Lagasafn. Íslensk lög 20. september 2019. Útgáfa 149c. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna
2006 nr. 22 12. apríl
Ferill málsins á Alþingi.
Frumvarp til laga.
Tóku gildi 1. júlí 2006; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 19. gr. Breytt með: L. 158/2007 (tóku gildi 1. jan. 2008; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 20. gr.). L. 65/2010 (tóku gildi 27. júní 2010). L. 162/2010 (tóku gildi 1. jan. 2011). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011). L. 85/2015 (tóku gildi 1. jan. 2016 nema 2. gr. og ákvæði til bráðabirgða I sem tóku gildi 24. júlí 2015). L. 88/2015 (tóku gildi 1. jan. 2016). L. 128/2018 (tóku gildi 1. jan. 2019).
Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við
félags- og barnamálaráðherra eða
félagsmálaráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna
hér.
I. kafli.
Gildissvið og markmið.
1. gr.
Gildissvið.

[Lög þessi gilda um réttindi foreldra til fjárhagsaðstoðar þegar þeir geta hvorki stundað vinnu né nám vegna sérstakrar umönnunar barna sinna sem hafa greinst með alvarlega og langvinna sjúkdóma eða alvarlega fötlun.]
1)
1)L. 158/2007, 1. gr.
2. gr.
Markmið.

[Markmið laga þessara er að tryggja foreldrum langveikra eða alvarlega fatlaðra barna fjárhagsaðstoð þegar þeir geta hvorki stundað vinnu né nám vegna sérstakrar umönnunar barna sinna, þar á meðal vegna þeirra bráðaaðstæðna sem upp koma þegar börn þeirra greinast með alvarlega og langvinna sjúkdóma eða alvarlega fötlun, enda verður vistunarþjónustu á vegum opinberra aðila ekki við komið.]
1)
1)L. 158/2007, 2. gr.
3. gr.
Orðskýringar.

Í lögum þessum er merking eftirfarandi orða sem hér segir:
a.
Barn: Einstaklingur sem er yngri en 18 ára.
[b.
Langveikt barn: Barn sem þarfnast læknisfræðilegrar meðferðar vegna alvarlegs og langvinns sjúkdóms.
c.
Alvarlega fatlað barn: Barn sem, vegna alvarlegrar þroskaröskunar, geðröskunar eða líkamlegrar hömlunar, þarf sérstaka íhlutun, svo sem þjálfun, aðstoð eða gæslu á uppvaxtarárum sínum.]
1)
[d. ]
1)
Launamaður: Hver sá sem vinnur launuð störf í annarra þjónustu í a.m.k. 25% starfshlutfalli í hverjum mánuði.
[e. ]
1)
Sjálfstætt starfandi einstaklingur: Hver sá sem starfar við eigin rekstur, án tillits til félagsforms, í því umfangi að honum er gert að standa mánaðarlega, eða með öðrum reglulegum hætti samkvæmt ákvörðun skattyfirvalda, skil á tryggingagjaldi.
[f. ]
1)
Nám: 75–100% samfellt nám, verklegt eða bóklegt, í viðurkenndri menntastofnun innan hins almenna menntakerfis á Íslandi sem stendur yfir í a.m.k. sex mánuði. Enn fremur er átt við 75–100% nám á háskólastigi og annað nám sem gerir sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og nám á háskólastigi. Einstök námskeið teljast ekki til náms.
[g.
Bráðaaðstæður: Aðstæður sem koma upp þegar foreldri er knúið til að leggja niður störf utan heimilis eða gera hlé á námi þegar barn þess greinist með alvarlegan og langvinnan sjúkdóm eða alvarlega fötlun og þarfnast þjónustu sérhæfðrar greiningar- eða meðferðarstofnunar.]
1)
1)L. 158/2007, 3. gr.
II. kafli.
Stjórnsýsla.
4. gr.
Yfirstjórn.

[Ráðherra]
1) fer með yfirstjórn greiðslna til foreldra langveikra barna og alvarlega fatlaðra barna samkvæmt lögum þessum.
1)L. 126/2011, 415. gr.
5. gr.
Framkvæmdaraðili.

[Ráðherra]
1) ákveður með reglugerð
2) hvaða aðila hann felur framkvæmd laga þessara.

Kostnaður vegna framkvæmdar á lögum þessum greiðist úr ríkissjóði samkvæmt fjárlögum hverju sinni.
1)L. 162/2010, 31. gr. 2)Rg. 1277/2007.
6. gr.
Umsókn um greiðslur.

[Foreldri langveiks eða alvarlega fatlaðs barns skal sækja um greiðslur skv. III. og IV. kafla til framkvæmdaraðila skv. 5. gr.]
1) Umsóknin skal vera skrifleg á þar til gerðum eyðublöðum og henni skal meðal annars fylgja vottorð sérfræðings þeirrar sérhæfðu greiningar- og meðferðarstofnunar, sem veitir barninu þjónustu, um greiningu, meðferð og umönnunarþörf barns, staðfesting frá vinnuveitanda um að foreldri leggi niður störf, staðfesting um starfstímabil, vottorð frá skóla um að foreldri hafi gert hlé á námi og fyrri námsvist, sem og aðrar upplýsingar sem framkvæmdaraðili telur nauðsynlegar.

Framkvæmdaraðila er heimilt að óska eftir umsögn frá öðrum aðilum vegna einstakra umsókna þegar ástæða er til að mati hans.

Umsóknin skal undirrituð af báðum foreldrum enda fari þau bæði með forsjá barnsins. Forsjárlaust foreldri skal undirrita umsókn uppfylli það skilyrði 5. mgr. 8. gr. eða [4. mgr. 14. gr.],
1) sem og maki [eða sambúðarmaki]
2) þegar það á við.

[Skattyfirvöld, Tryggingastofnun ríkisins og Innheimtustofnun sveitarfélaga skulu láta framkvæmdaraðila í té upplýsingar sem nauðsynlegar eru við framkvæmd laga þessara.]
1)
1)L. 158/2007, 4. gr. 2)L. 65/2010, 33. gr.
7. gr.
Kæruheimild.

[Heimilt er að kæra ákvarðanir framkvæmdaraðila um réttindi foreldra langveikra barna og alvarlega fatlaðra barna sem teknar eru á grundvelli laga þessara til úrskurðarnefndar velferðarmála. Um málsmeðferð fer samkvæmt lögum um úrskurðarnefnd velferðarmála og 6. gr. laga um fæðingar- og foreldraorlof.]
1)
1)L. 85/2015, 13. gr.
III. kafli.
Réttindi foreldra.
8. gr.
Skilyrði fyrir réttindum foreldra á vinnumarkaði.

[Foreldri, sbr. d- og e-lið 3. gr., sem leggur niður launað starf vegna þeirra bráðaaðstæðna sem upp koma þegar barn þess greinist með alvarlegan og langvinnan sjúkdóm eða alvarlega fötlun getur átt sameiginlegan rétt á tekjutengdum greiðslum skv. 1. mgr. 11. gr. í allt að þrjá mánuði með hinu foreldri barnsins samkvæmt mati framkvæmdaraðila.]
1)

[Foreldri getur átt rétt á tekjutengdum greiðslum skv. 1. mgr. hafi foreldri]
1) verið samfellt í sex mánuði á innlendum vinnumarkaði áður en barnið greindist með alvarlegan og langvinnan sjúkdóm eða alvarlega fötlun samkvæmt vottorði sérfræðings þeirrar sérhæfðu greiningar- og meðferðarstofnunar sem veitir barninu þjónustu, foreldri leggi niður störf til að annast barnið meðan greiðslur standa yfir, barn þarfnist sérstakrar umönnunar foreldris, svo sem vegna innlagnar á sjúkrahús og/eða meðferðar í heimahúsi, enda verði ekki annarri vistunarþjónustu á vegum opinberra aðila við komið, og foreldri og barn eigi lögheimili hér á landi þann tíma sem greiðslur eru inntar af hendi. Foreldrar skulu hafa lagt niður störf samtals lengur en 14 virka daga vegna sérstakrar umönnunar barns síns. Til að finna vinnuframlag sjálfstætt starfandi foreldris skal miðað við skil á tryggingagjaldi af reiknuðu endurgjaldi fyrir sama tímabil.

[Heimilt er að framlengja sameiginleg réttindi foreldra til tekjutengdra greiðslna skv. 1. mgr. um allt að þrjá mánuði þegar barn þeirra þarfnast verulegrar umönnunar vegna mjög alvarlegs og langvinns sjúkdóms eða fötlunar, sbr. einnig 18. gr.]
1)

Réttur foreldris til greiðslna skv. 1. og 3. mgr. er bundinn því að það fari sjálft með forsjá barnsins eða hafi sameiginlega forsjá ásamt hinu foreldri þess þegar barn greinist með alvarlegan og langvinnan sjúkdóm eða alvarlega fötlun.

Forsjárlaust foreldri á rétt til greiðslna [skv. 1. og 3. mgr.]
1) liggi fyrir samþykki þess foreldris sem fer með forsjána fyrir því að forsjárlausa foreldrið annist barnið þann tíma sem greiðslur standa yfir. [Maki eða sambúðarmaki foreldris sem fer með forsjána getur átt rétt til greiðslna skv. 1. og 3. mgr. liggi fyrir samþykki beggja kynforeldra barns enda hafi hjónaband eða skráð sambúð staðið yfir lengur en eitt ár.]
2) Í tilvikum þegar annars kynforeldra nýtur sannanlega ekki við er samþykki þess foreldris sem fer með forsjána nægjanlegt.

[Foreldrar geta ákveðið hvernig þeir skipta réttinum til greiðslna sín á milli fullnægi báðir foreldrar skilyrðum laganna. Foreldrar eiga þó ekki rétt á greiðslum samkvæmt lögum þessum fyrir sama tímabil. Þó er heimilt að veita undanþágu frá 2. málsl. þegar barn nýtur líknandi meðferðar og foreldrar hafa ekki nýtt sér rétt sinn að fullu samkvæmt ákvæði þessu.]
1)

[Andist langveikt eða alvarlega fatlað barn er heimilt að halda tekjutengdum greiðslum skv. 1. eða 3. mgr. sem foreldri hefði ella átt rétt á áfram í allt að einn mánuð frá andláti barns enda sé því tímabili sem framkvæmdaraðili hafði áður ákveðið skv. 1. eða 3. mgr. ekki lokið.]
1)

[[Ráðherra]
3) er heimilt að kveða í reglugerð nánar á um rétt foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna til greiðslna samkvæmt ákvæði þessu.]
1)
1)L. 158/2007, 5. gr. 2)L. 65/2010, 34. gr. 3)L. 162/2010, 31. gr.
[9. gr.
Þátttaka á vinnumarkaði.

Það að starfa á innlendum vinnumarkaði í skilningi 8. gr. felur í sér að starfa í annarra þjónustu í a.m.k. 25% starfshlutfalli í hverjum mánuði eða að starfa við eigin rekstur, án tillits til félagsforms, í því umfangi að hlutaðeiganda er gert að standa mánaðarlega, eða með öðrum reglulegum hætti samkvæmt ákvörðun skattyfirvalda, skil á tryggingagjaldi. Fullt starf miðast við 172 vinnustundir á mánuði, en þó skal jafnan tekið tillit til fjölda vinnustunda sem samkvæmt kjarasamningi teljast fullt starf.

Til þátttöku á vinnumarkaði telst enn fremur:
a. orlof eða leyfi samkvæmt lögum, kjarasamningi eða ráðningarsamningi þótt ólaunað sé að hluta eða öllu leyti, sbr. þó 2. mgr. 29. gr.,
b. sá tími sem foreldri fær greiddar atvinnuleysisbætur, er á biðtíma eftir slíkum bótum eða hefði átt rétt á þeim hefði foreldrið skráð sig án atvinnu samkvæmt gildandi lögum um atvinnuleysistryggingar,
c. sá tími sem foreldri fær greidda sjúkra- eða slysadagpeninga, er á biðtíma eftir dagpeningum eða hefði átt rétt á þeim hefði foreldri sótt um þá til [sjúkratryggingastofnunarinnar samkvæmt lögum um sjúkratryggingar og lögum um slysatryggingar almannatrygginga],
1) eða fær greiðslur úr sjúkrasjóði stéttarfélags enda hafi foreldri látið af launuðum störfum af heilsufarsástæðum,
d. sá tími sem foreldri nýtur bóta frá tryggingafélagi sem koma í stað launa vegna tímabundins atvinnutjóns af völdum slyss.

Vinnumálastofnun, sbr. lög um atvinnuleysistryggingar, metur hvort foreldri hefði átt rétt á atvinnuleysisbótum hefði foreldri skráð sig án atvinnu á þeim tíma sem um er að ræða, sbr. b-lið 2. mgr. Um rétt til atvinnuleysisbóta fer samkvæmt ákvæðum laga um atvinnuleysistryggingar.

[Sjúkratryggingastofnunin, sbr. lög um sjúkratryggingar og lög um slysatryggingar almannatrygginga],
1) metur hvort foreldri hefði átt rétt á sjúkra- eða slysadagpeningum hefði foreldri sótt um þá fyrir þann tíma sem um er að ræða, sbr. c-lið 2. mgr. Um rétt til sjúkradagpeninga fer samkvæmt ákvæðum laga um [sjúkratryggingar].
1)]
2)
1)L. 88/2015, 25. gr. 2)L. 158/2007, 6. gr.
[10. gr.
Samfellt starf.

Með samfelldu starfi er átt við að foreldri hafi verið í a.m.k. 25% starfi í hverjum mánuði á innlendum vinnumarkaði yfir tiltekið tímabil. Enn fremur telst til samfellds starfs þau tilvik sem talin eru upp í a–d-lið 2. mgr. 9. gr.]
1)
1)L. 158/2007, 7. gr.
[11. gr.]1)
[Tilhögun greiðslna til foreldra á vinnumarkaði.

Tekjutengdar greiðslur til foreldris skv. 1. og 3. mgr. 8. gr. sem er launamaður, sbr. d-lið 3. gr., skulu nema 80% af meðaltali heildarlauna og skal miða við tólf mánaða tímabil sem hefst tveimur mánuðum áður en barnið greindist með alvarlegan og langvinnan sjúkdóm eða alvarlega fötlun. Til launa teljast hvers konar laun og aðrar þóknanir samkvæmt lögum um tryggingagjald sem og greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði, greiðslur úr Atvinnuleysistryggingasjóði, sjúkra- eða slysadagpeningar, greiðslur úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga eða bætur frá tryggingafélagi vegna tímabundins atvinnutjóns, sbr. a–d-lið 2. mgr. 9. gr. Þegar um er að ræða greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði, Atvinnuleysistryggingasjóði, sjúkrasjóði stéttarfélags eða bætur frá tryggingafélagi vegna tímabundins atvinnutjóns skal þó taka mið af þeim viðmiðunartekjum sem þær greiðslur miðuðust við. Einungis skal miða við meðaltal heildarlauna fyrir þá mánuði á viðmiðunartímabili sem foreldri hefur verið á innlendum vinnumarkaði, sbr. einnig 2. mgr. 9. gr. Aldrei skal þó miða við færri mánuði en fjóra við útreikning á meðaltali heildarlauna.

Tekjutengdar greiðslur til foreldris skv. 1. og 3. mgr. 8. gr. sem er sjálfstætt starfandi einstaklingur, sbr. e-lið 3. gr., skulu nema 80% af meðaltali heildarlauna og skal miða við tekjuárið á undan því ári sem barnið greindist með alvarlegan og langvinnan sjúkdóm eða alvarlega fötlun. Að öðru leyti gildir ákvæði 1. mgr.

Þrátt fyrir 1. og 2. mgr. skal hámarksfjárhæð tekjutengdra greiðslna í hverjum mánuði aldrei nema hærri fjárhæð en 518.600 kr.

Útreikningar á tekjutengdum greiðslum skv. 1. og 2. mgr. skulu byggjast á upplýsingum sem framkvæmdaraðili aflar um tekjur foreldris úr skattframtölum, staðgreiðsluskrá og tryggingagjaldsskrá skattyfirvalda. Framkvæmdaraðili skal leita staðfestingar hjá skattyfirvöldum á því að upplýsingar úr staðgreiðsluskrá og tryggingagjaldsskrá hafi verið í samræmi við álagningu skattyfirvalda.

Tekjutengdar greiðslur til foreldris skv. 1. mgr. hefjast frá og með þeim degi er fullar launagreiðslur frá vinnuveitanda í forföllum þess féllu niður, sbr. einnig 2. málsl. 2. mgr. 8. gr., sem og greiðslur úr sjúkra- eða styrktarsjóði stéttarfélags vegna veikinda eða fötlunar barns. Foreldri skal leggja fram vottorð vinnuveitanda um að það hafi lagt niður störf og fullar launagreiðslur hafi fallið niður og staðfestingu sjúkra- eða styrktarsjóðs um að það hafi nýtt sér réttindi sín þar. Foreldri getur þó óskað eftir að tekjutengdar greiðslur hefjist síðar en um getur í 1. málsl.

Þegar foreldri er sjálfstætt starfandi einstaklingur, sbr. e-lið 3. gr., reiknast tekjutengdar greiðslur skv. 2. mgr. frá og með þeim degi er foreldri hefur lagt niður störf samtals í fjórtán virka daga vegna sérstakrar umönnunar barns síns. Sjálfstætt starfandi einstaklingur telst hafa lagt niður störf þegar ekki er greitt reiknað endurgjald vegna starfa hans. Að öðru leyti gildir ákvæði 5. mgr. eftir því sem við getur átt.

Þegar tekjutengdar greiðslur skv. 1. eða 2. mgr. reynast lægri en greiðslur skv. IV. kafla getur foreldri sótt um þær án þess að sækja fyrst um greiðslur samkvæmt ákvæði þessu að öðrum skilyrðum IV. kafla uppfylltum.

Tekjutengdar greiðslur fyrir undanfarandi mánuð eða hluta úr mánuði skulu inntar af hendi eftir á, fimmtánda virka dag hvers mánaðar, enda hafi foreldri skilað inn nauðsynlegum gögnum til framkvæmdaraðila fyrir fimmta virka dag mánaðarins.

Greiðslur frá vinnuveitanda eða öðrum aðilum til foreldris fyrir sama tímabil, sem eru hærri en nemur mismun greiðslna skv. 1. mgr. og meðaltals heildarlauna foreldris fyrir tekjuárið á undan því er barn greindist með alvarlegan og langvinnan sjúkdóm eða alvarlega fötlun, skulu koma til frádráttar greiðslum samkvæmt ákvæði þessu. Þó er heimilt að taka tillit til kjarasamningsbundinna launahækkana, annarra kjarasamningsbundinna greiðslna og launabreytinga sem rekja má til breytinga á störfum foreldris. Hið sama gildir um greiðslur til foreldris sem er sjálfstætt starfandi einstaklingur eftir því sem við getur átt. Umönnunargreiðslur sem ætlað er að mæta útlögðum kostnaði vegna veikinda eða fötlunar barns skulu ekki koma til frádráttar greiðslum samkvæmt lögum þessum.

Fjárhæð hámarksgreiðslna skv. 3. mgr. kemur til endurskoðunar við afgreiðslu fjárlaga ár hvert með tilliti til þróunar launa, verðlags og efnahagsmála. Þá er [ráðherra]
2) heimilt, að fengnu samþykki ríkisstjórnar, að breyta fjárhæðinni til hækkunar ef verulegar breytingar verða á launaþróun og þjóðhagsforsendum frá afgreiðslu fjárlaga. Þegar framangreind skilyrði leiða til hækkunar á fjárhæð greiðslna skal [ráðherra]
2) breyta fjárhæðinni í reglugerð.
3)]
4)
1)L. 158/2007, 7. gr. 2)L. 162/2010, 31. gr. 3)Rg. 1197/2008. Rg. 1100/2009. Rg. 1203/2018. 4)L. 158/2007, 8. gr.
[12. gr.]1)
[Greiðslur samhliða minnkuðu starfshlutfalli.

Foreldri, sbr. d- og e-lið 3. gr., sem þarf að leggja niður störf að hluta vegna bráðaaðstæðna sem koma upp þegar barn þess greinist með alvarlegan og langvinnan sjúkdóm eða alvarlega fötlun getur átt rétt á hlutfallslegum greiðslum skv. 8. og 11. gr. í samræmi við minnkað starfshlutfall. Fullar greiðslur skulu miðast við starfshlutfall foreldris á ávinnslutímabili skv. 2. mgr. 8. gr. Hið sama á við þegar foreldri kemur aftur til starfa í lægra starfshlutfalli en það var í áður en það lagði niður störf tímabundið og ástæður þess að foreldrið er í hlutastarfi má rekja til þeirra bráðaaðstæðna sem komu upp þegar barn þess greindist með alvarlegan og langvinnan sjúkdóm eða alvarlega fötlun, sbr. 8. gr. Skilyrði er að foreldri hafi lagt niður störf og/eða verið í minnkuðu starfshlutfalli samfellt lengur en í fjórtán virka daga og að breyting á starfshlutfalli vari í tvær vikur eða lengur. Að öðru leyti gilda skilyrði 8. og 11. gr. um greiðslur til foreldra samhliða minnkuðu starfshlutfalli.

Óski foreldri eftir greiðslum samhliða minnkuðu starfshlutfalli skal greiða 80% af meðaltali heildarlauna skv. 1. eða 2. mgr. 11. gr., eftir því sem við á, í samræmi við það starfshlutfall sem foreldri minnkar við sig vinnu. Heimilt er sem því nemur að lengja tímabilið sem foreldri hefði ella átt rétt á greiðslum skv. 8. og 11. gr. hefði það lagt niður störf að fullu.

[Ráðherra]
2) er heimilt að kveða í reglugerð nánar á um rétt foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna til greiðslna samkvæmt ákvæði þessu.]
3)
1)L. 158/2007, 7. gr. 2)L. 162/2010, 31. gr. 3)L. 158/2007, 9. gr.
[13. gr.]1)
Uppsöfnun og vernd réttinda.

Foreldri, sbr. [d- og e-lið 3. gr.],
2) greiðir að lágmarki 4% af greiðslum skv. [8., 11. og 12. gr.]
2) í lífeyrissjóð og ríkissjóður greiðir [[11,5%]
3) mótframlag].
2) Foreldri er að auki heimilt að greiða í séreignarsjóð.

Foreldri er heimilt að óska eftir því að halda áfram að greiða til stéttarfélags síns og sér þá framkvæmdaraðili um að koma greiðslunni til hlutaðeigandi stéttarfélags.
1)L. 158/2007, 7. gr. 2)L. 158/2007, 10. gr. 3)L. 128/2018, 4. gr.
[14. gr.]1)
Skilyrði fyrir réttindum foreldra í námi.

[Foreldri sem gerir hlé á námi, sbr. f-lið 3. gr., vegna þeirra bráðaaðstæðna sem upp koma þegar barn þess greinist með alvarlegan og langvinnan sjúkdóm eða alvarlega fötlun getur átt sameiginlegan rétt á greiðslum skv. 1. mgr. 16. gr. í allt að þrjá mánuði með hinu foreldri barnsins samkvæmt mati framkvæmdaraðila.]
2)

Skilyrði eru meðal annars að foreldrið hafi verið í námi, sbr. [f-lið 3. gr.],
2) í a.m.k. sex mánuði á síðustu tólf mánuðum áður en barnið greindist með alvarlegan og langvinnan sjúkdóm eða alvarlega fötlun samkvæmt vottorði sérfræðings þeirrar sérhæfðu greiningar- og meðferðarstofnunar sem veitir barninu þjónustu, foreldri geri hlé á námi í a.m.k. eina önn í viðkomandi skóla til að annast barnið sem þarfnast sérstakrar umönnunar foreldris, svo sem vegna innlagnar á sjúkrahús og/eða meðferðar í heimahúsi, enda verði ekki annarri vistunarþjónustu á vegum opinberra aðila við komið, foreldri hafi átt lögheimili hér á landi síðustu tólf mánuði áður en barn greindist með alvarlegan og langvinnan sjúkdóm eða alvarlega fötlun og foreldri og barn eigi lögheimili hér á landi þann tíma sem greiðslur eru inntar af hendi.

Réttur foreldris til greiðslna skv. 1. og 3. mgr. er bundinn því að það fari sjálft með forsjá barnsins eða hafi sameiginlega forsjá ásamt hinu foreldri þess þegar barn greinist með alvarlegan og langvinnan sjúkdóm eða alvarlega fötlun.

Forsjárlaust foreldri á rétt til greiðslna [skv. 1. mgr.]
2) liggi fyrir samþykki þess foreldris sem fer með forsjána fyrir því að forsjárlausa foreldrið annist barnið þann tíma sem greiðslur standa yfir. [Maki eða sambúðarmaki foreldris sem fer með forsjána getur átt rétt til greiðslna skv. 1. mgr. liggi fyrir samþykki beggja kynforeldra barns enda hafi hjónaband eða skráð sambúð staðið yfir lengur en eitt ár.]
3) Í tilvikum þegar annars kynforeldra nýtur sannanlega ekki við er samþykki þess foreldris sem fer með forsjána nægjanlegt.

[Foreldrar geta ákveðið hvernig þeir skipta réttinum til greiðslna sín á milli fullnægi báðir foreldrar skilyrðum laganna. Foreldrar barna eiga þó ekki rétt á greiðslum samkvæmt lögum þessum fyrir sama tímabil. Þó er heimilt að veita undanþágu frá 2. málsl. þegar barn nýtur líknandi meðferðar og foreldrar hafa ekki nýtt sér rétt sinn að fullu samkvæmt ákvæði þessu.]
2)

[Andist langveikt eða alvarlega fatlað barn er heimilt að halda greiðslum sem foreldri hefði ella átt rétt á áfram í allt að einn mánuð frá andláti barns enda sé því tímabili sem framkvæmdaraðili hafði áður ákveðið skv. 1. mgr. ekki lokið.]
2)

[[Ráðherra]
4) er heimilt að kveða í reglugerð nánar á um rétt foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna til greiðslna samkvæmt ákvæði þessu.]
2)
1)L. 158/2007, 7. gr. 2)L. 158/2007, 11. gr. 3)L. 65/2010, 35. gr. 4)L. 162/2010, 31. gr.
[15. gr.]1)
Undanþágur frá skilyrðum fyrir réttindum foreldra í námi.

Heimilt er að veita undanþágu frá lögheimilisskilyrði 2. mgr. [14. gr.]
2) hafi foreldri flutt lögheimili sitt tímabundið vegna náms erlendis eftir að hafa átt lögheimili hér á landi samfellt í a.m.k. fimm ár fyrir flutning og flytur aftur hingað til lands þegar barnið greinist með alvarlegan og langvinnan sjúkdóm eða alvarlega fötlun.

Þrátt fyrir skilyrði 2. mgr. [14. gr.]
2) um samfellt nám í a.m.k. sex mánuði á síðustu tólf mánuðum áður en barnið greindist með alvarlegan og langvinnan sjúkdóm eða alvarlega fötlun samkvæmt vottorði sérfræðings þess getur foreldri átt rétt á greiðslum skv. [14. gr.]
2) hafi foreldri verið í samfelldu starfi í a.m.k. sex mánuði á innlendum vinnumarkaði fram til þess að námið hófst. Hið sama á við hafi foreldri lokið a.m.k. einnar annar námi, sbr. [f-lið 3. gr.],
2) og hafi síðan verið samfellt á vinnumarkaði. Skilyrði er að nám og starf hafi verið samfellt í a.m.k. sex mánuði.
1)L. 158/2007, 7. gr. 2)L. 158/2007, 12. gr.
[16. gr.]1)
Tilhögun greiðslna til foreldra í námi.

[Greiðsla til foreldris skv. 14. gr. skal nema 130.000 kr. á mánuði.]
2)

[Greiðslur til foreldris reiknast frá og með þeim degi er fjórtán virkir dagar eru liðnir frá því að barn greindist með alvarlegan og langvinnan sjúkdóm eða alvarlega fötlun samkvæmt læknisvottorði, sbr. 14. gr.]
2) Þær skulu inntar af hendi eftir á þegar önn viðkomandi skóla er lokið og staðfest er að foreldri hafi gert hlé á námi vegna veikinda eða fötlunar barns þess. Foreldri skal leggja fram vottorð skóla um að það hafi gert hlé á námi. Foreldri getur þó óskað eftir að greiðslur miðist við síðara tímamark en um getur í 1. málsl. þegar sjúkdómur eða fötlun barns er þess eðlis að foreldri getur haldið áfram námi en þarf að gera hlé á náminu síðar til að annast barn sitt vegna þróunar sjúkdóms barnsins eða fötlunar.

Fjárhæð greiðslna skv. 1. mgr. kemur til endurskoðunar við afgreiðslu fjárlaga ár hvert með tilliti til þróunar launa, verðlags og efnahagsmála. Þá er [ráðherra]
3) heimilt, að fengnu samþykki ríkisstjórnar, að breyta fjárhæðinni til hækkunar ef verulegar breytingar verða á launaþróun og þjóðhagsforsendum frá afgreiðslu fjárlaga. Þegar framangreind skilyrði leiða til hækkunar á fjárhæð greiðslna skal [ráðherra]
3) breyta fjárhæðinni í reglugerð.
4)

[Þegar greiðslur skv. 1. mgr. reynast lægri en greiðslur skv. IV. kafla getur foreldri sótt um þær greiðslur án þess að sækja fyrst um greiðslur samkvæmt ákvæði þessu að öðrum skilyrðum IV. kafla uppfylltum.]
2)

Greiðslur frá öðrum aðilum til foreldris fyrir sama tímabil skulu koma til frádráttar [greiðslum samkvæmt ákvæði þessu].
2) Umönnunargreiðslur sem ætlað er að mæta útlögðum kostnaði vegna veikinda eða fötlunar barns skulu ekki koma til frádráttar greiðslum samkvæmt lögum þessum.
1)L. 158/2007, 7. gr. 2)L. 158/2007, 13. gr. 3)L. 162/2010, 31. gr. 4)Rg. 1197/2008. Rg. 1100/2009. Rg. 1203/2018.
[17. gr.
Mat á lengd greiðslutímabils foreldra.

Við mat á því í hversu langan tíma foreldrar eiga sameiginlegan rétt til greiðslna skv. 8. eða 14. gr. skal framkvæmdaraðili líta heildstætt á aðstæður fjölskyldunnar við þær bráðaaðstæður sem upp komu þegar barn greindist með alvarlegan og langvinnan sjúkdóm eða alvarlega fötlun. Miða skal við aðstæður fjölskyldunnar þegar óskað er eftir að greiðslur hefjist og skal þá meðal annars litið til sjúkdóms- eða fötlunarstigs barns, sbr. 26. og 27. gr., umfangs þjónustu greiningar- og meðferðarstofnunar, umönnunarþarfar samkvæmt vottorði sérfræðings þeirrar greiningar- og meðferðarstofnunar sem veitir barninu þjónustu, sbr. einnig 25. gr., og þeirrar vistunarþjónustu sem í boði er á vegum opinberra aðila.]
1)
1)L. 158/2007, 14. gr.
[18. gr.
Framlenging á greiðslutímabili.

Foreldri barns sem fellur undir 1. eða 2. sjúkdóms- eða fötlunarstig, sbr. 26. og 27. gr., getur átt sameiginlegan rétt með hinu foreldri barnsins til framlengingar á greiðslutímabili um allt að þrjá mánuði skv. 3. mgr. 8. gr. Við mat á því hvort foreldrar eigi rétt til framlengingar og í hversu langan tíma skal framkvæmdaraðili líta heildstætt á aðstæður fjölskyldunnar skv. 17. gr. sem og til lengdar vistunar á sjúkrahúsi, hjúkrunar í heimahúsi, yfirsetu foreldris og hversu tíðar sjúkrahúsinnlagnir barnsins eru enda þarfnist barnið meðferðar í heimahúsi samhliða tíðum sjúkrahúsinnlögnum.]
1)
1)L. 158/2007, 15. gr.
[IV. kafli.
Almenn fjárhagsaðstoð.]1)
1)L. 158/2007, 17. gr.
[19. gr.
Skilyrði fyrir réttindum foreldra til grunngreiðslna.

Foreldri sem getur hvorki sinnt störfum utan heimilis né námi vegna þess að barn þess þarfnast verulegrar umönnunar vegna mjög alvarlegs og langvinns sjúkdóms eða fötlunar getur átt sameiginlegan rétt á grunngreiðslum skv. 20. gr. með hinu foreldri barnsins samkvæmt mati framkvæmdaraðila.

Foreldri getur átt rétt á grunngreiðslum skv. 1. mgr. hafi barn þess greinst með mjög alvarlegan og langvinnan sjúkdóm eða mjög alvarlega fötlun sem fellur undir 1. og 2. sjúkdóms- eða fötlunarstig skv. 26. og 27. gr. samkvæmt vottorði sérfræðings þeirrar sérhæfðu greiningar- og meðferðarstofnunar sem veitir barninu þjónustu, barn þarfnist sérstakrar umönnunar foreldris, svo sem vegna innlagnar á sjúkrahús og/eða meðferðar í heimahúsi, enda verði ekki annarri vistunarþjónustu á vegum opinberra aðila við komið, foreldri geti hvorki sinnt störfum utan heimilis né námi vegna verulegrar umönnunar barnsins og foreldri og barn eigi lögheimili hér á landi þann tíma sem greiðslur eru inntar af hendi.

Réttur foreldris til grunngreiðslna skv. 1. mgr. er bundinn því að það fari sjálft með forsjá barnsins eða hafi sameiginlega forsjá ásamt hinu foreldri þess þegar barn greinist með alvarlegan og langvinnan sjúkdóm eða alvarlega fötlun.

Forsjárlaust foreldri á rétt til grunngreiðslna skv. 1. mgr. liggi fyrir samþykki þess foreldris sem fer með forsjána um að forsjárlausa foreldrið annist barnið þann tíma sem greiðslur standa yfir. [Maki eða sambúðarmaki foreldris sem fer með forsjána getur átt rétt til greiðslna liggi fyrir samþykki beggja kynforeldra barns enda hafi hjónaband eða skráð sambúð staðið yfir lengur en eitt ár.]
1) Í tilvikum þegar annars kynforeldra nýtur sannanlega ekki við er samþykki þess foreldris sem fer með forsjána nægjanlegt.

Foreldrar geta ákveðið hvernig þeir skipta réttinum til grunngreiðslna skv. 1. mgr. sín á milli. Foreldrar barns eiga þó ekki rétt á greiðslum samkvæmt lögum þessum fyrir sama tímabil. Þó er heimilt að veita undanþágu frá ákvæði 2. málsl. í allt að þrjá mánuði þegar barn nýtur líknandi meðferðar. Foreldrar sem hafa nýtt sér undanþágu skv. 6. mgr. 8. gr. skemur en í þrjá mánuði geta átt rétt á greiðslum á sama tíma samkvæmt ákvæði þessu en þó ekki lengur en samtals í þrjá mánuði.

Réttur til grunngreiðslna samkvæmt ákvæði þessu fellur niður þegar foreldri uppfyllir ekki lengur skilyrði þessa kafla, sbr. þó 7. mgr., eða þegar barn þess nær átján ára aldri.

Andist langveikt eða alvarlega fatlað barn er heimilt að halda greiðslum samkvæmt ákvæði þessu sem foreldri hefði ella átt rétt á áfram í allt að þrjá mánuði frá andláti barns. Hið sama á við þegar barn nær bata eftir langvarandi veikindi sem staðið hafa yfir meira en tvö ár.

[Ráðherra]
2) er heimilt að kveða í reglugerð nánar á um rétt foreldra mjög alvarlega langveikra eða alvarlega fatlaðra barna til grunngreiðslna samkvæmt ákvæði þessu.]
3)
1)L. 65/2010, 36. gr. 2)L. 162/2010, 31. gr. 3)L. 158/2007, 17. gr.
[20. gr.
Tilhögun grunngreiðslna til foreldra.

Grunngreiðsla til foreldris skv. 1. mgr. 19. gr. skal nema 130.000 kr. á mánuði.

Grunngreiðslur til foreldris reiknast frá og með þeim degi er tekjutengdar greiðslur skv. 8. og 11. gr. falla niður eða greiðslur skv. 14. og 16. gr. hafi foreldri átt rétt á þeim. Greiðslur til foreldra utan vinnumarkaðar reiknast frá og með þeim degi er fjórtán virkir dagar eru liðnir frá því að barn greindist með mjög alvarlegan og langvinnan sjúkdóm eða mjög alvarlega fötlun samkvæmt læknisvottorði skv. 19. gr.

Grunngreiðslur skulu inntar af hendi eftir á, fyrir undanfarandi mánuð eða hluta úr mánuði, fimmtánda virka dag hvers mánaðar, enda hafi foreldri skilað inn nauðsynlegum gögnum til framkvæmdaraðila fyrir fimmta virka dag mánaðarins.

Fjárhæð grunngreiðslna skv. 1. mgr. kemur til endurskoðunar við afgreiðslu fjárlaga ár hvert með tilliti til þróunar launa, verðlags og efnahagsmála. Þá er [ráðherra]
1) heimilt, að fengnu samþykki ríkisstjórnar, að breyta fjárhæðinni til hækkunar ef verulegar breytingar verða á launaþróun og þjóðhagsforsendum frá afgreiðslu fjárlaga. Þegar framangreind skilyrði leiða til hækkunar á fjárhæð greiðslna skal [ráðherra]
1) breyta fjárhæðinni í reglugerð.
2)]
3)
1)L. 162/2010, 31. gr. 2)Rg. 1197/2008. Rg. 1100/2009. Rg. 1203/2018. 3)L. 158/2007, 17. gr.
[21. gr.
Greiðslur vegna framfærsluskyldu gagnvart börnum.

Foreldri sem á rétt á grunngreiðslum skv. 19. gr. og hefur framfærsluskyldu gagnvart börnum yngri en átján ára skal eiga rétt á barnagreiðslum að fjárhæð 18.284 kr. á mánuði með hverju barni frá upphafi tímabils skv. 20. gr.

Einstætt foreldri sem á rétt á grunngreiðslum skv. 19. gr. og hefur á framfæri tvö börn sín eða fleiri yngri en átján ára skal eiga rétt á sérstökum barnagreiðslum að fjárhæð 5.325 kr. vegna tveggja barna og 13.846 kr. vegna þriggja barna frá upphafi tímabils skv. 20. gr.

Heimilt er að skuldajafna kröfum Innheimtustofnunar sveitarfélaga um meðlög foreldris sem stofnuninni hefur verið falið að innheimta á móti greiðslum skv. 1. og 2. mgr.

Fjárhæðir greiðslna skv. 1. og 2. mgr. koma til endurskoðunar við afgreiðslu fjárlaga ár hvert með tilliti til þróunar launa, verðlags og efnahagsmála. Þá er [ráðherra]
1) heimilt, að fengnu samþykki ríkisstjórnar, að breyta fjárhæðinni til hækkunar ef verulegar breytingar verða á launaþróun og þjóðhagsforsendum frá afgreiðslu fjárlaga. Þegar framangreind skilyrði leiða til hækkunar á fjárhæð greiðslna skal [ráðherra]
1) breyta fjárhæðinni í reglugerð.
2)]
3)
1)L. 162/2010, 31. gr. 2)Rg. 1197/2008. Rg. 1100/2009. Rg. 1203/2018. 3)L. 158/2007, 17. gr.
[22. gr.
Frádráttur vegna tekna og annarra greiðslna.

Þegar samanlagðar grunngreiðslur skv. 19. gr., sbr. 20. gr., og tekjur foreldris og aðrar greiðslur, þar á meðal örorkulífeyrisgreiðslur úr almennum lífeyrissjóðum og séreignarsjóðum og fjármagnstekjur, eru hærri en sem nemur grunngreiðslum að viðbættu frítekjumarki skv. 2. mgr. skal skerða grunngreiðslur um helming þeirra tekna sem umfram eru. Eingöngu skal taka tillit til þeirra tekna sem foreldri hefur haft á þeim tíma er það nýtur grunngreiðslna skv. 19. gr., sbr. 20. gr. Umönnunargreiðslur sem ætlað er að mæta útlögðum kostnaði vegna veikinda eða fötlunar barns skulu ekki koma til frádráttar greiðslum samkvæmt lögum þessum.

Frítekjumarkið skal vera 52.000 kr. á mánuði. Fjárhæð frítekjumarksins kemur til endurskoðunar við afgreiðslu fjárlaga ár hvert með tilliti til þróunar launa, verðlags og efnahagsmála. Þá er [ráðherra]
1) heimilt, að fengnu samþykki ríkisstjórnar, að breyta fjárhæð frítekjumarksins til hækkunar ef verulegar breytingar verða á launaþróun og þjóðhagsforsendum frá afgreiðslu fjárlaga. Þegar áðurgreind skilyrði leiða til hækkunar á fjárhæð frítekjumarksins skal [ráðherra]
1) breyta fjárhæðinni með reglugerð.
2)]
3)
1)L. 162/2010, 31. gr. 2)Rg. 1197/2008. Rg. 1100/2009. Rg. 1203/2018. 3)L. 158/2007, 17. gr.
[23. gr.
Mat á lengd greiðslutímabils foreldra.

Við mat á því í hversu langan tíma foreldrar eiga sameiginlegan rétt til grunngreiðslna skv. 19. gr., sbr. einnig 20. gr., skal framkvæmdaraðili líta heildstætt á aðstæður fjölskyldunnar vegna mjög alvarlegra og langvinnra sjúkdóma eða fötlunar barnsins. Skal þá miða við aðstæður fjölskyldunnar þegar óskað er eftir að greiðslur hefjist en meðal annars skal litið til sjúkdóms- eða fötlunarstigs barns, sbr. 1. og 2. sjúkdóms- eða fötlunarstig skv. 26. og 27. gr., umfangs þjónustu greiningar- og meðferðarstofnunar, umönnunarþarfar samkvæmt vottorði sérfræðings þeirrar greiningar- og meðferðarstofnunar sem veitir barninu þjónustu, sbr. einnig 25. gr., og þeirrar vistunarþjónustu sem í boði er á vegum opinberra aðila. Skal enn fremur líta til lengdar vistunar á sjúkrahúsi, hjúkrunar í heimahúsi, yfirsetu foreldris og hversu tíðar sjúkrahúsinnlagnir barnsins eru enda þarfnist barnið meðferðar í heimahúsi samhliða tíðum sjúkrahúsinnlögnum.]
1)
1)L. 158/2007, 17. gr.
[24. gr.
Endurmat á réttindum foreldra til grunngreiðslna.

Framkvæmdaraðili skal endurmeta rétt foreldris til grunngreiðslna skv. 19. gr., sbr. einnig 20. gr., með reglubundnum hætti eftir því sem þörf krefur og eigi sjaldnar en árlega. Framkvæmdaraðili skal fara yfir hvort skilyrði 19. gr. séu enn uppfyllt og skal óska eftir vottorði sérfræðings þeirrar sérhæfðu greiningar- og meðferðarstofnunar sem veitir barninu þjónustu um greiningu, meðferð og umönnunarþörf barnsins, sbr. 25. gr. Enn fremur er framkvæmdaraðila heimilt að óska eftir umsögn frá öðrum aðilum vegna einstakra umsókna þegar ástæða er til að mati hans. Að öðru leyti vísast til matsins skv. 23. gr.]
1)
1)L. 158/2007, 17. gr.
[V. kafli.
Sameiginleg skilyrði.]1)
1)L. 158/2007, 18. gr.
[25. gr.
Umönnunarþörf barns.

Skilyrði fyrir greiðslum til foreldris skv. III. og IV. kafla er að langveikt eða alvarlega fatlað barn þess þarfnist sérstakrar umönnunar foreldris vegna sjúkdóms eða fötlunar sem fellur undir sjúkdómsstig skv. 26. gr. eða fötlunarstig skv. 27. gr. Miða skal við að foreldri geti ekki verið virkur þátttakandi á vinnumarkaði vegna umönnunarinnar meðan greiðslur standa yfir enda verði annarri vistunarþjónustu á vegum opinberra aðila, svo sem hjá leikskólum, dagvistunarþjónustu eða skammtímavistun fyrir fatlaða, ekki við komið. Sama á við um foreldra í námi, sbr. f-lið 3. gr., en miða skal við að foreldri geti ekki stundað nám sitt vegna umönnunarinnar þann tíma er greiðslur skv. 14. gr., sbr. 16. gr., koma fyrir. Þegar kemur að framlengingu tekjutengdra greiðslna skv. 3. mgr. 8. gr. eða almennrar fjárhagsaðstoðar skv. IV. kafla skal jafnframt miða við að umönnunin sem barn þarfnast vegna mjög alvarlegs og langvinns sjúkdóms eða fötlunar sé veruleg.]
1)
1)L. 158/2007, 18. gr.
[26. gr.
Sjúkdómsstig.

Foreldri getur átt rétt á greiðslum skv. III. eða IV. kafla þegar barn þess hefur greinst með alvarlegan og langvinnan sjúkdóm sem fellur undir eitthvert eftirfarandi sjúkdómsstiga, sbr. þó 3. mgr. 8. gr., sbr. einnig 18. gr., og 19. gr. Framkvæmdaraðili skal meta undir hvert eftirfarandi sjúkdómsstiga barn fellur:
1.
1. stig: Börn sem þurfa langvarandi vistun á sjúkrahúsi eða hjúkrun í heimahúsi og yfirsetu foreldris vegna alvarlegra og langvinnra sjúkdóma, til dæmis börn með illkynja sjúkdóma.
2.
2. stig: Börn sem þurfa tíðar sjúkrahúsinnlagnir og meðferð í heimahúsi vegna alvarlegra og langvinnra sjúkdóma, til dæmis alvarlegra hjartasjúkdóma og alvarlegra nýrna-, lungna- eða lifrarsjúkdóma, sem krefjast ónæmisbælandi meðferðar.
3.
3. stig: Börn sem þurfa innlagnir á sjúkrahús og meðferð í heimahúsi vegna alvarlegra og langvinnra sjúkdóma, til dæmis börn með alvarlega bæklunarsjúkdóma, innkirtla- og efnaskiptasjúkdóma, meltingarfærasjúkdóma og geðsjúkdóma.

Við mat skv. 1. mgr. skal miða við að um sé að ræða langvinnan sjúkdóm sem líklegt er að vari í a.m.k. þrjá mánuði.

Við meðferð umsóknar um framlengingu á réttindum foreldra skv. 3. mgr. 8. gr., sbr. einnig 18. gr., eða umsóknar um grunngreiðslur skv. 19. gr. þegar greiðslur skv. III. kafla koma ekki lengur til, skal mat skv. 1. mgr. endurtekið þegar ástæða þykir til.]
1)
1)L. 158/2007, 18. gr.
[27. gr.
Fötlunarstig.

Foreldri getur átt rétt á greiðslum skv. III. eða IV. kafla þegar barn þess greinist með alvarlega fötlun sem fellur undir eitthvert eftirfarandi fötlunarstiga, sbr. þó 3. mgr. 8. gr., sbr. einnig 18. gr., og 19. gr. Framkvæmdaraðili skal meta undir hvert eftirfarandi fötlunarstiga barn fellur:
1.
1. stig: Börn sem vegna alvarlegrar fötlunar eru algjörlega háð öðrum með hreyfifærni eða flestar athafnir daglegs lífs.
2.
2. stig: Börn sem vegna alvarlegrar fötlunar þurfa mjög víðtæka aðstoð og nær stöðuga gæslu í daglegu lífi, til dæmis vegna alvarlegrar þroskahömlunar eða alvarlegrar einhverfu.
3.
3. stig: Börn sem vegna alvarlegrar fötlunar þurfa töluverða aðstoð og gæslu í daglegu lífi, til dæmis vegna miðlungs þroskahömlunar, hreyfihömlunar sem krefst notkunar hjólastóls eða verulegrar einhverfu.

Við meðferð umsóknar um framlengingu á réttindum foreldra skv. 3. mgr. 8. gr., sbr. einnig 18. gr., eða umsóknar um grunngreiðslur skv. 19. gr. þegar greiðslur skv. III. kafla koma ekki lengur til, skal mat skv. 1. mgr. endurtekið þegar ástæða þykir til.]
1)
1)L. 158/2007, 18. gr.
[28. gr.
Barn greinist aftur með alvarlegan og langvinnan sjúkdóm.

Foreldri barns sem greinist aftur með alvarlegan og langvinnan sjúkdóm eftir að hafa náð bata getur átt sameiginlegan rétt á greiðslum skv. III. kafla með hinu foreldri barnsins enda hafi foreldri verið samfellt í sex mánuði á innlendum vinnumarkaði eða stundað nám í jafnlangan tíma. Hið sama getur átt við þegar ástand barns versnar vegna sjúkdóms eða fötlunar. Að öðru leyti gilda skilyrði 8. og 14. gr. eftir því sem við á.

Foreldri barns sem greinist aftur með alvarlegan og langvinnan sjúkdóm eftir að hafa náð bata sem fullnægir ekki skilyrðum 1. mgr. um samfellt starf eða nám getur átt sameiginlegan rétt á greiðslum skv. IV. kafla með hinu foreldri barnsins. Hið sama getur átt við þegar ástand barns versnar vegna sjúkdóms eða fötlunar. Að öðru leyti gilda skilyrði 19. gr.

Foreldrar geta átt rétt á greiðslum samkvæmt lögum þessum þegar annað barn þeirra greinist með alvarlegan og langvinnan sjúkdóm eða alvarlega fötlun enda þótt foreldrarnir hafi áður fengið greiðslur vegna annars barns. Foreldrar geta þó einungis fengið greitt vegna eins barns í einu.]
1)
1)L. 158/2007, 18. gr.
[VI. kafli.]1)
Ýmis ákvæði.
1)L. 158/2007, 18. gr.
[29. gr.]1)
Ósamrýmanleg réttindi.

Foreldri sem fær atvinnuleysisbætur samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar á ekki rétt á greiðslum samkvæmt lögum þessum fyrir sama tímabil. Sama á við um foreldri sem fær lífeyrisgreiðslur samkvæmt lögum um almannatryggingar.

[Þegar barn greinist með alvarlegan og langvinnan sjúkdóm eða alvarlega fötlun meðan foreldrar þess eru í fæðingarorlofi eða fá greiddan fæðingarstyrk samkvæmt lögum um fæðingar- og foreldraorlof öðlast foreldrarnir ekki jafnframt rétt á greiðslum skv. III. eða IV. kafla laga þessara vegna sama barns á þeim tíma. Foreldrar skv. 1. málsl. sem eiga rétt á framlengingu á fæðingarorlofi eða greiðslu fæðingarstyrks vegna veikinda eða fötlunar barnsins öðlast jafnframt ekki rétt til greiðslna skv. III. kafla laga þessara þegar fæðingarorlofi eða greiðslu fæðingarstyrks lýkur en þeir geta þá átt rétt á greiðslum skv. IV. kafla laganna að öðrum skilyrðum laganna uppfylltum. Foreldrar skv. 2. málsl. geta síðar átt rétt á greiðslum skv. III. kafla laganna þegar skilyrði 28. gr. laganna eiga við.]
2)
1)L. 158/2007, 18. gr. 2)L. 158/2007, 19. gr.
[30. gr.]1)
Skuldajöfnuður.

Hafi foreldri fengið hærri greiðslur en því bar samkvæmt lögum þessum er heimilt að skuldajafna ofgreiddum greiðslum á móti inneign foreldris vegna ofgreiddra skatta, barnabóta og vaxtabóta samkvæmt
lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt. [Ráðherra er fer með tekjuöflun ríkisins]
2) skal setja í reglugerð nánari reglur um skuldajöfnun og forgangsröð.

Um innheimtu ofgreidds fjár samkvæmt lögum þessum fer skv.
111. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. [Ráðherra]
3) getur þó falið sérstökum innheimtuaðila að annast innheimtu.
1)L. 158/2007, 18. gr. 2)L. 126/2011, 415. gr. 3)L. 162/2010, 31. gr.
[31. gr.]1)
Reglugerðarheimild.

[Ráðherra]
2) er heimilt að setja reglugerð
3) um nánari framkvæmd laga þessara.
1)L. 158/2007, 18. gr. 2)L. 162/2010, 31. gr. 3)Rg. 1277/2007. Rg. 1197/2008. Rg. 1100/2009. Rg. 1072/2018. Rg. 1203/2018.
[32. gr.]1)
Gildistaka.

Lög þessi skulu öðlast gildi 1. júlí 2006, sbr. þó 2.–4. mgr. Ákvæði laganna eiga við um börn sem greinast með alvarlega og langvinna sjúkdóma eða alvarlega fötlun 1. janúar 2006 eða síðar. Ákvæði 1. mgr. 15. gr. getur þó átt við þegar barn hefur greinst í fyrsta skipti fyrir 1. janúar 2006.

Þrátt fyrir efni III. kafla skal sameiginlegur réttur foreldra til greiðslna þegar börn þeirra greinast með alvarlega og langvinna sjúkdóma eða alvarlega fötlun á árinu 2006 vera allt að einn mánuður. Heimilt er að framlengja sameiginlegan rétt foreldra til greiðslna um allt að tvo mánuði þegar skilyrði fyrir framlengingu á rétti foreldra til greiðslna eiga við vegna sömu barna, sbr. 3. mgr. 8. gr. og 3. mgr. 12. gr.

Þrátt fyrir efni III. kafla skal sameiginlegur réttur foreldra til greiðslna þegar börn þeirra greinast með alvarlega og langvinna sjúkdóma eða alvarlega fötlun á árinu 2007 vera allt að tveir mánuðir. Heimilt er að framlengja sameiginlegan rétt foreldra til greiðslna um allt að fjóra mánuði þegar skilyrði fyrir framlengingu á rétti foreldra til greiðslna eiga við vegna sömu barna, sbr. 3. mgr. 8. gr. og 3. mgr. 12. gr.

Lögin koma að fullu til framkvæmda vegna barna sem greinast með alvarlega og langvinna sjúkdóma eða alvarlega fötlun 1. janúar 2008 eða síðar. Sama á við um aðstæður skv. 1. mgr. 15. gr. enda þótt börnin hafi greinst í fyrsta skipti fyrir 1. janúar 2008.
1)L. 158/2007, 18. gr.
[33. gr.]1)
…
1)L. 158/2007, 18. gr.