Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 485, 117. löggjafarþing 251. mál: skattamál (breyting ýmissa laga).
Lög nr. 122 27. desember 1993.

Lög um breytingar í skattamálum.


I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

1. gr.

     Við 2. mgr. 2. gr. laganna bætist nýr málsliður er orðast svo: Samlagsfélög með ótakmarkaðri ábyrgð minnst eins félagsaðila geta ekki verið sjálfstæðir skattaðilar.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 28. gr. laganna:
  1. 6. tölul. fellur brott.
  2. Á eftir orðinu „barnabætur“ í 7. tölul. koma orðin: barnabótaauki, vaxtabætur.

3. gr.

     Við 2. tölul. A-liðar 1. mgr. 30. gr. laganna bætast tveir nýir málsliðir er orðast svo: Staðaruppbót sem greidd er vegna starfa erlendis í þjónustu hins íslenska ríkis. Þeir einir teljast starfa erlendis í þessu sambandi sem eru fastráðnir, settir eða skipaðir starfsmenn við sendiráð Íslands, hjá sendiræðismönnum eða eru fastafulltrúar Íslands við alþjóðastofnanir sem Ísland er aðili að.

4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 31. gr. laganna:
  1. 3. mgr. 1. tölul. fellur brott.
  2. 2. tölul. orðast svo: Einstakar gjafir og framlög til kirkjufélaga, viðurkenndrar líknarstarfsemi, menningarmála, stjórnmálaflokka og vísindalegra rannsóknarstarfa, þó ekki yfir 0,5% af tekjum skv. B-lið 7. gr. á því ári sem gjöf er afhent. Fjármálaráðherra ákveður með reglugerð hvaða málaflokkar og stofnanir falla undir þennan tölulið.
  3. 3. tölul. orðast svo: Tap á útistandandi viðskiptakröfum, ábyrgðum og lánveitingum, sem beint tengjast atvinnurekstrinum, á því tekjuári sem eignir þessar sannanlega eru tapaðar.
  4.      Útistandandi viðskiptakröfur og lánveitingar, sbr. 1. mgr., í árslok, sbr. 2. mgr. 5. tölul. 74. gr., er heimilt að færa niður um allt að 5% og telja þá fjárhæð til frádráttar skattskyldum tekjum.
  5. Við 4. tölul. bætist ný málsgrein er orðast svo:
  6.      Sannanlega tapað hlutafé sem verðbréfasjóðir, skv. lögum nr. 10/1993, um verðbréfasjóði, og fjárfestingarfélög skv. 23. gr. laga nr. 9/1984 hafa fjárfest í á því tekjuári er hlutafé tapast.

5. gr.

     Í stað orðsins „tvö“ í 3. mgr. 63. gr. laganna kemur: eitt.

6. gr.

     Í stað hlutfallstölunnar „34,3“ í 1. tölul. 1. mgr. 67. gr. laganna kemur: 33,15.

7. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á B-lið 69. gr. laganna:
  1. Á eftir 1. málsl. 3. mgr. kemur nýr málsliður er orðast svo: Frá tekjuskattsstofni í þessu sambandi er eigi heimilt að draga tekjur skv. 2. tölul. A-liðar 1. mgr. 30. gr.
  2. Á eftir orðinu „uppfyllir“ í 2. málsl. 6. mgr. koma orðin: í lok tekjuársins.
  3. Við 7. mgr. bætist nýr málsliður er orðast svo: Þannig skal fjárhæð barnabótaauka skv. 2. mgr. og skerðingarmörk vegna tekna, sbr. 3. mgr., ákvarðast í hlutfalli við dvalartímann.
  4. Við greinina bætist ný málsgrein er verður 8. mgr. sem orðast svo:
  5.      Fjárhæð barnabótaauka hjá þeim sem fá barnabætur eða aðrar sambærilegar bætur erlendis frá skal skert sem nemur þeim bótum að því marki sem þær eru umfram barnabætur skv. A-lið þessarar greinar.

8. gr.

     Í stað tölunnar „80%“ í 3. og 4. málsl. 2. mgr. C-liðar 69. gr. laganna kemur: 60%.

9. gr.

     C-liður 69. gr. laganna og fyrirsögn orðast svo:
Vaxtabætur.
     Maður, sem skattskyldur er skv. 1. gr. og ber vaxtagjöld af lánum sem tekin hafa verið vegna kaupa eða byggingar á íbúðarhúsnæði til eigin nota, þar með talin kaup á eignarhlut í íbúð skv. 76. gr. laga nr. 97/1993, á rétt á sérstökum bótum, vaxtabótum, enda geri hann grein fyrir lánum og vaxtagjöldum af þeim í sérstakri greinargerð með skattframtali í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.
     Vaxtagjöld, sem mynda rétt til vaxtabóta, eru vaxtagjöld vegna fasteignaveðlána til a.m.k. tveggja ára eða lána við lánastofnanir með sjálfskuldarábyrgð til a.m.k. tveggja ára, enda séu lánin sannanlega til öflunar á íbúðarhúsnæði til eigin nota. Sama á við þegar um er að ræða lán frá Byggingarsjóði ríkisins sem tekin eru vegna verulegra endurbóta á íbúðarhúsnæði til eigin nota. Vaxtagjöld vegna lána, sem tekin eru til skemmri tíma en tveggja ára, er einungis heimilt að telja með á næstu fjórum árum talið frá og með kaupári ef um er að ræða kaup á íbúð til eigin nota. Sé um nýbyggingu að ræða er heimilt að telja þau með á næstu sjö árum talið frá og með því ári þegar bygging hefst, eða til og með því ári sem húsnæði er tekið til íbúðar ef það er síðar. Vaxtagjöld teljast í þessu sambandi:
  1. Gjaldfallnir vextir og gjaldfallnar verðbætur á afborganir og vexti.
  2. Afföll af verðbréfum, víxlum og sérhverjum öðrum skuldaviðurkenningum sem framteljandi hefur gefið út sjálfur og selt þriðja aðila og notað andvirðið til fjármögnunar íbúðar til eigin nota, enda sé kaupandi bréfanna nafngreindur. Afföllin reiknast hlutfallslega miðað við afborganir á lánstímanum.
  3. Lántökukostnaður, árlegur eða tímabundinn fastakostnaður, þóknanir, stimpilgjöld og þinglýsingarkostnaður af lánum.
     Til vaxtagjalda teljast ekki uppsafnaðar áfallnar verðbætur af lánum sem kaupandi yfirtekur við sölu íbúðar né heldur uppsafnaðar áfallnar verðbætur á lán skuldara sem hann greiðir á lánstíma umfram ákvæði viðkomandi skuldabréfs. Til vaxtagjalda hjá þeim sem kaupa eignarhlut í íbúð skv. 76. gr. laga nr. 97/1993 teljast eingöngu vaxtagjöld af lánum sem þeir hafa tekið sjálfir vegna kaupa á eignarhlutanum.
     Vaxtagjöld til útreiknings vaxtabóta skv. 4. mgr. miðast við fjárhæð vaxtagjalda, sbr. 2. mgr., hjá hverjum framteljanda að því marki sem þau eru umfram vaxtatekjur skv. 8. gr., en geta þó ekki orðið hærri en sem nemur 7% af skuldum sem stofnað hefur verið til vegna öflunar íbúðarhúsnæðis eins og þær eru í árslok. Hjá þeim sem skattskyldir eru hluta úr ári vegna brottflutnings á tekjuárinu skal miða við skuldastöðu eins og hún var fyrir brottflutning. Vaxtagjöld samkvæmt þessari grein geta þó ekki verið hærri en 395.698 kr. hjá einstaklingi, 519.467 kr. hjá einstæðu foreldri og 643.235 kr. hjá hjónum eða sambýlisfólki. Hámark vaxtagjalda hjá mönnum, sem skattskyldir eru skv. 1. gr. hluta úr ári, ákvarðast í hlutfalli við dvalartíma á árinu.
     Vaxtabætur skal ákvarða þannig að frá vaxtagjöldum, eins og þau eru skilgreind í 3. mgr., skal draga fjárhæð er svarar til 6% af tekjum skv. II. kafla laganna að teknu tilliti til frádráttar skv. 1. og 3. tölul. A-liðar, 1. tölul. B-liðar og 2. mgr. 30. gr. og frádráttar skv. 31. gr. Hjá hjónum eða sambýlisfólki, sem uppfyllir skilyrði 3. mgr. 63. gr. í lok tekjuárs, skal við útreikning miðað við samanlagðar tekjur beggja að teknu tilliti til frádráttar samkvæmt framansögðu. Þannig ákvarðaðar vaxtabætur skerðast hlutfallslega fari eignir skv. 73. gr., að frádregnum skuldum skv. 1. mgr. 78. gr., fram úr 2.976.267 kr. hjá einstaklingi og 4.933.677 kr. hjá hjónum eða sambýlisfólki uns þær falla niður við 60% hærri fjárhæð. Vaxtabætur greiðast út að lokinni álagningu opinberra gjalda og miðast við vaxtagjöld viðkomandi tekjuárs og eignir í lok þess sama árs. Vaxtabætur geta aldrei verið hærri en 135.035 kr. fyrir hvern mann, 173.664 kr. fyrir einstætt foreldri og 223.310 kr. fyrir hjón eða sambýlisfólk sem uppfyllir skilyrði fyrir samsköttun, sbr. 3. mgr. 63. gr., í lok tekjuárs. Hámark vaxtabóta hjá þeim sem skattskyldir eru skv. 1. gr. hluta úr ári ákvarðast í hlutfalli við dvalartíma á tekjuárinu. Vaxtabætur, sem eru lægri en 500 kr. á mann, falla niður.
     Réttur til vaxtabóta er bundinn við eignarhald á íbúðarhúsnæði til eigin nota. Rétturinn stofnast þegar íbúðarhúsnæði til eigin nota er keypt eða bygging þess hefst. Jafnframt getur stofnast réttur til vaxtabóta vegna lána frá Byggingarsjóði ríkisins sem tekin eru vegna verulegra endurbóta á íbúðarhúsnæði til eigin nota.
     Réttur til vaxtabóta fellur niður þegar íbúðarhúsnæði telst ekki lengur til eigin nota. Sé íbúðarhúsnæði selt án þess að hafin sé bygging eða fest kaup á íbúðarhúsnæði til eigin nota á sama ári fellur réttur til vaxtabóta niður frá þeim tíma sem sala átti sér stað. Við útreikning vaxtabóta skal þá miða við skuldastöðu eins og hún var við sölu.
     Skipta skal vaxtabótum til helminga milli hjóna. Sama gildir um sambýlisfólk sem uppfyllir skilyrði fyrir samsköttun, sbr. 3. mgr. 63. gr., í lok tekjuárs, enda þótt það óski ekki eftir að vera skattlagt samkvæmt þeirri grein.
     Ef annað hjóna, sem á rétt á vaxtabótum, fellur frá skal ákvarða eftirlifandi maka, sem situr í óskiptu búi, vaxtabætur eins og um hjón sé að ræða næstu fimm ár eftir lát maka.
     Komi í ljós að maður hefur fengið greiddar vaxtabætur án þess að eiga rétt á þeim skal honum gert að endurgreiða þær að viðbættu 15% álagi. Fella skal niður álagið samkvæmt þessari málsgrein ef maður færir rök fyrir því að honum verði eigi kennt um þá annmarka á framtali er leiddu til ákvörðunar skattstjóra.
     Nánari reglur um vaxtabætur, þar á meðal um útborgun þeirra og skuldajöfnun á móti opinberum gjöldum, má setja í reglugerð.

10. gr.

     72. gr. laganna orðast svo:
     Tekjuskattur lögaðila skv. 1., 2., 4. og 5. tölul. 1. mgr. 2. gr. skal vera 33% af tekjuskattsstofni, sbr. 2. tölul. 62. gr., sbr. þó 2. mgr. þessarar greinar.
     Tekjuskattur sameignarfélaga, sbr. 3. tölul. 1. mgr. 2. gr., skal vera 41% af tekjuskattsstofni, sbr. 2. tölul. 62. gr.

11. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 74. gr. laganna:
  1. 2. mgr. 5. tölul. orðast svo:
  2.      Útistandandi kröfur skal telja til eignar á nafnverði að viðbættum áföllnum vöxtum og verðbótum á höfuðstól sem miðast við vísitölu í janúar á næsta ári eftir lok reikningsárs, nema sannað sé að þær séu minna virði. Frá þannig töldu verði útistandandi viðskiptakrafna og lánveitinga er þó heimilt að draga allt að 5% og mynda með því mótreikning fyrir kröfum sem kunna að tapast. Útistandandi viðskiptakröfur og lánveitingar í þessu sambandi teljast kröfur sem stofnast vegna sölu á vörum og þjónustu og aðrar lánveitingar sem beint tengjast atvinnurekstrinum.
  3. Við 5. tölul. bætist ný málsgrein er orðast svo:
  4.      Útistandandi skuldir á hendur viðurkenndum sjálfseignarstofnunum, sem samhliða veita kröfuhafa íbúðarrétt, má telja til eignar samkvæmt fasteignamati viðkomandi íbúðar.

12. gr.

     Í stað orðsins „tvö“ í 1. mgr. 81. gr. laganna kemur: eitt.

13. gr.

     Við 102. gr. A laganna bætist ný málsgrein er orðast svo:
     Við rannsóknaraðgerðir skattrannsóknarstjóra ríkisins skal gætt ákvæða laga um meðferð opinberra mála eftir því sem við getur átt, einkum varðandi réttarstöðu grunaðra manna á rannsóknarstigi.

14. gr.

     Ákvæði þessa kafla öðlast gildi 1. janúar 1994 og koma til framkvæmda við staðgreiðslu á árinu 1994 og við álagningu tekjuskatts og eignarskatts á árinu 1995 á tekjur á árinu 1994 og eignir í lok þess árs og við ákvörðun bóta á árinu 1995. Þó skulu ákvæði 1. gr., 4. gr., 5. gr., 10. gr., 11. gr. og 12. gr. koma til framkvæmda við álagningu tekjuskatts og eignarskatts á árinu 1994 á tekjur á árinu 1993 og eignir í lok þess árs. Ákvæði 8. gr. öðlast þegar gildi og gilda við ákvörðun vaxtabóta á árinu 1994.

15. gr.

     Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða er orðast svo:
     Skattaðila, sem fengið hefur að niðurfæra skuldir sem færðar hafa verið niður hjá Stofnlánadeild landbúnaðarins samkvæmt lögum nr. 108/1992 eða hefur fengið eftirgefnar skuldir á grundvelli 33. gr. laga nr. 3/1992, er heimilt að fyrna eignir, sem fyrnanlegar eru skv. 32. gr. og tengjast loðdýrabúskap, um fjárhæð sem nemur niðurfærslunni eða eftirgjöfinni. Ekki má mynda rekstrartap vegna fyrninga samkvæmt þessu ákvæði og ekki má nota þær til að fresta yfirfærslu rekstrartapa frá fyrri árum.

II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.

16. gr.

     Á 3. mgr. 2. gr. laganna verða eftirfarandi breytingar:
  1. Á eftir orðunum „svo og“ í 5. tölul. kemur: leiga á aðstöðu til íþróttastarfsemi.
  2. 6. tölul. orðast svo: Fólksflutningar. Flutningur á ökutækjum með ferjum, sem eru í beinum tengslum við fólksflutninga, telst til fólksflutninga samkvæmt þessum staflið.
  3. Í stað 1.–3. málsl. 8. tölul. koma tveir nýir málsliðir er orðast svo: Fasteignaleiga og útleiga bifreiðastæða. Útleiga hótel- og gistiherbergja og útleiga tjaldstæða er þó skattskyld, svo og önnur gistiþjónusta þegar leigt er til skemmri tíma en eins mánaðar.
  4. 13. tölul. orðast svo: Þjónusta ferðaskrifstofa.

17. gr.

     10. gr. laganna orðast svo:
     Við sölu notaðra vélknúinna ökutækja, sem seljandi hefur keypt til endursölu í atvinnuskyni, er honum heimilt að miða skattverð við 80,32% af mismun innkaupsverðs og söluverðs ökutækis að meðtöldum virðisaukaskatti. Sé söluverð lægra en kaupverð reiknast enginn skattur.
     Bílaleigum, sem keypt hafa notuð ökutæki til nota í rekstri sínum, er heimilt að ákvarða skattverð skv. 1. mgr. við endursölu ökutækjanna.
     Sé skattverð notaðra ökutækja ákvarðað með þeim hætti, sem lýst er í 1. og 2. mgr., má ekki tilgreina fjárhæð virðisaukaskatts á reikningi eða á annan hátt þannig að hægt sé að reikna út fjárhæð virðisaukaskattsins, hvorki vegna sölunnar til endurseljandans né vegna endursölunnar sjálfrar.

18. gr.

     Við 1. mgr. 12. gr. laganna bætist nýr töluliður, sem verður 8. tölul., er orðast svo: Samningsbundnar greiðslur úr ríkissjóði vegna mjólkurframleiðslu og sauðfjárframleiðslu.

19. gr.

     Á 2. mgr. 14. gr. laganna verða eftirfarandi breytingar:
  1. 1. og 3. tölul. falla brott.
  2. Við bætist nýr töluliður, er verður 8. tölul., er orðast svo: Sala á matvörum og öðrum vörum til manneldis samkvæmt nánari afmörkun í reglugerð, þó ekki sala á sælgæti og drykkjarvörum og fleiri vörum sem falla undir gjaldflokk D í lögum nr. 97/1987, um vörugjald, né sala á áfengum drykkjum og ógerilsneyddri mjólk. Sala veitingahúsa, mötuneyta og annarra hliðstæðra aðila á tilreiddum mat og þjónustu er þó skattskyld skv. 1. mgr. þessarar greinar.

20. gr.

     Við 2. mgr. 16. gr. laganna bætist nýr málsliður er verður 2. málsl. er orðast svo: Jafnframt er ráðherra heimilt að kveða á um í reglugerð að aðilar, sem kaupa notuð ökutæki til niðurrifs í atvinnuskyni, geti reiknað sér innskatt sem skráður er á sérstakan reikning og nemur 19,68% af kaupverði vörunnar.

21. gr.

     Við 21. gr. laganna bætist ný málsgrein, er verður 2. mgr., er orðast svo:
     Fjármálaráðherra er heimilt að mæla fyrir um í reglugerð, þegar sérstakar aðstæður eru fyrir hendi, að taka megi upp aðrar aðferðir við tekjuskráningu en kveðið er á um í 1. mgr. 20. gr., enda sé í stað reiknings notað annað öruggt skráningar- og eftirlitskerfi.

22. gr.

     Við 1. mgr. 24. gr. laganna bætist nýr málsliður er orðast svo: Ef virðisaukaskattsskyld velta skráningarskyldra aðila er minni en 600.000 kr. á ári er ráðherra heimilt að kveða í reglugerð á um lengra uppgjörstímabil og annað greiðslufyrirkomulag en að framan getur.

23. gr.

     Í stað orðsins „endurgreiðslu“ í 2. málsl. 3. mgr. 26. gr. laganna kemur: endurgreiðslum samkvæmt lögum þessum.

24. gr.

     Í stað orðsins „ríkisskattstjóra“ í 3. málsl. 9. mgr. 27. gr. laganna kemur: skattrannsóknarstjóra ríkisins.

25. gr.

     3. málsl. 1. mgr. 28. gr. laganna fellur niður.

26. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 29. gr. laganna:
  1. 3. mgr. orðast svo:
  2.      Ríkisskattstjóri hefur heimild til að skjóta úrskurðum skattstjóra til yfirskattanefndar á næstu 30 dögum eftir að úrskurður skattstjóra berst ríkisskattstjóra.
  3. 4. mgr. orðast svo:
  4.      Yfirskattanefnd skal hafa lagt úrskurð á allar kærur þremur mánuðum eftir að henni hefur borist umsögn og greinargerð ríkisskattstjóra. Ef rökstuðningur hefur eigi verið nægjanlegur að mati nefndarinnar reiknast þriggja mánaða fresturinn frá þeim tíma er nægjanlegur rökstuðningur barst eða lokagagnaöflun lauk.
  5. 5. mgr. orðast svo:
  6.      Ákvæði laga nr. 30/1992, um yfirskattanefnd, með síðari breytingum, skulu að öðru leyti gilda um kærur til yfirskattanefndar eftir því sem við getur átt.

27. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 36. gr. laganna:
  1. Í stað „eða 4.–7., 9.–12., 20. og 21. tölul. 6. gr.“ í 1. mgr. kemur: 4.–7., 9.–12., 20. og 21. tölul. 6. gr. eða 2. mgr. 7. gr.
  2. Orðin „og 8.“ í 2. mgr. falla brott.

28. gr.

     2. málsl. 4. mgr. 39. gr. laganna orðast svo: Hann skal annast rannsóknir í málum sem skattstjóri eða ríkisskattstjóri vísar til hans, sbr. 5. mgr. 96. gr. og 4. mgr. 101. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

29. gr.

     1. mgr. 42. gr. laganna orðast svo:
     Endurgreiða skal veitingahúsum, mötuneytum og öðrum hliðstæðum aðilum, sem selja tilreiddan mat, sbr. 8. tölul. 2. mgr. 14. gr., fjárhæð er nemur 93,75% af innskatti hvers tímabils vegna matvælaaðfanga sem bera 14% virðisaukaskatt samkvæmt ákvæðinu. Fjármálaráðherra ákveður með reglugerð nánar um framkvæmd endurgreiðslunnar.

30. gr.

     Í stað orðanna „og 7. mgr. 20. gr.“ í 1. málsl. 45. gr. laganna kemur: 7. mgr. 20. gr. og 1. mgr. 24. gr.

31. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 49. gr. laganna:
  1. 2. málsl. 2. mgr. fellur brott.
  2. Ný málsgrein bætist við sem verður 3. mgr. og orðast svo:
  3.      Fjármálaráðherra er heimilt að kveða á um í reglugerð að skattskyldur aðili geti, á grundvelli skriflegs samnings, tekið að sér að sjá um framtal, skil og uppgjör virðisaukaskatts af skattskyldri sölu á vöru eða þjónustu annars aðila.

32. gr.

     Ákvæði þessa kafla öðlast gildi 1. janúar 1994.

33. gr.

     Við lögin bætast þrjú ákvæði til bráðabirgða er orðast svo:
I.
     Fari afhending skattskyldrar vöru eða þjónustu fram eftir 31. desember 1993 skal hún teljast til virðisaukaskattsskyldrar veltu samkvæmt lögum þessum. Þetta gildir án tillits til þess hvort samningur um sölu skattskyldrar vöru eða þjónustu hefur verið gerður fyrir 1. janúar 1994 eða greiðsla farið fram þá að hluta eða fullu.
II.
     Fjármálaráðherra getur með reglugerð ákveðið að endurgreiða hluta virðisaukaskatts af neyslufiski. Heimild þessi fellur niður frá og með 1. desember 1994.
III.
     Fjármálaráðherra getur heimilað þeim sem hafa með höndum útleigu á hótel- og gistiherbergjum og annarri gistiþjónustu að gera leiðréttingu á innskatti vegna fjárfestingar í fasteignum og búnaði í gistirými sem notað er til skattskyldrar starfsemi eftir 1. janúar 1994. Leiðréttingin skal ákveðin sem hlutfall af eignfærðri nýfjárfestingu skattskylds aðila á árunum 1990–1992 sem hann hefur greitt virðisaukaskatt af. Hlutfall þetta skal eigi vera hærra en 8% af fjárfestingu á árinu 1990, allt að 11% af fjárfestingu á árinu 1991, og allt að 14% af fjárfestingu á árinu 1992. Leiðrétting þessi tekur ekki til innskatts af fasteignum og búnaði sem hefur verið keyptur eða yfirtekinn af öðrum aðilum í gistihúsarekstri á árunum 1990–1992.
     Framangreind leiðrétting á innskatti skal gerð með jöfnum fjárhæðum á árunum 1994, 1995 og 1996. Leiðrétting þessi skal þó eigi vera hærri en 6% af skattskyldri veltu á þessum árum og heildarkostnaður ríkissjóðs vegna leiðréttingar á árunum 1994–1996 skal að hámarki nema 75 milljónum króna.
     Fjármálaráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd þessa ákvæðis þar á meðal um hlutfall af fjárfestingarkostnaði.

III. KAFLI
Breyting á lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald, með síðari breytingum.

34. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
  1. Í stað hlutfallstalnanna „2,5“ og „6“ í 1. mgr. kemur: 2,85 og 6,35.
  2. 1. málsl. 3. tölul. 2. mgr. orðast svo: Hótelgistingu.

35. gr.

     Í stað hlutfallstölunnar „0,15“ í 1. tölul. 1. mgr. 3. gr. laganna kemur: 0,5.

36. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
  1. Á eftir orðinu „manns“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: vegna staðgreiðslu tryggingagjalds.
  2. Við bætist ný málsgrein svohljóðandi:
  3.      Gjaldstofn manns vegna vinnu hans við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi skal vera jafnhár fjárhæð skv. 2. mgr. 1. tölul. A-liðar 7. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, sbr. 59. gr. þeirra laga. Gjaldstofn þessi skal þó eigi vera lægri en 720.000 kr. miðað við heilt ár. Fjárhæð þessi skal taka breytingum í samræmi við skattvísitölu, sbr. 122. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, í fyrsta sinn á árinu 1994.

37. gr.

     Við 12. gr. laganna bætist ný málsgrein er verður 3. mgr. sem orðast svo:
     Á launaframtal manns, sem vinnur við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi, skal færa fjárhæð skv. 3. mgr. 6. gr.

38. gr.

     Ákvæði þessa kafla öðlast gildi 1. janúar 1994 og koma til framkvæmda við staðgreiðslu tryggingagjalds á árinu 1994 og álagningu tryggingagjalds á árinu 1995.

IV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 39/1988, um bifreiðagjald, með síðari breytingum.

39. gr.

     2. gr. laganna orðast svo:
     Bifreiðagjald skal vera 5,62 kr. fyrir hvert kílógramm af eigin þyngd bifreiðar. Sé bifreið þyngri en 1.000 kg skal að auki greiða 3,65 kr. fyrir hvert kílógramm af eigin þyngd bifreiðar sem er umfram 1.000 kg. Þó skal aldrei greiða lægra gjald en 2.870 kr. né hærra gjald en 18.136 kr. af hverri bifreið á hverju gjaldtímabili, sbr. 1. mgr. 3. gr.

40. gr.

     Á eftir orðinu „björgunarsveita“ í 1. málsl. 5. mgr. 3. gr. laganna koma orðin: bifreiðum sem ekki eru í notkun.

41. gr.

     Lokamálsliður 5. gr. laganna orðast svo: Grunngjöld bifreiðagjalds og lágmarksgjalds eru miðuð við vísitölu 1. janúar 1994.

42. gr.

     Ákvæði þessa kafla öðlast gildi 1. janúar 1994.

V. KAFLI
Breyting á lögum nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.

43. gr.

     Í stað „90%“ í 14. gr. laganna kemur: 97%.

44. gr.

     Ákvæði þessa kafla öðlast gildi 1. janúar 1994 og taka til allra þeirra vara sem þá eru ótollafgreiddar, þó ekki vara sem fyrir þann tíma höfðu verið afhentar með bráðabirgðatollafgreiðslu.

VI. KAFLI
Breyting á tollalögum, nr. 55/1987, með síðari breytingum.

45. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á tollskrá í viðauka I við tollalög:
  1. Tollur í dálki A á vörum í tollskrárnúmeri 1517.1011 verði 66 krónur á hvert kíló, þó þannig að tollurinn verði aldrei hærri en 70% af tollverði vörunnar.
  2. Tollur í dálki A á vörum í tollskrárnúmeri 1517.1019 verði 40 krónur á hvert kíló, þó þannig að tollurinn verði aldrei hærri en 70% af tollverði vörunnar.
  3. Tollur í dálki A á vörum í tollskrárnúmeri 1517.1021 verði 66 krónur á hvert kíló, þó þannig að tollurinn verði aldrei hærri en 70% af tollverði vörunnar.
  4. Tollur í dálki A á vörum í tollskrárnúmeri 1517.1029 verði 30 krónur á hvert kíló, þó þannig að tollurinn verði aldrei hærri en 70% af tollverði vörunnar.

46. gr.

     Ákvæði þessa kafla öðlast gildi 1. janúar 1994 og taka til allra þeirra vara sem þá eru ótollafgreiddar, þó ekki vara sem fyrir þann tíma höfðu verið afhentar með bráðabirgðatollafgreiðslu.

VII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 18/1993, um breyting á tollalögum, nr. 55/1987, og lögum nr. 97/1987, um vörugjald, með síðari breytingum.

47. gr.

     5. gr. laganna orðast svo:
     Gjaldflokkar vörugjalds skulu vera eftirfarandi, sbr. upptalningu tollskrárnúmera gjaldskyldrar vöru í viðauka I við lög þessi:
  1. Af vörum í gjaldflokki A skal greiða 6% vörugjald.
  2. Af vörum í gjaldflokki B skal greiða 11% vörugjald.
  3. Af vörum í gjaldflokki C skal greiða 16% vörugjald.
  4. Af vörum í gjaldflokki D skal greiða 18% vörugjald.
  5. Af vörum í gjaldflokki E skal greiða 20% vörugjald.
  6. Af vörum í gjaldflokki F skal greiða 25% vörugjald.
  7. Af vörum í gjaldflokki G skal greiða 30% vörugjald.

48. gr.

     1. málsl. 10. gr. laganna orðast svo:
     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1994.

49. gr.

     Viðauki I við lög um vörugjald orðast svo:
Viðauki I.
(VIÐAUKI I MYNDAÐUR)

50. gr.

     Ákvæði þessa kafla öðlast gildi þegar í stað.

VIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 114/1990, um Útflutningsráð Íslands.

51. gr.

     3. gr. laganna orðast svo:
     Tekjur Útflutningsráðs eru:
  1. 0,015% gjald, markaðsgjald, sem lagt er á veltu atvinnufyrirtækja, eins og hún er skilgreind skv. 11. gr. laga um virðisaukaskatt, að meðtalinni veltu sem undanþegin er virðisaukaskatti skv. 12. gr. þeirra laga.
  2. Framlag ríkissjóðs.
  3. Þóknun fyrir veitta þjónustu.
  4. Sérstök framlög og aðrar tekjur.
     Markaðsgjald má draga frá tekjum þess rekstrarárs þegar stofn þess myndaðist.
     Um álagningu og innheimtu markaðsgjalds fer samkvæmt ákvæðum VIII.– XIV. kafla laga um tekjuskatt og eignarskatt, nr. 75/1981, með síðari breytingum, eftir því sem við á og skulu innheimtuaðilar standa skil á innheimtum gjöldum mánaðarlega.

52. gr.

     Við lögin bætast fjögur ákvæði til bráðabirgða er orðast svo:
  1. (I.)
  2.      Fjármálaráðherra er heimilt í reglugerð að kveða á um fyrirframgreiðslu markaðsgjalds á árunum 1994–1996, sbr. 110. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.
  3. (II.)
  4.      Hjá atvinnufyrirtækjum skal þrátt fyrir ákvæði 3. gr. laga þessara leggja á markaðsgjald á árunum 1994, 1995 og 1996 vegna veltu áranna 1993, 1994 og 1995 samkvæmt þessu ákvæði:
    1. Fiskvinnsla og iðnaður, þar með talin byggingarstarfsemi, greiði 0,049% af gjaldstofni skv. 3. gr. á árinu 1994, 0,037% á árinu 1995 og 0,026% á árinu 1996.
    2. Fiskveiðar greiði 0,035% af gjaldstofni skv. 3. gr. á árinu 1994, 0,028% á árinu 1995 og 0,022% á árinu 1996.
    3. Samgöngur greiði 0,022% af gjaldstofni skv. 3. gr. á árinu 1994, 0,019% á árinu 1995 og 0,017% á árinu 1996.
  5. (III.)
  6.      Af innheimtu markaðsgjaldi, samkvæmt framanskráðu, greiðist kirkjugörðum fjárhæð samkvæmt því sem nánar er mælt fyrir um í ákvæði til bráðabirgða við lög nr. 36/1993, um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu.
  7. (IV.)
  8.      Á árinu 1998 skal endurskoða lög um Útflutningsráð og frá og með árinu 1999 skal álagning markaðsgjalds falla niður hafi lögin þá ekki verið endurskoðuð.

53. gr.

     Ákvæði þessa kafla öðlast gildi 1. janúar 1994. Skal í fyrsta sinn lagt á markaðsgjald skv. 51. gr. á árinu 1994 á gjaldstofn ársins 1993.

IX. KAFLI
Um breyting á lögum nr. 36/1993, um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu.

54. gr.

     38. gr. laganna fellur niður.

55. gr.

     Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða er orðast svo:
     Greiða skal hluta af innheimtu markaðsgjaldi sem lagt er á á árunum 1994, 1995 og 1996 samkvæmt lögum nr. 114/1990, um Útflutningsráð Íslands, með síðari breytingum. Greiða skal kirkjugörðunum 46% af innheimtu markaðsgjaldi sem lagt er á á árinu 1994, 36% af innheimtu markaðsgjaldi sem lagt er á á árinu 1995 og 22% af innheimtu markaðsgjaldi sem lagt er á á árinu 1996. Einstakir kirkjugarðar fái sama hlutfall þessara greiðslna og þeir höfðu af heildarinnheimtu kirkjugarðsgjalda atvinnurekstrarins á árinu 1993.

56. gr.

     Ákvæði þessa kafla öðlast gildi 1. janúar 1994.

Samþykkt á Alþingi 21. desember 1993.