Eldri útgáfa lagasafns

Lagasafn.  Íslensk lög 20. september 2019.  Útgáfa 149c.  Prenta í tveimur dálkum.


[Lög um sjávarafurðir]1)

1998 nr. 55 10. júní


    1)L. 143/2009, 64. gr.
Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 18. júní 1998, sjá þó 34. gr. EES-samningurinn: I. viðauki tilskipun 91/492/EBE, 91/493/EBE og 92/48/EBE. Breytt með: L. 121/1998 (tóku gildi 30. okt. 1998; EES-samningurinn). L. 134/1998 (tóku gildi 30. des. 1998 nema a-liður 2. gr. sem tók gildi 1. apríl 1999; EES-samningurinn: I. viðauki tilskipun 90/425/EBE og 91/496/EBE). L. 115/1999 (tóku gildi 30. des. 1999; EES-samningurinn: I. viðauki tilskipun 85/73/EBE, 90/425/EBE og 91/493/EBE). L. 91/2000 (tóku gildi 6. júní 2000; EES-samningurinn: I. viðauki tilskipun 91/493/EBE og 92/48/EBE). L. 79/2001 (tóku gildi 15. júní 2001; EES-samningurinn: I. viðauki tilskipun 90/425/EBE og 91/496/EBE). L. 40/2004 (tóku gildi 26. maí 2004). L. 167/2007 (tóku gildi 1. jan. 2008). L. 88/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009 nema brbákv. VII sem tók gildi 21. júní 2008). L. 143/2009 (tóku gildi 1. mars 2010 nema II.–IV. kafli sem tóku gildi 1. nóv. 2011 (utan 43. gr. í IV. kafla sem tók gildi 1. mars 2010) og 54. og 55. gr. og 9. efnismgr. 63. gr. sem tóku gildi 1. mars 2011; EES-samningurinn: I. og II. viðauki reglugerð 178/2002). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011). L. 71/2019 (tóku gildi 5. júlí 2019).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

I. kafli. Almenn ákvæði.
1. gr.
Tilgangur laga þessara er að tryggja neytendum að íslenskar sjávarafurðir séu heilnæmar, standist settar kröfur um gæði, séu unnar við fullnægjandi hreinlætisaðstæður og að merkingar og upplýsingar um þær séu fullnægjandi.
2. gr.
Samkvæmt lögum þessum telst:
    Sjávarafli: Öll sjávardýr önnur en spendýr, þar með talin skrápdýr, liðdýr og lindýr.
   [ Fiskafurðir: Matvæli sem unnin eru að öllu leyti eða að hluta úr sjávarafla og hafbeitar-, vatna- og eldisfiski.
    Sjávarafurðir: Sjávarafli og fiskafurðir eins og skilgreint er hér að framan.] 1)
Í lögum þessum er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:
    Dreifing: Hvers konar flutningur, framboð og afhending, þar með talinn innflutningur, útflutningur, sala og geymsla.
    Eldisfiskur: Öll lagardýr sem klakist hafa út eða verið alin við stýrðar aðstæður eða afurðir unnar úr þeim. Sjávar- eða ferskvatnsfiskar, skrápdýr, liðdýr, lindýr og aðrir hryggleysingjar, sem teknir eru úr náttúrulegu umhverfi sínu og aldir þangað til þeir hafa náð æskilegri sölustærð til manneldis, teljast einnig til eldisfiska. Fiskar, skrápdýr, liðdýr, lindýr og aðrir hryggleysingjar, sem náð hafa sölustærð, teknir hafa verið úr náttúrulegu umhverfi sínu og haldið lifandi til sölu síðar, teljast ekki til eldisfiska ef þeim er aðeins haldið lifandi án þess að reynt sé að auka við stærð þeirra eða þyngd.
    Eldisafurðir: Heill eldisfiskur eins og honum er dreift til neyslu eða afurðir unnar úr honum.
    Fiskmarkaður: Uppboðs- eða heildsölumarkaður fyrir sjávarafla.
    Flutningatæki: Þeir hlutar vélknúinna ökutækja, járnbrautarvagna eða loftfara sem ætlaðir eru fyrir vörur, svo sem lestir skipa og gámar til vöruflutninga á landi, sjó eða í lofti.
    Hollustuhættir: Allar ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að tryggja öryggi og hollustu sjávarafurða.
    Hreinn sjór: Sjór eða sjóblandað vatn sem ekki er mengað örverugróðri, hættulegum efnum og/eða eitruðu sjávarsvifi að því marki að það geti spillt heilnæmi fiskafurða og sem notað er við þau skilyrði sem kveðið er á um í lögum þessum.
   [ Neysluvatn: Vatn í upphaflegu ástandi eða eftir meðhöndlun, án tillits til uppruna þess og hvort sem það kemur úr dreifikerfi, tönkum, flöskum eða öðrum ílátum og er ætlað til neyslu, eða matargerðar, einnig allt vatn sem notað er í matvælafyrirtækjum, nema unnt sé að sýna fram á að gæði þess vatns sem notað er hafi ekki áhrif á heilnæmi framleiðslunnar.] 1)
    Pökkun: Sú aðgerð að vernda fiskafurðir með umbúðum, ílátum eða öðrum viðeigandi umbúnaði.
   [ Smásala: Meðhöndlun og/eða vinnsla sjávarafurða og geymsla þeirra á staðnum þar sem þær eru seldar eða afhentar neytanda, þ.m.t. dreifingarstöðvar, matsölufyrirtæki, mötuneyti starfsfólks, veitingahús og önnur samsvarandi matarþjónusta ásamt verslunum, dreifingarstöðvum stórmarkaða og heildsölumörkuðum.
    Stjórnandi: Einstaklingur eða lögaðili sem er ábyrgur fyrir því að farið sé að kröfum samkvæmt lögum og stjórnvaldsreglum í fyrirtækjum sem annast meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða undir hans stjórn.] 1)
    Vinnsluskip: Skip þar sem sjávarafli er unninn um borð, honum pakkað og hann hefur verið flakaður, flattur, sneiddur, roðdreginn, hakkaður, frystur eða verkaður á annan hátt. [Fiskiskip þar sem aðeins fer fram frysting um borð á heilum eða hausskornum fiski, heilfrysting rækju eða suða á rækju og skelfiski teljast ekki vinnsluskip í skilningi laga þessara.] 2)
    Vinnslustöð: Hver sú aðstaða þar sem sjávarafurðir eru tilreiddar, verkaðar, unnar, kældar, frystar, pakkaðar eða geymdar. Fiskmarkaðir sem aðeins selja sjávarafla í heildsölu teljast ekki vinnslustöð.
    1)L. 143/2009, 47. gr. 2)L. 134/1998, 1. gr.
3. gr.
[Lög þessi gilda um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða og einnig um eftirlit með slátrun, vinnslu, pökkun og dreifingu hafbeitar-, vatna- og eldisfisks.] 1)
Lögin taka ekki til smásöluverslunar innan lands.
    1)L. 40/2004, 1. gr.
4. gr.
[Matvælastofnun] 1) annast framkvæmd laga þessara og reglna settra með stoð í þeim.
    1)L. 167/2007, 51. gr.
[4. gr. a.
Lög nr. 93/1995, um matvæli, gilda um sjávarafurðir. Sama á við um reglugerðir sem settar eru með heimild í þeim lögum.] 1)
    1)L. 143/2009, 48. gr.

II. kafli. Opinberar kröfur.
5. gr.
Sjávarafurðir, sem ætlaðar eru til manneldis, skulu vera heilnæmar og ómengaðar.
Meðferð, vinnsla og dreifing sjávarafurða skal vera í samræmi við góða framleiðslu- og hollustuhætti.
Starfsfólk skal gæta fyllsta hreinlætis og skulu öll svæði, búnaður, ílát, áhöld, geymslur og flutningatæki eða annað er kemst í snertingu við sjávarafurðir þrifið og ef við á gerileytt svo að þær mengist ekki.
Meðferð og dreifingu sjávarafurða skal hagað í samræmi við eðli þeirra og eiginleika.
Halda ber sjávarafurðum við hitastig í samræmi við eðli þeirra, geymslu- og verkunaraðferðir.
Ráðherra setur frekari reglur 1) um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða sem skulu tryggja heilnæmi og gæði þeirra.
    1)Rg. 104/2010, sbr. 528/2012.
6. gr.
Hönnun og búnaður skipa, vinnslustöðva, fiskmarkaða, íláta, áhalda, geymslna og flutningatækja og annars er kemst í snertingu við sjávarafurðir skal vera með þeim hætti að þrif og gerileyðing, þar sem við á, séu auðveld og unnt að gæta fyllsta hreinlætis svo sjávarafurðir mengist ekki eða gæði þeirra spillist.
Ráðherra skal setja nánari reglur um hönnun og búnað skv. 1. mgr., þar með talið um kæli- eða frystibúnað, fiskmóttöku, vinnslusvæði, hreinlætisaðstöðu og aðbúnað fyrir starfsfólk og eftirlitsaðila.
7. gr.
Í sjávarafurðir til neyslu innan lands og til sölu á Evrópska efnahagsvæðinu má einungis nota þau aukefni og í því magni sem [lög og stjórnvaldsreglur] 1) leyfa. Í sjávarafurðir sem ætlaðar eru til útflutnings til annarra landa má einungis nota þau aukefni og í því magni sem leyft er í viðkomandi markaðslandi.
Ílát, umbúðir og aðrir fletir sem sjávarafurðir koma í snertingu við skulu vera úr efnum sem samþykkt eru [í lögum og stjórnvaldsreglum]. 1)
Óheimilt er að nota til þrifa og gerileyðingar önnur efni en þau sem [heimiluð eru í lögum og stjórnvaldsreglum]. 1)
Ráðherra getur með reglugerð sett nánari ákvæði um notkun hvers kyns efna sem komist gætu í snertingu við sjávarafurðir
    1)L. 143/2009, 49. gr.
8. gr.
Nota skal neysluvatn eða hreinan sjó til þvotta, þrifa, ísframleiðslu og við vinnslu sjávarafurða.
9. gr.
1)
[Ráðuneytið] 2) getur bannað meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafla af hafsvæðum sem talin eru menguð.
Ráðherra setur reglur um efni þessarar greinar, þar á meðal um leyfilegt hámark gerla, niðurbrotsefna og mengandi efna í sjávarafurðum.
    1)L. 143/2009, 50. gr. 2)L. 126/2011, 267. gr.
10. gr.
Sjávarafurðum skal pakkað við fullnægjandi hreinlæti til að komið verði í veg fyrir mengun afurðanna. Umbúðir og annað sem líklegt er að komist í snertingu við fiskafurðirnar skal fullnægja öllum reglum um hollustuhætti og gæði. Ráðherra setur frekari reglur um pökkun sjávarafurða.
11. gr.
Sjávarafurðir skulu vera rétt og greinilega merktar þannig að þær upplýsingar, sem fram koma, séu ekki villandi. Á umbúðum skal koma fram nafn Íslands, óstytt eða skammstafað IS, og leyfisnúmer viðkomandi starfs- eða vinnsluleyfishafa þannig að unnt sé að rekja uppruna afurðanna til framleiðandans [og skulu merkingar að öðru leyti vera í samræmi við 13. gr. a laga um matvæli, nr. 93/1995, með síðari breytingum]. 1) Sé afurðin send ópökkuð skulu sömu upplýsingar koma fram í fylgiskjölum. Merkingar skulu að öðru leyti vera í samræmi við kröfur sem gerðar eru í viðkomandi markaðslandi.
    1)L. 143/2009, 51. gr.
12. gr.
Ákvæði laga þessara um vinnslu, dreifingu, pökkun og merkingar taka einnig til eldisafurða. Ráðherra getur sett frekari reglur þar um.
13. gr.
Óheimilt er að vinna, pakka eða dreifa sjávarafurðum og eldisafurðum sem ekki uppfylla settar kröfur um meðferð, flutning, geymslu, gæði, heilnæmi, aukefni, pökkun og merkingar samkvæmt lögum þessum eða reglugerðum settum með stoð í þeim. Þetta gildir einnig um afurðir sem líklegt er að uppfylli ekki settar kröfur þegar þær koma á áfangastað.

III. kafli. Leyfisveitingar og eftirlit.
14. gr.
[Allar vinnslustöðvar, þar með talin vinnsluskip sem leyfi hafa til veiða í atvinnuskyni, sbr. lög nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða, skulu hafa tölusett vinnsluleyfi til staðfestingar því að fullnægt sé settum skilyrðum. Sama gildir um fiskmjölsverksmiðjur … 1) og stöðvar þar sem slátrun, vinnsla eða pökkun hafbeitar-, vatna- og eldisfisks fer fram. Ráðherra getur í reglugerð sett nánari reglur um búnað vinnslustöðva þar sem slátrun á eldisfiski fer fram og um eftirlit með slátrun á eldisfiski.] 2)
[Fiskiskip sem leyfi hafa til veiða í atvinnuskyni, sbr. lög um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006, önnur en vinnsluskip, aðgerðarþjónustur og kæli- og frystigeymslur, svo og fiskmarkaðir sem aðeins selja sjávarafla í heildsölu, skulu hafa starfsleyfi.
Matvælastofnun veitir vinnsluleyfi og starfsleyfi samkvæmt þessari grein að uppfylltum kröfum um hreinlæti, hönnun og búnað, sbr. 15. gr. ef við á. Í vinnsluleyfum skal tilgreina þær vinnslugreinar sem þau ná til.] 1)
Óheimilt er að veiða, vinna eða geyma sjávarafurðir án vinnslu- eða starfsleyfis.
[Matvælastofnun] 3) heldur skrá yfir vinnslu- og starfsleyfishafa sem skal senda til [ráðuneytisins], 4) Eftirlitsstofnunar EFTA og annarra erlendra eftirlitsaðila sem þess óska.
Ráðherra getur sett nánari reglur um veitingu leyfa og skráningu þeirra.
    1)L. 143/2009, 52. gr. 2)L. 40/2004, 2. gr. 3)L. 167/2007, 51. gr. 4)L. 126/2011, 267. gr.
15. gr.
[Stjórnendur vinnslustöðva, skipa og annarra starfsstöðva] 1) bera ábyrgð á því að sett sé á fót og starfrækt innra eftirlit 2) með vinnslunni og starfseminni til þess að tryggja að hvort tveggja sé í samræmi við ákvæði laga þessara og reglugerða settra samkvæmt þeim. Innra eftirlit fyrirtækisins skal miðast við eðli og umfang vinnslunnar og starfseminnar og byggt á eftirfarandi meginatriðum:
    1. Að skráð séu með tilliti til eðlis starfseminnar þau atriði sem farið geta úrskeiðis eða valdið skaða á afurðum, svo sem við veiðar, vinnslu, flutning eða geymslu.
    2. Að á staðnum sé starfsmaður með sérþekkingu á viðkomandi vinnslu og fyrir hendi séu skráðar vinnureglur, lýsing á skiptingu ábyrgðar í viðkomandi fyrirtæki og til hvaða aðgerða grípa skuli sé aðstæðum ábótavant eða ef sjávarafurðir uppfylla ekki settar kröfur.
    3. Að tekin séu reglulega sýni í framleiðslunni til greiningar á viðurkenndri rannsóknastofu til að sannprófa að aðferðir við þrif og gerileyðingu séu fullnægjandi.
    4. Að haldin sé aðgengileg skrá um afla, vinnslu og birgðir.
    5. Að teknar séu upp skráðar vinnureglur til að fylgjast með og hafa stjórn á þeim atriðum sem getið er í 1.– 4. tölul.
Niðurstöður eftirlits, rannsókna og prófana skal varðveita a.m.k. einu ári lengur en geymsluþol vörunnar segir til um, þó aldrei skemur en í tvö ár.
    1)L. 143/2009, 53. gr. 2)Rg. 588/1997.
16. gr.
[Matvælastofnun er heimilt að fela aðilum sem hlotið hafa faggildingu samkvæmt lögum um faggildingu o.fl. að annast tiltekin verkefni við framkvæmd eftirlits samkvæmt lögum þessum og skal gerður um það sérstakur samningur í hverju tilviki. [Á þeim hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga.] 1) Faggiltir aðilar skulu rækja eftirlit sitt á vegum Matvælastofnunar sem fylgist með starfi þeirra og sannreynir að þeir ræki skyldur sínar á fullnægjandi hátt, enda skulu þeir veita Matvælastofnun upplýsingar um starfsemi og ástand fyrirtækja á þann hátt sem Matvælastofnun ákveður.
Verði misbrestur á að hinir faggiltu aðilar ræki almennt skyldur sínar samkvæmt samningi sínum við stofnunina, vanræki þeir upplýsingaskyldu sína eða gefi rangar upplýsingar veitir Matvælastofnun þeim áminningu eða riftir við þá samningi ef sakir eru miklar.
Ráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um skilyrði og störf faggiltra aðila samkvæmt lögum þessum.
Jafnframt getur ráðherra sett reglur um hvernig innra eftirlit, sem starfrækt er samkvæmt vottuðu gæðakerfi, getur verið þáttur í opinberu matvælaeftirliti.] 2)
    1)L. 71/2019, 5. gr. 2)L. 143/2009, 54. gr.
17. gr.
[Stjórnendum vinnslustöðva, skipa og annarra starfsstöðva er skylt að veita Matvælastofnun og þeim faggiltu aðilum sem falin eru tiltekin verkefni varðandi eftirlit samkvæmt samningi við Matvælastofnun allar þær upplýsingar og þá aðstoð sem nauðsynleg er við framkvæmd eftirlits og skoðunar, þ.m.t. aðgang að hverjum þeim stað þar sem sjávarafurðir eru unnar eða geymdar. Matvælastofnun og faggiltir aðilar fara með upplýsingar þær sem leynt eiga að fara sem trúnaðarmál.] 1)
    1)L. 143/2009, 55. gr.
18. gr.
[Matvælastofnun] 1) gefur út opinber útflutningsvottorð fyrir sjávarafurðir sé þess krafist.
    1)L. 167/2007, 51. gr.
19. gr.
[Matvælastofnun] 1) er heimilt að láta stöðva vinnslu og dreifingu sjávarafurða, eldisafurða og afurða vatna- og hafbeitarfisks sem brjóta í bága við ákvæði II. kafla laga þessara og reglugerða sem settar eru samkvæmt honum. Enn fremur er heimilt að láta innkalla afurðir sem dreift hefur verið, enda liggi fyrir rökstuddur grunur um að þær brjóti í bága við ákvæði laga þessara og reglna settra samkvæmt þeim.
Eigandi sjávarafurða ber allan kostnað af nauðsynlegum ráðstöfunum til að framfylgja ákvæðum þessarar greinar.
    1)L. 167/2007, 51. gr.
20. gr.
Ákvarði [Matvælastofnun] 1) að sjávarafurðir séu óhæfar til manneldis … 2) ber eiganda vinnslunnar eða útflytjanda að eyða vörunni innan þriggja mánaða frá dagsetningu ákvörðunar þar um.
[Matvælastofnun] 1) er þó heimilt í sérstökum tilvikum að ákveða að hagnýta megi sjávarafurðirnar til annarrar framleiðslu.
    1)L. 167/2007, 51. gr. 2)L. 143/2009, 56. gr.

IV. kafli. Innflutningur sjávarafurða.
Innflutningur frá ríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins.
21. gr.
[Matvælastofnun er heimil skyndiskoðun og sýnataka til rannsókna á lifandi fiski og sjávarafurðum sem fluttar eru til Íslands frá ríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins enda sé rökstuddur grunur um að fiskurinn eða afurðirnar séu heilsuspillandi eða óhæfar til neyslu.
Viðtakandi sjávarafurða og lifandi fisks skal halda dagbók yfir mótteknar sendingar og ganga úr skugga um að samræmi sé milli þeirra og meðfylgjandi skjala. Varðveita skal vottorð og önnur skilríki þeim viðkomandi í eitt ár svo að unnt sé að framvísa þeim að kröfu Matvælastofnunar.] 1)
    1)L. 143/2009, 57. gr.
Innflutningur frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins.
22. gr.
[Allur innflutningur lifandi fisks og sjávarafurða frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins skal fara um landamærastöðvar.
Tilkynna skal Matvælastofnun fyrir fram um slíkan innflutning þar sem getið er um magn, tegund, áfangastað og hvenær áætlað er að sending berist.
Á landamærastöðvum eða í þeim höfnum sem heimild hafa fengið fyrir innflutningi skal fara fram athugun á skjölum og samanburður á þeim og sendingu til að sannreyna uppruna hennar og ákvörðunarstað.
Matvælastofnun skal kanna ástand afurðanna og taka sýni til rannsóknar á rannsóknastofu. Skal Matvælastofnun í þeim efnum fylgja gildandi reglum um tíðni skoðana og um sýnatökur. Komi í ljós við skynmat eða rannsókn að þær séu óhæfar til manneldis skal eyða þeim. Heimilt er þó að endursenda afurðina að fengnu leyfi yfirvalda í framleiðslulandi eða að nýta hana í mjöl enda sé hún laus við eiturefni.
Innflutningur á sjávarafurðum frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins er aðeins heimill frá þeim framleiðendum og vinnsluskipum sem hlotið hafa viðurkenningu þess efnis að framleiðsla og eftirlit með sjávarafurðum uppfylli kröfur Evrópska efnahagssvæðisins. Ráðherra getur í reglugerð kveðið á um að slíkt skuli einnig eiga við um fiskiskip þar sem aðeins fer fram frysting um borð á heilum eða hausskornum fiski eða heilfrysting rækju.
Innflytjandi er ábyrgur fyrir þeim kostnaði sem getur fallið til við að endursenda vöru, geyma hana, taka hana til annarra nota eða eyða henni.] 1)
    1)L. 143/2009, 58. gr.
23. gr.
[[Matvælastofnun] 1) heldur skrá yfir þá aðila sem hlotið hafa viðurkenningu, sbr. 3. mgr. 22. gr. Skráin skal vera aðgengileg almenningi.] 2)
    1)L. 167/2007, 51. gr. 2)L. 115/1999, 2. gr.
Öryggisákvæði.
24. gr.
Í þeim tilfellum þegar sjúkdómur eða annað, sem kann að stofna heilbrigði almennings eða heilbrigði dýra í alvarlega hættu, kemur upp eða breiðist út á yfirráðasvæði annars ríkis eða ef einhver önnur alvarleg ástæða er varðar heilbrigði manna og dýra réttlætir slíkt getur ráðuneytið án fyrirvara stöðvað innflutning frá viðkomandi ríki eða sett sérstök skilyrði fyrir innflutningi.

V. kafli. Landamærastöðvar.
25. gr.
Eftirlitsmenn [Matvælastofnunar] 1) eða aðrir þar til bærir eftirlitsaðilar annast eftirlit með innflutningi sjávarafurða frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins. Í því skyni skal setja á fót landamærastöðvar þar sem starfi eftirlitsmenn sem eru sérþjálfaðir til þessara starfa og séu ábyrgir fyrir nauðsynlegum skoðunum á sjávarafurðum sem um stöðvarnar fara.
Tilkynna skal [Matvælastofnun] 1) fyrir fram um slíkan innflutning þar sem getið er um magn, tegund, áfangastað og hvenær áætlað er að sending berist.
    1)L. 167/2007, 51. gr.
26. gr.
Á landamærastöðvum eða í þeim höfnum sem heimild hafa fengið fyrir innflutningi skal fara fram athugun á skjölum og samanburður á þeim og sendingu til að sannreyna uppruna hennar og ákvörðunarstað og að sendingin sé frá vinnslustöð, [vinnsluskipi eða frystiskipi, sbr. 2. málsl. 3. mgr. 22. gr.], 1) sem er á skrá [Matvælastofnunar] 2) yfir viðurkennda aðila, sbr. 23. gr. þessara laga.
Eftirlitsmaður skal kanna ástand afurðanna og taka sýni til rannsókna á rannsóknastofu. Skal hann í þeim efnum fylgja gildandi reglum um tíðni skoðana og um sýnatökur. Komi í ljós við skynmat eða rannsókn að þær séu óhæfar til manneldis skal eyða þeim. Heimilt er þó að endursenda afurðina að fengnu leyfi yfirvalda í framleiðslulandi …, 3) enda sé hún laus við eiturefni.
Innflytjandi er ábyrgur fyrir þeim kostnaði sem getur fallið til við að endursenda vöru, geyma hana, taka til annarra nota eða eyða henni.
Í tollvörugeymslu skal fara fram athugun á skjölum og samanburður á þeim og sendingu.
    1)L. 91/2000, 2. gr. 2)L. 167/2007, 51. gr. 3)L. 143/2009, 59. gr.
27. gr.
Innflytjandi eða annar viðtakandi sjávarafurða sem koma frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins skal tilkynna [Matvælastofnun] 1) með hæfilegum fyrirvara hvert afurðirnar verða sendar og tilgreina magn, tegund og hvenær áætlað er að þær berist.
    1)L. 167/2007, 51. gr.
28. gr.1)
    1)L. 143/2009, 60. gr.
29. gr.
Ráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um fjölda landamærastöðva, staðsetningu þeirra, rekstur, búnað, útgáfu vottorða, tíðni skoðana, sýnatökur og rannsóknir. Með reglugerð skal einnig kveðið á um hvaða sendingar séu undanþegnar skoðunum og um nánara fyrirkomulag við gjaldtöku, þar á meðal um lækkunarheimildir og innheimtu.

VI. kafli. Ýmis ákvæði.
30. gr.
Uppfylli vinnslu- eða starfsleyfishafi ekki ákvæði II. kafla, 15. gr. um innra eftirlit og 16. gr. er [Matvælastofnun] 1) heimilt að svipta hann vinnsluleyfi eða starfsleyfi og jafnframt að loka viðkomandi fyrirtæki með innsigli. … 2)
Áður en til sviptingar kemur skv. 1. mgr. skal gefa viðkomandi kost á að skýra mál sitt og veita honum sanngjarnan frest til úrbóta.
Veiti starfs- eða vinnsluleyfishafi [Matvælastofnun] 1) eða skoðunarstofu ekki nauðsynlegar upplýsingar eða aðstoð við framkvæmd eftirlits eða skoðun, sbr. 17. gr., getur [Matvælastofnun] 1) svipt viðkomandi starfs- eða vinnsluleyfi.
    1)L. 167/2007, 51. gr. 2)L. 143/2009, 61. gr.
31. gr.
Ráðherra er heimilt að setja með reglugerð 1) nánari ákvæði um efni þessara laga og að ákveða gjald fyrir þjónustu sem [Matvælastofnun] 2) veitir á grundvelli þeirra. Gjaldið skal ekki vera hærra en sem nemur kostnaði af þjónustunni. [M.a. skal ráðherra setja gjaldskrá fyrir útgáfu starfsleyfa og útgáfu vinnsluleyfa, staðfestinga og vottorða vegna framkvæmdar á lögum þessum, svo og fyrir skráningu og móttöku umsókna.] 3)
3)
    1)Rg. 450/1997. Rg. 77/2001. Rg. 910/2001, sbr. 1073/2009, 4/2010 og 325/2011. Rg. 513/2005, sbr. 651/2006. Rg. 835/2005. Rg. 608/2006. Rg. 694/2006. Rg. 695/2006. Rg. 1254/2008, sbr. 936/2014. Rg. 104/2010, sbr. 528/2012. Rg. 489/2010, sbr. 478/2017. Rg. 564/2010. Rg. 565/2010. Rg. 606/2010. Rg. 820/2010. Rg. 168/2011, sbr. 1010/2011, 661/2012, 142/2013, 389/2014, 169/2015, 317/2017 og 422/2019. Rg. 1043/2011. Rg. 1044/2011. Rg. 1077/2011. Rg. 30/2012. Rg. 346/2012. Rg. 522/2012. Rg. 570/2012, sbr. 760/2012. Rg. 763/2012. Rg. 848/2012. Rg. 220/2013. Rg. 221/2013. Rg. 271/2013. Rg. 272/2013. Rg. 273/2013. 2)L. 167/2007, 51. gr. 3)L. 143/2009, 62. gr.
[31. gr. a.
Fyrir eftirlit samkvæmt lögum þessum skulu framleiðendur greiða eftirlitsgjald sem ekki er hærra en raunkostnaður við eftirlit til að standa straum af eftirtöldum kostnaðarþáttum við eftirlitið:
    a. launum starfsfólks sem sinnir störfum vegna eftirlits,
    b. öðrum kostnaði vegna starfsfólks, þ.m.t. vegna aðstöðu, áhalda, búnaðar, þjálfunar, ferðalaga og tengds kostnaðar,
    c. kostnaði við greiningu á rannsóknastofu og sýnatöku.
Matvælastofnun framkvæmir viðbótareftirlit með sjávarafurðum, eldisafurðum og aukaafurðum þegar tiltekin starfsemi eða afurðir eru ekki taldar uppfylla þær almennu og eðlilegu kröfur sem gerðar eru til meðferðar eða heilbrigðis afurða vegna vísbendinga um smitefni, mengun eða brot gegn heilbrigðis- eða starfsreglum eða skyldra atvika. Raunkostnað af viðbótareftirliti ber framleiðandi eftir því hvaða starfsemi sætir viðbótareftirliti. Framkvæma má viðbótareftirlit þrátt fyrir að afurðir hafi þegar hlotið heilbrigðisvottun.
[Ráðherra] 1) er heimilt að setja reglugerð um framkvæmd og inntak eftirlits Matvælastofnunar og faggiltra aðila og skal gefa út gjaldskrá fyrir eftirlitið að fengnum tillögum Matvælastofnunar. Ráðherra skal kynna hlutaðeigandi hagsmunasamtökum efni og forsendur reglugerðar og gjaldskrár með a.m.k. eins mánaðar fyrirvara og óska eftir umsögnum þeirra. Hafi umsagnir þeirra ekki borist ráðherra að mánuði liðnum er honum þó heimilt að setja reglugerð og gjaldskrá án umsagna þeirra.
Við gerð reglugerðar og gjaldskrár skal ráðherra taka tillit til eftirfarandi atriða:
    a. hvers konar fyrirtæki er um að ræða og viðkomandi áhættuþátta,
    b. hagsmuna fyrirtækja með litla framleiðslu,
    c. hefðbundinna aðferða við framleiðslu, vinnslu og dreifingu,
    d. þarfa fyrirtækja með aðsetur á svæðum sem líða fyrir tilteknar landfræðilegar takmarkanir.
Eftirlitsgjald skal greiða samkvæmt framlögðum reikningi Matvælastofnunar.
Innheimta má eftirlitsgjald með fjárnámi án undangengins dóms eða sáttar. Matvælastofnun er heimilt að krefjast dráttarvaxta af ógreiddri fjárkröfu vegna eftirlits frá og með gjalddaga fram að greiðsludegi.
Einnig er heimilt að taka gjald vegna raunkostnaðar við sýnatöku og rannsóknir á afurðum.
Ákvæði þessarar greinar gilda eftir því sem við á um innheimtu gjalds fyrir eftirlit á landamærastöðvum með innflutningi frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins.
Þá skulu ákvæði þessarar greinar einnig gilda eftir því sem við á um eftirlitsgjöld Matvælastofnunar vegna eftirlits sem hún felur faggiltum aðilum að framkvæma skv. 16. gr.] 2)
    1)L. 126/2011, 267. gr. 2)L. 143/2009, 63. gr.

VII. kafli. Viðurlög.
32. gr.
Fyrir brot á ákvæðum laga þessara eða reglugerða settra með stoð í þeim sem framin eru af ásetningi eða gáleysi skal refsa með sektum eða fangelsi ef miklar sakir eru.
33. gr.1)
    1)L. 88/2008, 233. gr.
34. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi
Þrátt fyrir 1. mgr. taka IV. og V. kafli þessara laga um innflutning sjávarafurða og landamærastöðvar gildi [1. janúar 1999]. 1)
    1)L. 121/1998, 1. gr.
Ákvæði til bráðabirgða.
[Til og með 31. desember 2002] 1) skal sjávarútvegsráðherra veita leyfi fyrir innflutningi lifandi fiska, skrápdýra, liðdýra eða lindýra, sem lifa í söltu vatni, að uppfylltum settum skilyrðum. Ráðuneytið skal leita umsagnar yfirdýralæknis um leyfisveitingarnar og hafa hliðsjón af lögum um innflutning dýra eftir því sem við getur átt.
    1)L. 79/2001, 1. gr.