Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1713, 150. löggjafarþing 840. mál: þingsköp Alþingis (samkomudagur reglulegs Alþingis 2020).
Lög nr. 69 24. júní 2020.

Lög um breytingu á lögum um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991 (samkomudagur reglulegs Alþingis 2020).


1. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. 1. gr. skal reglulegt Alþingi 2020, 151. löggjafarþing, koma saman fimmtudaginn 1. október, sbr. 35. gr. stjórnarskrárinnar. Sama dag lýkur 150. löggjafarþingi sem var sett 10. september 2019.
     151. löggjafarþing skal standa fram til samkomudags reglulegs Alþingis 2021, annars þriðjudags septembermánaðar það ár, sbr. 4. mgr. 1. gr.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 15. júní 2020.