Ferill 7. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Nr. 20/150.

Þingskjal 822  —  7. mál.


Þingsályktun

um sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu.


    Alþingi ályktar að fela dómsmálaráðherra að undirbúa lagafrumvarp um sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu. Við gerð frumvarpsins verði þess gætt að eftirlitsaðili samkvæmt fyrirhuguðu frumvarpi fái m.a. þau verkefni að:
     a.      hefja athugun að eigin frumkvæði,
     b.      taka við kærum einstaklinga sem telja lögreglu hafa brotið á réttindum sínum,
     c.      rannsaka ætluð brot lögreglumanna í starfi,
     d.      rannsaka tilkynningar um einelti og kynferðislega áreitni innan lögreglu,
     e.      rannsaka efni nafnlausra ábendinga innan lögreglu eða stjórnsýslu.
    Í frumvarpinu verði kveðið sérstaklega á um sjálfstæði eftirlitsaðilans.
    Ráðherra leggi frumvarpið, ásamt kostnaðargreiningu, fyrir Alþingi eigi síðar en á vorþingi 2021.

Samþykkt á Alþingi 17. desember 2019.