gr. laganna:
  1. 4. málsl. 2. mgr. orðast svo: Ákvarðanir um stjórnvaldssektir eru aðfararhæfar.
  2. Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í lokamálslið 3. mgr. kemur: Seðlabanki Íslands.


VI. KAFLI
Breyting á lögum um gjaldeyrismál, nr. 87/1992, með síðari breytingum.

63. gr.

     Á eftir 4. gr. laganna kemur ný grein, 4. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Útlán tengd erlendum gjaldmiðlum.
     Seðlabanka Íslands er heimilt, að undangengnu samþykki fjármálastöðugleikanefndar, að setja lánastofnunum reglur um útlán tengd erlendum gjaldmiðlum til aðila sem ekki eru varðir fyrir gjaldeyrisáhættu.
     Í reglum skv. 1. mgr. getur Seðlabankinn ákveðið lánstíma, tegundir tryggingar og hámarkshlutfall lána sem eru tengd erlendum gjaldmiðlum af heildarútlánasafni lánastofnunar. Hámarkshlutfallið getur hvort heldur sem er verið hlutfall af heildarútlánum viðkomandi stofnunar eða sérstakt hlutfall vegna einstakra flokka óvarinna lántaka. Einnig er í reglunum heimilt að kveða á um skýrsluskil lánastofnana til Seðlabankans.

64. gr.

     15. gr. laganna orðast svo:
     Þeir sem annast framkvæmd laga þessara eru bundnir þagnarskyldu samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands.

65. gr.

     2. mgr. 15. gr. f laganna fellur brott.

66. gr.

     7. mgr. 16. gr. b laganna fellur brott.

VII. KAFLI
Breyting á innheimtulögum, nr. 95/2008, með síðari breytingum.

67. gr.

     4. málsl. 3. mgr. 18. gr. laganna orðast svo: Ákvarðanir um stjórnvaldssektir eru aðfararhæfar.

68. gr.

     Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í 2. málsl. 21. gr. laganna kemur: Seðlabanki Íslands.

VIII. KAFLI
Breyting á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018.

69. gr.

     Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í inngangsmálslið 19. gr. laganna kemur: Seðlabanki Íslands.

70. gr.

     Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í 4. mgr. 35. gr. laganna kemur: Seðlabanki Íslands.

71. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 45. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „stjórn Fjármálaeftirlitsins“ í 2. mgr. kemur: Fjármálaeftirlitinu.
  2. Í stað orðanna „stjórn Fjármálaeftirlitsins“ í 3. mgr. kemur: Fjármálaeftirlitið.


72. gr.

     Í stað orðanna „stjórn Fjármálaeftirlitsins“ í 1. málsl. 7. mgr. 46. gr. laganna kemur: Fjármálaeftirlitinu.

73. gr.

     Í stað orðsins „Eftirlitsaðilar“ í 3. málsl. 47. gr. laganna kemur: Seðlabanki Íslands og ríkisskattstjóri.

IX. KAFLI
Breyting á lögum um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár, nr. 15/2018.

74. gr.

     3. mgr. 3. gr. laganna fellur brott.

75. gr.

     2. málsl. 6. mgr. 7. gr. laganna orðast svo: Ákvarðanir um stjórnvaldssektir eru aðfararhæfar.

76. gr.

     Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í 3. málsl. 9. gr. laganna kemur: Seðlabanki Íslands.

X. KAFLI
Breyting á lögum um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði, nr. 24/2017.

77. gr.

     Orðið „Fjármálaeftirlitinu“ í 1. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna fellur brott.

XI. KAFLI
Breyting á lögum um greiðslur yfir landamæri í evrum, nr. 78/2014, með síðari breytingum.

78. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
  1. 3. málsl. 2. mgr. orðast svo: Ákvarðanir um stjórnvaldssektir eru aðfararhæfar.
  2. Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í lokamálslið 3. mgr. kemur: Seðlabanki Íslands.


79. gr.

     Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitinu“ í 5. gr. laganna kemur: Seðlabanka Íslands.

XII. KAFLI
Breyting á lögum um greiðsluþjónustu, nr. 120/2011, með síðari breytingum.

80. gr.

     Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitinu“ í 7. mgr. 12. gr. laganna kemur: Seðlabanka Íslands.

81. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í 1. mgr. kemur: Seðlabanki Íslands.
  2. 3. mgr. fellur brott.


82. gr.

     Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í 2. málsl. 1. mgr. 17. gr., 3. mgr. 18. gr., 3. mgr. 24. gr. og 4. mgr. 27. gr. laganna kemur: Seðlabanki Íslands.

83. gr.

     Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitinu“ í lokamálslið 5. mgr. 19. gr. laganna kemur: Seðlabanka Íslands.

84. gr.

     Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitsins“ í 2. mgr. 23. gr. c og 2. mgr. 23. gr. e laganna kemur: Seðlabanka Íslands.

85. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 77. gr. laganna:
  1. 4. málsl. 2. mgr. orðast svo: Ákvarðanir um stjórnvaldssektir eru aðfararhæfar.
  2. Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í lokamálslið 3. mgr. kemur: Seðlabanki Íslands.


XIII. KAFLI
Breyting á lögum um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl., nr. 125/2008, með síðari breytingum.

86. gr.

     Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitinu“ í 4. málsl. 2. gr. laganna kemur: Seðlabanka Íslands.

XIV. KAFLI
Breyting á lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, nr. 98/1999, með síðari breytingum.

87. gr.

     Orðin „Fjármálaeftirlitinu og“ í 3. málsl. 7. mgr. 5. gr. b laganna falla brott.

88. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða II í lögunum:
  1. Í stað orðanna „Að fenginni sameiginlegri tillögu Fjármálaeftirlitsins og“ í 1. málsl. 6. mgr. kemur: Að fenginni tillögu.
  2. Orðin „Fjármálaeftirlitinu og“ í 3. málsl. 8. mgr. falla brott.


XV. KAFLI
Breyting á lögum um kauphallir, nr. 110/2007, með síðari breytingum.

89. gr.

     Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í 2. mgr. 12. gr. laganna kemur. Seðlabanki Íslands.

90. gr.

     1. málsl. 4. mgr. 33. gr. laganna orðast svo: Ákvarðanir um stjórnvaldssektir eru aðfararhæfar.

91. gr.

     Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í 3. málsl. 34. gr. laganna kemur. Seðlabanki Íslands.

XVI. KAFLI
Breyting á lögum um lánshæfismatsfyrirtæki, nr. 50/2017.

92. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
  1. 1. málsl. 6. mgr. orðast svo: Ákvarðanir um stjórnvaldssektir eru aðfararhæfar.
  2. Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í 3. málsl. 9. mgr. kemur: Seðlabanki Íslands.


93. gr.

     Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitinu“ í 2. mgr. 8. gr. laganna kemur: Seðlabanka Íslands.

XVII. KAFLI
Breyting á lögum um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum, nr. 37/2016, með síðari breytingum.

94. gr.

     15. gr. laganna orðast svo:
     Þeir sem annast framkvæmd laga þessara eru bundnir þagnarskyldu samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands.

95. gr.

     2. mgr. 16. gr. laganna fellur brott.

XVIII. KAFLI
Breyting á lögum um miðlun vátrygginga, nr. 32/2005, með síðari breytingum.

96. gr.

     Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í 4. mgr. 39. laganna kemur: Seðlabanki Íslands.

97. gr.

     4. málsl. 3. mgr. 62. gr. laganna orðast svo: Ákvarðanir um stjórnvaldssektir eru aðfararhæfar.

98. gr.

     Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í 3. málsl. 62. gr. a laganna kemur: Seðlabanki Íslands.

XIX. KAFLI
Breyting á lögum um rafræna eignarskráningu verðbréfa, nr. 131/1997, með síðari breytingum.

99. gr.

     Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitinu“ í lokamálslið 2. mgr. 11. gr. laganna kemur: Seðlabanka Íslands.

100. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. laganna:
  1. Orðin „Fjármálaeftirlitsins að fenginni umsögn“ í 2. málsl. 2. mgr. falla brott.
  2. Orðin „að höfðu samráði við Seðlabanka Íslands“ í 3. mgr. falla brott.
  3. Orðið „Fjármálaeftirlitsins“ í 4. mgr. fellur brott.


101. gr.

     1. málsl. 3. mgr. 34. gr. laganna orðast svo: Ákvarðanir um stjórnvaldssektir eru aðfararhæfar.

102. gr.

     Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í 3. málsl. 34. gr. a laganna kemur: Seðlabanki Íslands.

XX. KAFLI
Breyting á lögum um sértryggð skuldabréf, nr. 11/2008, með síðari breytingum.

103. gr.

     Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ og orðsins „það“ í 3. tölul. 2. mgr. 6. gr. laganna kemur: Seðlabanki Íslands; og: hann.

104. gr.

     Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitsins“ í 3. málsl. 1. mgr. 21. gr. laganna kemur: Seðlabanka Íslands.

105. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 25. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í inngangsmálslið kemur: Seðlabanki Íslands.
  2. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Reglur Seðlabanka Íslands.


106. gr.

     Í stað orðanna „samþykkt skal af stjórn Fjármálaeftirlitsins og birt“ í 30. gr. laganna kemur: birt skal.

107. gr.

     3. málsl. 2. mgr. 31. gr. laganna orðast svo: Ákvarðanir um stjórnvaldssektir eru aðfararhæfar.

108. gr.

     Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í 3. málsl. 32. gr. laganna kemur: Seðlabanki Íslands.

XXI. KAFLI
Breyting á lögum um skortsölu og skuldatryggingar, nr. 55/2017.

109. gr.

     2. málsl. 5. mgr. 6. gr. laganna orðast svo: Ákvarðanir um stjórnvaldssektir eru aðfararhæfar.

110. gr.

     Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í 3. málsl. 7. gr. laganna kemur: Seðlabanki Íslands.

XXII. KAFLI
Breyting á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, með síðari breytingum.

111. gr.

     Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í lokamálslið 1. mgr. og 3. málsl. 8. mgr. 31. gr., 2. mgr. 35. gr., 5. mgr. 40. gr. og lokamálslið 5. mgr. 42. gr. laganna kemur: Seðlabanki Íslands.

XXIII. KAFLI
Breyting á lögum um útgáfu og meðferð rafeyris, nr. 17/2013, með síðari breytingum.

112. gr.

     Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitinu“ í 7. mgr. 13. gr. laganna kemur: Seðlabanka Íslands.

113. gr.

     3. mgr. 20. gr. laganna fellur brott.

114. gr.

     Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í 2. málsl. 1. mgr. 23. gr., 6. mgr. 25. gr., 1. málsl. 3. mgr. 26. gr., 1. málsl. 6. mgr. 36. gr., 3. mgr. 38. gr. og lokamálslið 3. mgr. 43. gr. laganna kemur: Seðlabanki Íslands.

115. gr.

     Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitsins“ í 2. mgr. 33. gr. og 2. mgr. 34. gr. laganna kemur. Seðlabanka Íslands.

116. gr.

     4. málsl. 2. mgr. 43. gr. laganna orðast svo: Ákvarðanir um stjórnvaldssektir eru aðfararhæfar.

XXIV. KAFLI
Breyting á lögum um vátryggingasamstæður, nr. 60/2017.

117. gr.

     Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í 1. mgr. 7. gr., 8. mgr. 21. gr., 6. mgr. 26. gr., 7. mgr. 31. gr., 6. mgr. 32. gr., 12. mgr. 35. gr., 5. mgr. 41. gr. og 3. málsl. 51. gr. laganna kemur: Seðlabanki Íslands.

118. gr.

     4. málsl. 2. mgr. 50. gr. laganna orðast svo: Ákvarðanir um stjórnvaldssektir eru aðfararhæfar.

XXV. KAFLI
Breyting á lögum um vátryggingastarfsemi, nr. 56/2010, með síðari breytingum.

119. gr.

     4. málsl. 3. mgr. 97. gr. laganna orðast svo: Ákvarðanir um stjórnvaldssektir eru aðfararhæfar.

XXVI. KAFLI
Breyting á lögum um vátryggingastarfsemi, nr. 100/2016, með síðari breytingum.

120. gr.

     Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í 1. málsl. 5. mgr. 3. gr., 1. málsl. 4. mgr. 10. gr., 1. málsl. 2. mgr. og 3. mgr. 19. gr., 1. málsl. 1. mgr. 23. gr., 13. mgr. 31. gr., 2., 3. og 6. málsl. 37. gr., 5. mgr. og 2. málsl. 7. mgr. 41. gr., 9. mgr. 44. gr., 5. mgr. 45. gr., 4. mgr. 49. gr., 2. og 3. mgr. 50. gr., 4. mgr. 57. gr., 5. og. 6. mgr. 60. gr., 1. málsl. 1. mgr. 78. gr., 1. mgr. og inngangsmálslið 2. mgr. 101. gr., 3. mgr. 103. gr., 1. málsl. 2. mgr. 121. gr., 6. mgr. 132. gr., 2. málsl. 4. mgr. 153. gr. og 3. málsl. 166. gr. laganna kemur: Seðlabanki Íslands.

121. gr.

     Orðið „Fjármálaeftirlitinu“ í 2. málsl. 1. mgr. 78. gr. laganna fellur brott.

122. gr.

     Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitsins“ í 5. tölul 1. mgr. 165. gr. og 3. tölul. 1. mgr. 169. gr. laganna kemur: Seðlabanka Íslands.

123. gr.

     4. málsl. 2. mgr. 165. gr. laganna orðast svo: Ákvarðanir um stjórnvaldssektir eru aðfararhæfar.

XXVII. KAFLI
Breyting á lögum um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði, nr. 128/2011, með síðari breytingum.

124. gr.

     Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitinu“ í 2. málsl. 5. gr., 3. mgr. 18. gr., 2. málsl. 33. gr. og 3. málsl. 1. mgr. 41. gr. laganna kemur: Seðlabanka Íslands.

125. gr.

     Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitsins“ í 2. málsl. 2. mgr. 44. gr. laganna kemur: Seðlabanka Íslands.

126. gr.

     1. málsl. 6. mgr. 65. gr. laganna orðast svo: Ákvarðanir um stjórnvaldssektir eru aðfararhæfar.

127. gr.

     Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í 3. málsl. 66. gr. laganna kemur: Seðlabanki Íslands.

XXVIII. KAFLI
Breyting á lögum um verðbréfaviðskipti, nr. 108/2007, með síðari breytingum.

128. gr.

     Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í 3. málsl. 4. mgr. 20. gr., 1. málsl. 1. mgr. 25. gr., 3. mgr. 26. gr., 132. gr. og 3. málsl. 142. gr. laganna kemur: Seðlabanki Íslands.

129. gr.

     Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitsins“ í fyrirsögn 26. gr. og fyrirsögn 132. gr. laganna kemur: Seðlabanka Íslands.

130. gr.

     1. málsl. 5. mgr. 141. gr. laganna orðast svo: Ákvarðanir um stjórnvaldssektir eru aðfararhæfar.

XXIX. KAFLI
Breyting á lögum um öryggi fyrirmæla í greiðslukerfum og verðbréfauppgjörskerfum, nr. 90/1999, með síðari breytingum.

131. gr.

     Orðin „Fjármálaeftirlitsins og“ í 1. málsl. 6. gr. laganna falla brott.

XXX. KAFLI
Breyting á lögum um húsnæðismál, nr. 44/1998, með síðari breytingum.

132. gr.

     Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í lokamálslið 2. mgr. 8. gr. a laganna kemur: Seðlabanki Íslands.

XXXI. KAFLI
Breyting á lögum um lánasýslu ríkisins, nr. 43/1990, með síðari breytingum.

133. gr.

     Í stað orðanna „semja við Seðlabanka Íslands um að hann annist“ í 6. gr. laganna kemur: fela þar til bærum opinberum aðila, einum eða fleiri, að annast.

XXXII. KAFLI
Breyting á lögum um milligjöld fyrir kortatengdar greiðslur, nr. 31/2019.

134. gr.

     Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í 3. málsl. 7. gr. laganna kemur: Seðlabanki Íslands.

XXXIII. KAFLI
Breyting á lögum um neytendalán, nr. 33/2013, með síðari breytingum.

135. gr.

     Í stað orðanna „ 10. gr. laga nr. 36/2001“ í q-lið 5. gr. laganna kemur: ákvæði laga.

136. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2020. Á sama tíma flytjast verkefni Fjármálaeftirlitsins til Seðlabanka Íslands. Stjórnvaldsfyrirmæli sem Fjármálaeftirlitið hefur sett halda gildi sínu.
     Þrátt fyrir 1. mgr. öðlast 133. gr. þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 20. júní 2019.