Aðrar útgáfur af skjalinu:
PDF
Word Perfect.
Þingskjal 638, 150. löggjafarþing 3. mál: tekjuskattur og staðgreiðsla opinberra gjalda (tekjuskattur einstaklinga, barnabætur, persónuafsláttur).
Lög nr. 132 12. desember 2019.
I. KAFLI
Breyting á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, með síðari breytingum.
a. (I.)
Þrátt fyrir ákvæði 1.–4. tölul. 1. mgr. 66. gr. skal tekjuskattur reiknast með eftirfarandi hætti við staðgreiðslu á árinu 2020 og álagningu tekjuskatts á árinu 2021 vegna tekna ársins 2020:
b. (II.)
Þrátt fyrir ákvæði 2. málsl. 1. mgr. A-liðar 67. gr. skal fjárhæð persónuafsláttar manna sem um ræðir í 1. mgr. 66. gr., og fundinn er samkvæmt ákvæðinu, í upphafi staðgreiðsluáranna 2020 og 2021 og við álagningu opinberra gjalda á árunum 2021 og 2022, taka breytingu í réttu hlutfalli við margfeldi tveggja stærða:
II. KAFLI
Breyting á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987, með síðari breytingum.
Þrátt fyrir ákvæði a–c-liðar 1. mgr. 9. gr. skal innheimtuhlutfall vera með eftirfarandi hætti í staðgreiðslu 2020 á tekjur á mánuði hjá þeim launamönnum sem eru skattskyldir skv. 1. gr. og 1. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga um tekjuskatt:
Þrátt fyrir 1. mgr. öðlast ákvæði 2. gr. þegar gildi og kemur til framkvæmda við ákvörðun barnabóta í fyrirframgreiðslu og við álagningu opinberra gjalda á árinu 2020.
Þingskjal 638, 150. löggjafarþing 3. mál: tekjuskattur og staðgreiðsla opinberra gjalda (tekjuskattur einstaklinga, barnabætur, persónuafsláttur).
Lög nr. 132 12. desember 2019.
Lög um breytingu á lögum um tekjuskatt og lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda (tekjuskattur einstaklinga, barnabætur, persónuafsláttur).
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 66. gr. laganna:- Í stað „8.400.000 kr.“ og „22,5%“ í 1. tölul. kemur: 3.962.699 kr.; og: 17%.
- 2. tölul. orðast svo: Af næstu 7.162.346 kr. reiknast 23,5% tekjuskattur.
- Í stað „8.400.000 kr.“ í 3. tölul. kemur: 11.125.045 kr.
- 4. tölul. orðast svo: Sé tekjuskattsstofn annars samskattaðs aðila hærri en 11.125.045 kr. skal það sem umfram er skattlagt með 23,5% skatthlutfalli allt að helmingi þeirrar fjárhæðar sem tekjuskattsstofn þess tekjulægri er undir 11.125.045 kr., þó reiknast 23,5% skatthlutfall aldrei af hærri fjárhæð en 3.581.173 kr. við þessar aðstæður.
- Orðin „og 5. mgr.“ í 6. tölul. falla brott.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 4. mgr. A-liðar 68. gr. laganna:- Í stað „7.200.000 kr.“ og „3.600.000 kr.“ í 1. tölul. kemur: 7.800.000 kr.; og: 3.900.000 kr.
- Í stað „7.200.000 kr.“ og „3.600.000 kr.“ í lokamálslið kemur: 7.800.000 kr.; og: 3.900.000 kr.
3. gr.
Í stað orðanna „ársins 2019“ og „ársins 2018“ í ákvæði til bráðabirgða LIX í lögunum kemur: áranna 2019, 2020 og 2021; og: áranna 2018, 2019 og 2020.4. gr.
Við lögin bætast tvö ný ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:a. (I.)
Þrátt fyrir ákvæði 1.–4. tölul. 1. mgr. 66. gr. skal tekjuskattur reiknast með eftirfarandi hætti við staðgreiðslu á árinu 2020 og álagningu tekjuskatts á árinu 2021 vegna tekna ársins 2020:
- Af tekjuskattsstofni að 3.962.699 kr. reiknast 20,6% tekjuskattur.
- Af næstu 7.162.346 kr. reiknast 22,75% tekjuskattur.
- Af því sem er umfram 11.125.045 kr. reiknast 31,8% tekjuskattur.
- Sé tekjuskattsstofn annars samskattaðs aðila hærri en 11.125.045 kr. skal það sem umfram er skattlagt með 22,75% skatthlutfalli allt að helmingi þeirrar fjárhæðar sem tekjuskattsstofn þess tekjulægri er undir 11.125.045 kr., þó reiknast 22,75% skatthlutfall aldrei af hærri fjárhæð en 3.581.173 kr. við þessar aðstæður.
b. (II.)
Þrátt fyrir ákvæði 2. málsl. 1. mgr. A-liðar 67. gr. skal fjárhæð persónuafsláttar manna sem um ræðir í 1. mgr. 66. gr., og fundinn er samkvæmt ákvæðinu, í upphafi staðgreiðsluáranna 2020 og 2021 og við álagningu opinberra gjalda á árunum 2021 og 2022, taka breytingu í réttu hlutfalli við margfeldi tveggja stærða:
- hlutfallsbreytingar vísitölu neysluverðs milli upphafs og loka næstliðins tólf mánaða tímabils og
- hlutfalls nýrrar grunnprósentu tekjuskatts einstaklinga, að útsvarsprósentu meðtalinni, af grunnprósentu tekjuskatts einstaklinga árið áður, að útsvarsprósentu meðtalinni.
5. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 9. gr. laganna:- Í stað „0–700.000 kr.“ og „22,5%“ í a-lið kemur: 0–330.225 kr.; og: 17%.
- B-liður orðast svo: á tekjur á bilinu 330.226–927.087 kr. á mánuði 23,5% að viðbættu útsvari.
- Í stað „700.000 kr.“ í c-lið kemur: 927.087 kr.
6. gr.
Í stað „8.400.000 kr.“ í 2. málsl. 1. mgr. 18. gr. laganna kemur: 11.125.045 kr.7. gr.
Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:Þrátt fyrir ákvæði a–c-liðar 1. mgr. 9. gr. skal innheimtuhlutfall vera með eftirfarandi hætti í staðgreiðslu 2020 á tekjur á mánuði hjá þeim launamönnum sem eru skattskyldir skv. 1. gr. og 1. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga um tekjuskatt:
- á tekjur á bilinu 0–330.225 kr. á mánuði 20,6% að viðbættu útsvari,
- á tekjur á bilinu 330.226–927.087 kr. á mánuði 22,75% að viðbættu útsvari,
- á tekjur yfir 927.087 kr. á mánuði 31,8% að viðbættu útsvari.
8. gr.
Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2020.Þrátt fyrir 1. mgr. öðlast ákvæði 2. gr. þegar gildi og kemur til framkvæmda við ákvörðun barnabóta í fyrirframgreiðslu og við álagningu opinberra gjalda á árinu 2020.
Samþykkt á Alþingi 4. desember 2019.