Ferill 318. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 776  —  318. mál.
3. umræða.Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði matvæla (einföldun regluverks og EES-reglur).

Frá Ásmundi Friðrikssyni.


     1.      Við 17. gr.
                  a.      Í stað orðsins „Matvælastofnunar“ í 1. málsl. 1. efnismgr. komi: opinbers eftirlitsaðila.
                  b.      Í stað orðsins „Matvælastofnun“ í 2. málsl. 1. efnismgr. og í 3. efnismgr. komi: Opinber eftirlitsaðili.
                  c.      Í stað orðanna „ef stofnunin telur þörf á“ í 2. málsl. 1. efnismgr. komi: ef þörf er talin á.
     2.      40. gr. orðist svo:
                      Lög þessi öðlast gildi 21. desember 2019. Frá sama tíma falla úr gildi lög um sjávarafurðir, nr. 55/1998, og lög um slátrun og sláturafurðir, nr. 96/1997.