Ferill 27. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
Lögum breytingu á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, með síðari breytingum (frádráttur vegna kolefnisjöfnunar).


________
1. gr.


    2. tölul. 31. gr. laganna orðast svo: Einstakar gjafir og framlög til kirkjufélaga, viðurkenndrar líknarstarfsemi, menningarmála, stjórnmálaflokka og vísindalegra rannsóknarstarfa, þó ekki yfir 0,75% af tekjum skv. B-lið 7. gr. á því ári þegar gjöf er afhent eða framlag innt af hendi. Hið sama á við um framlög til aðgerða sem stuðla eiga að kolefnisjöfnun, svo sem aðgerða í rekstri til kolefnisjöfnunar, sem og fjárframlög til skógræktar, uppgræðslustarfa og endurheimtar votlendis. Ráðherra skal í reglugerð kveða á um hvaða málaflokkar og stofnanir falla undir þennan tölulið og um framkvæmd hans að öðru leyti.

2. gr.

    Lög þessi taka gildi 1. janúar 2021 og koma til framkvæmda fyrir tekjuárið 2020.
_____________Samþykkt á Alþingi 30. júní 2020.