Ferill 27. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1868  —  27. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við breytingartillögu á þingskjali 1854 [Tekjuskattur].

Frá Andrési Inga Jónssyni.

    Orðið „stjórnmálaflokka“ í 1. efnismálsl. falli brott.

Greinargerð.

    Með tillögunni er lagt til að felld verði brott heimild til að draga framlög til stjórnmálaflokka frá tekjuskattsstofni lögaðila, sem kom til með lögum um breytingar í skattamálum, nr. 122/1993. Síðan þá hefur lagaumgjörð um fjármál stjórnmálasamtaka orðið mun skýrari og þeim tryggður betri rekstrargrundvöllur með því að framlög úr ríkissjóði hafa vaxið jöfnum skrefum á undanförnum árum.