Ferill 151. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 151  —  151. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um skatt á barnagreiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


    Hvers vegna eru barnagreiðslur skv. 21. gr. laga nr. 22/2006, um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna, ekki skattfrjálsar líkt og barnalífeyrir skv. 20. gr. laga um almannatryggingar, nr. 100/2007, í ljósi þess að barnagreiðslur eru tilkomnar vegna framfærsluskyldu gagnvart börnum líkt og barnalífeyrir?


Skriflegt svar óskast.