Ferill 765. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1675  —  765. mál.




Svar


samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um lögbundin verkefni Samgöngustofu.


     1.      Hvaða lögbundnu verkefnum sinnir Samgöngustofa?
    Um verkefni Samgöngustofu er fjallað í II. kafla laga um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála, nr. 119/2012. Í lögunum er að finna lýsingu á lögbundnu hlutverki stofnunarinnar sem er m.a. að annast stjórnsýslu og eftirlit er lýtur að flugmálum, hafnamálum og sjóvörnum ásamt siglingamálum, umferðarmálum og vegamálum. Stofnunin skal vera öryggisstofnun samgangna á Íslandi.
    Samgöngustofa skal með starfsemi sinni stuðla að öruggum, sjálfbærum, greiðum og hagkvæmum samgöngum. Stofnunin skal stuðla að því að samgöngur þróist í samræmi við samfélagsleg og umhverfisleg markmið.
    Um lögbundin verkefni Samgöngustofu vísast að öðru leyti til laga nr. 119/2012, um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála.

     2.      Hver er áætlaður heildarkostnaður lögbundinna verkefna Samgöngustofu og hver er áætlaður kostnaður hvers verkefnis samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2020?
    Áætlaður heildarkostnaður lögbundinna verkefna Samgöngustofu samkvæmt fjárlögum ársins 2020 nemur 2.501,5 millj. kr. Í fjárlögum er kostnaður ekki áætlaður niður á lögbundin verkefni. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu er grófleg áætlun um skiptingu kostnaðar til lögbundinna verkefna eftirfarandi:

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.